Morgunblaðið - 05.07.2018, Page 42

Morgunblaðið - 05.07.2018, Page 42
Skúli Halldórsson sh@mbl.is Heildarbergmálsvísitala fullorð- innar norsk-íslenskrar síldar í Nor- egshafi og aðliggjandi hafsvæðum mældist 5,0 milljón tonn í maí síð- astliðnum. Sé talan borin saman við vísitölu síðasta árs, sem nam 4,2 milljónum tonna, má sjá að um er að ræða 20% hækkun. Frá þessu er greint í samantekt á niðurstöðum alþjóðlegs uppsjáv- arleiðangurs sem gerður var í maí, en eitt meginmarkmiða hans var að meta magn og útbreiðslu norsk- íslenskrar síldar og annarra upp- sjávartegunda. Fram kemur í niðurstöðunum, sem birtar voru í vikunni, að út- breiðsla norsk-íslenskrar síldar hafi verið vestlægari en áður hafi sést síðan hafið var að leggja í slíka leið- angra árið 1995. Stærstan hluta stofnsins hafi þannig verið að finna innan íslensku og færeysku lögsagn- anna, en einnig hafi síld verið í og við alþjóðlega hafsvæðið á milli Jan Mayen og Noregs. Stofnstærðin nokkuð stöðug „Stærsta og elsta síldin hafði að öllu jöfnu gengið lengst í vestur og var því yngri síld að finna austar og norðar,“ segir í samantektinni. Vísi- tölur síðustu ára hafi sveiflast lít- illega en heilt yfir sýni þær nokkuð stöðuga stofnstærð. „Aukningin nú var að stærstu leyti tilkomin vegna hærra mats á 2013-árganginum. Nú við fimm ára aldur lítur hann út fyrir að vera yfir meðalstærð en þó aðeins hálfdrætt- ingur á við stóra árganginn frá 2004.“ Athygli er vakin á að fjöldi tveggja ára síldar hafi verið meiri en undanfarin ár. „Þetta er því ann- að árið í röð vísbending um að þokkalegur árgangur kunni að vera í uppsiglingu,“ segir í samantekt- inni. Þó verði að hafa í huga að mikil óvissa fylgi mælingunum og ennþá séu tvö til þrjú ár þar til árgang- urinn komi inn í veiðistofninn. Fjöldi eins árs fiska í Barentshafi bendi enn fremur til þess að sá ár- gangur sé lítill. Lífmassi kolmunna lækkað Bent er á að kolmunna sé að finna utan landgrunns á mestöllu athug- unarsvæðinu, að undanskildu svæði þar sem kalda Austur-Íslands- strauminn austur af Íslandi sé að finna. „Mesti þéttleikinn var á suður- hluta athugunarsvæðisins svo og með landgrunnsbrún Noregs. Þessi leiðangur nær ekki yfir allan kol- munnastofninn, og þá síst fullorðna veiðistofninn. Niðurstöðurnar gefa þó vísbendingar um stærð nýrra ár- ganga,“ segir í samantektinni auk þess sem bent er á að heildarvísitala fyrir lífmassa kolmunna hafi lækkað um 46% frá síðasta ári. „Niðurstöðurnar benda til þess að árgangarnir frá 2016 og 2017 séu litlir. Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur áður metið árganginn frá 2014 sterkan og frá 2015 yfir meðaltali.“ Lágar í sögulegu samhengi Að lokum er þess getið að vísitöl- ur um magn átu hafi lækkað á milli ára fyrir allt rannsóknarsvæðið, að undanskildu svæðinu austur af Ís- landi þar sem lítilsháttar hækkun mældist. „Um miðbik og austurhluta svæð- isins eru vísitölurnar nálægt meðal- tali áranna 1995-2017. Norðaustur af Íslandi, þar sem jafnan voru hæstu gildin, eru vísitölurnar ennþá lágar í sögulegu samhengi þótt þær séu hækkandi.“ „Þokkalegur árgangur“ í uppsiglingu? Annað árið í röð eru vís- bendingar um að norsk- íslenski síldarstofninn geti farið stækkandi á komandi árum, sam- kvæmt nýjum tölum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Siglt til rannsókna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson tók þátt í leið- angrinum í maí ásamt skipum nokkurra annarra nærliggjandi ríkja. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR Sjórinn ýmist hlýrri eða kaldari Ástand hafsins og vistkerfisins í heild sinni er jafnan kannað í þessum árlega leiðangri. Í þetta sinn mældist hitastig sjávarins yfir meðaltali síð- ustu 23 ára á 0-200 metra dýpi á vestari hluta hafsvæðisins, en undir meðaltali í hlýrri sjónum austar og sunnar. Á 200 til 500 metra dýpi var hit- inn ýmist undir eða yfir með- altali. Niðurstöður leiðangursins, og þá einkum síldarmæling- anna, verða meðal annars not- aðar á fundi Alþjóðahafrann- sóknaráðsins í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðar- mat og ráðgjöf þessara upp- sjávarfiskistofna fer fram. Þátttakendur í leiðangrinum, auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar, voru rannsókn- arskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Veðrið hefur verið ágætt, það hefur verið ríkjandi vestanátt í sumar en þetta hefur verið allt í lagi,“ segir Elí- as þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans að morgni miðvikudags, en þá hafði hann lokið veiði dagsins klukkan tíu að morgni. „Það er ágæt- is fiskirí og þetta er allt að lagast sýn- ist mér, fiskurinn er farinn að ganga í flóann.