Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. a 595 1000 GRAN CANARIA að ve rð ge tur br e st án fyr irv a 11. OKTÓBER Í 18 NÆTUR Frá kr. 135.075 Frá kr. 97.725 ALLTAÐ25.000KR. AFSLÁTTURÁMANN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Stjórnsýslan dálítið lokuð“  Stjórnarandstaðan í Reykjavík leggur til birtingu á dagskrá ráða og nefnda borgarinnar fyrir fundi  Tillögunni tekið með jákvæðni en varkárni Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Þetta er liður í því að opna stjórn- sýsluna hjá Reykjavíkurborg. Hún er dálítið lokuð,“ sagði Eyþór Arn- alds, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, um sameigin- lega tillögu stjórnarandstöðu- flokkanna sem rædd verður á borgarráðsfundi í dag. Í henni er lagt til að dagskrá í ráðum og nefnd- um á vegum borgarinnar verði gerð aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar fyrir fundi. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Eyþór vonast til að samstaða næðist um tillöguna með stjórnarflokkunum í Reykjavík enda hefðu þeir mikið talað um gagnsæi í málflutningi sín- um. Spurð um tillöguna sagðist Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borg- arráðs, fagna tillögum um gagnsæi og sagði umræðu um slíkt tímabæra á Íslandi. Lagði hún þó áherslu á að ræða yrði tillöguna í borgarráði og taka tillit til allra sjónarmiða, meðal annars sjónarmiða um persónu- vernd. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, tók í svipað- an streng og sagðist myndu hlusta á rök með og á móti tillögunni. „Við viljum auðvitað halda þessum góða tóni, þessari góðu samvinnupólitík sem hefur verið í borginni.“ Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er sá vaninn í til- felli tillagna frá stjórnarandstöðu að umsögn sé fengin frá réttum emb- ættismönnum til að geta unnið mál áfram. Allar upplýsingar verði að hafa á borðinu svo hægt sé að taka ákvarðanir. Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, hyggst byggja um 1.400 leiguíbúðir á næstu fjórum ár- um. Leiguverð á tveggja herbergja íbúðum, sem verða að meðaltali 45 fermetrar, verður samkvæmt áætl- unum á bilinu 96.000 til 130.000 krónur. Meðalleiguverð á fermetra á höfuðborgarsvæðinu var í mars um 2.750 krónur eða um 124.000 á mánuði fyrir 45 fermetra íbúð. Stefnt er á að fyrstu íbúðir verði af- hentar um mitt næsta ár. Meðalstærð þriggja herbergja íbúða verður um 70 fermetrar og fjögurra herbergja íbúða um 85 fer- metrar. Leiguverð íbúðanna verður misjafnt á milli staðsetninga en fé- lagið hefur gert áætlanir fyrir íbúðir sínar á Móavegi, Akranesi og Urð- arbrunni. Áætlað leiguverð þriggja her- bergja íbúðar er frá 128.000 til 169.000 og á bilinu 146.000 til 200.000 fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Greiðslubyrði leigu miðað við lágmarkslaun gæti orðið frá 55.000 fyrir tveggja herbergja íbúð upp í 99.000 fyrir fjögurra herbergja íbúð þegar tekið er tillit til húsnæðis- bóta. Leiguverð 76 fermetra þriggja herbergja íbúðar á stúdentagörðun- um, Eggertsgötu, er um 131.000 til samanburðar og leiguverð 36 fer- metra stúdíóíbúðar á sama stað er um 91.000. Úthlutun geta þeir einir hlotið sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB sl. 24 mánuði miðað við úthlutun og eru virkir á vinnumarkaði. Fullgildir fé- lagsmenn sem eru tímabundið frá vinnu, í allt að 12 mánuði, vegna fæðingarorlofs eða veikinda halda réttindum sínum. Þá er þess krafist að umsækjendur séu undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu. Þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir á vef Bjargs íbúðafélags. Fyrstu íbúðir ASÍ og BSRB afhentar um mitt næsta ár  Von á 1.400 leiguíbúðum á næstu fjórum árum Ljósmynd/Bjarg íbúðafélag Leiguíbúðir Fjölbýlishús á vegum Bjargs rís m.a. við Móaveg. Sveini Rúnari Gunnarssyni, lög- reglumanni á Sauðárkróki, var tilkynnt í fyrradag að hann fengi inn- göngu í lögreglu- nám Háskólans á Akureyri. Honum hafði áður verið hafnað vegna þess að sveinspróf hans í húsasmíði teldist ekki til stúdents- prófs eða sambærilegrar menntunar. „Eftir að allt fór í háaloft sótti ég um að málið yrði endurskoðað og sendi inn öll gögn; meðmæli frá yfir- lögregluþjóni, staðfestingu á radar- réttindum, staðfestingu á þeim nám- skeiðum sem ég hef lokið hjá Lands- björg o.fl.,“ segir Sveinn Rúnar, sem sendi einnig staðfest afrit af sveins- prófinu sínu. Hann segist ekki hafa búist við því að endurskoðun umsóknarinnar myndi leiða til þess að hann fengi inn- göngu í námið en er engu að síður afar ánægður með niðurstöðuna. „Háskól- inn fær lof fyrir að hafa endurskoðað mál mitt en aftur á móti er þetta sér- stakt og örugglega sárt fyrir marga aðra.“ Sveinn segist spenntur fyrir því að hefja nám í haust og vill þakka öllum þeim sem vöktu athygli á máli hans á síðustu vikum. HA mat sveinspróf- ið að lokum Sveinn Rúnar Gunnarsson  Lögreglumaður kemst í lögreglunám Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Guðmund Jónsson lögmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir fjár- drátt í opinberu starfi og peninga- þvætti sem hann framdi þegar hann var skipaður skiptastjóri dánarbús. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða dánarbúi mannsins skaðabætur sem nema þeirri fjárhæð sem hann dró sér auk vaxta og málskostnaðar. Guðmundur færði, með sex milli- færslum, samtals tæpar 53,7 milljónir af reikningi dánarbúsins á fjárvörslu- reikning lögmannsstofu sinnar, LGJ ehf., og notaði í eigin þágu. Dæmdur í tveggja ára fangelsi Blásið var til leiks á N1-móti KA á Akureyri í há- deginu í gær, en þar etja um 1.700 strákar í 5. aldursflokki kappi í fótbolta þangað til síðdegis á laugardag. Myndin er úr leik FH og Fjölnis. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara en um 2.000 manns eru beinir þátttakendur því þjálf- arar og fararstjórar eru um 300. Alls keppa 188 lið frá 47 félögum á mótinu og telja KA-menn að vel á fimmta þúsund manns hafi komið til bæjar- ins til þess að keppa eða fylgjast með, því for- eldrar, systkini eða aðrir ættingjar eru gjarnan með í för. Þurrt var í gær en heldur kalt miðað við það sem Akureyringar hafa átt að venjast síðustu vikur. Einhverri úrkomu er spáð í dag en annars ætti veðrið að verða vel bærilegt. Fótboltahátíð í höfuðstað Norðurlands Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Enn eitt N1-mótið hafið hjá KA-mönnum á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.