Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 34
LANDSMÓT
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir sem Reykjavík-
urborg og hestamannafélagið Fákur
hafa ráðist í á mótssvæðinu í Víðidal
vegna landsmóts hestamanna sem
þar verður haldið í byrjun júlí eru
varanlegar. Þær eiga að nýtast við
mótahald í framtíðinni en ekki síður
hestamönnum í leik og starfi og
hestafyrirtækjum sem starfa í Víði-
dal. Framkvæmdum við velli, reið-
höll og aðstöðu fyrir áhorfendur er
að ljúka og síðustu dagarnir fyrir
mót verða notaðir til að koma upp
tæknibúnaði og breyta félagssvæði í
mótssvæði.
„Við erum með besta svæði á Ís-
landi til að halda landsmót. Þó ekki
séu nema sex ár síðan við héldum
síðasta landsmót þarf að gera ým-
islegt til að gera svæðið keppn-
isfært. Þetta urðu meiri fram-
kvæmdir en við reiknuðum með í
upphafi. Það skiptir máli fyrir okkar
sem íþróttafélag að bjóða félögum
okkar ávallt upp á bestu aðstæður,“
segir Hjörtur Bergstað, formaður
Fáks, þegar hann er inntur eftir
ástæðum þess að félagið sótti um að
halda landsmót í ár. Félagið hefur
áður haldið tvö landsmót, árin 2000
og 2012.
Hjörtur bætir því við að hesta-
mennskan snúist um samveru og
slagkraftur félagsins aukist við að
takast á við slíkt verkefni.
Hann tekur fram að sótt hafi verið
um landsmótið í samvinnu við
Reykjavíkurborg og hafi borgin
stutt vel við bakið á félaginu með því
að ráðast í framkvæmdir á fé-
lagssvæðinu.
Nýr „hringleikavöllur“
Laga þarf alla velli fyrir mótið,
eins og alltaf er. Hjörtur segir að
samráð hafi verið haft við lykilknapa
um lagfæringar á aðstöðunni. Það
hafi leitt til þess að ákveðið var að
gera nýja kynbótabraut og breyta
upphitunarvelli. Þá hafi verið gerð
mön við Hvammsvöll sem er neðan
við reiðhöllina. Það geri hann mun
áhugaverðari, einskonar hring-
leikavöllur. Komið var að viðamiklu
viðhaldi á reiðhöllinni þar sem ým-
islegt lá undir skemmdum. Hjörtur
segir að hún sé nú komin í gott lag.
Síðustu tíu dagarnir fyrir mótið
fara í það að breyta félagssvæði í
mótssvæði, að sögn Áskels Heiðars
Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra
mótsins. Dómpallar eru settir upp
og tæknibúnaður. Áskell Heiðar
segir að flókinn tæknibúnað þurfi
fyrir slíkt mót. Í því eins og öðru er
lögð áhersla á að tjalda ekki til einn-
ar nætur heldur að búnaðurinn nýt-
ist félagsmönnum áfram.
Sannkallað mannamót
Dagskrá mótsins er í föstum
skorðum og ekki mikið svigrúm til
að breyta til. Ljúka þarf sýningum
og keppnum. Á síðasta landsmóti
var gerð tilraun til að stytta mótið,
hefja það á mánudegi og ljúka því á
laugardagskvöldi. Áskell Heiðar
segir að mótið verði lengt aftur. Til-
gangurinn sé að gefa gestum kost á
því að njóta samveru með öðrum
hestamönnum á milli dagskrárliða.
Þetta sé jú hestamannamót.
Mótið hefst sunnudaginn 1. júlí
með keppni í barna- og unglinga-
flokkum. Jafnframt verður þá
skemmtidagskrá fyrir börn og veit-
ingastaðir opnaðir sem og mark-
aður. Ákveðið hefur verið að selja
ekki inn þann dag til að bjóða fjöl-
skyldum keppendanna og öðrum að
koma til að fylgjast með.
