Morgunblaðið - 05.07.2018, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
4 x 200 g skötuselssteikur
romm-rub-kryddblanda
(blandan dugar á fjórar steikur, stækkið uppskriftina ef þarf)
2 tsk. paprika
4 tsk. timían
2 tsk. laukduft
2 tsk. hvítlauksduft
1 msk. sykur
2 tsk. salt
2 tsk. ferskmalaður pipar
1 tsk. cayenne-pipar
1 tsk. óreganó
¾ tsk. kúmín
1 fersk múskathnota, rifin svo úr verður ½ tsk. rifið múskat
safi úr 1 límónu
rifinn börkur af 1 límónu
3 msk ljós ólífuolía
Blandið þurrefnunum saman í skál.
Blandið límónusafa, berki og ólífuolíu saman í minni skál
og þeytið saman. Bætið vökvanum saman við þurrefnin svo
úr verði mauk.
Setjið til hliðar.
Forhitið grillið. Berið maukblönduna á fiskinn og grillið
á heitu grilli í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið en gætið
þess að grilla hann ekki of lengi. Berið fram með kúskús-
salati og suðrænu salsa.
Suðrænt salsa
½ bolli ferskt papaja í teningum
½ bolli fræhreinsuð vatnsmelóna í teningum
½ bolli ferskt mangó í teningum
½ bolli ferskur ananas í teningum
½ miðlungsstór jalapenopipar, fræhreinsaður og fínsaxaður
½ bolli kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
¼ bolli fínsaxaður rauðlaukur
1 msk. fínsaxað ferskt kóríander
safi úr tveimur litlum eða einni stórri límónu
góður skammtur af ferskmöluðum svörtum pipar
2 msk. ljós ólífuolía
sjávarsalt
Blandið öllu varlega saman í stórri skál og njótið.
Heilhveitikúskús
1 bolli vatn
1 tsk. salt
1 bolli heilhveitikúskús
1 agúrka, flysjuð, fræhreinsuð og skorin í litla bita
1 vorlaukur (græni og hvíti hlutinn) þunnt sneiddur
½ rauð paprika, fræhreinsuð og söxuð
1 msk. söxuð fersk mynta
2 msk. söxuð fersk steinselja
safi úr 1 sítrónu
1 tsk. salt
1 tsk. ferskmalaður svartur pipar
2 msk. ólífuolía
Hitið vatn og salt að suðumarki í miðlungsstórum potti.
Hellið kúskúsi í skál, hellið sjóðandi vatninu yfir og látið
kornið drekka vatnið í sig í um það bil 15 mínútur.
Setjið agúrku, vorlauk, papriku, myntu, steinselju, sítrónu-
safa, ólífuolíu, salt og pipar í stóra skál.
Hrærið í kúskúsblönduna með gaffli og bætið saman við
grænmetis- og kryddjurtablönduna. Blandið vel og hafið sal-
atið tilbúið til að bera fram með skötuselnum þegar fisksteik-
urnar eru tilbúnar af grillinu.
Kryddaður
grillaður
skötuselur
Ljósmynd/Gunnar Konráðsson
Skötuselur er einstaklega
skemmtilegt hráefni á grill.
Hann er þéttur í sér og grillast
því vel. Hér er ákaflega mikil-
vægt að ofgrilla fiskinn ekki
og leyfa honum að njóta sín.