Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.06.2018, Blaðsíða 38
BAKSVIÐ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Rúmlega 2.000 börn hafaverið tekin af foreldrumsínum við landamæriBandaríkjanna (BNA) á síðustu sex vikum, samkvæmt heima- varnarráðuneyti landsins. Í apríl og maí voru að meðaltali 45 börn tekin af foreldrum sínum á dag eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, kynnti „núll umburð- arlyndi“ stefnu sína í innflytjenda- málum í apríl. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur þó sagt að um litla stefnubreytingu sé að ræða heldur sé verið að framfylgja gildandi lögum. Stefnunni hefur verið mótmælt víða um heim og hefur mót- mælaganga verið boðuð við Austur- völl kl. 17 í dag. „Við lokum ekki börn í búrum,“ segir m.a. í yfirskrift göng- unnar. Mótmæli og fordæmingar gegn stefnu Bandaríkjamanna virðast hafa borið árangur því að Trump undirrit- aði í gærkvöldi tilskipun sem hann segir tryggja að fjölskyldum verði framvegis ekki stíað í sundur. Þó sagði hann við undirritunina að stefn- unni um „núll umburðarlyndi“ skyldi haldið áfram. Lagaleg flækja innflytjenda Hundruð þúsunda innflytjenda frá Mið-Ameríkuríkjunum El Salva- dor, Gvatemala og Hondúras hafa sótt um hæli í Bandaríkjunum frá 2014, vegna gengjastríða og ofbeldis í heimalöndunum. Árið 2016 komst áfrýjunardómstóll í BNA (Flores gegn Lynch) að þeirri niðurstöðu að þó að börnum ólöglegra innflytjenda ætti að vera sleppt úr haldi við fyrsta tækifæri þýddi það ekki að foreldrum þeirra þyrfti einnig að vera sleppt. Í ræðu 7. júní sagði Sessions að Út- lendingaeftirlit Bandaríkjanna gæti einungis haldið fjölskyldum saman í haldi í afar skamman tíma vegna nið- urstöðu dómsins. Samkvæmt frétta- stofu Reuteurs hafði ríkisstjórn Obama áður framfylgt dómsnið- urstöðunni með því að sleppa mæðr- um og börnum saman úr haldi eftir 21 dag, sem er lengsti tíminn sem halda má ólögráða innflytjendum. Heimavarnarráðherra Bandaríkj- anna, Kirstjen Nielsen, sagði á sunnudaginn að það væri ekki stefna yfirvalda að skilja börn frá foreldrum sínum. Stefnubreyting Sessions breytir því hins vegar að innflytj- endur verða héðan í frá ákærðir fyrir brot á lögum með því að koma ólög- lega inn í landið hvort sem þeir eru að sækja um hæli eður ei. Mál þeirra eru þar með í höndum dóms- málaráðneytisins en ekki heima- varnaráðuneytisins. Yfirvöld færa þannig innflytjendur í gæsluvarðhald og eru börn þeirra geymd í haldi á meðan reynt er að koma þeim fyrir hjá ættingjum eða hjá fósturfor- eldrum. Þessi stefna hefur fengið mikla gagnrýni enda virðist óhjá- kvæmilegt annað en að börn séu skil- in frá foreldrum sínum til að fram- fylgja henni. „Sú hugsun að ríki sækist eftir því hindra foreldrum för með því að láta börn sæta svona illri meðferð er óforsvaranleg,“ sagði Zeid Raad al-Hussein, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, á mánudaginn. Dómsniðurstaðan í Flores gegn Lynch skyldar hins vegar með eng- um hætti yfirvöld til að skilja börn frá fjölskyldum sínum enda hefur ríkisstjórn Trumps hleypt um 100.000 innflytjendum úr haldi og inn í landið á sl. 15 mánuðum, þar af 37.500 fylgdarlausum börnum og um 61.000 fjölskyldumeðlimum, sam- kvæmt Washington Post. Bandaríkin hafa á síðustu tuttugu árum verið með innflytjendastefnu sem hefur fengið heitið „gripið og sleppt“ þar sem innflytjendum er sleppt úr haldi og hleypt inn í landið á meðan þeir bíða þess að mál sitt verði tekið fyrir í sérstökum dómstóli innflytjenda- mála. Samkvæmt New York Times mæta afar fáir innflytjendur fyrir dómstóla eftir að þeim er hleypt inn í landið. Þá er stefnubreyting Trumps í samræmi við kosningaloforð hans, en í lok ágúst 2016 tók hann fram að undir sinni stjórn bundinn endi á þessa stefnu og innflytjendum haldið þangað til þeir yrðu sendir aftur til heimalandsins. Stefnubreyting BNA í innflytjendamálum AFP Börn í búri Við landamæri Texas-ríkis, í Rio Grande-dalnum. bíða börn í búri eftir að hafa verið tekin frá foreldrum sínum við komuna til landsins. 