Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 42

Morgunblaðið - 07.06.2018, Síða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2018 Lífrænar mjólkurvörur í fimmtán ár Í fimmtán ár hefur Biobú framleitt lífrænar mjólkurvörur sem notið hafa mikilla vinsælda. Vöruflokkum hefur fjölgað ár frá ári og sífellt bætast við spennandi og girnilegar nýjungar. Öll mjólk í okkar afurðir kemur frá tveimur búum, þ.e. Búlandi í Austur Landeyjum og Neðra Hálsi í Kjós. Framleiðsla Biobú fer fram samkvæmt ströngustu reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Kynnið ykkur vöruúrvalið á heimasíðu okkar, www.biobu.is. Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is298.1 23 /0 5. 18 Hvalárvirkjun í Ár- neshreppi mun verða mikið framfaraskref fyrir Vestfirðinga. Af- hendingaröryggi raf- orku mun batna mik- ið, framboð af raforku mun opna möguleika á nýrri atvinnu- starfsemi og útblást- ursmengun mun minnka verulega. Þessu verður hægt að ná fram með litlum tilkostnaði hins opinbera þar sem einkaaðilar munu standa straum af fram- kvæmdum. Hvalárvirkjun er 55 MW virkjun og hefur tvisvar verið samþykkt í nýtingarflokk og stað- fest af Alþingi. Aukið öryggi fyrir landsmenn Ný stórvirkjun á Vestfjörðum mun auka öryggi um land allt þar sem hún verður utan jarðskjáfta- og eldgosasvæðanna norðan- og sunnanlands og náttúruhamfarir þar munu ekki raska framleiðslu- getu Hvalárvirkjunar. Við náttúruhamfarir getur stærstur hluti raforkufram- leiðslu landsmanna verið í uppnámi og mikil vá blasir við landsmönnum. Á Vestfjörðum eru fleiri virkjanakostir og með hækkandi raforku- verði verða þeir einn af öðrum hagkvæmir á næstu árum. Þar má nefna Austurgils- virkjun, um 30 MW virkjun í Skjald- fannardal, sem er í nýtingarflokki í rammaáætlun 3. Áhrif virkjunar- innar á ferðamennsku og útivist eru metin þau fimmtu minnstu af 26 kostum sem voru athugaðir. Auk þessara tveggja eru nokkr- ir virkjunarkostir á Vestfjörðum sem eru enn utan rammaáætlunar. Þeir helstu eru: Skúfnavatnavirkj- un í Ísafjarðardjúpi (9,9 MW), Sængurfossvirkjun (7MW), Hvanneyrardalsvirkjun (15MW) og Hest- og Skötufjarðarvirkjun (16 MW). Alls eru um 85 MW komin inn í rammaáætlun og um 50 MW eru enn utan. Samanlögð raforkuframleiðsla allra þessara virkjana gæti orðið um 850 GWh/ ári, sem dugar fyrir alla almenna heimilisnotkun landsmanna. Vest- firskar virkjanir hefðu í för með sér verulega aukið öryggi fyrir alla landsmenn. Aukið öryggi fyrir Vestfirðinga Vestfirðingar eru nú mjög háðir aðfluttri orku. Virkjanir í fjórð- ungnum framleiða um 50% af orkuþörfinni og hinn helmingur- inn, sem er um 130 GWh/ári, er fluttur vestur eftir háspennulínu frá Hrútatungu, svonefndri Vesturlínu. Hvalárvirkjun mun framleiða um 320 GWh/ári. Orku- þörf Vestfirðinga að óbreyttu er því um 40% af framleiðslu Hval- árvirkjunar. Að auki opnast tæki- færi fyrir nýja framleiðslu sem í dag er ekki möguleg vegna skorts á orku og sérstaklega vegna skorts á öruggu rafmagni. Landsnet (mars 2009) segir í skýrslu um afhendingaröryggi raf- orku á Vestfjörðum að það sé minnst á landinu og að Hvalár- virkjun muni stórauka afhend- ingaröryggið. Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, kemst að sömu niðurstöðu í ný- legu erindi. Ein leið til úrbóta væri að tvöfalda Vesturlínu. Það mun kosta 6-10 milljarða króna. Þar sem engin ný framleiðsla fylgir tvöfölduninni mun allur kostnaður falla á Landsnet og þaðan væntanlega á ríkið. Þess vegna er hún ekki vænleg. Virkjanir borga Staðan í dag er tilkomin vegna þess að ríkið hefur ekki verið tilbúið til þess að setja fé í að bæta dreifikerfið á Vestfjörðum. Vandséð er að pólitískur vilji breytist á næstu árum. Vestfirð- ingar eru einfaldlega ekki sú stærð sem dugar til áhrifa um- fram fjölmennari svæði þegar mörg brýn verkefni liggja fyrir. Þess vegna eru nýjar virkjanir lykilatriði. Nýjar virkjanir greiða tengigjöld og endurgreiða þannig kostnaðinn. Sem dæmi má nefna að Búrfellsvirkjun 2 greiðir um 850 milljónir króna árlega í tengi- gjöld. Aukið öryggi og jafnframt ný sóknartækifæri liggja í nýjum virkjunum á Vestfjörðum. Vestur- verk áætlar að Hvalárvirkjun muni greiða um 477 milljónir króna á ári í tengigjöld. Austur- gilsvirkjun gæti þurft að greiða um 230 milljónir króna á ári. Tengingin kostar 3 milljarða kr. Kostnaðurinn við tengingu Hvalárvirkjunar við kerfi Lands- nets verður um 3 milljarðar króna (mars 2009) við línur og tengivirki samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni, hvort heldur það er með nýrri línu til Ísafjarðar um Djúpið eða í Geiradal. Þann kostn- að þarf Landsnet að fá endur- greiddan frá nýju raforkuframleið- endunum og telur sig þurfa 200-300 m.kr. á ári yfir 20 ára tímabil. Vesturverk ehf. telur að kostnaðurinn við tengingu frá Hvalárvirkjun til Nauteyrar í Ísafjarðardjúpi og línur þaðan til Ísafjarðar kosti 3,3 milljarða króna (jan. 2015) og að tengigjöld Hvalárvirkjunar verði um 3 millj- arðar króna. Verði hins vegar tengingin í Geiradal í Vesturlín- una er kostnaðurinn áætlaður 2,5 milljarðar króna og tengigjaldið 2 milljarðar króna. Hvað svo sem verður ofan á þá er ljóst að bara Hvalárvirkjun mun greiða kostn- aðinn að mestu og verkefnið verð- ur enn fýsilegra fyrir Landsnet ef fleiri virkjanir bætast við, eins og Austurgilsvirkjun. Minni mengun Hvalárvirkjun mun minnka mengun vegna olíubrennslu. Vara- afl Vestfirðinga, bæði til húshit- unar og ljósa er í dísilvélum. Upp- sett afl dísilkatla hjá Orkubúi Vestfjarða er 24 MW í kyndistöðv- um og 20 MW í rafstöðvum. Landsnet byggði upp varaaflstöð í Bolungarvík með dísilvélum fyrir þremur árum fremur en að bæta flutningslínurnar vestur. Kostn- aðurinn varð um hálfur annar milljarður króna. Hundruð þús- unda lítra af olíu eru brennd ár- lega. Þegar verst lætur eru brennd 120 tonn af olíu á sólar- hring. Óbreytt ástand ætti að vera þyrnir í augum umhverfisverndar- fólks. Lítil umhverfisáhrif Áhrif Hvalárvirkjunar á um- hverfi sitt verða ekki mikil og auk þess afturkræf. Helst er það vatnsmagn í nokkrum fossum sem breytist. Það fer í fyrra horf þeg- ar virkjuninni verður hætt. Rask á heiðinni sjálfri verður líka hægt að afmá þegar þar að kemur. Ekk- ert er gert sem tekur nein gæði frá komandi kynslóðum. En virkj- unin mun bæta lífskjör komandi kynslóða rétt eins og hver önnur starfsemi sem rekin er með hagn- aði. Fyrir ári birti Landsvirkjun skýrslu sem Háskóli Íslands gerði fyrir Landsvirkjun og kannaði áhrif Blönduvirkjunar á upplifun ferðamanna á svæðinu í kringum virkjunina síðasta sumar. Skemmst er frá því að segja að 87% ferðamannanna sögðust ekki hafa tekið eftir virkjuninni og tengdum mannvirkjun og 92% ferðamannanna töldu ósnortin víð- erni vera hluta af aðdráttarafli svæðisins. Hvalárvirkjun verður lyftistöng fyrir Vestfirði og lands- menn, og sérstaklega mun virkj- unin auka ferðamannastraum til Vestfjarða. Eftir Kristin H. Gunnarsson » Áhrif Hvalárvirkj- unar á umhverfi sitt verða ekki mikil og auk þess afturkræf. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er fv. alþingismaður. Hvalá: stórstígar framfarir fyrir Vestfirðinga Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.