“ Fiskurinn gengur jafnan síðar á veiðislóðum Strandamanna og því leist mörgum illa á breytingar á strandveiðikerfinu, sem gerðar voru með frumvarpi atvinnuveganefndar Alþingis í vor. Með frumvarpinu var skipting afla til strandveiða á fjögur svæði eftir landshlutum afnumin, en hún hafði verið við lýði allt frá því strandveiðarnar hófu göngu sína árið 2009. Áhyggjurnar miklar í vor Svæðaskiptinguna segir Elías „galið fyrirkomulag“, þegar litið sé til þess að allir strandveiðimenn lands- ins gangi á sömu aflaheimildir. „Menn eru kannski að mokveiða fyrir vestan en á sama tíma get ég ekki farið vestur fyrir Horn til að veiða,“ segir hann. Áhyggjur af þessu voru enda miklar við upphaf strand- veiðanna í vor: „Nú er kominn heill pottur fyrir allt landið, og það sem við hræð- umstum hérna á B-svæðinu, og ég veit að fleiri hræðast líka, er þessi mikli sóknarþungi á A-svæðinu og gott fiskerí þar. Okkar martröð væri sú að heildarpotturinn kláraðist í júlí og við fengjum ekkert að veiða í ágúst,“ sagði Kristmundur Krist- mundsson, sem gerir út á bátnum Lunda ST-11, í samtali við blaða- mann í maí, eftir að frumvarpið tók gildi. „Arfavitlaust að breyta þessu“ Elías segir að betur hafi farið en á horfðist hvað þetta varðar. „Það sem bjargaði okkur hérna var að veiðin hefur reynst léleg fyrir vestan. Ann- ars hefðu þeir klárað þetta, Vestfirð- ingarnir, í júlí,“ segir Elías. „Þetta var enda arfavitlaust að breyta þessu. Ef bætt hefði verið við meiri kvóta, til að tryggja að maður fengi þessa tólf daga til róðrar, þá hefði þetta verið allt í lagi.“ Veðrið hefur verið sjómönnum hagstætt eins og áður sagði, en tví- sýnt þótti í gær með veðrið þennan fimmtudaginn. „Það er spurning hvort það verði bræla á morgun [í dag]. Við erum í biðstöðu, skoðum veður og ræðum við alla þá veðurglöggvustu menn sem við þekkjum,“ segir Elías. „Það er tvísýnt á morgun, hvort það verð- ur veður eða ekki,“ bætir hann við og bendir á að nauðsynlegt sé fyrir strandveiðimenn á Norðurfirði að samræma veiði sína. Aflinn keyrður suður „Það kemur bíll að sunnan að sækja aflann og þess vegna verðum við að taka sameiginlega ákvörðun; að róa, eða róa ekki. Það er ekki hægt að láta manninn keyra norður með tóman bíl og svo mætir honum lítill sem enginn afli. Þess vegna getur þetta verið svolítið vandasamt.“ Elías segist telja að um tíu bátum sé nú róið út frá Norðurfirði. „Þetta voru fáir sem byrjuðu en síðan hefur aðeins bæst í. Maður ótt- aðist að þessar breytingar á kerfinu myndu rústa þessum stað en það hef- ur kannski ekki orðið að veruleika undir eins. Þó er þetta ekki svipur hjá sjón miðað við í fyrra og hittiðfyrra. Hér er ekki einu sinni helmingur þeirra báta sem voru þá.“ Verð á fisk- mörkuðum segir hann heldur ekki gott. „Það er samt sem áður betra en það var í fyrra. Það er ekkert hátt en alveg viðunandi. Krónan er auðvitað sterk og það hefur mikið að segja.“ Bátum fækkað um helming Um tíu bátum er um þessar mundir róið til strandveiða frá Norður- firði, eða um helmingi færri en síðustu tvö ár, segir Elías S. Kristins- son, sem gerir bátinn Þyt út frá Norðurfirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Á bryggjunni Elías segir veiðina hafa gengið ágætlega að undanförnu. „Einn og einn moli“ Spurður um hafís segist Elías hafa rekist á „einn og einn mola“. „Þeir koma svona einn og einn, og bráðna og molna nið- ur. Maður þarf að passa sig á þessu, sérstaklega þegar ísinn er að bráðna svona niður því þá sést þetta illa. Maður má ekki hanga mikið á netinu á meðan maður er að sigla,“ segir hann að lokum og hlær við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.