Morgunblaðið - 21.06.2018, Qupperneq 54
54 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
Það er allt fínt að frétta héðan úr Efstadal. Það er reyndar búinað vera leiðindatíð en vonandi fer það að breytast,“ segirBjörg Ingvarsdóttir sem á 60 ára afmæli í dag.
Hún og eiginmaður hennar, Snæbjörn Sigurðsson, komu á ferða-
þjónustu í Efstadal þar sem þau tengdu hana saman við kúabúskapinn
sem var þar. Þau komu meðal annars á fót veitingastaðnum Hlöðu-
loftinu sem er í fjósinu og Íshlöðunni. Snæbjörn er frá Efstadal en
Björg er Njarðvíkingur. „Ég kom hingað í Laugardalinn fyrir 30 ár-
um en við tókum við búskapnum í Efstadal árið 1991.
Núna eru börnin tekin við rekstrinum og við hjónin orðin hrossa-
bændur og erum að byggja okkur bústað á jörðinni. Við kúpluðum
okkur út úr öllum rekstri fyrir ári og erum að sinna okkar hugðar-
efnum, sem við höfðum ekki haft tíma til að sinna almennilega.“ Auk
hrossaræktunarinnar spilar Björg á harmoniku. „Ég hef verið að æfa
með Harmonikkufélagi Selfyssinga og Árnesinga, en náði ekki að
spila á tónleikum með þeim í vetur. því miður fyrir mig allavega.“
Björg og Snæbjörn eiga fimm börn saman, Björg átti tvö frá fyrra
sambandi og Snæbjörn eitt. Þau eru Halla Rós, Sólrún Birna, Sölvi,
Guðrún Karítas og Linda Dögg, en fjögur þeirra sjá um reksturinn í
Efstadal. Barnabörnin eru orðin ellefu.
„Stefnan er að taka bíltúr á Langjökul í dag í tilefni dagsins ef veð-
ur leyfir og borða svo góðan kvöldmat með fjölskyldunni.“
Hjónin Björg og Snæbjörn við síðustu mjaltir sínar.
Börnin tekin við
rekstrinum í Efstadal
Björg Ingvarsdóttir er sextug í dag
J
óhann Eyfells fæddist í
Reykjavík á lengsta degi
ársins, 21.6. 1923, og ólst
upp í Þingholtunum, á
Skólavörðustíg 4b: „Pabbi
var listmálari og fylgdi köllun list-
arinnar þótt allar aðstæður til þess
væru honum óhagstæðar í uppvexti.
Ég fylgdi í fótspor hans þótt mamma
reyndi eftir megni að beina athygli
minni og áhuga inn á „praktískari“
brautir. En listagyðjan réð ferð okkar
feðga og eftir að ég lauk námi í arki-
tektúr sneri ég mér alfarið að mynd-
listinni og þar liggur ævistarfið.“
Á sumrum var Jóhann í sveit á
ýmsum bæjum, þ.á m. Reykholti í
Borgarfirði hjá afa sínum og ömmu.
Jóhann var mjög vel á sig kominn lík-
amlega og stundaði keppnisíþróttir af
kappi. Hann varð Íslandsmeistari í
boxi, vitnar oft í þjálfarann sinn,
Steina box, eða Þorstein Gíslason
málarameistara, og þakkar honum
leiðsögn sem Jóhann segist hafa búið
að alla ævi.
Jóhann fór til náms í arkitektúr og
myndlist í Kaliforníuháskólanum í
Berkley árið 1944 og stundaði einnig
nám við Lista- og handíðaskóla Kali-
forníu í Oakland.
Í Kaliforníu kynntist Jóhann
Kristínu Halldórsdóttur en það varð
ást við fyrstu sýn. Hún rak þá glæsi-
lega kjólaverslun í Reykjavík, Fix, og
var að nema kjólahönnun. Hún gerð-
ist einnig listamaður og voru þau alla
tíð mjög samrýnd. Jóhann vill að tal-
að sé um þau í sterku samhengi þótt
verk þeirra séu gjörólík.
Árið 1953 tók Jóhann B.Arch-próf
frá Flórídaháskóla í Gainsville í arki-
tektúr og 1964 tók hann MFA-próf í
skúlptúr frá sama skóla.
Á seinni hluta sjöunda áratugarins
vann Jóhann að listsköpun sinni á Ís-
landi og kenndi einnig við Handíða-
og myndlistaskólann í Reykjavík.
Þar starfaði hann m.a. með Braga
Ásgeirssyni og var þeim vel til vina
alla tíð eftir það. Jóhann og Kristín
voru mjög áberandi og framsækin í
listalífinu í Reykjavík á seinni helm-
ingi sjöunda áratugarins og tóku þátt
í fjölda sýninga á verkum á Skóla-
vörðuholti.
Árið 1969 varð Jóhann prófessor
við Flórídaháskólann í Orlando og
starfaði þar til 1999.
Jóhann Eyfells, myndlistarmaður og arkitekt – 95 ára
Maður og tré Hér er Jóhann á landareign sinni við stórfenglegt tré sem óneitanlega minnir á sköpunarmátt hans.
Fylgdi listagyðjunni
í fótspor föður síns
Listamaðurinn Jóhann Eyfells,
listamaður og arkitekt í Texas.
Frú Valgerður Bílddal frá Siglu-
firði er 90 ára í dag. Börnin henn-
ar halda henni hóf milli kl. 17 og 19
í sal Guðríðarkirkju í Grafarholti,
Kirkjustétt 8, Reykjavík á afmæl-
isdaginn.
Árnað heilla
90 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mánud.-föstud. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili