Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 ✝ Kristjana Þor-grímsdóttir fæddist í Borgar- holti, Biskups- tungum 9. nóv- ember 1923. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Sólvöllum á Eyrarbakka 26. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru Þorgrímur Grímsson, bóndi í Borgarholti, Biskupstungum, f. 18. október 1890, d. 3. júlí 1948, og Pálína Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 30. september 1897, d. 17. júlí 1979. Bjó síðast í Efri-- Gegnishólum, Gaulverjabæjar- hreppi. Kristjana átti níu systkini sem eru Guðbjörg, f. 1. nóv- ember 1921, d. 24. júlí 1997; Valdís f. 5. nóvember 1922, d. 2. apríl 1989; Guðmundur, f. 26. ágúst 1925, d. 7. júlí 2007; Þór- gunnur, f. 16. apríl 1928, d. 5. júní 2015; Óskar Marinó, f. 2. ágúst 1929; Karl, f. 29. apríl 1931; Borghildur, f. 27. febrúar 1933; Bergþóra, f. 20. maí 1934; Hörður, f. 20. júlí 1942, d. 9. júlí 2001. Kristjana giftist Jóni Sigurðs- syni, f. 7. maí 1912, d. 31. ágúst 2003, bónda í Syðri-Gegnis- hólum í Gaulverjabæjarhreppi hinn 25. október 1953. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Guðrún, f. í Syðri-Gegnishólum 3. febrúar 1953, býr á Sand- bakka í Flóahreppi ásamt eig- inmanni sínum, Alberti Sig- urjónssyni. Börn þeirra eru Kristín Þóra, f. 15. mars 1978; Jón Örn, f. 9. mars 1981, kona hans var Hermína Íris Helga- dóttir, börn þeirra eru Silja Lind, f. 2007, Hlynur Helgi, f. 2009, Ragnhildur Klara, f. 2012, og Jón Valur, f. 2013. Þröstur, f. 30. maí 1990, býr með Jó- hönnu Ester Adamsdóttur, dótt- ir hennar er Thelma Sif, f. 2010. 2) Sigurður, f. 28. febrúar 1954 í Syðri-Gegnis- hólum, kona hans var Unnur Harðardóttir, f. 26. júlí 1957 í Holti, Stokkseyrarhreppi, d. 16. júlí 1986. Börn þeirra eru Anna Guðrún, f. 5. maí 1983 á Sel- fossi, sambýlismaður Sigurður Svanur Pálsson, dætur þeirra eru Unnur Birna, f. 2007, og Harpa Kristín, f. 2015. Sigríður, f. 29. apríl 1985 á Selfossi, sam- býlismaður Robert Randall, dóttir þeirra er Freyja Björk, f. 2015. Kristjana kom að Syðri-- Gegnishólum haustið 1950 sem vinnukona til Sigríðar og sona hennar Jóns og Ólafs. Eftir að hún giftist Jóni bjuggu þau fé- lagsbúi með Ólafi til 1965 er hann hætti búskap og keyptu þau hans helming af jörðinni og bústofn. Einnig var til heimilis hjá þeim Sigurður Sigurjóns- son, f. 1943, systursonur Jóns og Ólafs. Um áramótin 1989-1990 hættu þau búskap og fluttu á Selfoss. Bjó Kristjana þar þar til fyrir tveimur árum er hún flutti að Sólvöllum á Eyrarbakka. Útför Kristjönu fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju í dag, 5. júlí 2018, kl. 14. Elsku amma, þá ertu sofnuð svefninum langa. Við minnumst þín sem léttgeggjaðs grallara, hlæjandi þig máttlausa að fífla- látunum í sjálfri þér. Þú tókst líf- inu létt og komst til dyranna eins og þú varst klædd. Þú hafðir gaman af því að segja sögur, helst margar í einu, svo maður átti bágt með að halda athyglinni. Í bílskúrnum í Sigtúninu var ým- islegt brallað, við lékum okkur og dönsuðum meðan þú hugsaðir um blómin og kartöflugrösin (og þar var ísinn og frómasinn geymdur). Þú hafðir gaman af vísum og gast þulið þær upp eftir minni, svona nokkurn veginn. Og svo dönsuðum við Óla skans og þú sparkaðir upp í loft og sagðir: Sjáðu! Ég er ansi liðug!