Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Athyglisverðgrein CarlsBildts, fyrr- verandi forsætis- ráðherra Svíþjóð- ar, birtist í Morgunblaðinu í gær. Bildt hefur lengi verið trúr hugsjónum sem sagt er að Evrópusam- bandið byggi á. Hann er með böggum hildar þegar hann horfir á stöðuna á meginland- inu og erfiðleikana í þýskum stjórnmálum. Bildt orðar það svo, að nú standi yfir orrusta um sál Þýskalands og bætir því við að arfleifð Helmuths Kohls, sem var ásamt Konrad Aden- auer áhrifamestur leiðtoga Þýskalands eftir stríð, sé í húfi. Þá er það sérstaklega athyglis- vert að Bildt segir svo í lok greinar sinnar: „Núverandi krísa verður líklega leyst með röð ófullkominna málamiðlana – bæði innan ESB og innan rík- isstjórnar Þýskalands. Það er, þrátt fyrir allt, oft þannig sem Evrópusambandið virkar, líkt og í skuldakreppu Grikklands.“ Það er sjaldgæft að ábyrgir áhugamenn um Evrópusam- bandið (sem betur gæti heitið Afneitunarsambandið) kannist við það opinberlega hvernig leiðtogar og æðstu embættis- menn stóðu svefnlausir að „nið- urstöðum“ leiðtogafundanna. Forystumenn einstakra ríkja héldu svo hver til sinnar höf- uðborgar og túlkuðu „niður- stöður“ hver eftir sínum hent- ugleikum án þess að nokkur viður- kenndi að ágrein- ingur væri uppi um hvað í þeim fælist. Þetta skrítna vinnulag var ein helsta ástæða þess hversu illa tókst að koma þeim málum frá. En það er ekki endilega rétt hjá Carl Bildt að uppnámið þá hafi snúist um Grikkland og örlög þess. Á næturfundunum mörgu gat mönnum ekki verið meira sama um örlög Grikkja. Grikkja- vandinn var nafn á tíma- sprengju sem snerist um evr- una og tilverurétt hennar og þess vegna voru búrókratar í Brussel og handlangararnir í höfuðborgunum svo titrandi á taugum. Það sem er helst öðruvísi núna í fyrsta kafla ESB-upp- námsins (Grikkand var aðeins forleikur) er að nú segir hver leiðtoginn af öðrum að meint „niðurstaða“ á leiðtogafund- inum í Brussel sé meiningar- laus eða botnlaus. Og ekki bara þeir. Hinn eldheiti ESB-sinni og þungavigtarmaður Guy Ver- hofstadt, fyrrverandi forsætis- ráðherra Belgíu, hellti sér yfir Tusk, forseta leiðtogaráðsins, og Juncker, forseta fram- kvæmdastjórnarinnar, á mál- fundi ESB-þingsins og bað um skýringar á ruglingslegustu greinum „sáttarinnar“. Engin svör bárust. Það var þó a.m.k. hefðbundið. Það þarf nokkuð til svo að Carl Bildt skrifi grein eins og þá sem birtist í blaðinu í gær} Bildt er brugðið Laun lækna erugreinilega við- kvæmt mál. Í fyrradag kom fram á heimasíðu Læknafélags Íslands yfirlýsing í tilefni af frétt, sem birtist í Morgunblaðinu sama dag. „Í Morgunblaðinu í dag, 3. júlí 2018, er gefið í skyn að heildar- laun lækna eftir 6 ára nám séu um 1.500.000 kr. Þetta er rangt og er harmað að reynt sé að blanda læknum inn í yfirstand- andi launadeilur annarra heil- brigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ) kr. 479.000 á mánuði …,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta er furðuleg leiðrétting. Textinn í frétt Morgunblaðsins var skýr. Þar sagði orðrétt: „Samkvæmt vef stjórnarráðs- ins voru heildarlaun lækna að meðaltali 1,5 milljónir á mán- uði í fyrra.“ Þarna er ekkert gefið í skyn um að þetta séu heildarlaun lækna eftir sex ára nám. Þarna er einfaldlega sagt að þetta séu heildarlaun lækna að meðaltali. Það fer ekki á milli mála í textanum, hvorki þegar lín- urnar eru lesnar eða lesið á milli þeirra. Erfitt er að sjá að þetta kalli á yfirlýs- ingu með orðunum „þetta er rangt“ og „hið rétta er“ því að textinn var ekki rangur og hlýtur þar af leiðandi að hafa verið réttur. Í fréttinni var hins vegar rætt við Katrínu Sif Sigur- geirsdóttur, formann kjara- nefndar Ljósmæðrafélags Ís- lands, sem segir að ljósmæður horfi til annarra stétta með fimm til átta ára háskólanám, margar með styttra nám en talsvert hærri grunnlaun. Síð- an bætir hún við: „Það er engin stétt sem við getum beint sam- samað okkur við. Læknar eru ansi nærri þegar þeir eru búnir með sín sex ár í grunnnámi og haf jafnvel bætt við sig einu, tveimur árum í viðbót, eins og við ljósmæður höfum margar gert.