Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Það er óhætt að segja að það hafi
verið mikil spenna í loftinu þegar
keppnin hófst en það var ríkjandi
meistari sem byrjaði. Hafa ber í
huga að þessir fimmaurar eru hugs-
aðir til flutnings og það þarf að hafa í
huga þegar þeir eru lesnir.
Við skulum fara yfir framlag
keppenda:
Örn:
Hvar er tímans tönn? Hún er í
tímamismunninum.
Margrét:
Geir Ólafsson er kominn útúr
skápnum. Hann heitir Gayr.
Örn:
Þegar maður fer í föt þá þarf mað-
ur að máta. Og ég var að kaupa mér
terlínbuxur í Kringlunni og fer í
mátunarklefa og opna. Úps. Þar var
Hannes Hlífar að máta Margeir Pét-
ursson.
Margrét:
Terlínbuxurnar hans Arnar og
sokkarnir fóru að rífast. Og það var
kominn hiti í rifrildið og buxurnar
ætluðu bara að ráðast á sokkana. Þá
sögðu sokkarnir: Hey. Ekki nær
buxur.
Það er óhætt að segja að þetta
hafi farið rólega af stað en engu að
síður fullt hús, tvö stig hjá hvorum
keppanda.
Örn:
Það er búið að ráða nýjan ritstjóra
á Pandablaðið. Pandavíð Oddsson.
(Hér var sterk tilvísun hjá Erni í
brandarann um bæjarstjórann í
Hamstrabæ: Hamsturlu Böðv-
arsson).
Margrét:
Það voru nokkrir fjölmiðlar sem
ákváðu að sameina Langasand,
Akureyri og Keflavík og gera fjöl-
miðil. Hann á að heita KLA media.
Örn:
Hvað drekka kettir? Mjáfengi.
Margrét:
Það voru einu sinni tveir hamstr-
ar. Jói og Denni. Denni var ósáttur
við Jóa og fannst hann vera í miklu
flottara búri og með miklu flottara
sag. Og hann spyr: „Hvar fékkstu
þetta sag?“ „Það er nú sag að segja
frá því.“
Örn:
Vitið þið hver vann fegurð-
arsamkeppni ísbjarnanna? Sig-
urbjörn.
Margrét:
Hafið þið heyrt um selinn sem var
svo hrifinn af sinnepi að þau kölluðu
hann Selinn Dijon.
Örn:
Það varð uppi fótur og fit við Nes-
kirkju á sunnudagsmorgun þegar
trúleysingi hringdi bjöllum við Nes-
kirkju. Hann var á ísbílnum.
Margrét:
Já, merkilegt með trúarbrögð. Ég
fíla Jesú alveg en hann elskar mig.
Hér voru bæði með fullt hús stiga
og margir sérfræðingar á því máli að
dómnefndin hefði verið full-stiga-
glöð.
Örn:
Vísindamenn voru að finna anda-
tegund í Suðaustur-Asíu sem getur
eignast afkvæmi með eiturslöngu.
Cobrabra.
Margrét:
Vinsælasta nafnið á næsta ári
verður Valur. Það er svo gott milli-
nafn. Megas Valur, Hannes Svalur.
Örn:
Það það varð uppi fótur og fit yfir
leiknum gegn Argentínu. En vitið af
hverju Guðni forseti sagði Ú á Ís-
land? Hann bara uglaðist.
Þar kom að því! Ekkert stig fyrir
þennan.
Margrét:
Veistu af hverju hænan nefndi
ungann sinn Unni? Svo hún gæti
alltaf sagt: Hæ Unnur.
Örn:
Vitið þið í hvaða íþrótt Carla
Bruni keppir? Bruni karla.
Margrét:
Hvað heitir bjúgverpill sem virkar
ekki? Prik.
Staðan því 9:8 og Örn varð að fá
stig til að eiga möguleika á sigri.
Örn:
Hvað heitir systurflokkur VG í
Tyrklandi? HalimAlþýðubandalagið.
Og þar með var það ljóst að Mar-
grét hafði tryggt sér sigur. Sem bet-
ur fyrir hana þurfti hún ekki að nota
síðasta brandarann sinn um áfeng-
isverslun sem hún ætlaði að opna og
átti að heita Irkið.
Margrét á sem sagt titil að verja
næst en Örn ákvað að skora á Eddu
Björgvinsdóttur borgarlistamann.
Það verður spennandi að sjá hvernig
það fer en ljóst að fimmaura-
brandarar eru ekki lengur bara
karlasport.
islandvaknar@k100.is
Karlamúrinn rofinn!
Margrét Gústavsdóttir hrifsaði til sín Íslandsmeist-
aratitilinn í fimmaurabröndurum á sjötta Íslands-
mótinu í fimmaurabröndurum sem fram fór í morg-
unþættinum Ísland vaknar þriðjudaginn 19. júní.
Hún er jafnframt fyrsta konan til að keppa í þessari
grein en þrír karlar höfðu áður hampað titlinum.
Örn Úlfar Sævarsson átti titil að verja þegar kom að
keppninni. Hann var þá nýkominn frá Rússlandi og
margir áttu von á að hann hefði viðað að sér efni á
HM til að fylgja eftir sigrinum á Konráð Jónssyni
fyrir hálfum mánuði. Hann sagðist hafa notað flug-
ið frá Rússlandi til að semja.
Sigurvegari Margrét Gústavsdóttir tekur við bikarnum frá Erni Úlfari Sævarssyni.