Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Svanafjölskylda Náttúran sjálf er öllum flinkari við að skapa listaverk þegar hún leikur sér með birtu og liti. Þessir stoltu foreldrar syntu með unga sína handan fjólublárrar lúpínubreiðu. Kristinn Magnússon Nú er framundan að Alþingi endurskoði kosningalögin og skal hér bent á nokkur at- riði sem kæmi til álita að breyta. Hlutfallskosningar eru meginreglan í þingkosningum í flest- um Evrópuríkjum og eins og nafnið ber með sér þýðir það að fulltrúar eru kjörnir í réttu hlutfalli við atkvæðafjölda stjórnmálaflokka. Nokkrir meginágallar eru við framkvæmd hlutfallsreglunnar hér á landi, sem brjóta á henni. Í meginatriðum eru þessir ágallar fjórir: (i) háir þröskuldar, (ii) að at- kvæðaleifar nýtast ekki, (iii) reikni- reglur við úthlutun sæta hygla flokkum með mikinn stuðning og (iv) misjafnt vægi atkvæða. Háir þröskuldar 5% þröskuldurinn braut hlutfalls- regluna illa í kosningunum 2013. Tafla 1 sýnir fjölda og hlutfall at- kvæða sem ekki nýttust vegna hans (22.300), en í þessum tilteknu kosn- ingum má segja að kosningakerfið hafi sýnt tennurnar (Þorkell Helga- son 2013; Greining á úthlutun þing- sæta). Rökréttast væri að engir þrösk- uldar væru í hlutfallskosningum, það styddi best við tilgang kerfisins. Ef þeir eru til staðar þyrftu þeir að vera lágir, til dæmis ekki hærri en 2% eins og er í Danmörku, því þröskuldar takmarka hvað margir flokkar koma mönnum að. Þrösk- uldar útheimta að kosningabandalög séu raunhæfur kostur; annars tekur kosningakerfið atkvæðið af þeim hópi kjósenda sem kýs flokka með færri atkvæði en sem nemur þrösk- uldinum. Atkvæðaleifar Atkvæði sem ekki nýtast fram- boðum sem ná manni eða mönnum inn eru atkvæðaleifar. Tafla 1 sýnir fjölda og hlutfall þessara atkvæða í kosningunum 2013 (sama heimild). Engin leið er að útrýma leifum al- veg, en með kosningabandalögum þar sem flutningur atkvæða milli framboða við útreikning þingsæta er mögulegur verða þær óverulegur hluti atkvæða. Þá eru kosn- ingablokkir myndaðar milli framboða með til- tölulega líka stefnu og er það gjarnan gert í Danmörku samkvæmt skilgreiningunum „vinstri“ og „hægri“ – en atkvæðaleifum fjölgar og þær stækka með auknum fjölda framboða. Reiknireglur Sú reikniregla sem notuð er hér á landi við úthlutun sæta (d‘Hondt) hyglir flokkum með mikinn stuðn- ing. Hin norrænu ríkin nema Finn- land nota reglu sem úthlutar nær óbjöguðum hlutföllum atkvæða (norrænn Laguë). Í töflu 2 sést hvernig þröskuldarnir, það að leyfa ekki kosningabandalög, reiknireglan og misjafnt vægi atkvæða léku framboðin í kosningunum 2013. Sjö þingmannssætum hefði verið út- hlutað á annan hátt samkvæmt nor- rænum Laguë og ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefði haft 33 þingsæti í stað 38 í öðru norrænu ríki. Vægi atkvæða Misjafnt vægi atkvæða hyglar flokkum með stuðning á lands- byggðinni og veldur því sennilega að stjórnmálaflokkarnir magna upp mótsagnir milli landsbyggðar og höfuðborgar, sem eiga þó oftast sameiginlega hagsmuni. Þannig hvetur kerfið til óeiningar. Fjöldi uppbótarþingsæta Fjöldi uppbótarþingsæta er nú ónógur til þess að atkvæðanýting framboða verði jöfn eins og Þorkell Helgason hefur bent á í grein í Stjórnmál og stjórnsýsla (2014). Hann hvetur til þess að öll úthlutun þingsæta verði á grundvelli uppbót- arþingsæta. Það er hægt þótt boðið sé fram í kjördæmum. Kosningabandalög Þar sem möguleikinn á kosninga- bandalögum er mjög vanþróaður í núverandi kosningalögum (það að atkvæðaleifar eins flokks gangi til annars við útreikning þingsæta), þannig