Morgunblaðið - 21.06.2018, Page 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
✝ Jónatan Arn-órsson fæddist
á Ísafirði 23. júní
1932. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 11.
júní 2018.
Foreldrar hans
voru Kristjana
Gísladóttir, f. 4.7.
1900, d. 13.10.
1970, og Arnór
Magnússon, f.
17.10. 1897, d. 12.2. 1986, skip-
stjóri á Ísafirði. Systkini Jón-
atans eru: Þorlákur, f. 1923, d.
2016; Jóhanna, f. 1925, d. 2017;
Bjarni, f. 1926, d. 1927; Hilmar,
f. 1928, d. 2015; Magnús, f.
1929; Júlíus, f. 1936; Stella, f.
1937, d. 2000.
Jónatan kvæntist árið 1955
Þóru Benediktsdóttur, f. 25.10.
1931, frá Hnífsdal. Foreldrar
hennar voru Þórunn Pálína
f. 1979, Arna Lind, f. 1984,
Þóra Marý, f. 1989. 4) Þóra
Jóna, f. 1961, sambýlismaður
hennar er Erlingur Jón Val-
garðsson, f. 1961. Börn þeirra:
Jónatan, f. 1990, Kolbrún, f.
1991, faðir þeirra er Vignir
Vignisson, f. 1961, d. 2000.
Börn Erlings: Sif, f. 1983, Al-
marr, f. 1985, Styrmir, f. 1988.
5) Rúnar Már Jónatansson, f.
1966, kvæntur Maríu Níels-
dóttur, f. 1966. Börn Þeirra:
Magna Rún, f. 1991, Katla, f.
1996, móðir þeirra er Marta
Hlín Magnadóttir, f. 1970. Börn
Maríu eru Erna Guðríður, f.
1985, Anna Margrét, f. 1997,
faðir þeirra er Benedikt Ein-
arsson, f. 1963.
Jónatan bjó á Ísafirði allan
sinn starfsaldur, starfaði þar
við sjómennsku, verkstjórn o.fl.
og var útsölustjóri ÁTVR á Ísa-
firði lengi vel. Hann var virkur
í félagsmálum, var stofnfélagi í
Kiwanisklúbbnum Básum, var í
Rótarýklúbbi Ísafjarðar og var
m.a. í stjórn ÍBÍ.
Útför Jónatans fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 21. júní
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
Borgey Guðjóns-
dóttir, f. 5.10. 1900,
d. 10.2. 1992 og
Benedikt Hall-
dórsson, f. 19.5.
1904, d. 2.9. 1980.
Börn Jónatans og
Þóru eru: 1) Krist-
jana, f. 1953, gift
Guðmundi Bjarna-
syni, f. 1952, Börn
þeirra: Óttar, f.
1974, Þóra Dögg, f.
1976, Bjarni Freyr, f. 1982 og
Víðir Örn, f. 1990. 2) Valur
Benedikt, f. 1955, kvæntur
Kristínu B. Aðalsteinsdóttur, f.
1972. Börn þeirra: Hlynur, f.
1986, Benedikt, f. 1988, móðir
þeirra er Sigríður Brynjúlfs-
dóttir f. 1956, Hrafnhildur
Vala, f. 2003, Gísli Hrafn, f.
2006. 3) Arnór, f. 1957, kvæntur
Kristjönu Ósk Hauksdóttur, f.
1960. Börn þeirra: Esther Ósk,
Það eru margar minningar
sem koma upp í hugann þegar
ég hugsa um pabba. Pabba sem
ég er nú að skrifa kveðjuorð um.
Hann var góður faðir og ég leit
upp til hans. Sterkustu og eft-
irminnilegustu minningarnar
eru sennilega þegar ég vann
með honum í Áfengisversluninni
heima á Ísafirði í tvö sumur.
Ríkið var það kallað og fyrst
vann ég í gamla Ríkinu og síðar
í nýja Ríkinu sem heitir Vínbúð-
in. Þar var pabbi útibússtjóri.
Pabbi var frábær yfirmaður og
þar urðum við góðir vinir. Oftar
en ekki hjóluðum við saman úr
firðinum og tókum sundsprett í
Sundhöllinni áður en vinna
hófst. Komum svo við í Gamla
og sóttum okkur ylvolgt bakk-
elsi með morgunkaffinu. Þetta
voru gæðastundir. Pabbi hugs-
aði nefnilega vel um heilsuna og
þá sérstaklega að vera í kjör-
þyngd og hreyfa sig reglulega.