“ Við munum áfram „kíkja á strákana“ hvert sem við förum, hlæja að sjálfum okkur og hugsa til þín með bros á vör þegar við erum svolítið krumpnar en við munum aldrei bragða jafngóðar flatkökur og þínar (uppskriftin mun þó aldrei gleymast). Hvíl í friði. Þínar ömmustelpur, Anna Guðrún og Sigríður Sigurðardætur. Kristjana Þorgrímsdóttir ✝ Linda fæddist áAkranesi 26. október 1956. Hún lést á Landspítal- anum við Hring- braut 20. júní 2018. Foreldrar henn- ar eru Elsa Ágústs- dóttir, f. 12. nóv- ember 1933, á Sax- hóli í Breiðu- víkurhreppi, d. 30. nóvember 2005, og Garðar Jóhannesson, f. 7. apríl 1931, á Akranesi. Systur Lindu eru: Sigurlaug, f. 1952, Jóhanna Ólöf, f. 1955, og Bryndís, f. 1958. Synir hennar eru: I) Páll Þórir Daníelsson, f. 7. janúar 1979, starfar hjá Parlogis, maki hans er Hlín Guðbrands- dóttir, f. 25. desember 1978. Börn þeirra eru: Daníel Þröstur, f. 10. mars 2007, og Sóley, f. 5. október 2011. II) Vignir Már Daníelsson, f. 30. janúar 1981, starfar hjá Össuri hf. III) Snorri Örn Daníelsson, f. 24. mars 1990, starfar hjá NextCODE, maki hans er Helga Þórey Friðriksdótt- ir, f. 29. október 1991. Þau eiga einn son sem fæddur er 4. maí 2018. Linda ólst upp á Akranesi en flutti ung til Reykjavíkur þar sem hún bjó og sinnti bókhaldi og skrifstofustörfum. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 5. júlí 2018, og hefst athöfnin kl. 15. Lífið er hverfult og síst af öllu áttum við von á því að þurfa að kveðja mömmu svona fljótt, héld- um að við og börnin okkar mynd- um eiga hana að um ókomna framtíð. Í uppvextinum var hún okkur strákunum stoð og stytta og betri ömmu gátu barnabörnin ekki fengið. Þegar við vorum yngri greiddi hún götu okkar og studdi okkur í hverri þraut. Menntun okkar var henni efst í huga, hún hvatti okk- ur áfram í námi og minnti okkur á að veraldlegir hlutir kæmu og færu en menntun væri eitt af því sem aldrei yrði tekið frá okkur. Hún kynnti okkur fyrir menn- ingu og listum, fór með okkur í leikhús og hvatti okkur til lestr- ar. Eftir að við urðum fullorðnir héldum við áfram að leita til hennar. Þegar kom að því að við fjárfestum í eigin húsnæði eða bíl þá var hún ráðagóð og snjöll í samningum fyrir okkar hönd og oftar en ekki búin að sjá fyrir næsta leik. Mamma hafði yndi af ferða- lögum og við eigum skemmtileg- ar minningar úr ferðalögum fjöl- skyldunnar bæði hérlendis og erlendis. Síðustu ár ferðaðist hún heimshornanna á milli, Evrópa, Afríka og Suður-Ameríka voru áfangastaðir í ævintýraferðum hennar. Þessari miklu ævin- týraþrá deildi hún með okkur og hvatti okkur til að víkka sjón- deildarhringinn, heimsækja nýja staði og kynnast framandi menn- ingu annarra landa. Barnabörnunum var hún góð amma og þeim fannst gott að sofa í ömmuholu og fá ömmumat sem hún galdraði fram á auga- bragði. