Morgunblaðið - 05.07.2018, Síða 54
54 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018
Myndin er ekki af tilboðsdemanti
Carat
Color
Clarity
Cut
Polish
Symmetry
Certificate
0.76
H
VVS2
Good
Very good
Good
Shape Roundbrilliant
GIA
Tilboð á lausum steini:
460.000 kr.*
*Tilboðið gildir í tvær vikur
SÉRFRÆÐINGAR
Í DEMÖNTUM
Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910
demantar@jonogoskar.is I www.jonogoskar.is
Við útvegum allar stærðir og mismunandi
slípanir demanta í mörgum gæðaflokkum,
veitum ráðgjöf og gefum tilboð í sérsmíði.
Ég ætla að halda garðpartí í góða veðrinu heima hjá mér í Kópa-vogi; er búin að liggja á bæn og biðja Guð og góðar vættir umbongóblíðu,“ segir Lára Gyða Bergsdóttir galvösk og án þess
að hika, en hún á 50 ára afmæli í dag.
Lára Gyða er flugfreyja hjá Icelandair, hún hefur starfað þar frá
1995 og ferðast um allan heim: „Ég er yfirleitt alltaf á flandri og hef
komið til u.þ.b. 60 landa og er enn að safna áfangastöðum. Ég er
örugglega í skemmtilegasta starfi í heimi, hreinlega elska það."
Lára Gyða hefur einnig verið í veitingarekstri ásamt manni sínum,
Níels Hafsteinssyni, en þau, ásamt meðeigendum, eiga og reka Steik-
húsið og Rauða ljónið og sjá um veitingarekstur í golfskálanum á Sel-
tjarnarnesi: „Við erum að íhuga viðskiptatækifæri á Tenerife. Níels
er þar núna og verður því fjarri góðu gamni á afmælinu.“
Níels varð sjálfur fimmtugur á mánudaginn: „Við vorum saman á
fæðingardeildinni í júlí 1968 og ég hef ekki losnað við hann síðan.“
Börn þeirra eru Hafsteinn og Kamilla Ása.
Og áhugamálin? „Skíði, dans, golf, garður, píanóleikur, músík,
leikhúsferðir, vinir og að halda veislur og vera innan um fólk … Ætti
ég ekki frekar að telja upp það sem mér finnst ekki gaman? Ég hef
verið lengi á skíðum en byrjaði í golfi í vor. Kvenleggur skíðahópsins
fór í golfferð til Spánar, ég kolféll fyrir sportinu, dró kallinn í þetta
og við gáfum hvort öðru golfsett í tilefni afmælisins.“
Fjölskyldan Lára Gyða og Níels með Kamillu og Hafsteini úti í Flatey.
Ást við fyrstu sýn á
fæðingardeildinni
Lára Gyða Bergsdóttir er fimmtug í dag
B
aldvin Þór Bergsson
fæddist í Reykjavík
5.7. 1978 og ólst upp í
Hafnarfirði til 13 ára
aldurs. Hann var auk
þess eitt sumar í sveit á Stóra-
Núpi í Gnúpverjahreppi.
Baldvin var í Lækjarskóla í
Hafnarfirði og síðasta grunn-
skólaárið í Álftamýrarskóla, lauk
stúdentsprófi frá MR, BA-prófi í
stjórnmálafræði frá HÍ, lauk MA-
prófi í mannauðsstjórnun frá HÍ
og síðar MSc-prófi í International
Political Theory frá Edinborg-
arháskóla. 2009.
„Ég var nokkuð virkur í félags-
lífinu í MR, tók m.a. þátt í Herra-
nótt og var síðan í háskólaráði HÍ
fyrir Vöku.
Leiklistaráhuginn er ættgengur.
En þrátt fyrir að ég hafi sjálfur
Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV – 40 ára
Háttatími Baldvin í nógu að snúast við að koma dætrunum í svefninn, þeim Soffíu Sigríði og Erlu Margréti.
Byrjaði tólf ára á RÚV
Hjónarómantík Baldvin með eiginkonu sinni, Helgu Margréti hjartalækni.
Kópavogur Eyþór Sindri Guð-
mundsson fæddist 30. apríl 2018
kl. 11.16. Hann vó 3.630 g og var 51
cm langur. Foreldrar hans eru
Björg Eyþórsdóttir og Guðmundur
Birkir Jóhannsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is