Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 43

Morgunblaðið - 21.06.2018, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum „Við lítum á okkur sem leiðtoga hvað varðar sjálfbæra nýtingu nátt- úruauðlinda, þar sem við ofnýtum ekki auðlindina, berum gífurlega virðingu fyrir dýrunum og veiðum aðeins mjög lítinn hluta veiðistofns- ins,“ segir Högni í sérstöku viðtali við fréttaveitu AFP um hvalveiðar Færeyinga. Grindadrápin svonefndu, þar sem grindhvölum er smalað inn á grynn- ingar og upp í fjöru áður en þeir eru skornir og drepnir í fjöruborðinu, hafa um nokkurt skeið þótt ógeð- felld, grimm og ómannúðleg að áliti dýraverndunarsinna. Þvertekur ráð- herrann fyrir að sú sé raunin. Tölfræði 450 ár aftur í tímann „Grindhvalirnir eru hluti af lifandi auðlindum við strendur Færeyja. Við byggjum alla tilvist okkar, og nútímavæðingu þjóðfélagsins í átt að velferðarsamfélagi, á sjálfbærri nýt- ingu lifandi auðlinda hafsins,“ segir Högni. „Grindhvalirnir hafa verið hluti af því í meira en þúsund ár. Í raun og veru lítum við á löggjöf okkar og framkvæmd veiðanna sem þá sjálf- bærustu nýtingu lifandi auðlinda hafsins sem kostur er á. Við höfum tölfræði sem nær 450 ár aftur í tím- ann, þar sem sjá má að aldrei hefur verið veitt meira en sem nemur einu prósenti af grindhvalastofninum í Norður-Atlantshafi.“ Meiri innflutningur ella „Ef við nýttum ekki hvalina þyrft- um við að flytja inn kýr, nautakjöt, kjúkling og svo framvegis, sem að mínu mati er framleitt við verstu mögulegu aðstæður fyrir dýrin og ekki heldur á sjálfbæran hátt, held- ur með hætti sem mengar umhverfi okkar og hefur leitt til eyðileggingar á næstum hverri einustu villtu og lif- andi auðlind sem finnst í veröldinni.“ Blaðamaður AFP gengur þá hart að Högna og spyr hvort hvalveiðar séu í raun góðar fyrir jörðina. „Innflutningur á kjöti myndi stækka kolefnisfótspor okkar. Er betra að kaupa kjöt úr iðnaði kjúkl- inga- eða kúaræktunar? Ég skil ekki sjónarmið sumra þessara dýra- verndunarsamtaka og -stofnana, sem hafa þó að mínu mati mik- ilvægan tilgang þar sem þau beina athygli sinni að umhverfislegri fram- tíð heimsins. En þessar veiðar eru dæmi um bestu og umhverfisvæn- ustu nýtingu lifandi auðlinda hafsins og, að mínu mati, einnig þær mest skjalfestu og virtustu. “ Færeyingar hafa ekki áhyggjur af ímyndinni Högni Höydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir grindhvalaveiðar þjóðarinnar umhverfis- vænar og gerðar með virðingu fyrir dýrunum. Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Ástandið er einkum erfitt hjá þeim sem eru ekki með aflaheimildir og þurfa því að kaupa fisk á markaði. Þar gengur erfiðlega, bæði út af erf- iðara aðgengi að aflaheimildunum og einnig vegna þess að laun hafa hækk- að umtalsvert á síðustu árum. Þá þurfa menn að bregðast við, ýmist með frekari tæknivæðingu eða sam- einingu fyrirtækja, nema hvort tveggja sé,“ segir Gunnar Gíslason, viðskiptastjóri hjá Arion banka, sem annast fyrirtæki í sjávarútvegi. „Víða reyna menn nú að finna leið- ir til hagræðingar, þar sem í al- þjóðlegri grein eins og sjávarútvegi reynist fyrirtækjum erfitt að koma hækkunum á rekstrarkostnaði út í söluverð á mörkuðum,“ segir Gunnar og bendir á hækkandi launakostnað hérlendis sem dæmi um áhrifavald. „Vinnulaunin eru töluvert dýrari í fiskvinnslu núna en undanfarin ár, og menn vita það.“ Matvælavinnsla geti í auknum mæli færst héðan af landi og til Póllands, þar sem laun þar- lends verkamanns séu á við tæplega þriðjung launa íslensks verkamanns fyrir sama starf. „Vinnulaunin, hrá- efnið og flutningur afurðanna; þetta er allt mun ódýrara þar en hér.