Morgunblaðið - 05.07.2018, Page 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
✝ Lárus JakobHelgason var
fæddur 10. sept-
ember 1930 á Víf-
ilsstöðum og ólst
þar upp. Hann lést
þar 23. júní 2018.
Foreldrar hans
voru Helgi Ingv-
arsson, yfirlæknir
á Vífilsstaða-
spítala, f. 10. októ-
ber 1896, d. 14.
apríl 1980, og Guð-
rún Lárusdóttir húsfreyja, f. 17.
mars 1895, d. 4. mars 1981.
Systkini Lárusar voru Guðrún
Pálína, f. 19. apríl 1922, d. 5.
júlí 2006, skólastjóri Kvenna-
skólans, Ingvar Júlíus, f. 22. júlí
1928, d. 18. september 1999,
forstjóri og bílasali, Sigurður, f.
27. ágúst 1931, d. 26. maí 1998,
sýslumaður og hæstaréttar-
lögmaður, Júlíus, f. 24. desem-
ber 1936, d. 27. febrúar 1937,
og Júlía, f. 14. júlí 1940, d. 17.
júní 1950.
Lárus varð stúdent frá MA
1951 og cand med frá HÍ 1958
og dr. med frá HÍ 1977. Eftir
sérnám í Gautaborg starfaði
hann sem sérfræðingur í tauga-
og geðsjúkdómum við Klepps-
spítala frá 1963 og síðar Geðsv-
iði Landspítala og varð þar yf-
irlæknir 1976. Lárus var kenn-
ari og dósent við guðfræðideild
og við læknadeild HÍ og hann
gegndi trúnaðarstörfum fyrir
lækna, m.a. var hann formaður
Geðlæknafélags Íslands. Lárus
stundaði ritstörf alla starfsævi
en doktorsritgerð hans fjallaði
um tíðni og sjúkdómsáhættu
geðsjúkdóma. Fræðigreinar
hans fjölluðu um eðli geð-
sjúkdóma og hvernig mætti
draga úr áhrifum þeirra og
meðhöndla þá sem
best.
Lárus kvæntist
19. október 1952,
Anni María El-
isabeth Wulff Do-
retz frá Lübeck í
Þýskalandi. Þau
skildu.
Lárus kvæntist
18. júlí 1959 Ragn-
hildi Jónsdóttir, f.
20. febrúar 1936,
hjúkrunarfræðingi.
Foreldrar hennar voru Jón
Bergsteinsson múrarameistari,
f. 30. júní 1903, d. 9. desember
1991, og Marta Guðnadóttir
hjúkrunarkona, f. 1. mars 1899,
d. 5. júní 1947.
Börn Lárusar og Ragnhildar
eru Marta, f. 15. júní 1959,
heilsugæslulæknir. Maki Ólafur
Þór Ævarsson, f. 13. nóvember
1958, geðlæknir. Börn þeirra
eru Ragnhildur, Ævar, Rafnar
og Sigrún Júlía. Helgi, f. 16.
apríl 1960, framkvæmdastjóri.
Maki Hólmfríður Haraldsdóttir,
f. 28. febrúar 1962, viðskipta-
fræðingur. Börn þeirra eru
Kristín Lára, Hildur Halla, Júlía
Karítas og Lárus Bjarki. Guð-
rún, f. 1. apríl 1965, gæðastjóri.
Maki Vignir Sigurðsson, f. 23.
mars 1954, framkvæmdastjóri.
Börn Styrmir, Sandra Björk,
Davíð, Aron og Ragnhildur
Sara. Rafnar, f. 21. mars 1973,
fjármálastjóri. Maki Þorbjörg
Einarsdóttir, f. 13. júlí 1973,
viðskiptafræðingur. Börn
þeirra eru Lárus Fannar, Bald-
vin Dagur og Einar Gunnar.
Barnabarnabörnin eru sjö.