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur, tilbúin að hlaupa til hvenær sem var og létta þannig undir með okkur foreldrunum. Hún gaf sig alla að börnunum og sá til þess að þau skorti ekkert. Í framtíðinni munum við leit- ast við að hafa hennar gildi og veganesti að leiðarljósi og hún mun alltaf vera með okkur í anda. Við verðum henni að eilífu þakklátir. Takk, mamma. Páll, Vignir og Snorri. Við fjölskyldan vorum stödd í Frakklandi að undirbúa heimferð þegar við fengum fréttirnar. Það var mikið áfall þar sem þessar fréttir voru það síðasta sem við áttum von á að heyra. Heimferð- in var mjög löng og erfið, þrátt fyrir að vera aðeins þrír tímar, því við höfðum ákveðið að segja ekki börnunum fréttirnar fyrr en við værum komin heim. Þú hafðir tekið að þér að líta eftir heimilinu á meðan við vorum fjarverandi eins og þú hafðir svo oft gert áð- ur og þegar við komum heim voru ummerki um þig alls staðar um heimilið. Þú hafðir safnað saman öllum blöðunum og komið þeim fyrir á eldhúsborðinu svo að þau væru tilbúin til lestrar, fyllt á kaffið, búið um rúm barnanna og gert náttfötin þeirra klár. Þegar við fórum svo heim til þín um kvöldið kom í ljós að þú varst búin að gera ráð fyrir því að við myndum horfa öll saman á fót- boltaleikinn gegn Nígeríu daginn eftir, þar sem þú hafðir verið bú- in að kaupa sérstakar veitingar til að bjóða upp á yfir leiknum. Þetta eru aðeins smáatriði en sýna hugulsemi þína. Þú varst farin að þekkja rútínu okkar og vissir hver hún yrði þegar við kæmum heim. Það voru ófá skiptin sem þú varst heima þegar ég kom heim úr vinnunni þar sem þú varst alltaf tilbúin að hlaupa undir bagga ef okkur vantaði hjálp varðandi börnin. Þá gafstu þér alltaf tíma til að stoppa og drekka með mér kaffibolla og spjalla. Þessar kaffipásur enduðu svo oft á því að við vorum farnar að undirbúa kvöldmatinn og hringja í aðra í fjölskyldunni og bjóða þeim með í mat. Þú varst ávallt tilbúin að bjóða þig fram til að vera með börnin hluta á sumr- in ef þess þurfti og oft varst þú með okkur í að skipuleggja sum- arfríið. Eins og alla aðra stórvið- burði, eins og afmæli barnanna. Ég man einmitt eftir einu stráka- afmæli þar sem þú hafðir beðið mig um að aðstoða þig. Þú hafðir bakað súkkulaðiköku sem allir strákarnir hámuðu í sig með guðsgöfflunum og voru búnir að klína allt borðið og sig sjálfa út í súkkulaði. Til að koma í veg fyrir súkku- laði upp um alla veggi var öllum strákunum skipað í einfalda röð fyrir framan eldhúsvaskinn og allir munnar og hendur teknar í þrif. Þetta vakti mismikla kátínu strákanna en eftir á hlógum við mikið að þessu. Þegar ég sit hér og skrifa þessi orð fyllist hugur minn af minningum um allar stundirnar sem við áttum saman og ég er mjög þakklát fyrir þennan tíma þrátt fyrir að hann hafi verið of stuttur. Ég mun ávallt varðveita minninguna um þig og halda henni lifandi. Þín tengdadóttir, Hlín. Kveðja frá ömmubörnum. Elsku hjartans amma Við erum hér við mamma Og vitum ei hve skamma stund þú átt. Þú ert svo margir litir Mig langar að þú vitir Að líf þitt, ást og draumar lita líf mitt fjólublátt. Þegar þú ert dáin Gakktu út í bláinn Þar sem bíður þráin eftir þér. Allt sem ekki máttir Meðan lífið áttir Mátt í allar áttir útí blánum trúðu mér. Þú mátt klífa