Morgunblaðið - 21.06.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 21.06.2018, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar keppnin hófst en það var ríkjandi meistari sem byrjaði. Hafa ber í huga að þessir fimmaurar eru hugs- aðir til flutnings og það þarf að hafa í huga þegar þeir eru lesnir. Við skulum fara yfir framlag keppenda: Örn: Hvar er tímans tönn? Hún er í tímamismunninum. Margrét: Geir Ólafsson er kominn útúr skápnum. Hann heitir Gayr. Örn: Þegar maður fer í föt þá þarf mað- ur að máta. Og ég var að kaupa mér terlínbuxur í Kringlunni og fer í mátunarklefa og opna. Úps. Þar var Hannes Hlífar að máta Margeir Pét- ursson. Margrét: Terlínbuxurnar hans Arnar og sokkarnir fóru að rífast. Og það var kominn hiti í rifrildið og buxurnar ætluðu bara að ráðast á sokkana. Þá sögðu sokkarnir: Hey. Ekki nær buxur. Það er óhætt að segja að þetta hafi farið rólega af stað en engu að síður fullt hús, tvö stig hjá hvorum keppanda. Örn: Það er búið að ráða nýjan ritstjóra á Pandablaðið. Pandavíð Oddsson. (Hér var sterk tilvísun hjá Erni í brandarann um bæjarstjórann í Hamstrabæ: Hamsturlu Böðv- arsson). Margrét: Það voru nokkrir fjölmiðlar sem ákváðu að sameina Langasand, Akureyri og Keflavík og gera fjöl- miðil. Hann á að heita KLA media. Örn: Hvað drekka kettir? Mjáfengi. Margrét: Það voru einu sinni tveir hamstr- ar. Jói og Denni. Denni var ósáttur við Jóa og fannst hann vera í miklu flottara búri og með miklu flottara sag. Og hann spyr: „Hvar fékkstu þetta sag?“ „Það er nú sag að segja frá því.“ Örn: Vitið þið hver vann fegurð- arsamkeppni ísbjarnanna? Sig- urbjörn. Margrét: Hafið þið heyrt um selinn sem var svo hrifinn af sinnepi að þau kölluðu hann Selinn Dijon. Örn: Það varð uppi fótur og fit við Nes- kirkju á sunnudagsmorgun þegar trúleysingi hringdi bjöllum við Nes- kirkju. Hann var á ísbílnum. Margrét: Já, merkilegt með trúarbrögð. Ég fíla Jesú alveg en hann elskar mig. Hér voru bæði með fullt hús stiga og margir sérfræðingar á því máli að dómnefndin hefði verið full-stiga- glöð. Örn: Vísindamenn voru að finna anda- tegund í Suðaustur-Asíu sem getur eignast afkvæmi með eiturslöngu. Cobrabra. Margrét: Vinsælasta nafnið á næsta ári verður Valur. Það er svo gott milli- nafn. Megas Valur, Hannes Svalur. Örn: Það það varð uppi fótur og fit yfir leiknum gegn Argentínu. En vitið af hverju Guðni forseti sagði Ú á Ís- land? Hann bara uglaðist. Þar kom að því! Ekkert stig fyrir þennan. Margrét: Veistu af hverju hænan nefndi ungann sinn Unni? Svo hún gæti alltaf sagt: Hæ Unnur. Örn: Vitið þið í hvaða íþrótt Carla Bruni keppir? Bruni karla. Margrét: Hvað heitir bjúgverpill sem virkar ekki? Prik. Staðan því 9:8 og Örn varð að fá stig til að eiga möguleika á sigri. Örn: Hvað heitir systurflokkur VG í Tyrklandi? HalimAlþýðubandalagið. Og þar með var það ljóst að Mar- grét hafði tryggt sér sigur. Sem bet- ur fyrir hana þurfti hún ekki að nota síðasta brandarann sinn um áfeng- isverslun sem hún ætlaði að opna og átti að heita Irkið. Margrét á sem sagt titil að verja næst en Örn ákvað að skora á Eddu Björgvinsdóttur borgarlistamann. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer en ljóst að fimmaura- brandarar eru ekki lengur bara karlasport. islandvaknar@k100.is Karlamúrinn rofinn! Margrét Gústavsdóttir hrifsaði til sín Íslandsmeist- aratitilinn í fimmaurabröndurum á sjötta Íslands- mótinu í fimmaurabröndurum sem fram fór í morg- unþættinum Ísland vaknar þriðjudaginn 19. júní. Hún er jafnframt fyrsta konan til að keppa í þessari grein en þrír karlar höfðu áður hampað titlinum. Örn Úlfar Sævarsson átti titil að verja þegar kom að keppninni. Hann var þá nýkominn frá Rússlandi og margir áttu von á að hann hefði viðað að sér efni á HM til að fylgja eftir sigrinum á Konráð Jónssyni fyrir hálfum mánuði. Hann sagðist hafa notað flug- ið frá Rússlandi til að semja. Sigurvegari Margrét Gústavsdóttir tekur við bikarnum frá Erni Úlfari Sævarssyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.