Útför Lárusar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag, 5. júlí
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
Það er sár tilfinning að
kveðja mann sem hefur fylgt
mér alla tíð jafnt í sorg sem
gleði. Mann sem er mér fyr-
irmynd, var leiðbeinandi, ástrík-
ur og umhyggjusamur. Manni
sem gaf mér svo mikið, bæði í
vöggugjöf sem og í lærdómi lífs-
ins.
Ævi pabba hófst á Vífilsstöð-
um þar sem hann átti yndisleg
uppvaxtarár með foreldrum og
systkinum sínum. Hann unni
þeim stað alla tíð og talaði hlý-
lega um æsku sína. Hann kynnt-
ist læknavísindunum í gegnum
Helga föður sinn sem var yf-
irlæknir á spítalanum.
Þar var grunnur lagður að
því að pabbi ákvað að helga
vinnuferil sinn því að hjálpa öðr-
um sem læknir ásamt því að
miðla af þekkingu sinni til
lækna- og prestnema. Honum
var annt um vinnustað sinn og
samstarfsfólk, gegndi til að
mynda formennsku fyrir félag
geðlækna og einnig félag yfir-
lækna, ásamt því að berjast fyr-
ir auknum fjármunum til heil-
brigðisþjónustu. Starfi hans
fylgdu oft langir vinnudagar og
einnig símtöl heim frá sjúkling-
um og samstarfsfólki. Þar var
leitað til pabba að fá hjálp til að
leysa úr vanda eða jafnvel bara
til að fá stuðning sem hann
veitti.
Sem fræðimaður var hann
víðlesinn, skrifaði fjölda greina
og hélt fyrirlestra víða um heim.
Pabba var einnig hugað um að
auka þekkingu og skilning al-
mennings á geðsjúkdómum.
Skrifaði til að mynda leiðbein-
ingabæklinga fyrir sjúklinga og
aðstandendur þeirra, meðal ann-
ars um geðklofa, kvíða og svefn
og svefntruflanir. Þar útskýrði
fræðimaðurinn flókið efni á ein-
földu máli. Þessar leiðbeiningar
er enn að finna víða þrátt fyrir
að þær séu sumar um 25 ára
gamlar.
Pabbi kynntist mömmu þegar
hún vann á Vífilsstöðum. Sagði
sjálfur síðar að hann hefði strax
vitað að hann myndi kvænast
henni. Það reyndist honum mikil
gæfa en milli foreldra minna
ríkti sönn ást og hlýja alla tíð
sem við systkinin og seinna
stórfjölskyldan nutum. Mamma
var stoðin sem hann þurfti oft
að styðjast við á lífsins leið, ekki
síst hin síðustu ár þegar veik-
indi hans ágerðust. Þrátt fyrir
veikindin kom brosið fram þeg-
ar hann sá mömmu, hélt í hönd
hennar, sagðist elska hana og
bað um koss. Jafn ástfanginn og
á fyrsta degi fyrir um 59 árum.
Missir hennar er mikill.
Minningar mínar af honum
eru margar og ljúfar. Frá því að
ég hlustaði á ævintýrasögur
hans fyrir svefninn sem barn yf-
ir í að segja honum sögur af
sonum mínum sem hann hlust-
aði á af áhuga. Ferðalögum með
honum og mömmu bæði innan-
lands, sérstaklega við sumarbú-
staðinn, og erlendis.
Tímum okkar saman og sam-
tölum þar sem hann var bóngóð-
ur og ráðlagði heilt, leiðbeinandi
góður í námi og á lífið.
Vífilsstaðir voru sannarlega
örlagavaldur í lífi hans, en nú
undir lokin fékk pabbi aðhlynn-
ingu þar sjálfur, var kominn
heim. Sagan segir að andi Helga
afa fari þar enn stofugang og
vitji sjúklinga. Ég hef á tilfinn-
ingunni að afi hafi vitjað sonar
síns í lokin, þegar pabbi var far-
inn að þrá hvíldina góðu, og tek-
ið hann í faðm sinn á ný.
