Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 FYRIR VEISLURNAR Í SUMAR! COLOUR 5 „Við byrjuðum með hefðbundinn bú- skap og tókum á leigu nágrannajörð okkar sem heitir Sælingsdalstunga. Þar er stórt fjárhús með pláss fyrir 500 ær, og talsvert stórt jarðnæði með fjalllendi svo að kindurnar okk- ar hafi samastað yfir sumartímann. Hugsa sér að kindurnar eru í öruggu skjóli allan veturinn, eignast lömbin sín á öruggum stað, með aðstoð frá fólki, og þegar lömbin eru fædd fara þau á fjall og eru frjáls allt sumarið. Það er ekkert betra líf en þetta, ef dýrin fæðast til að verða matur. Við erum svo heppin á Íslandi að hafa svona stórkostlega leið til að fram- leiða kjöt og ull, það þurfum við að muna, fagna og passa vel upp á.“ Þau segjast því miður ekki geta lifað af búskapnum fjárhagslega, og vinna bæði meðfram, Hjalti við girð- ingarvinnu og akstur og Rebba í kjörbúðinni í Búðardal, tvisvar í viku á veturna. Dýragarðurinn byrjaði með því að nokkrar hænur vantaði heimili, svo vantaði nokkrar endur heimili, síðan einn hest, næst kom lítil álft og aldr- ei gat Rebba sagt nei. Smám saman komu fleiri og fleiri dýr og Rebba fór að kaupa fleiri tegundir. „Þegar vinir okkar komu í heim- sókn fórum við auðvitað alltaf út að klappa og knúsa dýrin, síðan fór annað fólk að koma og margir stopp- uðu líka af því að hér var kúluhús fyrir dýrin, sem allir taka eftir.“ Fyrir tæpum fjórum árum var haft samband við þau frá Ung- menna- og tómstundabúðunum á Laugum í Sælingsdal, og hafa þau á hverju ári síðan fengið hópa af ung- um Íslendingum alla miðvikudaga í heimsókn. Rebba reiknar með að það séu í allt um 6 þúsund krakkar. Þegar þetta var komið í gang datt þeim í hug að það gæti orðið vinsælt og opnuðu dýragarð sumarið 2016. Sumarið 2017 settu þau á reglulegan opnunartíma og hækkuðu að- gönguverðið, til að mæta kostnaði vegna umhirðu dýranna. Launin eru þau að geta séð fólk njóta þess að kynnast og umgangast dýrin. Er sjálf með kattarofnæmi „Á Hólum eru mörg falleg dýr sem öll eiga stað í hjarta okkar. Kýr- in mín heitir Álfadís og hún bar kvígukálfi í fyrra sem heitir Ylfadís. Hundarnir eru þrír, Junior 15 ára, fjölskylduhundur og fjárhundur af blendingskyni, Lísa sem er hrein- ræktuð 9 ára border collie-tík og Úlfur sem er 4 ára blendingur sem við „ættleiddum“ þegar hann var 10 mánaða. Við eigum þrjá ketti en þeir voru allir heimilislausir þegar þeir komu til okkar. Þeir eru Oliver, Tristan og Julio. Læðuna, mömmu Ólivers, átti ég og fékk hann úr goti, en hann fór á annað heimili. En seinna var honum skilað vegna of- næmis. Eina vandamálið með kett- ina mína er reyndar að ég er sjálf með ofnæmi fyrir köttum, þess vegna eigum við bara þrjá,“ segir Rebba og brosir. Þessi upptalning er hvergi nærri hætt því þau eru með 240 kindur og 400 lömb, 9 geitur og þar er geithaf- urinn Hrafn fremstur meðal jafn- ingja. Hrafn er mjög sérstakur og getur gert alls konar kúnstir sam- kvæmt fyrirmælum, t.d. gengið aft- urábak, staðið á afturlöppunum og gefið „high five“. Hann er mjög vin- sæll á Hólum og eltir Rebbu um allt eins og hundur. Þau eiga hamst- urinn Glym, fiskinn Mary, kalkún- ann Harald sem reyndar er dapur núna því hann missti konuna sína í vetur. Rebba segir að þau langi til kaupa kerlu fyrir hann svo að hann verði hamingjusamur aftur. Ljóti andarunginn Eggert Svanur Pjakksson „Svanurinn okkar heitir Eggert Svanur Pjakksson, hann vantaði heimili og auðvitað var pláss hér. Við vitum reyndar ekki af hvaða kyni hann er, í bókunum stendur að karl- inn sé stærri en kerlan, en ég á bara einn fugl og get ekki borið saman við annan. Nafnið hans er skemmtilegt, hann hét því þegar við fengum hann. Það byrjaði þannig að kona var úti að ganga með hundinn sinn sem skyndlega kom hlaupandi með egg í kjaftinum. Konan fann ekki hreiðrið sem eggið var úr, svo hún fór með það heim og kom því í útungunarvél með andareggjum og eins og í æv- intýrinu varð litli ljóti andarunginn að svani. Hundurinn sem fann eggið heitir Pjakkur, og þess vegna er hann Pjakksson.