Heimsmeistaramótið í knatt-
spyrnu stendur yfir á þessum tíma
og verða allir leikir sem leiknir
verða á meðan landsmótið fer fram
sýndir á risaskjá í stóru skemmti-
tjaldi við reiðhöllina. Þetta er eftir
riðlakeppnina og ekki ljóst hvort ís-
lenska landsliðið verður með í
keppninni. Hjörtur segist raunar
hafa fulla trú á því að svo verði og á
von því á að margir vilji fylgjast með
leikjunum.
Öll helstu úrslit verða síðasta dag
mótsins, sunnudaginn 8. júlí. Er það
sama fyrirkomulag og lengi var við
lýði.
Gítarpartí verður í skemmtitjald-
inu alla daga og sveitaböll í reiðhöll-
inni á föstudags- og laugardags-
kvöld.
Vonast eftir 10 þúsund gestum
Hjörtur segir að hægt sé að taka
við allt að 20 þúsund manns á móts-
svæðinu. Hann segist þó verða
ánægður ef rúmlega helmingur þess
fjölda mæti, eða 10 til 12 þúsund
manns. Fjöldinn sé ekki aðalatriðið
heldur að nógu margir miðar seljist
til að mótið standi undir sér og gest-
ir og keppendur eigi ánægjulegar
stundir í Víðidal.
Framkvæmdir nýtist áfram
Undirbúningur er á lokastigi fyrir landsmót hestamanna sem haldið verður
í Reykjavík Loftað um dagskrána svo hestamenn geti notið samverunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavík 2012 Víðidalurinn var fullur af bílum, fólki og hestum á landsmótinu sem þar fór fram 2012. Nú hyggst Fákur endurtaka leikinn og gera betur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hringleikavöllur Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, og Áskell Heiðar Ás-
geirsson, framkvæmdastjóri landsmóts, við Hvammsvöll.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hópreið Félagar í hestamannafélögum á suðvesturhorni landsins komu ríð-
andi á landsmót hestamanna í Reykjavík. Hátt í 200 hestamenn tóku þátt.
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
„Það er klárt.
A-flokkurinn
á síðasta
landsmóti,“
svarar Eyrún
Ýr Pálsdóttir
hestamaður
snaggaralega
þegar hún er
spurð um eft-
irminnileg-
asta lands-
mót sitt. Hún
sigraði í A-flokki gæðinga á
Hrannari frá Flugumýri II á
landsmótinu á Hólum árið 2016
og var fyrst kvenna til að sigra í
þessari erfiðu grein.
Hún segir að sigurinn hafi
kannski ekki verið óvæntur. „Ég
vissi að ef við ættum góðan dag
yrðum við illviðráðanleg. Hest-
urinn er svo öruggur að mér
leið vel í keppninni,“ segir Ey-
rún og bætir því við að sigurinn
á íslandsmótinu í hestaíþrótt-
um á árinu áður hafi verið
óvæntari.
„Mótið á Melgerðismelum ár-
ið 1998 er fyrsta mótið sem ég
man eftir. Ég man eftir Galsa
frá Sauðárkróki,“ segir Eyrún
Ýr en hún var þá tíu ára. Hún
telur þó líklegt að hún hafi farið
á eitt eða jafnvel tvö mót þar á
undan enda eru foreldrar henn-
ar mikið hestafólk.
Þegar rætt var við Eyrúnu var
hún ekki búin að ákveða þátt-
töku sína í landsmótinu í
Reykjavík. Hún og maður henn-
ar, Teitur Árnason, eignuðust
son fyrir fjórum mánuðum,
Storm Inga. Hún segist vera
með heldur minni umsvif í
tamningunum vegna þess en sé
þó ennþá að þjálfa hestana
sína. Hún reiknar því alveg eins
með að vera mest á hliðarlín-
unni á mótinu í sumar. „Þó ég
hafi náð besta árangri mínum
hingað til á síðasta landsmóti
er ég ekki mett. Hesta-
mennskan er mitt líf, það eina
sem ég kann og ég mun starfa
við hana áfram,“ segir Eyrún Ýr
Pálsdóttir.