Nú skilur leiðir okkar feðga
um tíma og ég kveð hann með
miklu þakklæti og djúpum sökn-
uði. Hvíl í friði, elsku pabbi
minn, við föðmumst aftur síðar.
Rafnar.
Lárus tengdafaðir minn var
fæddur og uppalinn á Vífilsstöð-
um og sá staður var honum afar
kær. Miðsumarsólin skein fal-
lega inn um gluggann á Vífils-
staðaspítala nóttina sem hann
kvaddi og það var eins og hann
væri kominn heim.
Lárus var stórmenni í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann var ljúfur og hlýr í per-
sónugerð en um leið fylginn sér
og ákveðinn. Honum var annt
um fólk og sýndi því áhuga og
hann var mikill fjölskyldumaður.
Í vinnu sinni á sjúkrahúsinu var
hann ötull baráttumaður fyrir
bættri meðferð og betri hag
sjúklinganna. Hann barðist fyrir
hagsmunum þeirra af eljusemi
og stundum hörku ef þurfti.
Hann var frumkvöðull að mik-
ilvægum nýjungum í meðferð
geðsjúkdóma, sérstaklega á
sviði endurhæfingar og hann
hafði nútímalega, jafnvel stund-
um framúrstefnulega sýn á við-
horf til geðsjúkdóma og geð-
sjúklinga, sem einkenndust af
virðingu fyrir þörfum og skoð-
unum sjúklinganna.
Ég var svo lánsamur að fá að
starfa með Lárusi í mörg ár að
lækningum, fræðslu og vísindum
og það var stórkostleg reynsla
sem hvatti til dáða og mótaði
nýja og einstaka sýn á heillandi
heim læknisfræðinnar og mik-
ilvægi þess að þarfir sjúklings-
ins væru ófrávíkjanlega alltaf í
forgangi. Til dæmis get ég sagt
frá því að sem ungur læknir í
sérnámi á geðdeild hafði ég beð-
ið spenntur eftir að fá að fara í
mína fyrstu námsferð. Nokkrum
dögum áður en ferðin átti að
hefjast ræddum við málefni
sjúklings, sem ég stjórnaði með-
ferð á undir leiðsögn Lárusar.
Málið var óvenju flókið og bat-
inn því miður hægur. Þá til-
kynnti Lárus skyndilega að ekk-
ert gæti orðið úr ferð minni. Þú
getur ekki farið frá sjúklingnum
á þessari stundu, var úrskurður
hans. Þessu varð ekki mótmælt
og þrátt fyrir að ég væri leiður
yfir að komast ekki í ferðina var
ég nokkuð stoltur yfir að mitt
hlutverk var svo hátt metið.
Sjúklingnum batnaði að lokum
og ég fékk síðar að fara í aðra
og mun áhugaverðari námsferð.
Þakka þér, kæri Lárus, fyrir
vináttuna, leiðsögnina, hvatn-
inguna, fyrirmyndina og um-
fram allt skemmtilega samfylgd.
Hvíl í friði.
Ólafur Þór Ævarsson.
Þá er hann fallinn frá hann
Lárus tengdafaðir minn og vin-
ur eftir erfið veikindi, blessuð sé
minning hans.
Allt frá okkar fyrstu kynnum
reyndist Lárus mér sem sannur
vinur og var umhuga um velferð
mína sem og allra í fjölskyld-
unni. Samgladdist þegar vel
gekk og studdi við ef undan
hallaði.
Eins og flestir vita þá var
sumarbústaðurinn og skógurinn
við Apavatn honum sérstaklega
kær og átti hann þar margar
góðar stundir. Þar lágu leiðir
okkar sérstaklega saman, hann
var mikill áhugamaður um skóg-
rækt og ég hafði starfað við
skógrækt í mörg ár.
Það verður að segja eins og
er að það fór um hann þegar ég
setti keðjusögina í gang enda
hafði hann fóstrað trén frá fræi
eða smágræðlingum, borið
reglulega á, sett upp skjólgirð-
ingar, allt til þess að trén næðu
rótfestu og stækkuðu. Að sjálf
sögðu lögðu aðrir í fjölskyldunni
sitt af mörkum.