tinda Og þú mátt hlaup’og synda Og þú mátt vera þar sem sólin skín. Og þú mátt liggja dreymin Og þú mátt svífa um geiminn Og mála allan heiminn, allan heiminn, amma mín. Þegar þú ert dáin Gakktu út í bláinn Þar sem bíður þráin eftir þér. En viltu milli leikja Mörkum lífsins feykja Burt og horfa á mig lifa það sem gafstu mér. Og ef til vill að ofan Í gegnum blámann, roðann Er útsýnið ögn öðruvísi en hér. Þú lítur yfir lífið Baráttuna, stríðið Með söknuði og kannski líka þökk í hjarta þér. (Hljómsveitin Eva) Fyrir hönd ömmubarna, Páll Þórir og Snorri. Elsku Linda frænka. Þetta hlýtur að vera draumur, vondur draumur. Síðustu dagar hafa verið erfiðir og minningarn- ar um þig og með þér hafa rúllað í gegnum huga minn. Hvernig getur lífið verið svona ósann- gjarnt? Ég hugsa til strákanna þinna og alls sem þið hafið gengið í gegnum saman, bæði gleði og sorg. Ég vildi óska að það hefði orðið af heimsókn þinni um hvíta- sunnuna eða eina aðra helgi eins og við töluðum um þegar ég heyrði í þér síðast og við ákváðum að við skyldum öll hitt- ast og grilla saman þegar við kæmum heim í sumarfrí. Það var alltaf gaman að vera með þér hvort sem það var áður en við fluttum út eða þegar við komum heim eða þegar þú komst í heim- sókn. Þú fékkst mig alltaf til að brosa og hlæja, húmorinn var alltaf til staðar. Blíð, góð og hjálpsöm. Þú elskaðir tískuna og falleg föt, hreyfingu, mataræði, ferðalög og lífið sjálft. Næstum alltaf þegar við hittumst töluðum við um föt og hvar þau voru keypt. Þú þurftir að máta allt hvort sem það var skyrta eða jakki. Þér þótti gaman að líta vel út og þú gerðir það svo sannar- lega. Minningarnar eru svo margar og svo góðar. Allar ferð- irnar með Akraborginni til ykkar þegar ég var yngri og fékk að vera heilu helgarnar hjá ykkur eru æðislegar. Sundferðirnar með strákunum í Laugardags- laugina með strætó, bíóferðir, það var alltaf eins og ég væri í út- löndum. Svo gaman að koma til ykkar. Í gegnum tíðina hef ég alltaf fundið sérstaka og góða lykt af og til, hvar sem er í heim- inum. Þessi lykt er svo góð og minnir mig alltaf á þig. Þetta er lyktin sem ég fann alltaf þegar ég var lítil stelpa og kom til ykkar á Mánagötuna. Ég hef heyrt nokkrum sinnum í gegnum árin að ég líkist þér, sérstaklega þeg- ar við erum að fíflast og hafa gaman og það hefur alltaf glatt mig. Minningar eru góðar en geta líka verið vondar. Ég á alltaf eftir að sakna þín og vildi óska að ég gæti fengið síðasta knúsið frá þér, elsku frænka. Ég veit að þið amma Elsa getið verið saman núna og passað uppá okkur hin. Ég hef fundið fyrir ömmu í draumunum mínum og ætla að vona að ég fái heimsókn frá þér líka. Kveðja frá mér, Hrönn Sigvaldadóttir. Þegar birtan var mest og dag- urinn lengstur, nóttin björt, þá bárust mér þau tíðindi að frænka mín hefði látist óvænt. Það minnti mig á að þegar lífið tekur óvænta stefnu, þarf á styrk og stuðningi að halda til að takast á við áföllin. Hún Linda eins og hún var ávallt kölluð hefur nú verið köll- uð til æðri starfa Guðs um geim. Guð styrki Lindu á nýju tíðni- sviði. Við fjölskyldan sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar. Guð