Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
hafa farið heim en um leið dásamlegt
þrátt fyrir að allt hennar fólk hafi
orðið eftir „uppi á landi“ eins og
Eyjamenn orða það.
,,Það var gott veður þegar við
komum heim og ég gat alltaf farið út
að labba. Við löbbuðum ofan á vikur-
bingjunum til þess að kaupa saltkjöt
hjá Reyni á Tanganum,“ segir Bryn-
dís og Engilbert bætir við: ,,Mér er
minnisstætt þegar kviknaði á fyrsta
ljósastaurnum á Stakkó. Það var
glaðst yfir litlu á þeim tíma.“
Bryndís saknaði systur sinnar og
frænkna sem ekki komu til baka og
var ósátt við það fólk sem sneri ekki
heim. Í dag segist hún skammast sín
fyrir þann hugsunargang.
„Við vildum fá alla til baka svo allt
yrði eins og það var. En það varð
aldrei,“ segir Bryndís og bætir við
að klippt hafi verið á allt. Það vant-
aði fólkið úr austurbænum. Allir áttu
orðið bíla og hættu að labba. Fyrir
gos voru Eyjamenn sjálfbærir en sú
sjálfbærni hafi ekki komið aftur.
Engilbert tekur undir með konu
sinni og segir að ekki hefði þurft að
leita annað eftir vörum, hvort sem
um var að ræða ventilgúmmí, sjón-
varp, herraföt, kvenfatnað, vefnað
eða hvað annað. Bryndís og Engil-
bert fluttu frá Eyjum árið 1987.
„Það var öðruvísi að flytja þegar
ákvörðunin var okkar. Við vorum
ekki rifin upp með rótum um miðja
nótt og rekin að heiman.“
Birti til við uppgræðsluna
Mæðgurnar María Vilhjálms-
dóttir og Kristrún Arnardóttir lýstu
líðan sinni þegar þær fluttu aftur til
Eyja ásamt yngstu dótturinni, Dag-
nýju, í útvarpsþætti á Rás 1 í janúar.
Þær fluttu heim í janúar 1974 en eig-
inmaður Maríu og átta ára sonur
voru þá fluttir til Eyja.
„Heimkoman er ekki sterk í minn-
ingunni. Krakkarnir í nágrenninu
voru ekki komnir og það var skrítið
að koma í skólann. Ég þekkti fáa og
mér fannst ég ekki passa í bekkinn,“
segir Kristrún og veltir því upp
hvort hún sé að bæla niður ein-
hverjar minningar. María móðir
hennar kemur inn í samtalið og segir
að Kristrúnu hafi ekki liðið vel þegar
hún hóf nám í skólanum í Eyjum.
„Það var eina skiptið á öllum þeim
þvælingi sem fjölskyldan var á sem
ég fann greinilega vanlíðan hjá
Kristrúnu. En það lagaðist þegar
hún skipti um bekk,“ segir María.
„Kannski kom áfallið þegar við
fluttum heim. Alveg sama um hvað
er rætt, allt var breytt. Kannski var
það erfiðast að fara aftur heim án
þess að vera tilbúin til þess í að-
stæður sem voru erfiðar og einhvern
veginn allt svart og dapurlegt,“ segir
María og bætir við að þegar hún fór
að vinna við hreinsunarstörf hafi far-
ið að birta til.
„Ég man eftir mér labbandi með
fötu að sá og vinna við uppgræðslu
þegar voraði,“ segir Kristrún sem
telur að gosið og afleiðingar þess
hafi ekki haft mikil áhrif á sig.
María segir að hún sé viðkvæmari
fyrir náttúruhamförum eftir gosið
og jarðskjálftar hræði hana mjög.
„Ég fór þetta á hnefanum og varð
að klára þau verkefni sem þurfti dag
frá degi. Það var erfitt að flytja aftur
og aftur ófrísk með tvö börn og eig-
inmaðurinn alltaf í Eyjum,“ segir
María sem geymir upplifunina gos-
árið í hólfi sem hún opnar sjaldan.
Mæðgurnar eru sammála um að þær
hafi lítið talað um tilfinningar tengd-
ar gosinu.
Eldgosið á Heimaey skilur eftir
sögur 5.200 íbúa sem bjuggu þar
gosnóttina. Fleiri hundruð eða þús-
und björgunar- og hjálparsögur inn-
anlands sem utan. Þegar Eyjamenn
ræða gosið er þakklæti fyrir stuðn-
ing og hjálp þeim efst í huga. Sökn-
uðurinn eftir gamla samfélaginu er
til staðar og margt er ósagt enn.
1.200
íbúar
komnir
heim.
Heimkoma og uppbygging
3. júlí 8. júlí ágúst Júlí, ágúst og sept. 21. september 28. september
Goslokum
fagnað.
500 manns á sólar-
hringsvöktum fjarlægja
1.000.000
rúmmetra af vikri
sem notaður er sem
landfylling fyrir
nýtt hverfi í
vestur-
bænum.
Skólahald hefst
í barnaskóla
Vestmannaeyja.
189
Nemendur.
Fyrsti bæjar-
stjórnarfundur-
inn í Eyjum eftir
gos.
1973 1. október 2. okt. 10. okt. október Desember
Vestmannaeyjabær
tekur yfir stjórn bæj-
arins og starfsemi
sem viðlagasjóður
hafði annast.
236 nemend-
ur komnir
í barna-
skólann.
Gagn-
fræða-
skólinn
hefst.
Iðn-
skólinn
hefst.
Lyfjabúð opnuð.
Handvirk símstöð
tekin í gagnið.
Byggingaráætlun fyrir
350
hús í vest-
urbænum
samþykkt.
Íbúar orðnir
2.132
387 nemendur
komnir í
barna-
skól-
ann.
