Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla seinni tíð. Ég var aðeins að rækta og ætlaði að hafa aukavinnu af því að temja og selja hesta. Það þróað- ist hins vegar þannig að ég hef látið hestana vinna fyrir sér í staðinn.“ Hermann segir að það sé dálítil ásókn í að koma hestum í langferð- irnar, en honum er ekki sama hvað er. „Ég hef reynt að hafa hross sem eru uppbyggð í þetta. Þau byrja að hlaupa með mér ung og eru orðin vön þessum langferðum. Það er svo mikilvægt að hausinn á þeim sé í lagi og þau hafi gaman af þessu. Hluti af hestunum er orðinn háaldr- aður en hrossin eru öll í fullu fjöri.“ Hermann segir að þrátt fyrir þessar löngu ferðir um landið á hestbaki sé alltaf eitthvað eftir, til dæmis á hann alveg eftir að ríða um Hornstrandirnar. áætlar að allur leiðangurinn muni taka um tvo mánuði. Með Her- manni verða yfirleitt sex til sjö reið- menn í för og af þeim munu fimm fylgja honum allan leiðina. Þeir eru Svisslendingar sem hafa ferðast með Hermanni árum saman um landið. Hópurinn verður með um 40 hesta til reiðar. Yfirleitt munu þau gista í skálum á leiðinni nema í Gæsavötnum þar sem væntanlega verður gist í tjaldi. Trússbíll fylgir þeim eftir með nesti og annan far- angur. En hver leggur til hestana? Hrossin fá að vinna fyrir sér „Ég hef stundum sagt að það eina sem ég á of mikið af séu hest- ar. Að mestu eru hrossin frá mér,“ sagði Hermann. „Það hefur verið mjög lélegur markaður fyrir hross í Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Hermann sundreið öll vötn frá Höfn í Hornafirði að Selfossi ásamt fleirum vorið 2009. Í þeirri ferð fékk hann þá hugdettu að ríða land- ið „í stjörnu“ eins og hann orðar það. „Ég byrjaði á stjörnunni 2016 og reið þá frá Vík í Mýrdal og norður að Hrauni á Skaga. Þaðan reið ég vestur í Bolungarvík og Skálavík. Svo reið ég Vestfjarðakjálkann og endaði austur á Ingólfshöfða. Þar með tók ég helminginn af stjörn- unni,“ sagði Hermann. Nú ætlar hann að fullgera myndina og teikna enn stærri stjörnu á Íslandskortið. Á ská yfir landið og endilangt „Ég ríð frá Hvolsvelli vestur að Reykjanesvita 27. júní. Hinn 1. júlí legg ég svo af stað frá Reykjanesi og ríð í norðaustur á Font á Langa- nesi, á ská yfir landið. Þetta verða nýjar slóðir fyrir mig, Norðaust- urland og Austurlandið. Frá Fonti fer ég svo á fimm dögum á Dala- tanga. Þaðan fer ég vestur yfir landið og ætla að enda 14. ágúst vestur á Öndverðarnesi. Vestasta punktinum!“ Frá Öndverðarnesi ætlar Hermann svo að ríða í róleg- heitunum heim á Hvolsvöll. Hann Ljósmynd/Jens Einarsson Knapinn Hermann Árnason er að leggja í langferð á hestbaki. Hann á margar ferðir að baki. Yfir landið á ská og langsum á hestbaki  Hermann Árnason bætir nýjum leggjum í stjörnuna Vík í Mýrdal Hraun Fontur Dalatangi Skálavík Ingólfshöfði Hvolsvöllur Reykjanesviti Öndverðanes Riðið þvert og síðan endilangt yfir landið 2016 2018 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garð- yrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Að sögn Gísla veldur hátt raforkuverð því að lítill sem enginn hagnaður skap- ast af starfseminni. Þá geri reglur Rariks, sem er með einkaleyfi á dreifingu raforku á svæðinu, garð- yrkjustöðinni afar erfitt fyrir. „Gjaldskráin hefur hækkað mikið undanfarin ár. Auk þess eru regl- urnar þannig að þar sem íbúar eru færri en 50 talsins er verðið tals- vert hærra en á stöðum þar sem íbúarnir eru fleiri. Það er að mínu mati mjög undarleg skýring og ég veit ekki hvað liggur þar að baki,“ segir Gísli og bætir við að hátt verð neyði hann til þess að loka fyrir- tækinu á veturna. Keypti búnað fyrir 35 milljónir „Nú verður þetta þannig að ég verð bara með opið á sumrin eins og aðrir bændur,“ segir Gísli sem hefur fjárfest fyrir um 35 milljónir