Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Elínrós Líndal elinros@mbl.is „Velkomin inn í dulinn fataheim Steinunnar!“ segir Steinunn hlæj- andi þegar blaðamaður gengur inn í verslun hennar sem er með engan útsýningarglugga en guðdómlega birtu. „Áður en við ræðum málin hvað segir þú um að máta?“ spyr Steinunn. „Mér finnst mjög gam- an að setja saman mismunandi áferðir á gín- urnar og í þessu tilfelli nota ég prjónafatnað með mismunandi áferð og krumpaðan pappír. Áferðin af þessu öllu minnir helst á áferð náttúru okkar. Það er sama hvert þú lítur. Þegar þú horfir í sjóinn, sand- inn, bjargið eða hraunið, þá sérðu samspil mismunandi áferðar. Það er það sem ég horfi mest á og reyni að endurvekja hér.“ Að finna leið út úr rammanum Þegar blaðamaður mátar hverja flíkina á eftir annarri, finnur hún hvernig silkimjúk 100% merino- ullin liggur eins og annað skinn á húðinni. Þetta er lúxus sem erfitt er að finna. „Prjónfestan á þessari flík er 16 sem er frekar fín prjónavoð. Hún er silkimjúk,“ segir fatahönn- uðurinn með tækniþekkinguna á hreinu. Hvað geturðu sagt mér um nýju línuna, „Initium Novum“? Er þetta ekki það fallegasta sem við höfum séð frá þér til þessa? „Nafn lín- unnar þýðir „Nýtt upphaf“. Ég leit- aði til baka og fann tilfinninguna fyrir New York-borg en þar bjó ég í 13 ár. Línan er mín leið til að brjót- ast út úr þægindarammanum sem ég hafði búið mér til. Sem hönnuður þurfum við alltaf að vera að finna okkur leið út úr þessum ramma. Hver lína er sjálfgefið framhald síð- ustu línu, en þessi lína varð aðeins meira. Og já takk fyrir að nefna að þér finnist hún fagurfræðilega sú allra fallegasta sem ég hef gert. Ég get verið sammála þér í því,“ segir Steinunn og útskýrir hvað hún á við með nýju upphafi. „Ég er að taka meiri áhættu með áferð, með snið- um og samsetningu. Ég er í raun að koma sjálfri mér á óvart, bæði með þessari línu og þeirri næstu sem er í framleiðslu núna. Ég er að fara með þessa línur lengra en ég venjulega geri.“ Búningur fyrir hlutverk dagsins Steinunn er á lokametrum í meist- aranámi í þjóðfræði og segir námið hafa fært hana inn í nýtt upphaf á ferli hennar. „Ég tengdi í rætur mínar, fór að lesa heimspeki og sjá heiminn frá öðru sjónarhorni. Þjóð- fræðin byggist á því að skoða hvers- dagslífið sem við öll þekkjum svo vel. Allt sem okkur er sameiginlegt og við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag. Fatnaður er mjög stór hluti af hversdagslífinu, við þurfum jú öll að klæða okkur. Fyrir mér er fataskáp- urinn best geymda leyndarmál ein- staklingsins. Einstaklingurinn stendur andspænis fataskápnum daglega og velur sér búning fyrir hlutverk dagsins.“ Steinunn segir að sama skapi fag- urfræði okkar koma að miklu leyti í gegnum uppeldið á okkur. „Við lær- um af foreldrum okkar að klæða okkur, þau benda okkur á að í snjó notum við úlpur og í rigningu notum við regnkápur til að verja okkur gagnvart veðri og vindum. Við lær- um að reima skó og að velja okkur fatnað fyrir ákveðin tilefni.“ Stærsti kasmír-framleiðandi Bandaríkjanna Blaðamaður rekur augun í gráa peysu með mynstri sem minnir á gamalt íslenskt handverk og Stein- unn útskýrir. „Þetta munstur er unnið upp úr mynstri sem Halldóra Bjarnadóttir, frumkvöðull í text- ílfræðum, vann á sínum tíma. Á þennan hátt tengi ég margt af því sem ég geri við Ísland og arfleifð okkar. Ég leita eftir fagurfræði minni í íslenskan grunn, það alltaf spurningin hvenær við stöldrum við í námi okkar í fagurfæði og hvenær við höldum áfram að þróa og læra meira. Ég ætla að halda áfram með mína fagurfræði það sem eftir er ævinnar.