Sigurinn eft-
irminnilegastur
EYRÚN ÝR PÁLSDÓTTIR
Eyrún Ýr Pálsdóttir
og Hrannar frá
Flugumýri II.
Í raun er enginn landsmótsstaður sem uppfyllir
allar þarfir og óskir sem fram komu í rannsókn
Hjörnýjar Snorradóttur sem tók landsmótin fyrir
í meistaranámi í stjórnun og stefnumótum við
viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hún lauk
náminu á árinu 2010. Af þeim stöðum sem
landsmót höfðu þá verið haldin á hafði Reykjavík
vinninginn. Það var þó á kostnað sveitaróm-
antíkur og útilegustemmningar, eins og hún
skrifar í ritgerð sinni.
Þetta mat Hjörnýjar grundvallast á þeim kröf-
um sem gerðar eru til landsmótsstaða, að-
stæðna og þjónustu, fyrir knapa, hross og al-
menna gesti.
Næst á eftir Reykjavík komu Melgerðismelar í
Eyjafirði vegna nálægðar við Akureyri en einnig
þátttakendur hafi mesta reynslu af þeim. Þeir
mæta hins vegar aðeins hluta af þeim kröfum
sem þátttakendur í rannsókninni töldu að lands-
mótsstaður þyrfti að uppfylla.
Hólar í Hjaltadal voru einnig nefndir sem
mögulegur landsmótsstaður og þar var mótið
síðan haldið á árinu 2016. Þá hefur það gerst að
hestamannafélagið Sprettur í Kópavogi og
Garðabæ hefur byggt upp frá grunni mótssvæði
á Kjóavöllum. Þar verður landsmót haldið eftir
fjögur ár.
Hjörný telur skorta á stefnumörkun til fram-
tíðar fyrir landsmótin. Ná þurfi samstöðu meðal
félagasamtaka og hagsmunaaðila í hesta-
mennsku um það hvert eigi að stefna með lands-
mót. Staðarval er einn liður í því.
var nefndur sá möguleiki að byggja upp lands-
mótssvæði á Akureyri.
Fram kom í rannsókninni að Gaddstaðaflatir
við Hellu voru vinsælasti mótsstaðurinn sam-
kvæmt greiningu á óskum innlendra gesta.
Minna máli skipti fyrir erlenda gesti hvar mótið
er haldið. Næstvinsælasti staðurinn var Vind-
heimamelar í Skagafirði. Hjörný dregur þá álykt-
un að þessir staðir njóti vinsælda vegna þess að
Reykjavík hefur vinninginn - Gaddstaðaflatir vinsælastar
ENGINN LANDSMÓTSSTAÐUR UPPFYLLIR ALLAR ÞARFIR OG ÓSKIR SEM FRAM KOMA Í RANNSÓKN
Haraldur
Þórarinsson
í Laug-
ardælum fór
á sitt fyrsta
landsmót í
Skóg-
arhólum árið
1970. Hann
var þá sex-
tán ára og
fór með föð-
ur sínum og fleiri fullorðnum
mönnum. Hann sótti flest mót
til ársins 2014.
Meira fjör var hjá honum á
næstu mótum. Hann nefnir að
mótið á Vindheimamelum sum-
arið 1974 hafi verið eft-
irminnilegt. Þar hafi verið mörg
góð hross og nefnir sérstaklega
Núp frá Kirkjubæ og Ör frá Ak-
ureyri. Mannlífið var ekki síður
skemmtilegt. „Maður skemmti
sér mikið, söng og lék sér fram
eftir nóttu. Brekkan var meira
notuð til að sofa á þessum tíma,
nema þegar sérstakir hestar
voru á ferð,“ segir Haraldur.
Hann keppti á landsmótunum
1982 og 1986, bæði á eigin
hestum og annarra. Seinna var
hann um langt árabil í stjórn-
unarstörfum, meðal annars for-
maður Landssambands hesta-
mannafélaga, og sótti
landsmótin í því hlutverki.
Stundum sofið
í brekkunni
HARALDUR ÞÓRARINSSON
Haraldur
Þórarinsson