króna í rafmagnsbúnaði sem ætl- aður er fyrir garðyrkjustöðvar sem ráðgera að rækta allan ársins hring. „Að vera tilneyddur til að loka á veturna eftir að hafa fjárfest fyrir háar upphæðir í búnaði er auðvitað ekki skemmtilegt. Þessi búnaður er sérstaklega keyptur til þess að geta stundað ræktun á vet- urna og mér finnst það alveg ótrú- lega sérstakt að hagnaðurinn sem verður til sé tekinn af raforkufyr- irtækjum,“ segir Gísli. Engin samkeppni ríkir um dreif- ingu og flutning raforku á svæðinu en líkt og fyrr segir er Rarik með einkaleyfi á dreifingu í sveitinni. Að sögn Gísla er vandamálið þó ekki einungis það. „Hluti af niður- greiðslu ársins í ár var nýttur í fyrra, sem veldur því að nú er minna niðurgreitt. Það er auðvitað stór hluti vandans að niðurgreiðsl- urnar frá ríkinu eru lægri,“ segir Gísli. Hátt raforkuverð neyðir bónda til að hætta ræktun  35 milljóna króna fjárfesting í vask- inn  Hætta ræktun á veturna í haust Morgunblaðið/Hari Ræktun Garðyrkjustöðin Brúna- laug mun hætta ræktun á veturna. Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir sam- félagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Að sögn Berglindar Hallgrímsdótt- ur umhverfisverkfræðings er sam- félagslegur kostnaður slysa gífur- lega hár: „Ég hef reiknað út að heildarkostnaður slysa á árunum 2012-2016 sé alls 15 milljarðar á ári. Þá tökum við inn alla mögulega þætti, s.s. kostnað sveitarfélagsins og stjórnsýslu, t.d. inngrip lögreglu en einnig allan kostnað við slysið sjálft, þ.e. spítalavist, eignatjón, tryggingamál og svo framvegis. Inni í þessari tölu er því ekki aðeins kostnaður samfélagsins heldur einn- ig kostnaður einstaklingsins sem lendir í slysinu.“ Hún segir jafnframt að ákveðnum slysum hafi farið fjölgandi á þessu tímabili „Við erum að sjá ákveðna tilhneigingu í slysunum en ákveðnir orsakaþættir hafa verið að færast í aukana; fleiri eru að aka yfir á rauðu ljósi til dæmis og slysum gangandi og hjólandi einstaklinga hefur einn- ig fjölgað,“ segir Berglind, sem unn- ið hefur að umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavíkurborg. Berglind segir einnig mikilvægt að gera göngu- og hjólaleiðir örugg- ari: „Ef okkur tekst að gera umferð- ina öruggari munu fleiri kjósa að ganga og hjóla, það eru stórir sam- félagshópar sem eru ekki endilega í stakk búnir til að keyra, s.s. börn og eldra fólk, og það er samfélagslegur ávinningur okkar að auka umferð- aröryggi þeirra. Við viljum heldur ekki að foreldrar veigri sér við að senda börnin sín gangandi í skólann til dæmis.“ Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn á Suðurlandi, verður einnig með erindi á þinginu, en hann mun þar leggja áherslu á ávinning sýni- legs eftirlits er kemur að umferð- aröryggi. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að viðvera lögreglu við veg hefur mælanleg áhrif á ökuhraða ökutækja og ég held því fram að það að bæta sýnilegt eftirlit sé mögulega ódýrasta leiðin til að ná niður öku- hraða á þjóðvegum landsins.“ Þá segir Oddur ástandið í umferð- inni einkennast af fjölda ferða- manna sem séu margir óundirbúnir fyrir umferð á Íslandi: „Sú breyting sem hefur átt sér stað er að við er- um að fást við umferð sem sam- anstendur af stórum hluta af ferða- mönnum sem koma til landsins, dvelja í stuttan tíma og hafa ekki kynnt sér akstursskilyrði eða að- stæður í landinu,“ segir Ólafur og bætir við að slysatölur í umferðinni séu til marks um að betri löggæslu skorti. ninag@mbl.is Kostar samfélagið 15 milljarða á ári  Samfélagslegur kostnaður slysa er mjög hár  Slysum gangandi og hjólandi vegfarenda fjölgað  Sýnileg löggæsla dregur úr ökuhraða á vegum úti  Ferðamenn margir illa undirbúnir fyrir akstur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.