Þegar við vorum að vinna saman
fannst mér pínu óþægilegt að
kalla neðan úr kjallara í vínbúð-
inni: „Pabbi!“ þannig að ég fór
að kalla hann Jónatan í vinnunni
við misgóð viðbrögð hans.
Pabbi var alltaf glaður maður
og sérstaklega þegar hann hætti
á sjónum. Ég held að sjómanns-
lífið hafi ekki átt vel við pabba.
Hann kveið oft fyrir að fara á
sjóinn og maður skynjaði það
svo vel að hann vildi miklu frek-
ar vera í landi þar sem hann var
nær fjölskyldunni sem hann
unni heitt. Pabbi var mikill
barnakarl og naut þess að vera
með okkur systkinunum og
barnabörnunum þegar þau
komu eitt af öðru. Pabbi og
mamma komu reglulega að
heimsækja mig og fjölskyldu
mína þau tíu ár sem ég bjó í Sví-
þjóð. Þar leið þeim sérstaklega
vel. Þau fóru með okkur til
Finnlands og Álandseyja og
ferðuðust með okkur um
skemmtigarða og strendur sem
lágu nálægt heimili okkar.
Pabbi var sundmaður mikill og
þurfti alltaf að máta sig við öll
vötn sem við vorum nálægt og
mátti ekki vera minni en aðrir.
Synti í ísköldum vötnum bakk-
anna á milli með mömmu
áhyggjufulla og hrópandi á hann
að snúa nú við. Keppnisskapið
var aldrei langt undan hjá
pabba. Pabbi er í raun og veru
löngu horfinn yfir í græna land-
ið þar sem hann glímdi við alz-
heimers-sjúkdóminn í mörg ár.
En nú er komið að kveðjustund.
Mikið sem ég á eftir að sakna
elsku pabba sem alltaf reyndist
mér vel og sem ég elskaði til
hinstu stundar.
Þóra Jóna Jónatansdóttir.
Okkur systkinin langar til að
minnast pabba okkar í fáeinum
orðum. Þegar við horfum til
baka sjáum við lífsglaðan,
hraustan keppnismann, góðan
föður og barngóðan afa. Jónatan
var Ísfirðingur í báðar ættir og
bjó þar lengstan hluta ævinnar.
Hann og ólst upp í Smiðjugötu 1
í stórum systkinahópi og þar
hefur eflaust verið þröngt í búi
oft á tíðum. Pabbi var góðum
gáfum gæddur og fór í barna-
skóla og síðar gagnfræðaskóla á
Ísafirði sem var ekki sjálfgefið á
þeim tíma. Hann vann síðan við
ýmis og fjölbreytt störf sem
ungur maður, á bæjarskrifstof-
unni þar sem hann þótti af-
bragðsvélritari, á Keflavíkur-
flugvelli fyrir Kanann, síðan var
hann á síld einhverjar vertíðir,
vann í niðursuðuverksmiðju og
varð þar síðar verkstjóri, keyrði
leigubíl á móti Júlla bróður sín-
um í aukavinnu. Þeir bræður
voru mjög samrýmdir og góðir
félagar, fóru saman í útgerð þar
sem þeir veiddu rækju á vet-
urna en voru á skaki á sumrin.
