Morgunblaðið - 05.07.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 05.07.2018, Síða 1
F I M M T U D A G U R 5. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  156. tölublað  106. árgangur  GRÆNN MARK- AÐUR FYRIR UMHVERFIÐ FUGLAR Í NORFOLK EITT BESTA SAFN SKÚLPTÚRA Á HÁSKÓLASVÆÐI FÁLKAR OG FLÆKINGAR 22 HAFÞÓR Í BELLINGHAM 58ARNA SIGRÚN 12 Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun 48 forstöðumanna ríkisstofnana um rúmlega 10% að meðaltali aftur- virkt frá 1. desember 2017 hefur lítil áhrif á fjárlagagerðina sem nú er haf- in. Þetta segir Anna Borgþórsdóttir Olsen hjá fjármálaráðuneytinu. „Það er alltaf gert ráð fyrir ein- hverjum hækkunum og hvað þetta er stór hópur skiptir líka alltaf einhverju máli,“ segir Anna. Hún segir ráðu- neytið ekki gefa upp launaforsendur sínar við fjárlagagerð. „Við gefum ekki nákvæmlega upp hvaða launaforsendur við notum vegna áhrifa á samningsstöðu. En þetta er nú ekki mjög umfangsmikið og ætti að rúmast innan þeirra launa- forsendna sem eru gefnar við fjár- lagagerð,“ segir hún, en verið er að móta fjárlagavinnuna í þessum mán- uði og næsta. Samkvæmt úrskurðinum eru laun forstöðumannanna á bilinu 900-1.200 þúsund á mánuði. Að auki er þeim út- hlutað fastri yfirvinnu sem í sumum tilvikum getur hækkað mánaðarlaun- in verulega, jafnvel um allt að helm- ing. Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, sagði í gær að engan rökstuðning væri að finna fyrir hækkununum í úr- skurðinum. „Þetta er mjög vond stjórnsýsla,“ sagði hún. „Við höfum gagnrýnt aðferðafræði kjararáðs og teljum að hún standist enga skoðun,“ sagði Halldór Benja- mín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Halldór vill ekki tjá sig um einstaka úrskurði kjararáðs enda séu þeir afar ógagnsæir og krefjist mikillar yfir- legu. „Það eru tveir þættir sem við höfum gagnrýnt með reglulegu milli- bili, annars vegar er það afturvirkni ákvarðananna, sem SA leggjast auð- vitað alfarið gegn, og hins vegar þessi vísitölubinding launa sem við höfum gagnrýnt harðlega. Sú gagnrýni stendur óhögguð,“ sagði hann. Launahækkunin hefur lítil áhrif á ríkissjóð  Fulltrúar ASÍ og SA gagnrýna vinnubrögð kjararáðs Morgunblaðið/Þorkell Ríkissjóður Vinna við fjárlög næsta árs er hafin í fjármálaráðuneytinu. MLaunahækkunin hefur lítil »4 Tekinn hefur verið grunnur að fjölbýlishúsum við Elliðabraut í Norðlingaholti í Reykjavík, en á lóðum númer 4-12 verða reistar alls sex byggingar með tíu stigagöngum. Íbúðirnar verða alls tvö hundruð í húsum sem bygging- arfyrirtækin Mótx og Þingvangur reisa. „Íbúðirnar verða margar þriggja til fjög- urra herbergja eða í þeirri stærð sem mark- aðurinn kallar eftir. Þarna gefst fólki, sem hefur verið í litlum blokkaríbúðum til dæmis, tækifæri til að stækka við sig án þess þó að fara yfir í sérbýli,“ segir Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs. Hann segir mótauppslátt við Elliðabraut munu hefjast í sumarlok en framkvæmdatíminn verði um tvö ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grunnur að tvö hundruð íbúða húsum í Norðlingaholti Nálægt sex hundruð milljónir króna í afleiddar tekjur verða eftir ár hvert í Vest- mannaeyjum í gegnum árlega viðburði íþrótta- félagsins ÍBV. „Þarna er ég reyndar bara að tala um þessi tvö stóru fótboltamót, Orkumótið og Pæjumótið, og svo Þjóðhátíð. Að auki höldum við svo árlega tvö hand- boltamót og þrettándagleði, sem einnig skila tekjum í bæinn og til okkar,“ segir Dóra Björk Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri ÍBV. Hún segir að um góðar tekjulindir sé að ræða en þó sé rekstur íþrótta- félaga samt sem áður alltaf „barn- ingur“. „Þetta gengur upp með ómældri vinnu sjálfboðaliða. Fólk hér gerir sér grein fyrir mikilvægi þessara viðburða fyrir samfélagið.“ »ViðskiptaMoggi Gróði af viðburðum Eyjar Þjóðhátíð og fótbolti eru vinsæl. Rapparinn Herra hnetusmjör hefur þróað eigið hnetusmjör í samstarfi við H-Berg sem kemur á markað í haust. Vísbending í formi hnetu- smjörskrukku birtist á plötuumslagi rapparans nýverið og í viðtali við ViðskiptaMoggann segir hann að hnetusmjörið sé mikil sælkeravara. „Ég er búinn að hafa þessa hug- mynd í hausnum frá því ég byrjaði að rappa en aldrei fundið rétta tíma- punktinn eða samstarfsaðilann,“ segir hann. Viðræður standa yfir við nokkrar verslanir um sölu á hnetu- smjörinu. »ViðskiptaMogginn Færir út kvíarnar Nýjung Hnetusmjörskrukka Herra hnetusmjörs er gyllt og svört að lit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.