“ Mörgum er kunnugt um að Stein- unn leiddi prjónadeild Ralph Laur- en í tvö ár, Calvin Klein í sex ár, síð- ar tók hún við prjónadeild Gucci. Hún var einnig listrænn stjórnandi fyrir La Perla áður en leið hennar lá aftur heim þar sem hana langaði að búa til umhverfi fyrir sig og fjöl- skyldu sína hér og búa til sína sögu, sitt líf. Hún stofnaði eigið vörumerki STEiNUNN sem margir kannast við. Steinunn er án alls vafa einn helsti sérfræðingur landsins í prjónaverki. „Já, á tímabili var ég stærsti kasmírframleiðandi Bandaríkj- anna,“ segir hún hlæjandi. „Það voru skemmtilegir tímar. Að vera prjónahönnuður er að sumu leyti öðruvísi en að vera fatahönnuður sem notar efni. Þú kaupir ekki prjónavoð í metratali þú kaupir garn í kílóavís og kaupir þráðinn sem eft- ir á að vinna. Ég bý til mitt eigið efni í formi prjónavoðar.“ Steinunn útskýrir hvernig hún hafi flutt í gömlu verbúðirnar árið 2011 á þeim tíma sem enginn var að horfa til þessa svæðis. „Ég breytti húsnæðinu lítið því ég vildi taka sem minnst frá rýminu. Verbúð mín er ein af fáum sem hafa haldið upp- runalegu útliti. Ég lýsi strúktúrinn í byggingunni frá gólfinu til að sýna hvað hún er skemmtileg.“ Á nýjum slóðum Spurð um kynningu á nýju línunni segir Steinunn. „Ég er að fara nýja leið með markaðssetningu vöru- merkisins og hef verið að þróa þessa leið í einhvern tíma. Þessi fagur- fræði sem ég aðhyllist í lífinu er að fæðast skemmtilega þar og viðtökur frá vinum og félögum innan greinar- innar hafa verið stórkostlegar. Eins er almenningur að taka vel við sér og ég er í samtali við fólk víða um heiminn með sölu á vörunni minni sem er einstakt tækifæri fyrir litla tískuhúsið mitt sem ég tók ákvörðun um að láta vaxa lífrænt með þessum hætti.“ Hvernig sviðsmynd sérðu fyrir þér í fatahönnun í Íslandi innan ára- tugar? Án allra hindrana? „Þetta er skemmtilegasta spurn- ing sem ég hef fengið lengi, gaman að fá að láta sig dreyma hér. Ég sé fyrir mér margar verslanir þar sem fatahönnuðir selja fatnað sinn. Ís- lenskir hönnuðir munu vera hvattir til að rannsaka og þróa og geta eign- fært kostnaðinn og fengið stóran hluta af þeim kostnaði greiddan til baka. Þök verða afnumin á endur- greiðslunni, sem gerir það að verk- um að Ísland verður frábært land til að sinna rannsókn og þróun og störf fyrir unga hönnuði verða óteljandi í landinu. Virðisaukaskattur verður ekki lengur settur á íslenskt hann- aðan fatnað eða hönnun. Það telst sjálfsagt að íslensk hönnun sé hluti af einkennum Íslands eins og tón- listin, bækurnar og listin. Fjárfest- ingarfyrirtæki fjárfesta lítið í hverju fyrirtæki til að hægt sé að gefa þeim tækifæri á að komast upp á næsta þróunarstig, þannig myndast ákveð- ið aðhald, í staðinn fyrir að miklar fjárhæðir séu settar inn í fá fyrir- tæki. Með þessu móti mun æskan ekki flytja úr landinu, heldur mun menntakerfið aðlagast breyttum tímum og lögð verður áhersla á menningu, listir, handverk og hönn- un í skólum. Tækniþekking og teikn- ing verður stór hluti af kennsluskrá unglinga og framhaldsskóla. Viðtalið við Steinunni Sigurðar- dóttur er í fullri lengd á: www.mbl.is/smartland Nýtt upphaf Steinunnar Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir hefur látið gera vorlínu fyrir vörumerki sitt STEiNUNN sem margir eru á að sé fagurfræðilega sú falleg- asta til þessa. Búðin hennar í gömlu verbúðunum á Grandagarði er líkust draumaveröld, þar sem samspil lista, hönnunar, ljóss og efna koma saman og mynda hugarheim eins þekktasta hönnuðar landsins. Línan ber nafnið „Initium Novum“. Ljósmynd/Anna Pálma Fagurfræði Í nýju vorlínunni frá Steinunni eru einfaldar flíkur sem hægt er að skreyta með fylgihlutum úr sama efni. Steinunn Sigurðardóttir Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is 3ja laga Gore-tex filma með 5 laga styrkingu á neðri hluta. Rúmgóðir vasar og belti fylgir með. Verð 119.900,- Simms Extream Gore-tex vöðlur með þægilegum áföstum stígvélum og Vibram sóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.