Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Forseti hæstaréttar Póllands, Mal-
gorzata Gersdorf, mætti til vinnu í
gær þrátt fyrir gildistöku umdeildra
laga sem kveða á um að hún og aðrir
dómarar réttarins láti af störfum
þegar þeir ná 65 ára aldri, en ekki 70
ára eins og verið hefur. Gersdorf sak-
ar þjóðernissinnaða íhaldsflokkinn
Lög og rétt (PiS), sem er með meiri-
hluta á pólska þinginu, um að hafa
sett lögin með það að markmiði að
„hreinsa til“ í hæstarétti landsins í
pólitískum tilgangi.
Ríkisstjórn Laga og réttar segir
að lögin séu liður í þeirri stefnu henn-
ar að koma á umbótum á dómskerf-
inu til að gera það skilvirkara og upp-
ræta spillingu. Andstæðingar
laganna segja þau í andstöðu við
stjórnarskrá landsins en stjórnin
neitar því.
Endurspeglar spennu innan
Evrópusambandsins
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins sendi pólsku stjórninni
formlega tilkynningu á mánudaginn
var um að hún teldi lögin ganga í ber-
högg við sáttmála ESB og grafa und-
an sjálfstæði dómstólanna og þrí-
skiptingu ríkisvaldsins. Pólska
stjórnin fékk mánuð til að svara til-
kynningunni formlega og hugsanlegt
er að framkvæmdastjórnin í Brussel
höfði mál gegn Póllandi fyrir Dóm-
stóli Evrópusambandsins. Hún hafði
áður hótað að svipta Pólland at-
kvæðisrétti innan sambandsins
vegna laganna. Ólíklegt er þó að
ESB geti beitt slíkri refsingu þar
sem hin aðildarríkin þyrftu öll að
samþykkja hana og stjórn Ungverja-
lands er andvíg því að Pólland verði
svipt atkvæðisréttinum. Deilan
endurspeglar vaxandi spennu innan
ESB milli ríkja í Vestur-Evrópu og
fyrrverandi kommúnistalanda í
austanverðri álfunni, m.a. vegna
deilna um innflytjendamál og sjálf-
stæði fjölmiðla.
Mateusz Morawiecki, forsætisráð-
herra Póllands, varði lögin í ræðu á
Evrópuþinginu í gær og sagði að
pólska stjórnin hefði rétt til að koma
á umbótum á dómskerfinu. „Sér-
hvert ríki hefur rétt til að þróa dóms-
kerfi sitt í samræmi við eigin hefðir,“
sagði hann.
Mikil óánægja með dómskerfið
Pólska stjórnin hefur sagt að
nauðsynlegt sé að koma á umbótum á
dómskerfinu vegna þess að það sé of
hægvirkt og losna þurfi við dómara
sem voru skipaðir í dómstólana áður
en kommúnistastjórnin í Póllandi féll
árið 1989. Forystumenn flokksins
segja að gamlir kommúnistar og
samstarfsmenn þeirra séu enn of
áhrifamiklir í dómskerfinu. Bent hef-
ur þó verið á að sá þingmaður stjórn-
arflokksins sem hefur beitt sér mest
fyrir lögunum, Stanislaw Piotrowicz,
var saksóknari á valdatíma kommún-
ista og framfylgdi þá meðal annars
herlögum sem voru í gildi frá desem-
ber 1981 til júlí 1983.
Nýleg skoðanakönnun í Póllandi
bendir til þess að rúm 80% Pólverja
telji að koma þurfi á umbótum á
dómskerfinu vegna seinvirkni þess
og spillingar. Þátttakendur í könn-
uninni voru þó ekki spurðir hvort
þeir styddu breytingar stjórnarinn-
ar. Ef marka má aðra könnun telja
44% Pólverja að breytingar stjórn-
arinnar auki áhrif stjórnmálamanna
á dómstólana og aðeins 14% voru á
öndverðum meiði. Frjálslynda dag-
blaðið Gazeta Wyborcza gagnrýndi
nýju lögin í forystugrein og lýsti
þeim sem „nauðgun á hæstarétti Pól-
lands“.
Tuttugu og sjö af sjötíu og þremur
dómurum hæstaréttar landsins eru
orðnir 65 ára. Skv. lögunum geta þeir
beðið forseta landsins um undanþágu
frá aldursmörkunum en hann getur
samþykkt eða hafnað beiðnunum án
þess að gefa skýringu á ákvörðun
sinni. Að sögn pólskra fjölmiðla hafa
sextán dómarar óskað eftir því að fá
að halda áfram störfum í réttinum.