38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Með yf-irgengi-lega harkalegri sölu- mennsku sinni í tengslum við heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu hefur Ríkisútvarpið vakið rækilega at- hygli á því vandamáli sem ríkir á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ríkismiðillinn, sem er með yfir fjóra milljarða í forskot á aðra miðla frá skattgreiðendum, hafði að auki vel á þriðja milljarð króna í auglýsingatekjur í fyrra. Reikna má með að þær tekjur aukist verulega á þessu ári vegna þess hvernig Rík- isútvarpið hefur misnotað að- stöðu sína til að þvinga auglýs- endur inn í risasamninga og þurrka þannig upp auglýs- ingamarkaðinn fyrir aðra miðla í sumar og fram á haust í sumum tilfellum. Útvarpsstjóri sér ekkert at- hugavert við þessa hegðun fyr- irtækis sem er í yfirburðastöðu á markaði með stuðningi ríkis- valdsins. Hann heldur því fram að engin lög hafi verið brotin. Sérkennilegt væri ef það reynd- ist rétt og segði þá sína sögu um lagaumhverfið. En þó má minna á að í landinu eru samkeppnis- lög, auk þess sem í lögum um Ríkisútvarpið er talað um að það skuli gæta „hófsemi í birtingu“ auglýsinga auk frekari ákvæða til að reyna að hemja þennan rík- isstyrkta risa á markaðnum. Vandséð er að þær aðferðir sem beitt hefur verið við sölu auglýs- inga, sem væntanlega er for- senda birtingar þeirra, verði flokkaðar undir hófsemi. Á meðan Ríkisútvarpið geng- ur fram með þessum hætti berj- ast frjálsir miðlar í bökkum og hafa að auki mátt þola skatta- hækkanir á liðnum árum, eins og Óli Björn Kárason alþingis- maður benti á í ágætri grein hér í blaðinu í gær. Þá keppa þeir við erlendar leit- arvélar og sam- félagsmiðla sem búa ekki við sama skattaumhverfi og íslenskir miðlar. Enginn veit hve stór hluti ís- lenska auglýsingamarkaðarins fer í gegnum þessa erlendu að- ila en hann er augljóslega um- talsverður. Ríkisútvarpið er eins og fíll í postulínsbúð hins viðkvæma ís- lenska fjölmiðlamarkaðar. Það skaðar aðra ljósvakamiðla verulega, einkum sjónvarp, en allir fjölmiðlar finna vitaskuld fyrir því þegar fíllinn ólmast. Stjórnmálamenn hafa ekki þorað að styggja þennan risa af ótta við hefndaraðgerðir. Í ljósi reynslunnar er sá ótti skiljan- legur og þess vegna eru litlar líkur á að tekið verði á Ríkis- útvarpinu eins og æskilegt væri. Og meðal annars þess vegna er hætta á ferðum fyrir aðra íslenska miðla og líkur á að þeir veikist verulega á næst- unni. Stjórnvöld geta þó gert ann- að leggi þau ekki í aðgerðir sem ekki eru þóknanlegar Efsta- leitinu. Þau geta gert það sem rætt hefur verið lengi og það er að laga rekstrarumhverfi frjálsu fjölmiðlanna. Í því sam- bandi er til dæmis augljós og einföld aðgerð að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum líkt og gert hefur verið víða um lönd. Það er nefnilega athygl- isvert að erlendis, þrátt fyrir að málsvæðin séu mun stærri, hafa stjórnvöld gripið til marg- víslegra aðgerða til að tryggja að í boði séu öflugir fjölmiðlar. Þetta er meðal annars gert til að vega á móti því tjóni sem frjálsir fjölmiðlar verða fyrir vegna ríkisfjölmiðla. Það er ekki eftir neinu að bíða að fylgja slíku fordæmi hér á landi. Ríkisútvarpið hefur brugðið ljósi á nauðsyn breytinga á umhverfi fjölmiðla} Fíllinn í Efstaleitinu Um 170 mannshafa látist í Níkaragva á síðustu vikum í mótmælum gegn ríkisstjórn Daniels Ortega, fyrrverandi leiðtoga sandínista. Ortega hefur nú stýrt Ník- aragva í rúman áratug og hefur á þeim tíma innleitt ýmsar sósí- alískar umbreytingar með fyrir- sjáanlegum afleiðingum. Mótmælaaldan hófst þegar mótmæli gegn lækkun ellilíf- eyris voru leyst upp með fanta- legu ofbeldi, en Ortega hefur, líkt og chavistarnir í Venesúela, komið sér upp vopnuðum hópum svartklæddra huldumanna til að lumbra á pólitískum andstæð- ingum. Að þessu sinni dugði of- beldið þó ekki til þess að kveða niður óánægju al- mennings, en varð sem olía á eldinn. Krafa mótmæl- enda er að Ortega víki sem fyrst, en hann er ekki líklegur til þess og hefur látið breyta stjórnarskrá landsins svo að hann geti setið sem forseti eins lengi og honum þóknast. Allar tilraunir til þess að koma á ró á ný