Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 24

Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Síðumúli 9 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður Dalsbraut 1 - 600 Akureyri | 560-8888 • www.vfs.is Þegar þig vantar alvöru hörkutól semi umhverfis- og byggingarverk- fræðideildar Háskóla Íslands. Jarðskjálftamiðstöðin var sett á fót árið 1997 með sérstökum samningi á milli Háskóla Íslands og Sveitarfé- lagsins Árborgar. Miðstöðin tók síð- an til starfa í nýuppgerðu húsi á Sel- fossi árið 2000. Árleg velta Jarðskjálftamiðstöðvarinnar er um 100 millj. kr. Þar af eru um 75 millj- ónir sjálfsaflafé sem aflað er með þjónustuverkefnum fyrir atvinnulífið og umsóknum í rannsóknar- og sam- keppnissjóði. „Megintilgangur rannsóknanna sem við gerum er að auka öryggi mannvirkja í jarðskjálftum, það er að endurbæta forsendur hönnunar á mannvirkjum svo tjón verði sem minnst. Auk þess að stunda rann- sóknir er hlutverk okkar að þjálfa stúdenta og vera með fræðslu fyrir almenning um jarðskjálfta og mann- virkjagerð, enda var þessari stofnun komið á fót fyrir opinbert fé sem skapar okkur skyldu við almenning,“ segir Símon Ólafsson. Mikilvægan þátt í starfseminni segir hann vera þjónusturannsóknir, það er sérhæfð verkefni sem unnin eru fyrir atvinnu- lífið. Síðastliðin tvö ár hafa starfs- menn miðstöðvarinnar á Selfossi svo verið þátttakendur í Evrópuverkefn- inu Knowrisk, ásamt rannsókn- arhópum frá Ítalíu, Spáni og Portú- gal, sem fjallar um skemmdir á innanstokksmunum í jarðskjálftum, það er hlutum innandyra öðrum en burðarvirki húsa.Á landinu eru tvö kerfi ólíkra jarðskjálftamæla, sem annars vegar Veðurstofan og hins vegar rannsóknarmiðstöðin á Sel- fossi halda úti. Veðurstofukerfið fylg- ist með jarðeðlisfræðilegum eig- inleikum og skráir allar hreyfingar í jarðskorpunni og vaktar eldfjöllin, en hvoru tveggja má fylgjast með á net- inu. Kerfi Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði er hins vegar ætlað að mæla áraun á mannvirki í jarðskjálftum sem eru svo stórir að þeir geti valdið tjóni. Endurbæta hönnunarstaðla „Mikilvægt er að mæla þá áraun sem mannvirki verða fyrir í jarð- skjálftum. Slíkir jarðskjálftar eru sem betur fer sjaldgæfari en þeir minni og oft langt á milli þeirra. Það er því slæmt fyrir samfélagið að missa af mælingum á slíkum atburð- um,“ segir Símon. Hann tiltekur að Suðurlandsskjálftarnir árið 2000 og 2008 hafi gefið mikilvægar upplýs- ingar sem hafi verið nýttar til að end- urbæta hönnunarstaðla með tilliti til jarðskjálftahættu. Áður en þær upp- lýsingar urðu aðgengilegar þurfti að styðjast að mestu við upplýsingar um jarðskjálfta í útlöndum. Þétta net skjálftamæla um landið  Rannsóknarmiðstöð HÍ fjölgar jarðskjálftamælum  Viðlagatrygging styður verkefnið  Mikilvægt fyrir hönnun mannvirkja  Mikilvægar upplýsingar fengist með mælingum síðustu ára Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Verkfræði Slæmt fyrir samfélagið að missa af mælingum, segir Símon Ólafsson í rannsóknarmiðstöðinni á Selfossi. Morgunblaðið/Júlíus Hella Eitt af húsunum sem eyðilögðust í Suðurlandsskjálfta 17. júní 2000 var á Freyvangi 12 og hér stendur eigandinn Sveinbjörn Jónsson framan við rústirnar. Með reynslu úr hamförum var nýtt hús byggt á sama stað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi 2008 Hverasvæði við Reyki í Ölfusi opnaðist í skjálftunum fyrir áratug. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hafist verður handa síðar á þessu ári við uppsetningu fjórtán nýrra jarð- skjálftamæla sem þétta net mæli- tækja sem Rannsóknarmiðstöð Há- skóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, sem er með aðsetur á Selfossi, heldur úti. Þetta er mögulegt í krafti nýlegs samnings milli rannsóknarmiðstöðv- arinnar og Viðlagatryggingar Ís- lands sem greiðir fyrir mælana nýju. Símon Ólafsson, forstöðumaður mið- stöðvarinnar, segir þetta afar þýð- ingarmikið. Mikil þörf sé fyrir þétt- riðnara mælanet auk þess sem nú verði nokkrum 30 ára gömlum mæl- um skipt út fyrir ný tæki og nákvæm sem auðvelt sé að hafa sítengingu við. Dregur úr óvissu Fyrir er rannsóknarmiðstöðin með 42 mæla í neti sem nær yfir Reykja- vík, Reykjanes, Suðurlandsund- irlendið ásamt virkjanasvæði Þjórsár og Norðurland frá Blönduvirkjun austur að Kópaskeri og norður í Grímsey. Einnig eru mælar í stíflum við Kárahnjúka. Tækin sem nú bæt- ast við verða m.a. á Reykjanesi og austarlega á Suðurlandinu, til að mynda á Flúðum og við Hvolsvöll. Með þeim verða mælarnir þá orðnir alls 56 talsins. Með því að fjölga mælunum má draga úr óvissu um umfang atburða, sem getur skapast í kjölfar stórra jarðskjálfta. Það er mikilvægt, bæði fyrir Viðlagatryggingu sem hefur það hlutverk m.a. að vátryggja gegn beinu tjóni af völdum náttúruham- fara eins og jarðskjálfta, og ekki síð- ur fyrir eigendur fasteigna að geta fengið niðurstöður úr hlutlægum mælitækjum til að leggja mat á hvort rekja megi tilteknar skemmdir til áhrifa af jarðskjálftum eða ekki. Endurbæta hönnun Rannsóknarmiðstöð í jarð- skjálftaverkfræði er hluti af starf- „Jarðskjálftar eru mjög háðir aðstæðum í hverju landi, til dæmis dvínun bylgna með fjarlægð frá upptökum,“ segir Símon Ólafsson. Hann segir því nauðsynlegt að gera rannsóknir í hverju landi fyrir sig. Útbúið er svo- kallað þjóðarskjal fyrir hvert land sem er hluti af evrópskum hönn- unarstaðli jarðskjálfta, sem nefnist Eurocode. Skjal Íslands er byggt á grunni þeirra upplýsinga sem hröðunarmælingar á jarðskjálftum hafa skilað, það er hvernig mannvirki sveiflast. „Nú liggja fyrir margvíslegar upplýsingar en það eru líka eyður sem nauðsynlegt er að fylla inn í. Langt er síðan jarðskjálfti varð austast á Suðurlandsundirlendinu, sem við vitum að getur orðið að minnsta kosti 7 að stærð. Einnig er vitað að stórir jarðskjálftar geta orðið fyrir norðan og á Reykjanesi. Þetta þurfum við að kanna betur.“ Fylla þarf í eyður upplýsinga KANNA UPPTÖK SKJÁLFTA VÍÐA UM LANDIÐ Hver Kraumandi jörð við Gunnuhver á Reykjanesi þar sem stundum skelfur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.