Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 4
Malbikunarmenn hvíla hér lúin bein á meðan rigningarskúr dembist yfir í Ártúnsbrekkunni. Sól- skini og þurrki er spáð á höfuðborgarsvæðinu í dag og gangi það eftir mun það vonandi létta lund þeirra sem þurfa að vinna utandyra. Ætla má að ekki sé heiglum hent að vinna úti eins og viðrað hefur í sumar. Íbúar Suðvesturlands hafa látið sig dreyma um sólardag frá því í vor. Morgunblaðið/Eggert Regnvotur hvíldartími í Ártúnsbrekkunni Lundin ætti að léttast hjá fólki á höfuðborgarsvæðinu í dag, spáð er þurrki og sól með köflum 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Morgunblaðið/Þórður Fjármálaráðuneytið Ráðuneytið segir hækkunina hafa lítil áhrif. Magnús Heimir Jónasson Alexander Gunnar Kristjánsson Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu hefur launahækkun forstöðumanna ríkisstofnana lítil áhrif á ríkissjóð vegna þess hversu fá- menn starfsstéttin er. Kjararáð úrskurðaði 48 forstöðu- mönnum ríkisstofnana um 10,8% meðaltalshækkun í vikunni og gildir hækkunin frá 1. desember í fyrra. Þá er einnig gert ráð fyrir einhverjum launahækkunum við fjárlagagerð en stærð þess hóps sem launahækkanir taka til skiptir þar einnig máli. „Það er alltaf gert ráð fyrir einhverjum hækkunum og hvað þetta er stór hóp- ur skiptir líka alltaf einhverju máli,“ segir Anna Borgþórsdóttir Olsen hjá fjármálaráðuneytinu spurð hvort hækkanir forstöðumannanna hafi ein- hver áhrif á fjárlagagerð. Hún segir ráðuneytið ekki gefa upp launafor- sendur sínar við fjárlagagerð. „Við gefum ekki nákvæmlega upp hvaða launaforsendur við notum vegna áhrifa á samningsstöðu. En þetta er nú ekki mjög umfangsmikið og ætti að rúmast innan þeirra launafor- sendna sem eru gefnar við fjárlaga- gerð,“ segir Anna en verið er að móta fjárlagavinnuna í þessum mánuði og næsta. Yfirvinnulaun forstöðumanna nema allt að helmingi heildarlauna, samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs sem birtur var í gær. Úrskurðurinn er birtur þremur dögum eftir að ráðið var fellt niður en sagður vera frá miðjum júní. Yfirvinnukaup tvöfaldar launin Ekki er auðvelt að ráða í heildar- laun forstöðumanna út frá úrskurð- inum enda er þeim undantekningar- laust úthlutað fastri yfirvinnu með svokölluðum „einingum“ sem ráðast ekki af grunnlaunum þeirra. Hver yf- irvinnueining jafngildir þess í stað 9.572 krónum á mánuði og hinir launahæstu eiga það allir sammerkt að fá ríflega af þessum einingum. Forstöðumennirnir 48 sem úr- skurðað var um fá á bilinu 12 til 135 yfirvinnueiningar á mánuði. Þannig fær forstjóri Landspítalans 1.290.000 krónur í grunnlaun, en sömu upphæð í yfirvinnu, þegar rýnt er í 135 „yfir- vinnueiningar“ hans. Heildarlaun hans eru því 2.580.000 krónur eða sem nemur tvöföldum grunnlaunum hans. Yfirvinnutímakaup fólks á vinnu- markaði er jafnan greitt með 80% álagi á hefðbundið tímakaup og því má ætla að ráðið telji forstjóra Land- spítalans vera í 155% starfi, eða sem jafngildir 62 vinnustundum á viku. Launahækkunin hefur lítil áhrif  Launahækkun forstöðumanna ríkisstofnana hefur ekki mikil áhrif á ríkissjóð  48 forstöðumenn fengu um 10,8% hækkun  Hækkunin rúmast innan forsendna fjármálaráðuneytisins við fjárlagagerð Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna hefur ekki enn tekist að koma saman til þess að ræða mál Hjartar Hjart- arsonar, sem var sendur heim af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi 25. júní sl. að beiðni at- vinnurekanda síns, Sýnar, vegna óæskilegrar hegðunar. Þess megi þó vænta á komandi vikum, segir Eirík- ur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, í sam- tali við Morgunblaðið. Þegar Morg- unblaðið ræddi við Eirík fyrir rétt rúmri viku um sama mál hafði stjórnin ekki komið saman vegna þess að stór hluti stéttarinnar var þá við störf á heimsmeistara- mótinu í Rúss- landi. Eiríkur segir að það sé ljóst að samtökin muni taka á mál- inu. Hefur mál af þessu tagi ekki komið upp á borð áður hjá þeim. Siðareglur þær sömu og hjá BÍ „Ljóst er að siðareglur samtak- anna eru þær sömu og hjá Blaða- mannafélagi Íslands,“ segir Eiríkur og tekur fram að samtökin muni ráð- færa sig við Blaðamannafélagið um næstu skref. Hjörtur Hjartarson hefur verið meðlimur í Samtökum íþróttafrétta- manna frá árinu 2015. Hefur hann óskað eftir því að láta af störfum hjá vinnuveitanda sínum, Sýn, í kjölfar þess að hann var sendur heim frá HM í Rússlandi vegna óæskilegrar hegðunar. Kom það fram í færslu Hjartar á Facebook í síðustu viku. Í færslunni segist hann skilja vel þau hörðu viðbrögð sem komu fram vegna hegðunar hans í Rússlandi. Hyggst hann í framhaldinu einbeita sér að því að bæta framkomu sína gagnvart nákomnum og öðrum. Ekki hefur tekist að taka mál Hjartar til umræðu enn  SÍ mun leita ráða hjá Blaðamannafélaginu um næstu skref Eiríkur Stefán Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.