að hann er í raun ekki til staðar, magnar það ágalla kerfisins og veldur óeiningu í stjórnmálunum, ekki síst milli flokka með svipaða stefnu. Vöntun á þessum möguleika hefur oft dregið úr áhrifum vinstri- manna hérlendis, en í kosningunum 2013 féllu þó bæði „hægri“ atkvæði dauð, alls 8.972 sem samsvara þrem- ur þingmönnum með réttu (Flokkur heimilanna, Hægri græn) og „vinstri“ atkvæði, alls 10.632, sem samsvara fjórum þingmönnum (Dögun, Lýðræðisvaktin, Alþýðu- fylkingin). Kosningabandalög efla hins vegar samstöðu flokka með svipaða stefnu og gera minnihlutastjórnir raun- hæfan kost, sem getur verið nauð- synlegt í hlutfallskerfi þar sem margir smáir flokkar komast að. Kosningabandalög eru alls ráðandi í kosningum á sveitarstjórnarstiginu í Danmörku og tíðkast jafnan í þing- kosningum einnig. Lokaorð Ágallar kosningakerfisins komu vel í ljós í kosningunum 2013. Eftir þær komst til valda ríkisstjórn sem hafði 5-6 þingmenn umfram það sem hlutfall atkvæða sagði fyrir um og alls féllu 26.955 atkvæði dauð, sem segja má að hafi verið þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn. Kosninga- kerfið tók einfaldlega atkvæðið af þeim kjósendum. Þessir kjósendur bjuggu einkum á höfuðborgar- svæðinu. Sú ríkisstjórn sem þá komst til valda féll síðan vegna krafna fjölmennis á Austurvelli, sem kannski samsvarar fjölda dauðra at- kvæða. Telja má að þessir ágallar á hlut- fallskosningakerfinu okkar viðhaldi valdaaðstöðu fjórflokksins og hindri uppkomu lítilla flokka til hægri og vinstri og takmarki þannig valmögu- leika kjósenda. Þá valda þeir óeiningu og óvild, bæði milli landsbyggðar og höfuð- borgarsvæðisins og milli aðila með svipaðar lífsskoðanir. Mikilvægt er að laga þessi atriði, færa okkur nær norræna skipulag- inu og mæta þannig stjórnmála- áhuga og sjónarmiðum nýrra kyn- slóða. Sennilega veldur kosningakerfið mestu um áhuga- leysi ungs fólks á stjórnmálum, en fjórflokkurinn höfðar ekki vel til þess. Eftir Hauk Arnþórsson »Úthlutunarkerfi þingsæta endur- speglar niðurstöður kosninga ekki vel. Það ver fjórflokkinn fyrir nýjum framboðum og veldur óeiningu og stöðnun. Haukur Arnþórsson Höfundur er áhugamaður um danska stjórnmálakerfið. haukura@haukura.is Hlutfallskosningar Atkvæði í kosningunum 2013 Tafla 1 * Framsókn ofnýtti 225 atkvæði og fékk við úthlutun kjördæmasæta 1 fleira en atkvæði hans sögðu til um. Hann hefur því í raun mínus tölu í leifum. Ónýtt atkvæði Atkvæðafjöldi 5% þröskuldur Atkvæðaleifar Alls Alþýðufylkingin 118 118 118 Björt framtíð 15.584 174 174 Dögun 5.855 5.855 5855 Flokkur heimilanna 5.709 5.709 5709 Framsóknarflokkur* 46.176 0 Húmanistar 126 126 126 Hægri grænir 3.263 3.263 3263 Landsbyggðarflokkurinn 326 326 326 Lýðræðisvaktin 4.659 4.659 4659 Píratar 9.649 208 208 Regnboginn 2.022 2.022 2022 Samfylkingin 24.296 2.886 2886 Sjálfstæðisflokkur 50.466 1.179 1179 Sturla Jónsson 222 222 222 Vinstri græn 20.552 208 208 Samtals 189.023 22.300 4.655 26.955 Hlutfall ónýttra atkvæða 11,8% 2,5% 14,3% Fjöldi þingmanna eftir kosningarnar 2013 Tafla 2 * Framsókn fékk 1 sæti vegna misvægis atkvæða. ** Sjálfstæðisflokknum fékk 1 sæti vegna misvægis atkvæða. Íslenska kerfið Norrænn Laguë Of margir Of fáir Alþýðufylkingin 0 0 Björt framtíð 6 5 1 Dögun 0 2 2 Flokkur heimilanna 0 2 2 Framsóknarflokkur* 19 16 3 Húmanistar 0 0 Hægri grænir 0 1 1 Landsbyggðarflokkurinn 0 0 Lýðræðisvaktin 0 2 2 Píratar 3 3 Regnboginn 0 0 Samfylkingin 9 8 1 Sjálfstæðisflokkur** 19 17 2 Sturla Jónsson 0 0 Vinstri græn 7 7 Samtals 63 63 7 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.