Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 05.07.2018, Qupperneq 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 skilur eftir verður vitaskuld aldr- ei fyllt en við sem eftir stöndum munum reyna að fylgja fordæmi hennar eftir bestu getu. Linda var mikil útivistar- og göngukona. Undanfarin ár fór hún í fjölmargar gönguferðir í náttúru Íslands, naut þeirra mjög og kom til baka úr þeim hrifin af þeirri fegurð sem hún hafði orðið vitni að og stolt af því sem hún hafði afrekað. Hún hafði mikið yndi af því að fara til út- landa, fór svo víða að hún var í okkar augum sannkallaður heimshornaflakkari í bestu merkingu þess orðs. Það er þyngra en tárum taki að Linda skuli hafa verið hrifsuð svona burt í blóma lífsins. Eftir stendur minning um einstaklega góða og hjartahlýja konu sem við erum þakklát fyrir að hafa kynnst. Föður hennar, Garðari, sonum hennar, Páli, Vigni og Snorra, og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Friðrik Rafnsson og Eydís Ýr Guðmundsdóttir. Okkur langar til þess að kveðja Lindu vinkonu okkar með örfáum orðum. Við óvænt og ótímabært and- lát Lindu er stórt skarð höggvið í vinahóp okkar, vinahóp sem varð til í bókhaldsdeild Búnaðarbanka Íslands fyrir 40 árum, þar sem við störfuðum allar um mislang- an tíma. Í gegnum tíðina höfum við ým- islegt brallað; haldið reglulega saumaklúbba, farið í nokkrar ferðir saman til útlanda og hist með mökum í matarboðum og ýmsum öðrum skemmtilegum uppákomum. Aldrei féll skuggi á vinskap okkar heldur einkennd- ist hann af samheldni og um- hyggju okkar hver fyrir annarri. Linda var trygglynd, hafði ríka réttlætiskennd og var traustur vinur. Henni var mjög umhugað um fjölskyldu sína og sinnti henni af mikilli alúð og er missir þeirra mikill. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Dóra, Sigrún, Huld, Þóra og Þórunn. Það er erfitt og óraunverulegt að setjast niður og skrifa nokkur orð til minningar um góða og trausta vinkonu sem fór svo óvænt og alltof snemma frá okk- ur. Við Linda kynntumst fyrir rúmum 20 árum þegar við unnum saman á Hjúkrunarheimilinu Eir. Við urðum strax mjög góðar vinkonur. Má segja að hún hafi komið að hluta til í staðinn fyrir mínar kæru systur í Þýskalandi. Linda var alltaf til staðar fyrir mig. Hún passaði strákana mína og veitti mér félagsskap. Hún var snillingur í að baka kanilsnúða og gaf strákunum mínum alltaf poka í nesti við mikinn fögnuð. Á síðari árum þegar börnin okkar uxu úr grasi, gerðum við ýmislegt sam- an. Sem dæmi fórum við saman í bíó, leikhús, í göngutúra, á skíði eða hittumst bara heima hjá hvor annarri til að spjalla. Sérlega minnisstætt var ferð okkar saman til Austurríkis fyrir tveimur árum. Þetta var yndisleg ferð sem ég hefði misst af ef Linda hefði ekki hvatt mig til að koma með sér. Nýlega flutti ég úr stóru húsi og þá veitti hún mér ómetanlega aðstoð við að þrífa og ganga frá. Ég veit ekki hvað ég hefði gert án hennar hjálpar. Hún var alltaf til staðar þegar mest á reyndi. Fjölskyldan var alltaf númer eitt hjá Lindu. Hún elskaði að hafa alla sína nánustu í kringum sig. Til dæmis þegar hún leitaði sér að nýrri íbúð var mjög mik- ilvægt fyrir hana að hafa nógu stóra stofu til að hafa nóg pláss fyrir fjölskylduna. Það er svo sárt að hugsa til þess að fá ekki að heyra í henni lengur, fá hana í heimsókn eða skreppa til hennar. En ég er þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Elsku Páll Þórir, Vignir, Snorri og fjölskylda. