Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Þau Rúnar Freyr, Logi Bergmann og Rikka skelltu sér til Eyja á þriðjudaginn og sendu út þáttinn Ís- land vaknar í beinni útsendingu það- an. Tilefnið var að þennan dag voru 45 ár liðin frá goslokum en gosið í Heimaey hófst þar 23. janúar 1973 og lauk 3. júlí sama ár. Mikil Eyjastemning var í þætt- inum en þáttastjórnendur ræddu m.a. við Vestmannaeyingana Pál Magnússon alþingismann, Írisi Ró- bertsdóttur bæjarstjóra, Júníus Meyvant, hljómsveitina Brimnes, Kristin Pálsson í goslokanefndinni og Kristínu Jóhannsdóttur rithöfund en hún var 13 ára Eyjastelpa þegar gosið hófst og íbúar þurftu að flýja Heimaey. K100 þakkar kærlega Vestmannaeyingum fyrir frábærar móttökur. islandvaknar@k100.is Herjólfur Rúnar, Rikka og Logi voru kát við komuna til Eyja. Komin heim Júníus Meyvant er nýfluttur aftur til Eyja þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Eyjapeyi Páll Magnússon Alþingismaður var einn viðmælenda þáttarins sem sendur var út frá Pennanum Eymundsson í Eyjum. Ísland vaknaði í Vestmannaeyjum! Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bíó Para- dís, segir í viðtali við Hvata og Huldu í Magas- íninu að kvikmyndavalið sé gert í samvinnu við bíógesti, en hún segir þau hlera bíógesti á Facebook með hvað þeim finnist spennandi að sjá næst. Þannig er fólk að leggja inn nýjar hugmyndir, „tagga“ vini sína og búa til stemn- ingu. „Það er ein mynd sem hefur fengið svo mörg atkvæði og við sýnum reglulega,“ segir Ása sem segir það myndina The Disaster Art- ist. Sú mynd er byggð á kvikmyndinni The Room, sem Tommy Wiseau skrifaði, leikstýrði og gaf út. Þeirri mynd hefur verið lýst sem Citizen Kane allra slæmra kvikmynda. Plastskeiðum hent í hvíta tjaldið Þegar Ása er spurð út í hið sérstaka við myndina segir hún að sem dæmi hafi Tommy greinilega ekki hugsað út í það hvernig sviðið í myndinni ætti að koma saman. Þannig eru allir rammar myndarinnar með sýnilegum plast- skeiðum, þar sem einhver í „propps“ deildinni hefur komið þeim þannig fyrir. „Þetta eru svona atriði sem fólk hefur tekið eftir og það er því komin upp hefð fyrir því að henda alltaf plastskeiðum í hvíta tjaldið þegar plastskeið sést í myndinni,“ útskýrir Ása. Einnig hafa orð- ið til skemmtilegir frasar í myndinni sem heyr- ast reglulega svo sem „Hi Mark“ og þá taki bíó- gestir jafnan undir. Þannig verður þetta samtal og ákveðinn gjörningur á sýningunni sjálfri. Vinnustaðir með heftara á partísýningu Ása segir svona upplifunarsýningar vinsælar erlendis enda sé þannig verið að brjóta upp þetta klassíska bíóform sem flestir þekkja. Hún segist til dæmis hafa fengið fyrirspurnir frá bíó- gestum fyrir Rocky Horror-sýninguna um hvort þau mættu ekki mæta í búningum, eða sem karakterar úr bíómyndinni. Allt slíkt þykir meira en sjálfsagt og bara skemmtilegt krydd í tilveruna. Hún segir skrýtnustu uppástunguna hingað til hugmynd sem varð til í kringum myndina The Office Space. Þá segist Ása hafa fengið fyr- irspurnir frá vinnustöðum hvort þau mættu ekki mæta með heftara með sér á partísýn- inguna. Og þó að henni hafi þótt fyrirspurnin ansi sérstök þá segir hún þetta einmitt dæmi um eitthvað sem fólk hafi gaman af, enda sé nú næstum orðið uppselt á þá sýningu í haust. hulda@mbl.is Ég þarf ekki sjúss Allir elska Stellu í orlofi sem kom út 1986 en verður sýnd á stafrænu formi á næstunni. Hér er Laddi í eftirminnilegu atriði þar sem hann stingur sér á eftir löxum í ískalda á. Upplifunarbíó orðið vinsælt Sígildur Swayze Dirty Dancing verður sýnd á næstunni sem Retro partísýning K100. Sívinsæl 120 þúsund manns sáu endurnýjaða útgáfu Með allt á hreinu á síðasta ári. Retro partísýningar K100 í Bíó Paradís hafa verið vinsælar að und- anförnu, nú síðast Óskarsverðlaunamyndin Top Gun frá árinu 1986 og þar áður „Se7en“ með þeim Brad Pitt og Morgan Freeman í að- alhlutverkum. Kvikmyndin Dirty Dancing er næst á dagskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.