Og það tókst svo sannanlega
og upp er vaxinn skógur þar
sem hæstu trén eru að nálgast
20 metra og fékk hann það skjól
sem hann sóttist svo eftir. Oft
nefndi hann það þegar við sát-
um á pallinum hvað það væri
mikill munur að hafa skjólið af
trjánum.
En skóginn þarf að grisja og
eyddum við mörgum stundum í
að skoða hvað skyldi fella og
hvað standa enda þekkti hann
nánast hvert tré og sá eftir þeim
öllum en alltaf náðum við sam-
an. Oft nefndi hann það að þrátt
fyrir að vera líkamlega dauð-
þreyttur þá hafi sálin verði end-
urnærð þegar hann kom heim
eftir að hafa verið að sýsla við
bústaðinn og skóginn. Hann var
áhugasamur um íslenska nátt-
úru, fylgdist vel með fuglalífinu
í skóginum og hafði gaman af
því að prófa nýjar og framandi
trjátegundir.
Það var gaman að ferðast
með Lárusi hvort sem var hér-
lendis eða erlendis. Alltaf
áhugasamur um það sem fyrir
augu bar og sóttist eftir fróðleik
um þá staði sem voru heimsótt-
ir. Þá má líka sjá á veglegu
bókasafni sem hann var búinn
að koma sér upp að hann var
stöðugt í fróðleiksleit.
Það var gott að koma til Lár-
usar og Ragnhildar og alltaf
tekið á móti manni með bros á
vör, strax farið að spyrja frétta
af stakri umhyggju því hann
vildi vita hvernig fólkinu hans
vegnaði.
Lárus vildi halda í hefðir og
var mikið jólabarn í hjarta sín-
um, vildi hafa vel skreytt og
hafa alltaf nóg á boðstólum fyrir
gesti og gangandi.
Guðrún hafði verið hjá for-
eldrum sínum á aðfangadag áð-
ur en ég kom inn í hennar líf og
vildi Lárus endilega að svo yrði
áfram og höfum við allan okkar
búskap verið hjá þeim á að-
fangadag og er ég þakklátur
fyrir þær ánægjustundir.
Að lokum sendi ég Ragnhildi
tengdamóður og afkomendum
Lárusar hugheilar samúðar-
kveðjur.
Vignir.
Besti vinur minn er fallinn
frá, það er fátt annað sem
kemst að í huga mér en fráfall
afa míns. Frá því að ég var barn
var ég mjög hændur að honum
afa. Afi var alltaf mjög hlýr og
mikill kennari í sér.
Þegar það átti að fara í verk
leiddist honum ekki að leiðbeina
mér og kenna mér ýmis brögð
sem gætu nýst til verksins. Eitt
af því var að vera vel skipulagð-
ur þegar maður byrjar verkið
og vera tilbúinn með öll mögu-
leg verkfæri. Undirbúningurinn
var jafn mikilvægur og vinnu-
brögðin við verkið. Allt sem afi
tók sér fyrir hendur endurspegl-
aði vandfærni og alúð. Líklega
var eina sem afi ofmat var lík-
amleg heilsa þegar fór að líða á
seinni árinn, en honum tókst að
festast upp á þaki oftar en einu
sinni því hann áttaði sig á því að
líkaminn myndi líklega ekki
koma honum niður stigann eftir
vinnulotuna, þá skottaðist mað-
ur bara niður, sótti kaffið og
veitingarnar sem amma hafði
útbúið fyrir okkur og bar þær
upp á þak og tókum við kaffi
uppi á þaki á meðan afi safnaði
orku. Eftir að afi varð veikari þá
urðu kaffipásurnar lengri og
spjallið um lífið og tilveruna al-
varlegra. Afa leiddist ekki að
tala um það hversu stoltur hann
var af sínu fólki, hvort sem það
væri amma, börnin sín, barna-
börn eða barnabarnabörn, sem
hann sá fyrir sér að ættu bjarta
framtíð. Við afi vorum trúnaðar-
vinir en fyrir mér var afi meira
en bara vinur, hann var fyr-
irmynd.