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur á þessum erfiðu tím- um. Megi minningar um góða konu verða okkur huggun og lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Julia Werner. Það er drungi í veðrinu úti. Ég tók á móti þessu undarlega sím- tali um ótímabært andlát Lindu bernsku- og æskuvinkonu minn- ar. Við vorum ekki gamlar þegar við kynntumst, smástelpur á róló með tíkarspena. Feimnar skottur í Laugarnesinu. Þarna var hnýtt- ur svo sterkur hnútur sem hefur haldist óslitinn alla tíð. Við vor- um duglegar að hanna og hekla föt á Barbie-dúkkurnar okkar. Sterk minning er þegar við feng- um að fara saman í Þorsteinsbúð við Snorrabraut og kaupa okkur nýjar teygjur í tíkarspenana. Við Linda höfum fylgst að í gegnum lífið. Við vorum algjörlega sam- ferða í barneignum. Elstu börnin okkar Palli og Hanna eru fædd 1979 og svo Vignir og Óskar fæddir 1981. Smábreyting varð á yngstu strákunum okkar, Kibbi, fæddur 1987, og Snorri, fæddur 1990. Fjölskyldur okkar hafa átt margar ógleymanlegar stundir saman. Börnin okkar miklir vinir og hafa brallað ýmislegt. Það var notalegt að detta inn, hvort held- ur var á Mánagötunni eða í Jöklafoldinni. Hún var fljót til að finna eitthvað gott í svanga munna. Allir höfðu matar- og tertuást á Lindu. Hún var snill- ingur að gera veislumat úr af- göngum og öfundaði ég hana oft af þessari náðargáfu. Við vorum svo nánar, að við sögðum oft við hvor aðra: „Ég vissi að ég myndi heyra í þér í dag“. Símtölin okkar gátu oft verið afar löng. Við trúð- um hvor annarri alltaf fyrir innstu leyndarmálum og treyst- um hvor annarri fullkomlega. Við Linda höfum haft gaman af stangveiði og eigum við ógleym- anlegar minningar við veiðar, sérstaklega árin okkar í Grímsá. Við fórum saman á námskeið til að læra að kasta flugu. Okkur tókst það bara nokkuð vel. Við Tryggvi fórum með Lindu og Danna til Kúbu fyrir mörgum ár- um og er sú ferð okkur öllum ógleymanleg. Ekki má gleyma að minnast á öll jólahlaðborðin og jólaveislurnar okkar. Á seinni árum í minningunni okkar dýrmætu gönguferðir um landið. Síðustu árin hafa verið Lindu straumþung oft á tíðum. Hún var afar skynsöm kona og fann sína leið í líkamsrækt og úti- vist. Ég hitti hana örfáum dögum áður en hún fór. Hún kom við og hafði gaman af að hitta tvíburana Dóru og Lísu og sýndi mér mynd af nýfæddum Snorrasyni. Hún var svo hamingjusöm með litla ömmuprinsinn sinn. Hún hafði fótbrotnað fyrir örfáum mánuð- um síðan og treysti sér ekki í golf, en við ætlum samt að æfa okkur að pútta einhvern næstu daga og fá okkur hressingu í klúbbhúsinu á eftir. Við ætluðum reyndar bara eftir helgi að skella okkur á Café Flóru. Ekki datt okkur Tryggva í hug að þetta yrði okkar síðasta samverustund. Við kvöddumst og ætluðum að hittast fljótt. Elsku hjartans Palli, Vignir, Snorri, Garðar, Silla, Hanna og Bryndís, hugur okkar Tryggva er hjá ykkur öll- um. Megi góðar vættir vera með ykkur og veita ykkur styrk. Mik- ill er missir litlu barnanna að njóta ekki ömmu lengur. Sorgin er mikil, en minningarnar verða aldrei frá ykkur teknar. Elsku hjartans Linda mín, þú finnur annað kaffihús í Sumarlandinu. Ég átti eftir að segja þér svo margt. Það bíður seinni tíma, þegar við hittumst á ný. Þín einlæg vinkona, Kristín Hraundal. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir LINDA MJÖLL ANDRÉSDÓTTIR, Bæjartúni 15, Kópavogi, lést á krabbameinslækningadeild (11E) Landspítalans miðvikudaginn 27. júní. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju mánudaginn 9. júlí klukkan 13. Fjölskyldan vill sérstaklega þakka frábæru starfsfólki 11E fyrir óeigingjarnt og faglegt starf. Páll Jakobsson Jakob Felix Pálsson Andrea Arna Pálsdóttir Guðrún Brynjólfsdóttir Hildur Brynja Andrésdóttir Egill Örn Petersen Jakob Ólafsson Helena Soffía Leósdóttir Little og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, JÓN MAR ÞÓRARINSSON kennari, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi föstudaginn 29. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 12. júlí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð um Jón Mar fyrir Fellaskóla, reikningsnúmer 0515-14-413552, kt. 191268-3779. Jóna Guðrún Oddsdóttir Þóranna Jónsdóttir Júlíus Guðmundsson Ingvar Mar Jónsson Sigríður Nanna Jónsdóttir Erna Heiðrún Jónsdóttir Guðmundur Freyr Ómarsson Arna Margrét Jónsdóttir Sindri Már Hjartarson og afabörn ✝ Sigrún Ólafs-dóttir fæddist í Viðey 17. ágúst 1927. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 27. júní 2018. Hún var yngst barna Jakob- ínu Davíðsdóttur frá Akureyri, f. 1882, d. 1966, og Björns Ólafs Gísla- sonar frá Búðum á Fáskrúðsfirði, f. 1888, d. 1932, og framkvæmdastjóra Kára- félagsins í Viðey. Systkini Sig- rúnar voru Margrét, f. 1910, d. 1982, Gísli, f. 1912, d. 1995, Dav- íð, f. 1916, d. 1995, Þorbjörg, f. 1917, d. 2012, Þórir, f. 1919, d. 1940, og Hulda, f. 1922, d. 2014. Hinn 7.10. 1950 giftist Sigrún Gunnari Flóvenz, f. 1924, d. 2009, síðar framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar. Foreldrar hans voru Jakobína Flóvenz, húsfreyja á Siglufirði, f. 1903, d. 1977, og Steinþór Hallgrímsson, kaupmaður á Siglufirði, f. 1896, d. 1957, síðar búsettur í Kanada. Börn Sigrúnar og Gunnars eru 1) Ólafur, f. 1951, kvæntur Sigurrós Jónasdóttur, f. 1952, og eiga þau þrjú börn: Gunnar J.Ó. Flóvenz, f. 1976, kvæntur Elínu Ásgeirsdóttur og eiga þau sinni í Viðey til ársins 1932 er Ólafur faðir hennar lést. Þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó þar á ýmsum stöðum, lengst af á Leifsgötu 16. Sigrún gekk í Austurbæjarskólann og þaðan lá leiðin í Verzlunarskóla Íslands. Hún nam einnig ballett frá 5 ára aldri. Að loknu versl- unarprófi árið 1946 hélt hún til ballettnáms í Kaupamannahöfn og lauk hún þar ballettkennara- prófi árið 1948. Eftir heimkom- una hóf hún að kenna við Ball- ettskóla Félags íslenskra list- dansara ásamt því að kenna leikurum við Þjóðleikhúsið. Hún hætti kennslu árið 1951 og sneri sér að heimilisrekstri og barna- uppeldi en hélt þó áfram að vera prófdómari við listdans- skóla fram um áttrætt. Eftir að börnin voru komin á legg hóf hún að sinna sjálfboðaliðastörf- um fyrir Rauða krossinn, að- allega á Landspítalanum þar sem hún sá um sjúklinga- bókasafn spítalans. Sigrún og Gunnar bjuggu fyrstu búskaparárin í Barma- hlíð 5 en fluttu árið 1956 í lítið hús á stórri og stórgrýttri lóð við Kópavogsbraut 88. Húsið stækkuðu þau í áföngum næstu 30 árin og breyttu stórgrýttri lóðinni í fallegan garð. Þar bjuggu þau æ síðan. Gunnar lést árið 2009. Síðustu tvö árin dvaldi Sigrún á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. júlí 2018, klukkan 13. soninn Ólaf, f. 2009; Sigrúnu, f. 1982, gift Sigurði Stef- ánssyni og eiga þau dæturnar Sigurrós Mínervu, f. 2011, og Júlíu Lóu, f. 2014; og Árna Jakob, f. 1988, sambýliskona Marta Sigrún Jó- hannsdóttir. 