Sjómennskan heillaði þó ekkert
sérstaklega og undu þeir sér
betur í landi og eftir sjómennsk-
una fór Jónatan fljótlega að
starfa hjá ÁTVR þar sem hann
varð síðar útsölustjóri og vann
þar til 67 ára aldurs. Pabbi
kynntist mömmu um tvítugt og
var farið á fullt að hlaða niður
börnum, þau komu 1953, 1955,
1957, 1961 og 1966. Var þá
þröng á þingi í lítilli íbúð, fyrst í
Túngötu, þá í Grundargötu og
síðan á Hlíðarvegi þar sem
geymslur bæði á háalofti og í
kjallara voru nýttar undir elstu
börnin. Ýmislegt var gert til að
drýgja tekjurnar m.a. ræktaðar
kartöflur, tekið slátur, farið til
berja, hnýttir taumar og
spyrðubönd, allt til að létta und-
ir með heimilinu því marga
munna þurfti að metta. Hann
hafði gaman af berjatínslu og
þar kom keppnisskapið fram í
því að hann var alltaf fyrstur að
fylla. Þau fluttu síðan í einbýlis-
hús í Brautarholti 1979 þar sem
þau undu hag sínum vel og eftir
starfslok fluttu þau í borgina,
fljótlega uppúr því greindist
pabbi með alzheimerssjúk-
dóminn og árin eftir vinnu sem
áttu að vera svo skemmtileg
urðu nokkuð bitur fyrir þau
hjónin en pabba og mömmu
þótti einstaklega gaman að ferð-
ast og hugðust þau nýta tímann
m.a. til þess. Þau fóru saman í
sína fyrstu utanlandsferð, með
Gullfossi 1972, þá komust þau á
bragðið og ferðuðust víða um
heiminn allt þar til pabbi veikt-
ist. Keppnisskap er minning
sem poppar oft upp þegar pabba
er minnst, hann hafði mikinn
áhuga á íþróttum og var efnileg-
ur á sínum yngri árum, m.a.
gekk hann á höndum niður
tröppurnar á Alþýðuhúsinu á
Ísafirði sem eru ekki fáar. Hann
var góður sundmaður, fylgdist
vel með knattspyrnu á Ísafirði,
fylgdist með börnum sínum
keppa á skíðum og stundaði
sjálfur skíðagöngu hin síðari ár.
Hann var líkamlega hraustur og
gat tekið armbeygjur fram á
áttræðisaldur og alltaf vildi
hann búa til keppni til að gera
hlutina meira spennandi.
Takk fyrir samfylgdina, elsku
pabbi. Þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur. Barst hag fjölskyld-
unnar fyrir brjósti alla tíð. Nú
ertu kominn í sumarlandið og
laus úr hlekkjum alzheimers-
sjúkdómsins. Guð geymi þig.
Kristjana (Kiddý),
Valur, Arnór, Þóra Jóna
og Rúnar.
Það var kalt og dimmt desem-
berkvöld og nýskollinn á skaf-
renningur. Ég var ekki alveg
viss þegar ég stóð fyrir utan Ás-
garðinn, hvort ég nötraði af
kulda eða stressi yfir að hitta
Þóru og Jónatan í fyrsta sinn.
Ótti minn reyndist ástæðulaus.
Þegar inn var komið tók Jón-
atan á móti mér, skælbrosandi,
brosi sem alltaf náði til augn-
anna. „Komdu sæl, esska“ og
svo fékk ég faðmlag. Svona voru
fyrstu kynni mín af tengdaföður
mínum sem varð einnig vinur
minn.
Ef ég ætti að lýsa tengdaföð-
ur mínum í einu orði mundi ég
nota orðið keppnismaður. Hann
var fæddur hraustmenni og
hafði unun af að keppa í svo að
segja öllu. Mér er alltaf minn-
isstætt þegar ég fór á fyrsta
ættarmótið hjá fjölskyldunni en
þá skyldi sko keppt! Ættarmót-
ið var haldið í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp og var sund ein
þeirra greina sem átti að keppa
í. Jónatan sem var duglegur að
stunda Breiðholtslaugina með
Þóru sinni var spenntur fyrir
þessari grein og ákveðinn í að
hans leggur mundi vinna. Laug-
in reyndist hins vegar vera 40°
heit en það var nú ekki til að
stoppa minn mann, það var bara
keppt þvert í stað langsum!
Jónatan var frábær dansari
en ég aftur á móti með þeim
allra slakari – nema þegar ég
dansaði við hann. Þá leið mér
sem mér væru samkvæmisdans-
ar í blóð bornir svo snilldarlega
stjórnaði hann mér. Sú tilfinn-
ing hvarf hins vegar eins og
dögg fyrir sólu þegar ég dansaði
við annan en hann og ég flæktist
fyrir öllum.
Jónatani og Þóru þótti svaka-
lega gaman að horfa á hand-
bolta og þá sérstaklega lands-
leiki. Það var jafnan fjör í
Ásgarðinum þegar þau horfðu á
leiki. Þau „áttu“ nefnilega hvort
sinn strák í liðinu og auðvitað
var alltaf keppni þeirra á milli
hvor strákurinn mundi nú skora
fleiri mörk.
Það var sárt að horfa á
tengdaföður minn hverfa inn í
heim alzheimers-sjúkdómsins.