Mikilvægasta sem afi kenndi
mér var að dæma ekki fólk fyr-
irfram, afi var yfirlæknir á
Kleppi og heimsóknir á Klepp
voru ekki óalgengar hjá afa-
barninu. Við fórum árlega í að-
fangadagsmessu og eftir messu
vildi ég fara með afa á stofu-
gang. Þar kenndi hann mér að
nálgast fólk með opnum hug og
að það væru ekki allir eins, sem
væri líklegast bara betra, og að
allir ættu skilið að komið væri-
fram við þá eins og fólk. Það
hefðu allir eitthvað fram að
færa, það þyrfti bara að leyfa
þeim að njóta sín.
Síðasta Apavatnsferðin okkar
varð sú eftirminnilegasta, þá var
afi orðinn mjög veikur og farinn
að missa kraft í fótunum og kom
ég að honum úti í skógi liggj-
andi upp við tré en við höfðum
nú lent í öðru eins, svo ég
skaust að sækja kaffi því oftast
fékk hann kraft aftur á næstu
mínútum en í þetta skipti þá
varði kraftleysið talsvert lengur.
Þarna fann ég raunverulega í
fyrsta skipti fyrir hræðslu frá
afa. Í samtölum okkar áður
hafði ég fundið óöryggi frá afa
þegar við ræddum um krabba-
meinið sem var að herja á lík-
amann hans en þarna varð hann
hræddur. Allt sem afi hafði
kennt mér nýttist mér í þessum
aðstæðum, að halda ró og finna
lausnina. Við sátum þarna í dá-
góðan tíma áður en mér datt í
hug skella honum í hjólbörurn-
ar. Minningin að rúlla afa í hjól-
börum í hláturskasti er minning
sem ég mun aldrei nokkurn tím-
ann gleyma. Það var okkar síð-
asta skipti í bústaðnum en það
var einnig okkar einlægasta bú-
staðarferð. Þegar ég var barn
þá hugsaði hann um mig og
hann hafði rúllað mér í hjólbör-
unum, nú var það ég sem var
með hann.
Afi, ég elska þig svo ótrúlega
mikið og sakna þín mjög mikið.
Ég veit þú munt alltaf vaka yfir
okkur.
Aron Ólafsson.
Elsku afi minn.
Ég á svo margar góðar og
fallegar minningar af þér. Sem
barn þótti mér alltaf gott að
koma til ykkar ömmu í Hvassa-
leitið, vera með þér uppi í bú-
stað á Apavatni og hlusta á þig
segja sögur. Þú kunnir svo
margar sögur, afi minn, og gast
gert hversdagslega hluti svo
fulla af ævintýrum. Skógurinn á
Apavatni var ekki bara skógur
heldur búsvæði álfa og huldu-
fólks. Ströndin var ekki aðeins
fjara heldur hættulegt kvik-
syndi. Ég man þegar þú fékkst
nýjan bíl og sagðir mér að þetta
væri töfrabíll sem gæti flogið
(þó vissulega aðeins að nætur-
lagi) og þegar þú sagðir að þú
gætir talað við fugla féll ég í
stafi af undrun og aðdáun.
Þú gæddir barnæsku mína
svo miklum töfrum og ævintýr-
um og kenndir mér að sjá meira
en bara venjulegan hversdags-
leikann. Takk fyrir að hafa verið
afi minn.
Þín Afaleppa,
Ragnhildur.
Elsku afi. Nú þegar þú kveð-
ur þennan heim þá fer hugur
minn að velta upp minningum.
Ég man þær mörgu ferðir sem
ég fór með þér austur á Apa-
vatn þar sem ég hef plantað
hundruðum plantna ásamt því
að smíða skjólveggi fyrir plönt-
urnar, því flest verk snerust um
að tryggja að plönturnar við
Apavatn myndu vaxa og dafna.