“ Fleiri fuglar eru á Hólum, brahmahænur, silkihænur, dúfur og aliendur. Því miður fengu þau leið- inlega heimsókn nýlega, en minkur komst inn og drap allar kornhæn- urnar þeirra, alls 11. En til allrar hamingju hafði Rebba tekið nokkur egg frá þeim tæpri viku áður, sett þau undir silkihænu og núna eru þar sex pínulitlir ungar. „Auðvitað eigum við líka fallegar íslenskar landnámshænur. Haninn Loki er sá hani á Íslandi sem oftast hefur verið kysstur, en rúmlega 5.000 manns hafa kysst hann á nebb- ann og það munu örugglega fleiri kyssa hann í framtíðinni.“ Talandi krummi En aðalnúmerið er hann Krummi, minn talandi hrafn sem fær mig til að hlæja mörgum sinnum á dag þeg- ar hann talar. Þetta er æðislegur fugl, sem getur því miður ekki flogið því hann lenti í slysi þegar hann var ungi. En nú er hann tveggja ára og hoppar hér í kring í góðu veðri og hrópar mamma, hann getur líka sagt „hæ rummi“, eða hæ krummi, en hann ræður ekki við k-hljóðið. Hann segir líka hættu, já já, heyrðu og allt í lagi og margt fleira.“ Á Hólum er gyltan Svínka, hún er tveggja ára og risastór, rúm 200 kíló. „Hún er mjög klár og þegar hún var minni kenndi ég henni að sitja og gera „high five“. En nú er hún svo stór og þung að kúnstir eru orðnar erfiðar,“ segir Rebba og bætir við: „Við eigum 14 hesta og von er á folaldi, margir eru hér heima við og hægt að hitta og klappa. Við eigum 6 naggrísi og 16 kanínur af fimm teg- undum; venjulegar litlar „lionhead“- holdakanínur, rex- og angóru- kanínur. Þær eru utandyra, flestar gæfar og hægt að halda á og klappa.“ Vill bjóða upp á ógleymanlega upplifun Í fyrrasumar komu um 700 manns í dýragarðinn og tók Rebba á móti öllum og var með leiðsögn fyrir gest- ina. Hún segist ánægð með hvað margir af gestunum séu Íslendingar. „Í fyrra var ég ekki búin að auglýsa mikið, en orðsporið barst. Við feng- um styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands til markaðssetningar og erum nýbúin að fá fána með lógóinu okkar. Það var mikil gleði þegar ég dró hann að húni, en með tár í aug- unum. Við fjölskyldan völdum þetta lógó saman og við erum mjög hreykin af því. Við erum líka búin að láta gera skilti, en það er margt sem þarf að gera þegar við erum bara tvö í þessu öllu. Við erum vön að komast þangað sem við ætlum okkur. En ef einhver sem les þetta hefur ekkert að gera, þá má hinn sami gjarnan koma og hjálpa okk- ur,“ segir Rebba og hlær. Draumurinn er að byggja stóra hlöðu, með plássi fyrir öll dýrin. Stíurnar þurfa að vera rúmgóðar, bjartar og með aðgengi út. „Þá gæti ég tekið á móti gestum allt árið, og ég vildi gjarnan byggja nokkur smáhýsi sem gæfi fólki möguleika á að gista og vera í fleiri daga hjá okkur og njóta þess að umgangast dýrin. Mig langar að bjóða upp á góða, ógleymanlega upplifun á sama tíma og dýrin fá fullt af umhyggju og kærleik.“ Dýragarðurinn var opnaður 15. júní sl. og til 13. ágúst verður opið alla daga, nema á þriðjudögum, frá kl. 10-16. Hólar eru ca. 20 km frá Búðardal, ekið er eftir vegi 60 í áttina norður og beygt inn á veg 590 í átt að Fellsströnd og eru Hólar bara einn kílómetra frá af- leggjaranum. Laugar í Sælingsdal eru í næsta nágrenni en þar er Edduhótel á sumrin og ung- mennabúðir á veturna. Góð gönguleið er á milli Hóla og Lauga, um 2 km. Facebook-síða Hóla er Hólar farm minizoo in Ice- land. Morgunblaðið/Guðrún Vala Fjölskylda Hjónin Hjalti Freyr Kristjánsson og Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld ásamt börn- um sínum þremur, þeim Kristjönu Maj, 9 ára, Alexander Steini, 6 ára, og Matthíasi Hálfdán 11 ára. Geithafurinn Hrafn og hundarnir á Hól- um vildu fá að vera með á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.