Það sem gerði hann að þeirri
persónu sem hann var, þvarr
smátt og smátt og við fengum
ekkert að gert. Ég sat oft hjá
honum og sagði sögur af öllu
mögulegu eða spilaði fyrir hann
tónlist. Best af öllu var samt að
fá frá honum bros. Það gladdi
mig alltaf jafn mikið. Ég man
eftir síðasta skiptinu sem ég
fékk brosið. Þá var ég einmitt að
segja honum frá „hans manni“ í
landsliðinu og rifja upp þegar
við horfðum saman á leik sem
Ísland vann og „hans maður“
var bestur. Þá brosti tengda-
pabbi minn.
Margs er að minnast og
margt ber að þakka og í gegnum
hugann undanfarna daga hefur
flotið hafsjór af minningum.
Minningum um hraustmenni
sem bauð sjúkdómnum alzheim-
er birginn og kom ítrekað öllum
á óvart. Í mínum huga verður
Jónatan alltaf sigurvegari. Ég
votta Þóru minni og fjölskyld-
unni allri mína dýpstu samúð
um leið og ég þakka Jónatani
samfylgdina og bið fyrir góðar
kveðjur í Sumarlandið.
Kristín B. Aðalsteinsdóttir.
Aðfaranótt mánudagsins 11.
júní lést á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ elsku afi okkar og
langafi, Jónatan Arnórsson, eft-
ir margra ára baráttu við hinn
illvíga sjúkdóm Alzheimer.
Eftir stendur minning um
góðan og hlýjan mann, traustan
og tryggan sem bar hag fjöl-
skyldu sinnar fyrir brjósti og
elskaði að vera í kringum barna-
börnin sem og barnabarnabörn-
in sín á meðan hann gat.
Elsku afi okkar, nú ertu loks-
ins kominn á betri stað, stað
sem þú hefðir örugglega viljað
komast á fyrir löngu. Nú mun
þér líða miklu betur.
Það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til Ísafjarðar
og hitta ykkur ömmu, njóta þess
að fara á skíði í veðurblíðunni
fyrir vestan og vera í dekri hjá
ykkur ömmu. Þú áttir alltaf
lausa stund til þess að leika við
okkur, bæði úti og inni og alltaf
varst þú fyrstur til þess að
stinga upp á að fara í allskonar
keppnir. Amma datt sko heldur
betur í lukkupottinn að hafa
nælt sér í þig á sínum tíma, enda
bráðmyndarlegur og aðaltöffar-
inn fyrir vestan. Ísafjörður var
þinn staður og okkar bestu
minningar um þig eru þaðan.
Þar áttir þú þín bestu ár og tal-
aðir alltaf svo vel um bæinn þinn
og þér þótti svo vænt um hann.
Þér leið svo vel í faðmi fjallanna
og hafðir sjóinn alltaf nálægt
þér.
Við erum 100% viss um að þú
hefðir verið alsprækur karl að
djöflast langt yfir tíræðisaldur-
inn ef ekki hefði verið fyrir sjúk-
dóminn. Þú varst alltaf svo ein-
staklega hraustur, hress og með
mikið keppnisskap. Eitt sinn á
Spáni fórst þú út að hlaupa með
manni sem var 20 árum yngri en
þú og slóst ekki slöku við. Það
var ekki hægt að láta þann
yngri halda að hann væri í betra
formi en þú, svo lagðist þú fyrir
gjörsamlega búinn á því en með
bros á vör. Það eru ekki margir
afar sem geta farið í arabastökk
og labbað á höndum, en þú gerð-
ir það reglulega og vorum við af-
ar stolt að eiga svona hraustan
afa.
Þú varst ætíð mikill sund-
garpur, við minnumst þess þeg-
ar þú kepptir við okkur barna-
börnin í kafsundi og amma stóð
áhyggjufull á bakkanum, hrædd
um að þú værir að ofgera þér í
þetta sinn. En upp úr skaust svo
kollur eftir 2 ferðir með bros-
andi bláar varir og þú alsæll
með sigurinn. Eftir að þú fluttir
til Reykjavíkur þá varst þú tíður
gestur í Breiðholtslaug og ekki
komstu þangað til þess að liggja
í heita pottunum eins og aðrir
jafnaldrar þínir, þú syntir þínar
ferðir þar til sjúkdómurinn á
endanum hamlaði þér það. Þeg-
ar þú fórst í innlögn á Landakoti
átti starfsfólkið þar erfitt með
að halda í við þig í göngutúrum
sem það fór með þig í, þolið þitt
var svo gott.
