Morgunblaðið - 05.07.2018, Page 61

Morgunblaðið - 05.07.2018, Page 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 Módel: Kolfinna Nikulásdóttir ray-ban.is Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Tónskáldið Snorri Hallgrímsson gaf nýlega út sína fyrstu hljóm- plötu undir nafninu Orbit en platan er gefin út af kanadíska útgáfufyr- irtækinu Moderna Records. Snorri er hámenntaður tónlistarmaður en hann lauk BA-námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands árið 2013 og MA-námi við Berklee-tónlistar- háskólann í València á Spáni árið 2014. Orbit er innblásin af reynslu og tilfinningum Snorra frá náms- árunum í Spáni og Mexíkó og upp- lifun hans af heimkomunni til Íslands. „Megnið af plötunni var skrifað rétt eftir að ég flutti aftur til Íslands,“ seg- ir Snorri. „Ég var lengi búinn að búa á mjög hlýj- um og sólríkum stöðum, svo ég þurfti að venjast því að vera kom- inn aftur í veturinn á Íslandi. Svo var konan mín, Jelena, sem er kan- adísk, að upplifa sinn fyrsta vetur á Íslandi. Það var skrýtið að ganga í gegnum þetta.“ Að vera heima en finnast maður ekki vera það „Þegar ég var á Spáni hafði ég verið í alþjóðlegu námi. Þar var ég í algerri blöðru af hundrað ein- staklingum sem allir voru í sömu stöðu og ég. Ég eignaðist svo mikið af frábærum vinum að þegar sá tími leið tók við hálfgerð þynnka þegar við tvístruðumst hver í sína áttina til okkar heimalanda. Þegar ég kom aftur heim til Íslands fannst mér Ísland einhvern veginn hálftómlegt miðað við hvernig þetta hafði verið úti. Allt í einu var ég kominn heim en svo mikið af mín- um nánustu var ekki lengur í kringum mig. Það var einhvern veginn skrýtnara að vera kominn heim.“ Snorri segir lagatextann á plöt- unni mikið fjalla um tilfinninguna að vera heima en finnast maður þó ekki vera það. „Ég væri að fara fram úr mér ef ég segði að tónlistin sjálf væri mjög innblásin af þessum tilfinningum,“ segir hann hins veg- ar. „Ég hef alltaf samið mjög mel- ankólíska músík. Ég þori ekki að benda á augljóst samhengi þar á milli; um að ég hafi verið dapur í skammdeginu og þess vegna samið þunga, sorglega tónlist því ég hef í raun alltaf gert það hvort sem ég er glaður eða dapur. Megnið af því sem ég var að semja áður en ég flutti út var klassísks eðlis, verk fyrir klassísk hljóðfæri sem hægt væri að flytja í því umhverfi.“ Titilinn Orbit segir Snorri einnig vísa í heimkomu sína og þá tilfinn- ingu að hann sé á sporbaug um heiminn til að hitta og heimsækja vini sína frá hinum ýmsu heims- hornum. Um tónlistarstefnuna sem hljómplatan sver sig í ætt við segir Snorri: „Ég hef ekki sagt skilið við klassíska tónlist. Platan er klárlega byggð á þeim klassíska bakgrunni sem ég hef. Hljóðfærin eru mjög hefðbundin; t.d. er aðalhljóðfærið strengjasveit. Þetta er í átt við kvikmyndatónlist; nýklassík eins og þeir kalla það, eins og Ólafur Arn- alds, Max Richter og Jóhann Jó- hannsson hafa fengist við. En mér finnst tónlistin mín lengra í átt að popptónlist, því ég syng og er mik- ið í elektróník með raftöktum ofan á. Þetta er einhvers konar blanda af strengjum, þungum raftöktum og píanóum.“ Auðvelt að detta í klisjur Lagatextinn á plötu Snorra er á ensku, en Snorri segir sér það eðl- islægt. „Ég er eiginlega búinn að tala meiri ensku en íslensku síðustu árin, meira að segja hér á Íslandi af því að ég er giftur Kanadabúa. Þegar ég byrjaði að semja þetta var ég mikið að fjalla um tilfinn- ingar og fólk sem ég hef átt öll samskipti við á ensku. Mér fannst það eðlilegra. Maður er bara miklu vanari að heyra dægurlög á ensku heldur en íslensku. Auk þess samdi konan mín, sem er laga- og texta- höfundur, um það bil helminginn af textanum á plötunni og hún talar auðvitað ensku að móðurmáli. Ég tala fínustu ensku, en þegar maður semur texta á tungumáli sem er ekki manns eigið verður það svo takmarkandi. Maður heyrir hvað það er auðvelt að detta í klisjur og hluti sem er alltaf verið að segja. Þótt ég tali góða ensku er orðaforð- inn og hugmyndaflugið takmarkað. Maður neyðist til að grípa í eitt- hvað sem er ofnotað.“ Snorri tók upp plötuna sína í hljóðveri Ólafs Arnalds og fékk raf- takta frá samnemanda að nafni Drew Redman sem hann notaðist við í upptökunum. „Þótt það hafi verið svolítið einmanalegt ferli að gera þetta, þá er ég að gera það sem mig langaði að gera, mitt eigið efni,“ segir Snorri. „Ég hef ekki unnið við annað en tónlist í fimm ár núna og er ekkert að fara að hætta. Það sem mér finnst mikilvægast er að fólk geti hlustað og tengst mús- íkinni einhverjum tilfinningabönd- um, þótt það séu ekki endilega sömu tilfinningar og ég er að tjá. Mér finnst gott ef fólk getur hlust- að og yfirfært tilfinningar plöt- unnar á eigin tilfinningar og líf.“ „Skrýtnara að vera kominn heim“  Snorri Hallgrímsson gefur út hljómplötuna Orbit  Fjallað um heimkomu til Íslands eftir námsár Heima Snorra þótti undarleg tilfinning að venjast köldum vetrum Íslands upp á nýtt eftir heimkomuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.