“ Ef til vill hugnast Læknafélaginu ekki þessi sam- anburður. Er þá ekki rétt að segja það? Villandi yfirlýsing frá Læknafélaginu}Rétt og rangt N ú eru rúm tvö ár frá því farið var af stað í þriggja ára átak til að stytta biðlista eftir völdum skurðaðgerðum. Um er að ræða átak heilbrigðisráðuneytisins með það fyrir augum að stytta biðtíma eftir lið- skiptaaðgerðum, hjartaþræðingum og auga- steinsaðgerðum. Bið eftir fyrrnefndum aðgerð- um á Landspítala hafði á þeim tíma sem ráðist var í átakið verið langt umfram viðmiðunar- mörk Embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir aðgerð, en þau viðmiðunarmörk eru 90 dagar. Embætti landlæknis fylgist með biðlista- átakinu og stöðu þess með reglubundnum hætti. Eftir að ráðist var í átakið hafa mikil um- skipti orðið í bið eftir skurðaðgerð á augasteini á Landspítala. Af þeim sem biðu eftir aðgerð þar í febrúar 2018 höfðu einungis 9% beðið lengur en þrjá mánuði, en hlutfallið var 84% fyrir tveimur árum. Bið eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku er nú vel innan ásætt- anlegra marka, en af þeim sem voru á biðlista í febrúar 2018 höfðu aðeins 7% beðið lengur en þrjá mánuði. Ef liðskiptaaðgerðir eru skoðaðar sérstaklega, þ.e. að- gerðir á hnjám og mjöðmum, má sjá að árangur átaksins er greinilegur. Mun færri eru á biðlista eftir liðskipta- aðgerð á Landspítala eftir að ráðist var í biðlistaátakið hinn 1. janúar 2016. Á þeim degi voru 937 manns á bið, eft- ir fyrsta ár átaksins voru 774 manns á biðlista og 1. janúar 2018 voru 660 manns á biðlista eftir aðgerð. 1. júní 2018 voru 617 manns á biðlista. Heildarfækkun á biðlista eftir liðskiptaaðgerð á Landspítala nemur því 34% frá því að átakið hófst. Í þessu samhengi er mikilvægt að halda því til haga að fjöldi nýrra sjúklinga á umræddum biðlistum hefur aukist um 20% frá upphafi átaksins. Ef fjöldi nýrra sjúklinga hefði haldist óbreyttur frá ársbyrjun 2016 væru nú aðeins um 400 sjúklingar á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Meðalbiðtími eftir liðskiptum á hné og mjöðm hefur styst verulega. Í upphafi átaks var biðlistinn að meðaltali 10,4 mánuðir en 1. júní síðastliðinn var meðalbiðtími eftir lið- skiptum á hné 5,5 mánuðir en 4,4 eftir lið- skiptum á mjöðm. Af þessum gögnum má sjá að biðlistaátakið hefur haft ótvíræðan ávinning í för með sér. Jákvætt er einnig að sýkingar- tíðni eftir aðgerðir hefur ekki aukist, þrátt fyr- ir fjölgun aðgerða. Biðlistaátakið er dæmi um samvinnu heilbrigðisstofn- ana sem hefur tekist vel. Samvinnan hefur leitt af sér styttri biðlista eftir völdum skurðaðgerðum, og þar með bættri heilbrigðisþjónustu, og biðlistaátakinu verður hald- ið áfram. Á sama tíma er mikilvægt að muna að við leysum þessi mál ekki með átaki. Verkefnið er stórt og viðvarandi og verður aðeins leyst til framtíðar með styrkingu opin- bera heilbrigðiskerfisins og innviða þess. Það er stóra verkefnið. Svandís Svavarsdóttir Pistill Alvöruárangur – styttri bið Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Fyrirætlanir um að reisanýtt meðferðarheimilifyrir börn á höfuðborgar-svæðinu hafa verið í far- vegi frá árinu 2011. Virðist eitthvað vera að rofa til í þeim málum en Barnaverndarstofa sendi fyrir mán- uði beiðni til Garðabæjar um við- ræður um lóð fyrir meðferðarheim- ilið. Er hugsanlegur lóðarkostur á svæði vestan við Kjóavelli, skammt frá Vífilsstaðavatni. Ekki er komið að eiginlegri lóðarúthlutun en stað- setningin virðist henta þörfum Barnaverndarstofu nokkuð vel. Staðsetningin hentar vel „Út frá þessari frumathugun