2) Brynhildur, f. 1954, gift Daníel Frið- rikssyni, f. 1952, og eiga þau fjögur börn: Sigrúnu, f. 1977, gift Gissuri Páli Gissurarsyni og eiga þau dæturnar Hildi, f. 2006, og Huldu, f. 2010; Elísa- betu, f. 1983, sambýlismaður Róbert Gíslason og eiga þau soninn Hugin, f. 2013; Davíð, f. 1989, sambýliskona Rúrí Sigríð- ardóttir Kommata; og Birtu, f. 1993. 3) Margret, f. 1959, gift Tryggva Stefánssyni, f. 1954, og eru þeirra börn fjögur: Birgir, f. 1979, kvæntur Ýri Geirsdóttur, og eiga þau synina Egil, f. 2007, og Snorra, f. 2008; Hildur, f. 1981; Unnur, f. 1988, og Sólrún Lára, f. 1996. 4) Gunnar, f. 1963, kvæntur Beru Pálsdóttur, f. 1962, og eiga þau synina Kára, f. 1991, sambýliskona Ana Jipa; Ívar, f. 1995, og Egil, f. 1997. Sigrún bjó með fjölskyldu Það er með sorg í sinni sem ég kveð ástkæra tengdamóður mína. Samfylgd okkar hefur staðið í 46 ár og aldrei hefur skugga borið á vináttu okkar. Sigrún var einstök kona sem aldrei lét falla hnjóðs- yrði um nokkurn mann. Aldrei heyrði ég hana hækka röddina, hvorki við börn né barnabörn. Skaplyndi hennar var slíkt að ávallt var stutt í bros eða hlátur, jafnvel síðustu daga hennar fyrir andlátið. Sigrún var ávallt fyrirmynd mín í lífinu og bar ég ómælda virð- ingu fyrir henni alla okkar sam- fylgd. Það er ekki sjálfgefið að tekið sé eins vel á móti tengda- dóttur og hún og öll fjölskyldan gerði og jafnan taldi hún mig til dætra sinna. Það er sárt að kveðja hana í hinsta sinn en eftir standa minningarnar ljóslifandi um kær- leiksríka konu. Í minningu Sigrúnar langar mig til að vitna í Kahil Gibran. „Hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið, og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á vit guðs síns?“ Sigurrós Jónasdóttir. Margar af mínum bestu bernskuminningum tengjast heið- urshjónunum Sigrúnu Ólafsdótt- ur og Gunnari Flóvenz. Við Gunn- ar yngri, Gunni, erum jafnaldrar og átti ég heima í næsta húsi á Kópavogsbrautinni, númer 86. Nú á þessum tímamótum, við fráfall Sigrúnar, rifjast upp ótal skemmtileg tilvik sem tengjast heimili þessara heiðurshjóna. Sigrún, sem alltaf var blíðleg við okkur, sá til þess að við værum ekki svangir eða þyrstir, leiðbein- andi á yfirvegaðan hátt í oft ærsla- fullum leikjum eða skipti um leik- umhverfi þegar þess var þörf. Jólahaldið á heimili þeirra er mér í fersku minni og ég finn ennþá bragðið af appelsínusmákökunum í munni mér. Gunnar gaf sér oft tíma til að spjalla við okkur um heima og geima þrátt fyrir að hann væri önnum kafinn í sínum verkum og við smástrákarnir að trufla. Í þessum samræðum sem við áttum lét Gunnar mig alltaf finnast að við værum jafningjar. Ég verð að segja hér frá einni kvöldstund að haustlagi sem Gunnar skipulagði fyrir okkur. Hann fór með okkur strákana „út í skóg“. Indíánatjald var sett upp á milli trjánna niðri í hornlóðinni og þar setti hann upp sögusvið með ljósum og hljóðum og hann sjálfur indíánahöfðingi með ennisband og fjöður í. Fyrir um það bil sex ára gamla stráka var þetta allt mjög raunverulegt. Það var svo mörg- um árum seinna sem Gunnar sagði okkur frá hvernig hann fór að. Þegar maður lítur til baka og horfir yfir sinn æviveg þá eru ákveðin atriði sem standa upp úr. Að fá að vera æskuvinur Gunna, vinskapur sem byrjaði þegar syst- ur okkar voru að passa okkur, og heimagangur þar heima, kynnast foreldrum hans, er eitt þessara at- riða. Eftir að ég varð fullorðinn lágu leiðir okkar ekki oft saman en vor- ið 2009 heimsótti ég þau hjón