styðji og styrki aðstand- endur á erfiðum tímum. Í ljómandi dýrð við lítum enn allt land vort í vorsins blóma hinn skapandi mátt við skynjum öll enn skiljum ei haustsins dóma þá fallið þið lauf og rósin rjóð upp rísið í vorsins ljóma. (Guðjón Helgason) Ágústa Guðjónsdóttir. Það var um sumarsólhvörf, þegar dagur er lengstur hér á norðurslóðum og gróandinn mestur, sem okkur barst sú fregn að góð vinkona og móðir tengdasonar okkar, Linda, hefði veikst skyndilega og hefði verið lögð á sjúkrahús. Daginn eftir fengum við svo þær sorgarfréttir að hún væri látin. Kona á besta aldri sem hafði alltaf hugsað vel um sig, lifað heilsusamlegu lífi og stundað útivist alla tíð. Dugnað- urinn og lífsgleðinholdi klædd. Óskiljanlegt og ósegjanlega sorglegt. Við kynntumst Lindu fyrir sjö árum þegar Snorri sonur hennar kom inn í líf Helgu Þóreyjar, dóttur okkar. Strax við fyrstu kynni fundum við hvað Linda var hlý og viðfelldin manneskja sem bar hag sona sinna þriggja mjög fyrir brjósti og var afar stolt af þeim. Hún sá ekki sólina fyrir ömmubörnunum tveimur sem þá voru komin í heiminn, passaði þau hvenær sem foreldrarnir báðu um það og dekraði smáveg- is við þau eins og ömmum sæmir. Fyrir átta vikum bættist svo þriðja barnabarnið í afkomenda- hópinn, sonur dóttur okkar og tengdasonar. Þá sáum við enn betur hversu yndislega natin Linda var við börn. Meðan við héldum fremur stíf og ögn stress- uð á nýfæddu barninu handlék Linda það mjúklega, alveg af- slöppuð, og hjalaði svo fallega og ástúðlega við það að unun var að fylgjast með því orðlausa en ein- læga samtali. Samverustundir hennar og nýfædda drengsins urðu því miður alltof fáar, sorg- lega fáar. Skarðið sem Linda Dagrún Linda Garðarsdóttir Ástkær sambýlismaður minn, sonur, bróðir, pabbi, tengdapabbi og afi, BJÖRN G. SIGURÐSSON frá Rauðá, búsettur á Ólafsfirði, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Þorgeirskirkju (Ljósavatn) laugardaginn 14. júlí klukkan 14. Guðrún Guðmundsdóttir Grímur Vilhjálmsson Guðný Grímsdóttir Vilhjálmur Grímsson Malan Sørensen Hólmfríður Helga Björnsdóttir Grímur Freyr Björnsson Saga Karen Björnsdóttir tengdabörn og barnabörn Elskaður faðir, bróðir, sonur og vinur, DARRI ÓLASON, lést þriðjudaginn 19. júní. Kveðjustund fyrir ættingja hans og vini verður haldin í Fossvogskapellu þriðjudaginn 10. júlí klukkan 13. Jarðsett verður sama dag að Lundi í Lundarreykjadal. Hrannar Kristinn, Guðrún Helga, María Sól Helga Ágústsdóttir Diljá Óladóttir Óli Antonsson Kristín Richter Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR BJÖRGVIN VALDEMARSSON, fv. verslunarstjóri ÁTVR, lést í faðmi ástvina mánudaginn 25. júní. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. júlí klukkan 13. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sólvangs, 4. hæð, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Brynhildur Sverrisdóttir Atli Guðmundsson Júlíus Atlason Lilja Björk Einarsdóttir Jórunn Atladóttir Albert Steinn Guðjónsson Sóley Birna, Björgvin Atli, Bjarki Marinó, Gabríela og Dagur Snær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.