Heimildir: Guðbjörg Helgadóttir; Fjölskyldur á flótta, Morgunblaðið, Heimaslóð, Skjalasafn Vestmannaeyja
ÉG
LIF
I OG ÞÉR MUNUÐ
LIFA
Fyrsta
messa
og skírn í
Landa-
kirkju.
Goslok Eyjadætur og -synir fagna langþráðum goslokum 3. júlí 1973. Árlega
er efnt til þakkargjörðar 23. janúar og goslokum fagnað fyrstu helgina í júlí.
Uppbygging Hreinsunarstarf hafið
eftir langa bið og erfiða mánuði.
Heimkoma Ungir Eyjapeyjar leika
sér ánægðir í vikri á heimaslóðum.
Þorgeir Magnússon sálfræðingur segir að í raun hafi Eyjamenn fengið
þrjú áföll í tengslum við eldgosið 1973
Fyrsta áfall: Eldgosið sjálft. Skipun um að yfirgefa heimili sitt og flótti
út í óvissuna.
Annað áfall: Veran á fastalandinu. Nýtt umhverfi, óvissa í nútíð og
framtíð.
Þriðja áfall: Heimkoman. Allt er breytt og vonin um að lífið verði eins
og það var brestur. Ný aðlögun í gjörbreyttu umhverfi.
Breytingarnar sem fylgdu gosárinu ollu mikilli streitu sem reyndi mjög á
samskipti fólks í samböndum, hjónaböndum og tengslum milli fjöl-
skyldu, vina og ættingja, segir Þorgeir. Hann segir að áfallið sem for-
eldrar hafi orðið fyrir í gosinu hafi gert það að verkum í einhverjum til-
fellum að öryggistilfinning barna skertist en nánasta umhverfi og öryggi
sem börn skynja frá foreldrum sínum skipti miklu máli í þeim aðstæðum
sem ríktu í tengslum við gosið á Heimaey árið 1973.
Raunveruleikinn skellur á
ÁFÖLL Í TENGSLUM VIÐ GOSIÐ
„Stelpurnar tóku gosið nærri sér.
Það kom fram í vanlíðan, kvíða og
lakari einkunnum á sama tíma og
gosið virtist minni áhrif hafa á strák-
ana í námi, a.m.k. fyrstu árin,“ segir
Þorgeir Magnússon sálfræðingur
sem gerði rannsókn á áhrifum eld-
gossins á Heimaey á líðan sjö ára
barna og námsframvindu fimm ár-
um eftir gosið. Þorgeir birti nið-
urstöðurnar í MA-ritgerð við Lunds
Universitetet árið 1978 undir heitinu
Barnen på Heimaey.
„Ég notaði DMT-sálfræðiprófið,
próf sem mælir varnarhætti ein-
staklings og hvaða aðferðir hann
notar við að verja sig fyrir andlegum
óþægindum,“ segir Þorgeir sem
bætir við að það sé öllum eðlislægt
að halda slæmum tilfinningum í fjar-
lægð. Það sé að ákveðnu marki hægt
að verjast vanlíðan með því að forð-
ast hið óþægilega og bæla niður til-
finningar, ýta þeim frá sér eða til-
einka þær öðrum, en það takist ekki
endalaust. Það komi fólki yfirleitt í
koll að sleppa því að vinna úr erfiðri
reynslu með því að takast ekki á við
óþægindin.
Í rannsókninni bar Þorgeir saman
10 drengi og 10 stúlkur frá sjávar-
bæjunum Akranesi og Vestmanna-
eyjum. Börnin voru 7 ára árið 1973.
„Þrátt fyrir að gosið virtist ekki
hafa teljandi áhrif á strákana í námi
fyrst eftir gos kom það fram að þeir
upplifðu meiri einangrun og náms-
getan varð lakari síðar meir.
Stelpurnar náðu aftur fyrri styrk í
námi eftir þrjú
ár, þær virðast
hafa unnið skil-
virkara að mál-
um og þroskast
að einhverju
leyti upp úr
ástandinu á
nokkrum árum.
Niðurstöður
bentu til þess að
drengirnir hefðu frekar farið þetta
á hörkunni, ekki tekist á við
kreppuástandið,“ segir Þorgeir og
bendir á að um eina rannsókn sé að
ræða og hann viti ekki til þess það
gerðar hafi verið frekari rann-
sóknir.
Þorgeir var í lögreglunni í Vest-
mannaeyjum 1972 og kennari í
gagnfræðaskólanum 1975 til 1976.
Hann segir breytingar á samfélag-
inu hafa verið gífurlegar.
„Sumarið 1972 var náttúran
yndisleg og samfélagið samhent,
kraftmikið og fjörugt. Það var
nokkuð einangrað en sjálfbært og í
því einhvers konar sjálfstæði. Í gos-
inu umturnaðist allt og varð kol-
svart og skemmt. Heimamenn byrj-
uðu samt að moka, sá, tyrfa og
byggja upp bæinn á ný en hann
varð aldrei samur,“ segir Þorgeir.
Hann segir sterka umræðu 45 ár-
um síðar sérstaka og stafi hugsan-
lega af því að fólk sé nú tilbúið að
tala og vinna úr erfiðum tilfinning-
unum. Það þurfi svo einhvern tíma
að klára þær og leggja til hliðar.
Lakari námsárangur
Þorgeir
Magnússon
Hitaveituskel + lok
HITAVEITUSKEL
12OO LÍTRAR
5-6 MANNA
2 LITIR Í BOÐI
HEITIRPOTTAR.IS
LOK Á POTTA
Heitirpottar | Höfðabakki 1 við Gullinbrú 110 Reykjavík | Heitirpottar.is | sími: 777 2000