Morgunblaðið - 05.07.2018, Side 58

Morgunblaðið - 05.07.2018, Side 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 AF MYNDLIST Anna Jóa Í viðtali við fréttablaðið The West- ern Front í tilefni af pöntun lista- safns Western Washington-háskóla í Bellingham í Bandaríkjunum á nýju útilistaverki eftir bandaríska lista- manninn Söruh Zse í nóvember síð- astliðnum bendir forstöðumaður safnsins á að fleirum mætti vera kunnugt um að það eigi eitt besta safn skúlptúra á háskólasvæði á landsvísu. Víst er að fáir Íslendingar þekkja þetta merka háskólalistasafn en forstöðumanninn þekkja hins vegar fleiri: Hafþór Yngvason sem tók við listasafninu árið 2015 eftir að hafa gegnt stöðu safnstjóra Lista- safns Reykjavíkur í áratug. Sú sem þetta ritar átti þess nýlega kost að heimsækja Western Washington- háskóla í Bellingham og njóta leið- sagnar Hafþórs um listaverkaeign skólans. Þar komst hún að raun um að listasafnið er sannarlega einstakt, ekki aðeins vegna gæða listaverk- anna heldur einnig vegna staðsetn- ingar þeirra á háskólasvæðinu – á „campus“ – í lifandi samræðu við staðhætti sem og starfsfólk, nem- endur og gesti skólans í amstri hversdagsins. Hafþór, sem er menntaður á sviði listfræði og heim- speki, hefur lengi haft áhuga á list í almenningsrými og það var einmitt rómað safn útilistaverka sem lokkaði hann til Bellingham, ef svo má segja. Hafþór gegnir stöðu safnstjóra Western Gallery sem tekur til skúlp- túrsafnsins og fleiri safna innan vé- banda háskólans, sem og sérstaks sýningarsalar og skrifstofuaðstöðu. Perlan í Bellingham Bellingham er falleg hafnarborg við Puget-flóann í norðvesturhluta Washington-ríkis á vesturströnd- inni, í námunda við stórborgirnar Seattle og Vancouver – á sínum tíma settust margir Vestur-Íslandingar að á þessu svæði. Western Wash- ington-háskólinn stendur á skógi- vaxinni hæð ofarlega í borgarland- inu; þaðan blasa við sundin blá, eyjalandslag og fjalllendi í fjarska en yfir borginni rís tignarleg eld- keila, Mount Baker. Háskólasvæðið sjálft hefur einstaklega viðfelldið yfirbragð þar sem það situr í skjóli hávaxinna trjánna; ljósrauðir múr- steinar einkenna byggingar og torg sem hafa klassískt ívaf. Ganga um svæðið getur ein og sér vissulega verið notaleg og endurnærandi – en útilistaverkin sem verða á vegi fólks, rúmlega þrjátíu talsins, gæða gönguferðina óvæntum víddum. Skúlptúrsafnið státar af verkum listamanna eins og Magdalenu Abakanowicz, Alice Aycock, Anth- onys Caro, Nancy Holt, Donalds Judd, Roberts Morris, Bruce Naum- an, Isamu Noguchi, Toms Otterness, Richards Serra, Do Ho Suh og Marks di Suvero – og í hverju verki er fólgið samtal listar, arkitektúrs og landslags sem vekur viðbrögð vegfarenda, kveikir þanka og örvar skilningarvitin. Þekktur er sá virðingarauki sem gott listasafn telst vera í háskólum víða um lönd. Í Bandaríkjunum, þar sem löng hefð er fyrir uppbyggingu metnaðarfullra háskólalistasafna, státa bestu stofnanirnar af frábær- um söfnum sem geta hæglega skyggt á minna þekkta háskóla en það segir sína sögu að perlan í Bell- ingham telst meðal tíu bestu há- skólalistasafnanna. Slík söfn spretta ekki úr engu en þau byggjast á áhuga og áræði, og fjármögnun frá hinu opinbera og frá einkaaðilum; gjöfum eða framlagi úr sjóðum, auk þess sem háskólarnir hafa eyrna- merkta fjárveitingu eða lögbundna skyldu til að nota til listaverkakaupa visst hlutfall af húsnæðiskostnaði. Verk sem pöntuð eru frá listamönn- um í skúlptúrsafn Western Gallery hafa áður farið í gegnum strangt ferli og valnefnd sérfræðinga á veg- um skólans og úr nærsamfélaginu, verið fjármögnuð og hlotið samþykki stjórnar háskólans. Þótt safnið hafi getað nýtt prósentuhlutfall (0,5%) af fé sem varið hefur verið til endur- nýjunar bygginga á lóðinni í sam- ræmi við stefnu listráðs Washing- ton-ríkis um list í opinberu rými, þá dugði það ekki til í tilviki áður- nefndrar Söruh Zse sem er eftir- sóttur samtímalistamaður. Að sögn Hafþórs mun Zse hins vegar hafa hrifist svo af skúlptúrsafninu að hún veitir góðan afslátt – sem betur fer því allt stefnir í að væntanleg verk hennar verði einstaklega hrífandi framlag til þess. Þá stuðlar verk hennar að því að auka þar hlut kvenna en verk sem konur eru höf- undar að verða þá tíu samtals. Skúlptúr sem staður Hið nýja verk Zse minnir á að listasafn Western Washington- háskóla, eins og raunar öll söfn, er í stöðugri mótun í gegnum innkaup, miðlun og rannsóknir. Saga safnsins varpar ljósi á sérstöðu þess. Háskól- inn hóf að huga að listskreytingum á 6. áratugnum með áherslu á skúlp- túra og var lögð áhersla á að lista- menn fengju sjálfir að velja verkum sínum stað á