og átti með þeim skemmtilega síð- degisstund, stund sem ég er mjög þakklátur fyrir. Ég harma að geta ekki verið viðstaddur útför Sigrúnar en sendi aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Atli Sigurðsson. Ég er svo heppin að vera skírð í höfuðið á minni mestu fyrirmynd í lífinu. Ég er líka svo heppin að hafa á uppvaxtarárunum búið í göngufjarlægð við hana. Mesta lánið er þó að hafa átt alveg ein- staklega gott samband við hana ömmu Sigrúnu allt frá fyrsta degi til síðasta. Eitt af því sem einkenndi ömmu Sigrúnu sem mest var hvað hún hvíldi vel í sjálfri sér og af henni stafaði notaleg ró og því hafði hún alveg einstaklega góða nærveru. Hún skammaði okkur barna- börnin aldrei svo að mig minnir en leiðbeindi okkur á sinn blíða og örugga hátt. En amma var líka glaðlynd og hláturmild félagsvera sem naut þess að vera innan um fólkið sitt og vinkonur. Hún var söngelsk og hló svo hátt að ekki var annað hægt en að smitast af hlátrinum, og hæst hló hún að sjálfri sér. Það var dæmigert fyrir hana að þegar hún byrjaði að missa minnið og var alltaf að tína kaffikönnunni sem fannst á und- arlegustu stöðum, hristi hún haus- inn og hló góðlátlega að sjálfri sér fyrir að muna ekki betur eða gant- aðist með að búálfurinn væri enn aftur að stríða okkur. Glaðværð hennar og jákvæðni voru svo eðli- leg og áreynslulaus. Við frænk- urnar hjálpuðum oft til í boðum sem hún hélt ýmist fyrir vinkon- urnar í sauma- og bókaklúbbun- um eða vegna vinnu afa og ég man eftir að hafa hugsað þegar ég horfði á hana með aðdáunaraug- um í einu af boðunum: getur hún amma bókstaflega spjallað við hvern sem er á svona afslappaðan og eðlilegan hátt? Í gegnum allt mitt bóknám gegndi amma Sigrún lykilhlut- verki. Alla skólagönguna lærði ég fyrir próf heima hjá ömmu, róin og öryggið hennar ömmu voru á við marga hugleiðslutíma fyrir taugaveiklaða námsstúlkuna. Bestu stundir mínar með ömmu voru síðustu skólaárin þegar ferð- irnar á Kópavogsbrautina enduðu í kaffispjalli í stofunni um öll heimsins mál, allt frá barnaupp- eldi til menningar og lista, og gengu ritgerðarskrif oft hægt á þessum árum! Amma var alveg sérlega vel gefin og listhneigð, hún var menntuð ballerína, vel lesin og hafði mikið dálæti á klass- ískri tónlist, en um hana gátum við spjallað endalaust. Eitt sinn þar sem við áttum í hrókasamræðum um listir og sögu stakk hún upp á því að ég sýndi henni nú bara Ítal- íu þar sem ég bjó um áraskeið. Úr því varð að ég fór í eitt það skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í, en ferðafélagarnir voru amma Sigrún sem þá var 86 ára, Hildur dóttir mín sem þá var sjö ára og Gissur maðurinn minn. Amma þrammaði um alla Flór- ens og naut þess út í ystu æsar að skoða öll listaverkin sem borgin hefur upp á að bjóða, fara á ball- ettsýningu og ganga í gegnum hina gríðarstóru og hæðóttu Bo- boligarða án þess að blása úr nös. Ítalíuferðin okkar er í dag björt og hlý minning um ömmu sem við Gissur og Hildur tölum oft um. Þessi orð eru auðvitað bara fá- tæklegt brot af því sem hægt er að segja um ömmu og okkar sam- band, en ég held að við frænd- systkinin fjórtán höfum öll notið blíðunnar hennar og væntum- þykju sem var henni svo áreynslu- laus og ósvikin. Fyrir hana er ég óendanlega þakklát. Elsku amma, takk fyrir mig. Þín vinkona og ömmustelpa, Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz. Sigrún Flóvenz Ólafsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.