hafa farið út um þúfur. Nú síðast gafst kaþólska kirkjan í Níkaragva upp á sátta- ferli og samtök Ameríkuríkja hafa einnig reynt að skakka leik- inn en án árangurs. Það stefnir því allt í ofbeldisfullt uppgjör við stjórnarstefnu Daniels Ortega og líklegt að ástandið eigi eftir að versna enn. Sósíalistinn Ortega bælir niður andóf af fullri hörku} Níkaragva á niðurleið Þ að hefur mikið verið fjallað um sam- starf eða útilokun á samstarfi á undanförnum mánuðum og árum jafnvel. Píratar útilokuðu samstarf við ákveðna flokka fyrir nokkrar undanfarnar kosningar og margir túlkuðu það á mjög ómálefnalegan hátt. Til þess að gera út um það mál í eitt skipti fyrir öll þá þýðir útilokun á samstarfi hjá Pírötum útilokun á samstarfi um völd, aldrei útilokun á málefnalegu samstarfi. Varúð, þessi pistill inniheldur margar tölur. Í þessu, sem og öðru, þá eru orð eitt og at- hafnir annað. Þess vegna ætla ég að sýna fram á það með gögnum hvernig Píratar störfuðu mál- efnalega með öðrum flokkum á síðasta þingi. Pí- ratar (P) voru meðflutningsmenn á 37,5% mála Samfylkingarinnar (S), 35,7% mála Framsóknar (B), 50% mála Vinstri grænna, 0% mála Mið- flokks (M), 14,3% mála Flokks fólksins (FF), 79% mála Við- reisnar (C) og 41,7% mála Sjálfstæðisflokksins (D). Þetta eru málefnalegar staðreyndir. Til viðbótar má auðvitað bæta við að þó fólk setji sig ekki sem meðflutningsmenn þá getur fólk verið sammála um málið að einhverju leyti. Þær tölur myndu þá auka ofan- greint hlutfall eitthvað en tölur um þann stuðning liggja ekki fyrir þannig að það er ekkert hægt að fullyrða um það. Enn fremur þá bjóða flokkar ekki alltaf upp á meðflutning á málunum sínum. Það gerir það að verkum að samstarfs- hlutfallið er mögulega enn hærra en þær tölur sem liggja fyrir segja til um. Þegar allt kemur til alls samt, þá er þetta málefnalegt samstarf sem er ekki hægt að horfa fram hjá að sé til staðar. Það er fróðlegt að skoða hverjir styðja oftast og sjaldnast mál annarra flokka. P styður til dæmis oftast mál S á meðan B, V og D styðja ekkert mál S. V, P og FF styðja oftast (35,7%) mál B en M styður ekkert mál F. S, B og P styðja mál V oftast (50%) en M sjaldnast (36,4%). S styður mál M oftast (23%) en S, B, V, P og C styðja engin mál þeirra. S, FF og C styðja oftast (23-26%) mál P en B og D sjaldn- ast (4,8%). M og B styðja mál S oftast (66,7%) en C styður fæst (16,7%). M styður flest (42,9%) mál FF en S, B, V, P og C styðja fæst (14,3%). C fær oftast stuðning frá P (79%) og sjaldnast frá M (5,3%). Meðalstuðningur við hvern flokk er líka áhugaverður. S er með 8% stuðning að með- altali við sín mál. B er með 20,4% stuðning. V fær 44,8%, M fær 4,4%, P fær 16%, D fær 48,8%, FF fær 20,4% og C fær 39,1%. Það skiptir máli hversu oft flokkar biðja um stuðn- ing, hverja þeir biðja um stuðning og hvort það sé stuðn- ingur í öðru formi en að ljá meðflutning á hverju máli fyrir sig. Þær upplýsingar eru ekki aðgengilegar en það þarf samt að hafa þann fyrirvara á þessum tölum. Eins og sést þá er ansi mikið málefnasamstarf á milli flokka á þingi. Það getur gerst óháð því hvaða flokkar taka sér völd. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Samstarf um málefni eða völd Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Þessi framkvæmd sem hefur verið við landamæra- eftirlit í Bandaríkjunum að undanförnu, þar sem börn eru skilin frá foreldrum sínum, er ómannúðleg og samræmist ekki þeim gildum sem við aðhyllumst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Réttindi barna og velferð skulu ávallt höfð í fyr- irrúmi. Það er krafa sem er í gildi stjórnvalda allra ríkja, ekki síst réttarríkja sem byggjast á þessum grunngildum sem við aðhyllumst; lýðræði, frelsi og mannréttindum.“ Guðlaugur er nýkominn af fundi í Svíþjóð með öðrum utanríkisráðherrum þar sem þeir ræddu þetta óformlega og sagði hann menn hafa áhyggjur af þessu. „Við eigum í reglulegum samræðum við bandarísk stjórnvöld og munum taka málið upp á þeim vettvangi.“ AFSTAÐA ÍSLANDS Guðlaugur Þór Þórðarson Ómannúðleg framkvæmd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.