Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 1
llý
hjálm
Axla sínaábyrgð
22. JÚLÍ 2018
NUDAGUR
Myndlistarmaðurinnþekkir ána sína
SUN
W. Axl Rose oghin málmgoðiní Guns N’ Rosesstefna bomsunumloksins hingaðupp á Skerið 8
Á suðurslóðumRagnar Axelsson myndaðimannlífið á Sikiley16
Veitt með Þorra Hrings-syni í Laxá í Aðaldal18
Þegar E
hitti VilÞegar Elí Th
L A U G A R D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 170. tölublað 106. árgangur
HAMRAHLÍÐAR-
KÓRINN Á
GLJÚFRASTEINI
BJARGEY MEÐ
24. EINKA-
SÝNINGUNA
VASASPEGILL 46STOFUTÓNLEIKAR 12
Baldur Arnarson
Nína Guðrún Geirsdóttir
Breski auðmaðurinn James Ratcliffe
og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt
í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þessara
jarða eru í Vopnafirði. Þá eiga þeir
aðild að á þriðja tug félaga. Flest eru
í eigu móðurfélags í Lúxemborg.
Ratcliffe er skráður fyrir stórum
hluta í Veiðiklúbbnum Streng í
gegnum eignarhluti í bresku félagi.
Gísli Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri Veiðiklúbbsins Strengs, segir
þessi kaup hafa miðað að því að
tryggja réttindi í kringum laxveiði.
„Það er gert af áhuga á að byggja
hana upp. Það hófst í Vesturdalsá.
Svo hófst sú vinna í Selá, Hofsá og
Hafralónsá. Markmiðið er að reyna
að efla laxagengd í ánum því ef við
komum þeim í þær tölur sem við vilj-
um sjá – við höfum sett okkur mark-
mið í þeim efnum – verður þetta
paradís á jörð,“ segir Gísli.
Milljarðamæringar í veiði
Gísli segir erlent efnafólk greiða
mikið fyrir að fá að veiða í friði. Með
samstarfi við Ratcliffe skapist teng-
ing við eignamenn sem flestir heima-
menn hafi ekki aðgang að. Uppbygg-
ingin sé liður í að efla fágætisferða-
þjónustu á Íslandi. Hann segir áform
um mikla fjárfestingu við Hafralónsá
hafa verið sett á ís eftir að veiðifélag
gerði kröfur um hátt leiguverð.
„Hafa hamast mikið í okkur“
Feðgarnir Marinó Jóhannsson og
Ævar Rafn Marinósson í Tunguseli í
Langanesbyggð gagnrýna jarða-
kaup Ratcliffe og félaga. Hafi lög-
maður þrýst á þá að selja jörðina.
„Þeir hafa mikið hamast í okkur.
Þetta teljast nánast ofsóknir. Af-
staða okkar feðga er sú að við erum
ekki síður að verja veiðifélagið og
halda því heima. Ef við missum
meirihlutann er allt farið,“ segir
Marinó, en Ratcliffe og viðskipta-
félagar eiga nú jarðir í kring.
Þá segja feðgarnir að þrýst hafi
verið á þá að setja tugi milljóna í
nýja girðingu. Slíkar kröfur hafi ekki
verið gerðar áður. Almennur sauð-
fjárbóndi geti ekki staðið undir þeim.
Athygli vekur að ekki virðist getið
um hluthafa í félaginu Dylan Hold-
ing í Lúxemborg, sem á fjölda jarða
á Norðausturlandi í gegnum eignar-
hald sitt á íslenskum félögum.
Eiga um 40 jarðir á Íslandi
Auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hafa aukið umsvifin ár frá ári
Talsmaður segir kaupin skapa einstök tækifæri Þrýst á bændur að selja land
Vopnafjörður
27 af 39
bæjum og jörðum í eigu
umræddra aðila eru í
Vopnafirði
MJarðakaup … »18-20
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Staðreyndin er samt sú að öryggi
er ógnað og ljóst að ekki verður
lengi haldið áfram með of fáum
ljósmæðrum sem að auki eru að ör-
magnast vegna álags. Það er því
lífsnauðsynlegt að deiluaðilar semji
Neskaupstað lýstu ljósmæður yfir
áhyggjum, í samtali við blaðið.
Halla Harðardóttir, ljósmóðir
á Akureyri, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi enn vera
nóg að gera en önnur ljósmóðir
lýsti því þannig í gærmorgun að allt
væri á hvolfi og helgin illa mönnuð.
Deildin tók í gær við fjölda mæðra
og sagði Halla eina tilvonandi móð-
ur nýkomna á deildina og a.m.k.
aðra til viðbótar vera á leiðinni.
Aðspurð hvernig nóttin liti út
sagði Halla: „Það er svo erfitt að
segja. Þetta getur breyst eins og
hendi sé veifað. Við höfum allavega
nóg að gera eins og er. Við erum al-
veg með lágmarksmönnun.“ »2
sem fyrst og sú sátt þarf að leiða til
þess að ljósmæður snúi aftur til
starfa á Landspítala.“
Svona lýkur forstjórapistli
Páls Matthíassonar til starfsfólks
Landspítalans sem birtur var í gær.
Ljóst er að kjarabarátta ljós-
mæðra teygir anga sína víða en á
Ísafirði, Akranesi, Akureyri og í
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ljósmæðradeila ógnar öryggi
Mikið að gera fram á kvöld „Þetta getur breyst eins og hendi sé veifað“
Nýburi Halldór Valur Leifsson segir sig og barnsmóður sína, Eyrúnu Evu Steinarsdóttur, ekki hafa fundið fyrir áhrifum af yfirvinnubanni þegar þau voru á
fæðingardeildinni á Akureyri í gær. „Hér var bara toppþjónusta,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Ljósmóðirin Nina Munoz aðstoðar hér foreldrana.
Fyrir rúmum 40 árum byrjuðu ís-
lensk stúlka í Garðabænum, Elín
Thorarensen, og bandarískur
drengur í Kaliforníu, Will Lewis, að
skrifast á. Vinátta þeirra hefur
haldist alla tíð síðan og Will heim-
sótti Ísland, og Elínu, nú nýverið í
sjötta sinn.
Will, sem starfar hjá Microsoft í
Bandaríkjunum, hefur alla tíð haft
mikinn áhuga á Íslandi og íslenskri
tungu. Nú hefur Microsoft innleitt
íslenskuna í þýðingarvél sína,
Microsoft Translator, að því er
segja má fyrir tilstilli vináttu Elínar
og Wills.
Rætt er við Will og Elínu í Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins þar sem
þau rifja m.a. upp aðdraganda vin-
áttunnar og fyrstu heimsókn Wills
til Íslands.
Íslenska í þýðingar-
vél Microsoft
Pennavinir Will Lewis og Elín Thorarensen.
Morgunblaðið/Arnþór
Sjö ár verða liðin á morgun, 22.
júlí, frá hryðjuverkaárásinni í Ósló
og Útey í Noregi. Anders Behring
Breivik myrti 69 ungmenni í Útey
og átta manns fórust í sprengingu í
stjórnarráðshverfinu í Ósló.
Á þessum sjö árum hafa þau fórn-
arlömb, sem lifðu árásina af, upp-
lifað morðhótanir og áreitni.
„Það hefði verið best fyrir okkur
öll ef þú hefðir ekki lifað árásina á
Útey af. Það er synd að Breivik
hitti ekki betur en þetta,“ er meðal
hótana í garð fórnarlamba. »26
Sjö ár frá hryðju-
verkunum í Útey