Morgunblaðið - 05.07.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Útsala
Skoðið LAXDAL.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
ÚTS Ö LU FJÖ R
30-50%
AFSLÁTTUR
Sumaryfirhafnir og
flottur sumarfatnaður
á frábæru verði
Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • Sími 555 1516 (póstsendum)
Opið virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-15.
Mikið af myndum á facebook
Kjólar á 6.900 kr.
• mörg mynstur og litir
• stærð 36 - 46
Frábært
úrval
Str. 36-56
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Útsala
40-50%
afsláttur
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Str.
38-58
30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum
Útsalan er hafin
Tímakaup á Íslandi er að meðaltali
68% hærra en í Evrópusambandinu,
skv. tölum frá hagstofu sambands-
ins. Þegar búið er að taka tillit til
verðlags á vörum og þjónustu skilar
tímakaupið íslensku launafólki hins
vegar 2% minna en í ESB að með-
altali. Staðan er umtalsvert betri í
Noregi, þar fær launafólk ríflega
þriðjungi meira fyrir tímakaupið sitt
en í ESB, að teknu tilliti til verðlags.
Þetta er meðal þess sem fjallað er
um í nýjasta Efnahagsyfirliti VR
sem aðgengilegt er á vef félagsins.
Þá segir að ef eingöngu sé litið til
neyslu á mat og óáfengum drykkjum
sé staðan önnur; íslenskir launa-
menn geti keypt 8% meira af mat og
drykk fyrir tímakaupið sitt en launa-
menn í ESB að meðaltali. Þetta megi
lesa úr tölum Hagstofu ESB um
neyslu og laun í Evrópu árið 2017.
„Ef við berum saman Norður-
landaþjóðirnar sést að Noregur og
Danmörk skera sig nokkuð úr. Þeg-
ar kemur að heildarneyslu, þ.e. allri
neyslu einstaklings á vörum og þjón-
ustu, skilar tímakaupið launafólki í
Noregi 36% meiru en í Evrópusam-
bandinu. Danmörk er í öðru sæti,
þar skilar tímakaupið launafólki 28%
meiru en í ESB. Það sem vekur e.t.v.
mesta athygli er staða Svíþjóðar en
þar er tímakaup um 6% lægra þegar
tekið er tillit til neysluverðs. Svíþjóð
er einnig lægst Norðurlanda ef mið-
að er við neyslu á mat og drykk ein-
göngu, tímakaupið skilar þannig
launafólki í Svíþjóð 1% umfram með-
altal í ESB en 8% á Íslandi,“ segir
ennfremur í greininni.
Þá segir að umræða síðustu miss-
eri um launaþróun á Íslandi hafi að
stórum hluta snúist um meint há
laun og miklar launahækkanir. Þær
tölur sem hér sé fjallað um, og
byggjast á upplýsingum frá Hag-
stofu Evrópusambandsins, sýni að
mikilvægt sé að hafa í huga verðlag á
vörum og þjónustu þegar rætt er um
hálaunalandið Ísland.
Tímakaup sé um 68% hærra á Ís-
landi en í ESB að meðaltali. Mat-
arverð sé 56% hærra á Íslandi en
heilt yfir litið sé verðlag 72% hærra
en í ESB.
Horfa þarf á verðlag í umræðum um laun
Tímakaup lægra á Íslandi en í ESB þegar tekið er tillit til verðlags á vörum og þjónustu innanlands
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kjör Verð á vörum og þjónustu
skiptir máli þegar rætt er um laun.
Fasteignir
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is