háskólasvæðinu. Með aukinni fjármögnun varð svæðið áhugaverður og tilraunakenndur vettvangur sem endurspeglaði list- hreyfingar samtímans – svo sem óhlutbundna list, naumhyggju og landlist – í átt frá því að arkitektar pöntuðu skúlptúra til þess að veita listamönnum frelsi til að vinna stað- bundin verk („site-specific“) þar sem umhverfið, saga eða samfélagslegt samhengi var haft að leiðarljósi. Stálskúlptúr Isamu Noguchi, „Sky- viewing Sculpture“ frá 1969, sem sett var upp á einu aðaltorgi há- skólasvæðisins árið 1969, er dæmi um hið fyrrnefnda. Eins og nafnið bendir til kallar verk Noguchi engu að síður á virka rýmislega þátttöku áhorfandans sem gengur inn í verkið og horfir jafnframt út fyrir það, til himins, og ef til vill einnig inn á við. Í öðru stálverki, frá 1982, leitast Richard Serra við að virkja staðinn sem slíkan í þríhyrningslaga verki sem undirstrikar rýmislega afstöðu vegfarenda sem koma úr og stefna í þrjár áttir, en kemur róti á hana, rammar inn umhverfið eða byrgir sýn. Loyd Hamrol skapar hins vegar skjól og skírskotar til staðhátta og atvinnusögu Bellingham, sem og menningar frumbyggja, í verkinu Log Ramps frá 1974 sem eins og nafnið bendir til er reist úr trjábol- um en form þess minnir á frum- byggjatjald. Nancy Holt notar nátt- úrulegt grjót (sem tengist landsvæð- inu) til að hlaða hringlaga strúktúr, „Stone Enclosure: Rock Rings“ frá 1977-78, sem stendur á jaðarsvæði við hávaxinn skóginn sem einkennir svo mjög heillandi landslag norð- vestursins í Bandaríkjunum og á vesturströnd Kanada. Forn mann- virki koma upp í hugann en þegar inn í verkið er komið blasa við boga- göng sem liggja frá suðri til norðurs og tengjast Pólstjörnunni, leiðar- stjörnu sjófarenda. Gáttir opnast í ýmsar áttir á hringferð áhorfandans í verkinu. Viðarplankar George Trakas, „Bay View Station“ frá 1987, liggja á mörkum listar og landslagsarkitektúrs en ganga eftir þeim býður upp á breytilegt útsýni yfir flóann og hugsanir um flæði merkingar, um samgönguæðar, ár og bryggjur. Hvað er háskóli ef ekki farvegur merkingarstraums? Verk Toms Otternes, „Feats of Strength“ frá 1999, sker sig úr fyrir þær sakir að verkið er fígúratíft. Litlar og skondnar bronsverur vekja kátínu og minna á teiknimyndakalla (þ.á m. er ein kvenkyns útgáfa) sem ýmist líkja eftir athöfnum nemenda sem sóla sig á náttúrulegum sand- steini eða reyna sig við grjótlyft- ingar. Hugsanlega túlka verurnar andlegar kraftlyftingar nemenda skólans en annað verk, og ekki síður vinsæll viðkomustaður nemenda, er hið monúmentalíska „Stadium Piece“ eftir Bruce Nauman. Verkið er frá 1998-99 og setur sterkan svip á háskólasvæðið en það minnir í senn á háskólatröppur og áhorf- endapalla íþróttavalla, útileikhúsa eða fyrirlestrasala. Þannig dregur Nauman á snjallan hátt saman byggingarfræðilega þætti, virðu- leika og menningargildi stofnunar- innar, sem og hugmyndir um lær- dóm sem andlega íþrótt eða leit. Tröppugangurinn sjálfur er hins vegar til þess fallinn að rugla vegfar- endur skemmtilega í ríminu og fá þá til að íhuga stöðu sína. Verk Naum- ans og annarra áðurnefndra lista- manna eru dæmi um það hvernig staðurinn verður órjúfanlegur hluti af merkingu verksins. Þau beinlínis draga fram háskólasvæðið sem sér- stakan stað eins og fram kemur í máli fyrrverandi safnstjóra Western Gallery, Söruh Clark-Langager, í bók hennar Sculpture in Place – Campus as Site frá 2002. Margháttað starf safnstjórans Eins og nærri má geta kalla úti- listaverkin – sem berskjölduð eru fyrir ágangi og sveiflum í veðri – á viðhald og varðveislu þeirra geta fylgt ýmsar áskoranir. Í ljós kemur að Hafþór hefur sérþekkingu á slík- um málum. Hann ritstýrði bókinni Conservation and Maintenance of Contemporary Public Art sem kom út 2001 en þar er einnig fjallað um fjármögnun verkefna og lagaleg málefni. Hlutverk safnstjórans er því býsna fjölþætt og aðspurður bendir Hafþór á að aukið fjármagn til viðhalds verka á sl. tveimur árum hafi skilað sér í forvörslu tólf stórra skúlptúra og unnið sé að endur- bótum á þremur öðrum. Hafþór hef- ur einnig umsjón með verkum sem hýst eru innandyra, þ.á m. skúlptúr- um sem til sýnis eru í völdum rým- um. Western Gallery á einnig tals- verðan fjölda tvívíðra verka, sem mörg hver tengjast svæðisbundnum Listin og háskólinn í Bellingham Ljósmynd/Tyler Kendig Safnstjórinn Hafþór Yngvason í listaverkageymslu Western Gallery fyrir framan verk eftir Jackson Pollock, No. 3, blekverk á pappír frá 1951. Umhverfislist Verk Nancy Holt, „Stone Enclosure: Rock Rings“, 1977-78. Kven-Atlas Fígúratíft bronsverk Toms Otternes, „Feats of Strength“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.