Elsku afi okkar, við vitum að
þú munt núna vaka yfir ömmu
sem og okkur hinum í stórfjöl-
skyldunni þinni og hugsa vel um
okkur eins og við höfum gert
fyrir þig öll þessi ár. Við sökn-
um þín sárt en erum jafnframt
þakklát fyrir þær góðu minning-
ar sem eftir lifa og munu þær
ylja okkur um ókomin ár. Takk
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur og kennt okkur. Við mun-
um taka það með okkur og
kenna næstu kynslóðum það. Þú
varst okkar ofur-afi sem sýndi
að aldur var engin fyrirstaða.
Blessuð sé minning þín, afi.
Óttar, Þóra Dögg, Bjarni
Freyr og Víðir Örn.
Elsku afi minn, eftir löng
veikindi ertu sofnaður svefnin-
um langa. Alzheimer er skrítinn
sjúkdómur sem tekur fólkið
manns frá manni – en samt ekki.
Að horfa á afa sinn sem var
hraustur, duglegur, ákveðinn og
skemmtilegur verða að sjúklingi
sem hverfur smátt og smátt inn
í líkamann þar sem sálin fer og
tóm augun tóku á móti manni.
Þegar ég hugsa til baka þá
eru svo ótal margar minningar
og mörg augnablik sem við eig-
um saman. Við tvö saman í garð-
inum að vökva grasið eða laga til
í kartöflugarðinum. Við fórum
saman út í bílskúr að berja
harðfisk með hamri og borðuð-
um hann svo saman, við fórum
út í garð með sykurkar frá
ömmu og borðuðum rabarbara.
Þegar þú settir upp jólaseríunar
utan á húsið og baðst mig um að
halda við stigann sem var
heimagerður og valtur, ofsalega
var ég hrædd um þig þarna uppi
við þakskeggið og þú hlóst bara
að mér þegar ég bað þig að fara
varlega.
Öll börn sem umgengust þig
muna eftir knúsunum þínum, afi
minn, maður nánast missti and-
ann, svo innileg voru þau. Elsku
afi, þú varst minn mesti stuðn-
ingsmaður í sundinu, alltaf eftir
mót þá beiðstu eftir mér til að
vita hvernig mér gekk, ég sagði
þér frá bætingum og sýndi þér
verðlaunapeningana mína, alltaf
hlustaðir þú á mig og þú vissir
nákvæmlega hvað ég átti að
gera til að gera betur næst enda
mikill keppnismaður sjálfur.
Það er margt í þínu fari sem ég
hef ómeðvitað tileinkað mér eða
erft frá þér, afi minn, stríðni og
keppnisskap er ríkjandi í okkar
fjölskyldu enda varst þú foringi
mikill og vildir alltaf vinna. Þú
kafaðir heilu og hálfu sundlaug-
arnar og hentir þér niður í arm-
beygjur án nokkurrar umhugs-
unar og labbaðir á höndum eins
og sannur atvinnumaður. Í
minningunni var aldrei neitt
bannað í Brautarholtinu, ég
mátti leika mér í úðaranum ef
þú varst að vökva, mátti taka
allt krikketdótið í garðinn og
mátti leika með föt og skó inni í
herbergi.
Ég fékk margoft að gista og
fékk þá að horfa á Tomma og
Jenna sem þú varst búinn að
taka upp á spólu fyrir barna-
börnin þín. Mörg jól og áramót
man ég þar sem mikil gleði var
ríkjandi, hlátur og kitl sem oftar
en ekki enduðu á því að ég vafði
mér um hálsinn á þér og hvísl-
aði: „Afi, má ég gista?“
Elsku afi minn, það er erfitt
að kveðja þig þó svo að sál þín
sé löngu farin.
Við sem eftir erum hugsum
vel um ömmu, konuna þína sem
þú elskaðir svo mikið.
Farðu varlega, afi minn, í
handahlaupum og köfun í sum-
arlandinu.
Þín afastelpa,
Arna Lind.
Lítill drengur, fjörulalli og
Pólgötupúki.