Öll þessi vinna í öll þessi ár hef-
ur skilað því að skógurinn er
sjálfbær og ekki þarf að planta
nýjum plöntum og eldri tré sjá
þeim yngri fyrir skjóli.
Það er ekki skrýtið að þetta
áhugamál hafi legið vel fyrir þér
því þú ljómaðir alltaf í hvert
skipti sem ég ræddi við þig um
stöðuna í mínu lífi. Hvernig sem
staðan var fyrir spjallið var hún
alltaf helmingi betri eftir að þú
hafðir sagt þitt álit. Þegar ég
rifja upp þessi samtöl þá held ég
að þú hafir haft meira gaman af
því að heyra hvernig ég væri að
vaxa og dafna í mínu ferðalagi í
gegnum lífið en nákvæmlega
hvar ég væri staddur. Það var
ekki bara mitt ferðalag sem þú
hafðir áhuga á, það var í raun líf
allra þinna afkomenda. Vinnuna
þína á Kleppi tengi ég við plönt-
urnar sem voru alltaf í garð-
inum í Hvassaleitinu. Sprotana
sem áttu ekki að geta orðið að
stórum trjám, vegna einhverra
þátta, samt gerðir þú allt sem
þú gast til að gera plönturnar
tilbúnar fyrir gróðursetningu
fyrir austan. Líkt og með sjúk-
lingana þá var alltaf mögulegt
að aðstoða einhverja til að
blómstra.
Ég gæti talað um margar
skemmtilegar minningar eins og
allar sögurnar sem þú sagðir
fyrir háttinn um sjóræningja
eða önnur áhugamál sem ég
hafði á þeim tíma og ekki er
hægt að gleyma aðfangadags-
messunum á Kleppi. Af þeim
fjölmörgu minningum sem ég
geymi þá stendur upp úr fyrir
mig fyrirmyndin sem þú varst í
lífi mínu. Þar sem mamma var
einstæð þegar ég ólst upp var
ég oft hjá þér og ömmu, sem
hefur mótað mig töluvert í þann
mann sem ég er í dag.
Ég er faðir þriggja barna og
ég finn að ég notast oft við að-
ferðir sem þú notaðir á mig.
Þegar þeim finnst allt ómögu-
legt hjálpa ég þeim að finna já-
kvæðu punktana og hver eru
möguleg næstu skref eins og
þér tókst svo oft að gera. Ég er
strangur en sanngjarn líkt og
þú varst við mig og umfram allt
mikill fjölskyldumaður.
Líkt og áhrifin sem þú veittir
plöntunum svo þær fengju að
vaxa og dafna hefurðu gefið af
þér þannig að afkomendur þínir
sem nú eru eldri geta orðið skjól
og veitt þeim yngri leiðsögn. Sá
sem skilar af sér ævistarfi líkt
og þú hefur gert hefur lifað til
fulls. Minningin um þig mun
vera mér leiðarljós í lífinu. Ég
veit að þú munt vaka yfir okkur.
Davíð Jóhannsson.
Elsku afi.
Ég mun sakna þess rosalega
að spjalla við þig. Það var mjög
algengt þegar ég kom í heim-
sókn til ykkar ömmu að við end-
uðum á því að spjalla um fram-
tíðina. Þú vildir alltaf vita hver
næstu skref væru hjá mér.
Fyrst um sinn hugsaði ég að þér
fyndist að það sem ég væri að
gera væri ekki nóg. Ég man sér-
staklega vel eftir einu svona
Lárus J. Helgason
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma og sonur hennar,
bróðir minn, mágur og frændi,
MATTHILDUR ÁSA GUÐBRANDSDÓTTIR
húsfreyja á Smáhömrum,
og
GUÐBRANDUR BJÖRNSSON
bóndi á Smáhömrum
verða jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 7. júlí
klukkan 13.
Karl Þór Björnsson Helga Halldórsdóttir
Þórdís Karlsdóttir
Kolbrún Ýr Karlsdóttir
Inga Matthildur Karlsdóttir