“ Almennt segir hann að mjög þungt sé yfir greininni. Jákvæð þróun á mörkuðum með aukaafurðir síðustu mánuði hafi þó komið ýmsum fyr- irtækjum til aðstoðar. „Markaðir eins og Nígería hafa lagast mjög hratt undanfarna mán- uði. Það selst allt sem þangað fer og manni heyrist sem verð hafi hækkað, sem eru góðar fréttir. Það var mikill skellur fyrir marga þegar sá mark- aður lokaðist eiginlega að öllu leyti fyrir um einu og hálfu ári. En hækk- andi launa- og rekstrarkostnaður ét- ur það ef til vill upp.“ Mikil hreyfing verði í haust Gunnar segir að fólk í atvinnu- greininni fagni vitaskuld þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að fylgja ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar og hækka aflaheimildir í þorski, ýsu og ufsa meðal annars. „Það er þá meira magn af fiski. Þetta selst allt. Aflaheimildir ganga hins vegar kaupum og sölum hjá þessum litlu og meðalstóru útgerð- um. Veiðigjöldin koma virkilega illa við þær nú þegar kreppir að, enda urðu margir fyrir vonbrigðum þegar Alþingi neitaði að samþykkja frum- varp um endurútreikning veiðigjald- anna fyrr í mánuðinum.“ Býst hann við því að mikil hreyfing verði á aflaheimildum í haust vegna þessa. „Maður velti því fyrir sér á síðustu Sjávarútvegssýningunni, hvort að á næstu sýningu yrðu mun færri fyrirtæki vegna samþjöpp- unar og sölu á aflaheimildum frá minni útgerðum til þeirra sem stærri eru. Þetta verður þungt ár í rekstri fram undan fyrir marga, nema menn ráði við að fjárfesta enn meira í tækninni, því það er það sem gildir. Annars verða menn bara undir.“ Agnarsmá í stóra samhenginu Veiðigjöldin hafi þannig þau áhrif, auk hækkandi rekstrarkostn- aðar, að samþjöppun sé og verði mun meiri í atvinnugreininni en ella. „Þessar meðalstóru útgerðir vilja bæta við sig kvóta, það er það sem maður heyrir; þær vilja nýta húsin sín og tækin betur. Þær munu þá lík- ast til fá kvóta frá þeim minnstu. Og þegar veiðigjöldin skella á mönnum sem eru kannski aðeins með hundrað tonna kvóta, er þá von að þeir spyrji sig hvort ekki sé best að selja og hætta þessu streði? Við erum líka svo agnarsmá í stóra samhenginu, þegar litið er til erlendra markaða, og það gerir það að verkum að menn verða að vera vel vakandi ef ekki á að fara illa. Mín tilfinning er því sú að út- gerðum og fiskvinnslum muni ein- ungis fækka þegar fram líða stundir, og að þær stækki um leið.“ Kreppir að hjá smærri fyrirtækjum Lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi glíma við erfitt rekstrarumhverfi, ekki síst eftir að ekki rættist úr frumvarpi atvinnunefndar um endurútreikning veiðigjalda. Þetta segir Gunnar Gíslason, viðskiptastjóri hjá Arion banka. Morgunblaðið/Golli Á bryggju „Þessar meðalstóru útgerðir vilja bæta við sig kvóta, það er það sem maður heyrir; þær vilja nýta húsin sín og tækin betur,“ segir Gunnar. „Miðað við verð á kvóta undanfarin misseri held ég að þessar minnstu út- gerðir nái alveg að bjarga sér með sölu aflaheimilda,“ segir Gunnar, spurður hvort útlit sé fyrir að margar útgerðir stefni í gjaldþrot á næstu mánuðum. „Ekki nema allir ætli sér að selja kvótann sinn á sama tíma.“ Hann segir það ljóst að ekki muni allir ráða við að greiða yfirvofandi veiðigjöld. „Hvort sem þau eru raunhæf eða ekki, það er annar kafli út af fyrir sig. En eins og staðan er í dag þá eru þau þarna og þá verða menn að vinna með þeim, á meðan þeim er ekki breytt,“ segir Gunnar. „Vonandi finnst lausn á þeim sem fyrst, þetta er auðvitað stórskrýtið að reyna að reka sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, þú veist aldrei hvað stjórnvöld ætla að gera næst. Það er ekki ýkja gott rekstrarumhverfi en það jákvæða er að íslensku fiskistofnarnir virðast vera í góðu ástandi og fiskurinn er að seljast.“ „Veist aldrei hvað stjórnvöld gera næst“ STÓRSKRÝTIÐ AÐ REKA SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKI Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.