Hann var alltaf í kringum sjó-
inn og fékk spýtur til að smíða
bát. Merkilegt að enginn gerði
athugasemdir við leik okkar
barnanna. Það var róið á Poll-
inum á þessum drápsfleytum og
allir glaðir. Þegar við urðum
eldri, þá máttum við fara niður á
höfn með því skilyrði að við fær-
um varlega. Ég man daginn eins
og gærdaginn. Við vorum mörg
að veiða, það var fallegt veður,
sól og logn og eins hlýtt og það
getur orðið í maí vestur á fjörð-
um. Stór spýta þvældist fyrir
öllum, hún hafði verið sett hing-
að og síðan þangað og var alls-
staðar fyrir. Sá minnsti í hópn-
um tók af skarið, tók í annan
endann á spýtunni og dró hana í
átt að höfninni. Spýtan var þung
það þurfti að stoppa nokkrum
sinnum á leiðinni. Hún var með
stórum flísum sem festust í
höndum lítils drengs og á öðrum
endanum var nagli, stór nagli.
Það tókst loksins að koma henni
yfir hafnarkantinn, en hún var
þung, ó guð, hvað hún var þung.
Þegar spýtan svo steyptist í
dýpið þá vildi ekki betur til en
svo að naglinn varð eftir eftir í
peysu drengsins og dró hann
með sér. Samkvæmt frétt Morg-
unblaðsins þennan dag var fallið
milli fimm og sex metrar. Lífið
er skrýtið, en um vorið hafði
drengnum verið kennt í skólan-
um að taka fyrstu sundtökin,
troða marvaðann og vera á floti
og það var fyrsta hugsun hans.
Hann komst upp, saup hveljur,
kallaði og kallaði en enginn
heyrði, sökk þá aftur, sturlaður
af hræðslu. Götusópari sem var
við vinnu á höfninni sá drenginn
en hélt áfram vinnu sinni. Þrek-
ið þvarr, hann sá bát útundan
sér þar sem sterklegur maður
fór úr klofstígvélum og lopa-
peysu og henti sér í sjóinn án
þess að hugsa. Það var maður
með drekablóð. Það er ótrúlegt
logn, ótrúlega hlýtt, allt svart og
skrýtnar litlar loftbólur hingað
og þangað. Það er þögn, enda-
laus þögn. Síðan er tekið sterk-
um höndum um lífvana skrokk-
inn og drengurinn er dreginn
upp á yfirborðið. Það er sárt að
fá loft í lungun og tilfinningar
spretta fram, hræðsla, grátur,
gleði og fögnuður yfir lífgjafan-
um sem hikaði ekki við að henda
sér í sjóinn á eftir litlum dreng.
Maðurinn syndir með hann að
næsta bát, þar sem aðrir sjó-
menn aðstoða hann og púkann
að komast á þurrt. Skjálfandi af
kulda og hræðslu horfir hann á
manninn sem hefur frelsað
hann, stóran og sterkan, það
drýpur af höfði hans og lekur af
honum öllum. Það geislar af
honum. Já, það er satt, hann er
með drekablóð.
Ódauðlegur og getur allt.
Hann er sjómaður. Hann tekur
drenginn, brosir og faðmar
hann að sér, segir honum að
vera ekki hræddur, þetta sé allt
í lagi. Lögreglan kemur, á ótrú-
lega flottum nýjum bíl, þeir
mega ekki setjast. Drengurinn
stendur og skelfur, bjargvætt-
urinn situr á hækjum sér, þeir
eru báðir votir inn að beini.
Eina hugsunin er, hvað hann á
að segja mömmu þegar heim
kemur. En lögreglumennirnir
sjá um það. Hún faðmar hann að
sér, þakkar manninum sem dró
hann upp úr höfninni kærlega
fyrir.
Drengurinn fær kakó og er
háttaður ofan í rúm.
Þetta atvik hefur aldrei verið
rætt og þykir eðlilegur hlutur í
litlu sjávarþorpi.
Elsku Jónatan, takk fyrir líf-
gjöfina. Ef ekki væri fyrir þig,
þá væri þessi litli drengur ekki
eiginmaður, ekki faðir og ekki
afi. Hann væri ekki hér.
Guð mun launa þér fyrir líf
þessa litla drengs. Hafðu þakkir
fyrir allt og allt.
Ég votta aðstandendum líf-
gjafa míns innilega samúð.
Bjarni Jónsson.
Jónatan
Arnórsson