virðist margt benda til þess að þessi staðsetning komi vel til greina og okkur finnst ástæða til að skoða þennan kost nánar með Garðabæ og erum spennt að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Heiða Björg Pálma- dóttir, starfandi forstjóri Barna- verndarstofu, í samtali við Morgun- blaðið. Var bréf Barnaverndarstofu um lóð fyrir meðferðarheimilið tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar 26. júní sl. og vísaði ráðið bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar. Er málið statt þar og áætlað að það verði tekið til frekari athugunar í ágúst, eða þegar sumarleyfum lýk- ur, segja þau Heiða Björg Pálma- dóttir og Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, í sam- tali við Morgunblaðið. Segir Arin- björn að það skipulagsferli gæti tek- ið nokkurn tíma, en ekki heyrist annað en vilji sé fyrir hendi til þess að skoða þetta tiltekna mál af alvöru hjá bænum. Þörfin lengi verið til staðar Lengi hefur verið þörf fyrir nýtt meðferðarheimili á höfuðborg- arsvæðinu sem byði upp á lengri vistunartíma, en gert er ráð fyrir að dvalartími á fyrirhuguðu meðferðar- heimili verði 6-9 mánuðir með um- fangsmikilli eftirfylgd að dvöl lok- inni. „85% barnanna sem eru í meðferð eru af suðvesturhorninu og þá er svo mikilvægt að þau séu eins nálægt sínu nærumhverfi og mögu- legt er í meðferðinni,“ segir Heiða Björg. Einnig er staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu mikilvæg til að ná til menntaðs starfsfólks, sem er aðallega á suðvesturhorninu. Er forsaga þess að reisa nýtt meðferðarheimili á höfuborgar- svæðinu sú að árið 2011 lagði Barnaverndarstofa fram tillögur til velferðarráðuneytisins um endur- bætur á meðferðarkerfinu. Árið 2015 ákveður velferðarráðuneytið að það eigi að ráðast í slíka upp- byggingu. Fjármálaráðuneytið ósk- ar eftir því að það fyrst verði farið í að leita að húsnæði og orðið er við því. „Sá ferill tekur um hálft ár og kemur í ljós að því loknu að ekki er til húsnæði sem hentar, en það var nokkuð sem áður gerð þarfagrein- ing hafði þegar tekið fram. Eftir að leitin að húsnæði rann út í sandinn er byrjað að leita að lóð í byrjun árs 2017,“ segir Heiða Björg aðspurð um hvenær leit að lóð undir heimilið hófst. Aðspurð hvort lengd leitar- innar að hentugri lóð sé farin að valda áhyggjum segir Heiða að ekki sé biðlisti inn í meðferð á öðrum meðferðarheimilum Barnaverndar- stofu. „Þetta er hins vegar annars konar þjónusta sem á að veita á fyr- irhuguðu meðferðarheimili, sem lengi hefur verið vöntun á, og því er brýnt að það rísi sem allra fyrst og að því leyti er mikilvægt að lóð und- ir heimilið finnist fljótlega,“ segir Heiða Björg að lokum. Áform um meðferðar- heimili þokast áfram Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðstoð Stuðlar er eitt af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Lengi hefur staðið til að reisa nýtt og sérhæfðara heimili á höfuðborgarsvæðinu. Barnaverndarstofa fyrirhugar að reisa u.þ.b. 1.000 fermetra meðferðarheimili, með mögu- leika á viðbyggingu í framtíð- inni, með 6-8 plássum fyrir ung- linga á aldrinum 15-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- og vímuefnavanda. Yrði starfsemin svipuð þeirri sem fer fram á Stuðlum í Grafarvogi en skæri sig úr hvað varðar vistunartíma, sem væri lengri. Lengri vistunartími þýðir meiri stöðugleiki og minni líkur á truflun í nánasta umhverfi, að því er kemur fram í beiðni Barnaverndarstofu til Garða- bæjar um fyrirhugað meðferð- arheimili. Áætlaður dvalartími á heim- ilinu er 6-9 mánuðir og verður mikil eftirfylgd með hverju og einu barni í allt að sex mánuði eftir að dvöl lýkur. Gert er ráð fyrir 25-30 manna starfsliði við sérfræðistörf og vaktavinnu á meðferðarheimilinu. Pláss fyrir 6-8 unglinga NÝTT MEÐFERÐARHEIMILI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.