Vill verja réttarríkið
Malgorzata Gersdorf er ekki
þeirra á meðal og mætti til vinnu í
gær eftir að lögin tóku gildi, þótt hún
sé orðin 65 ára. Hún sagði að mark-
miðið með lögunum væri að „hreinsa
til í hæstarétti undir því yfirskini að
verið sé að koma á umbótum á dóms-
kerfinu“. „Ég er ekki í stjórnmála-
baráttu; ég geri þetta til að verja
réttarríkið og segja sannleikann um
línuna milli þess að virða stjórnar-
skrána og þess að brjóta hana.“
Gersdorf segir að samkvæmt
stjórnarskrá landsins eigi hún að
vera forseti hæstaréttar til ársins
2020 en kveðst þó ætla að „fara í frí“
eftir að hafa mætt til vinnu í gær.
Hún fól öðrum dómara, Józef
Iwulski, að taka við störfum forseta
réttarins til bráðabirgða.
Talsmaður forseta Póllands sagði
hins vegar að Gersdorf hefði verið
„leyst af störfum fyrir aldurs sakir“
og Józef Iwulski hefði verið skipaður
forseti réttarins til frambúðar.
Sögð „hreinsa til“ í hæstarétti
Stjórn Póllands sökuð um að vega að sjálfstæði dómstóla undir því yfirskini að verið sé að koma á um-
bótum á dómskerfinu Stjórnin segir markmiðið að auka skilvirkni dómstóla og uppræta spillingu
AFP
Lögunum mótmælt Fólk safnaðist saman fyrir utan dómhús hæstaréttar Póllands í Varsjá í gær til að láta í ljós
stuðning við Malgorzötu Gersdorf, forseta réttarins, og mótmæla nýjum lögum um aldursmörk dómara.
Forseti réttarins Malgorzata Gers-
dorf á leið í dómhúsið í gær.
„Frjálsa dómstóla!“
» Nokkur þúsund Pólverjar
söfnuðust saman við hús
hæstaréttarins í Varsjá í gær-
morgun til að láta í ljós stuðn-
ing við Malgorzötu Gersdorf,
forseta réttarins, þegar hún
mætti til vinnu.
» „Frjálsa dómstóla!“ og
„Verjum stjórnarskrána!“
hrópaði mannfjöldinn.
» Tugir þúsunda Pólverja hafa
tekið þátt í mótmælum gegn
stefnu ríkisstjórnar landsins
frá því hún komst til valda árið
2015, meðal annars ströngum
fóstureyðingarlögum.
Drengirnir sem fundust í djúpum
helli eftir mikla leit á Taílandi
æfðu sig í gær að anda með köf-
unargrímur fyrir vitunum. Sú leið
sem talin er vænlegust til árang-
urs við björgun þeirra er að
kenna þeim að kafa og koma
þeim þannig út úr hellinum þar
sem þeir eru enn innlyksa. Vand-
inn er þó meðal annars sá að
drengirnir eru fæstir taldir synd-
ir.
Ekki var talið líklegt að reynt
yrði strax að kafa með drengina
til baka, að sögn ríkisstjóra Chi-
ang Rai-héraðs, þar sem hellinn
er að finna. „Við verðum að vera
hundrað prósent viss um að engin
hætta sé á ferðum áður en við
förum með drengina,“ sagði hann
í samtali við blaðamenn í gær.
„Við hugsum um þá eins og þeir
séu okkar eigin börn.“
Ef reynt verður að kafa með
drengina til að bjarga þeim er
líklegt að farið verði með þá
smám saman. Enn er verið að
flytja birgðir, m.a. mat og lyf, til
þeirra í hellinum.
Fréttamenn á staðnum segja að
köfunarleiðin sé mjög áhættusöm
og útfærsla hennar tæknilega
flókin. Þá séu berggangarnir sem
fara þyrfti um þröngir, dimmir
og fullir af drullugu vatni. Vatnið
sé auk þess straumþungt á kafla.
AFP
Innlyksa í helli Fjölmiðlar í Taílandi hafa birt nýtt myndskeið þar sem
drengirnir sjást í hellinum. Þeir virðast vera við nokkuð góða heilsu.
Æfðu köfun í hellinum
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is