Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 31. OKTÓBER – 14. NÓVEMBER SUÐUR-AFRÍKA FRAMANDI OG FÖGUR 15 daga ferð á slóðir spennandi menningar, góðs matar og dýrindis veiga. MIKIÐ INNIFALIÐ. FRÁ 489.900 KR. Verð á mann m.v. 2 fullorðna. NÁNAR Á UU.IS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Leiðarljós okkar er að efnis-skrá og andblær stofu-tónleikanna sé í anda þessmenningarheimilis sem hér var í tíð Halldór Laxnes og Auð- ar. Hingað komu fyrr á tíð gjarnan erlendir tónlistarmenn í heimsóknir og varla leið sá dagur að Halldór settist ekki við flygilinn og léki eitt- hvað, þá gjarnan Bach sem hann dáði mjög. Það var hans rútína. Þetta er stemning og menning sem við viljum halda í,“ segir Valdís Þor- kelsdóttir, tónleikarahaldari á Gljúfrasteini Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur held- ur tónleika á Gljúfrasteini – húsi skáldsins í Mosfellsdal á morgun, sunnudaginn 22. júlí, kl. 16. Á efnis- skránni eru lög eftir Jóhann G. Jó- hannsson, Jón Þórarinsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Atla Heimi Sveinsson við ljóð Halldórs Laxness. Kórinn undirbýr nú ferð til Tallinn í Eistlandi á virtustu og stærstu kó- rahátíð Evrópu, Europa Cantat. Það verður í 13. skipti sem Hamrahlíð- arkórinn tekur þátt í hátíðinni, alltaf með nýju og ungu söngfólki, en kór- inn hefur alltaf verið í fremstu röð og leiðandi í tónlistarlífi Íslendinga. Góður andi í stofunni Stofutónleikar hafa verið haldn- ir á Gljúfrasteini á hverjum sunnu- degi yfir sumarið í áraraðir. Sígild tónlist hefur þar jafnan verið áber- andi og margir góðir listamenn kom- ið fram. „Við sjáum gjarnan sama fólkið mæta aftur og aftur og svo bætast auðvitað alltaf fleiri við. Það er líka einstaklega góður andi í stof- unni hér. Þegar fólk sest niður í stof- unni í húsi skáldsins; og horfir út um gluggann á sundlaugina við húsið og Grímannsfellið er eins og notaleg til- finning færist yfir allt og alla. Og það er ekki bara að gestum líki stað- urinn; meðal tónlistarmanna er eft- irsótt að koma hér fram,“ segir Val- dís sem ólst upp í Mosfellsdalnum, dóttir Þorkels Jóelssonar hornleik- ara og Diddúar, Sigrúnar Hjálmtýs- dóttir söngkonu. „Ég man vel eftir Halldóri Lax- ness hér í sveitinni og afabarn hans, Dóri DNA, er æskuvinur minn og með honum kom ég stundum að Gljúfrasteini. Þá voru Auður Lax- ness og móðir mín góða vinkonur svo tengslin milli fjölskyldnanna eru sterk. Því ætlar móðir mín á tón- leikum sem hér verða á sunnudaginn eftir viku, 29. júlí, að segja frá kynn- um sínum við þessa góðu nágranna jafnframt því sem hún syngur nokk- ur lög,“ segir Valdís sem hefur lesið öll helstu verk Laxness. Segir þau höfða sterkt til sín, þá vissulega hvert með sínu móti. Í túninu heima „Auðvitað hreyfa verk Laxness við fólki með ólíkum hætti. Þannig er með allar bókmenntir. Ég var bú- sett erlendis og haldin sterkri heimþrá þegar ég las Para- dísarheimt. Við þær aðstæður greip skáldsagan mig mjög sterkum tök- um. Og þar sem ég er héðan úr Mos- fellsdalnum þá finnst mér gaman að endurminningabókunum Í túninu heima og Innansveitarkróníku, enda þekki ég alla staðhætti og sögurnar eru fullar af húmor,“ segir Valdís Þorkelsdóttir að síðustu. Sungið á menningarheimili Stofutónleikar á Gljúfrasteini eru haldnir alla sunnudaga sumarsins og njóta vinsælda. Nú er komin röðin að Hamrahlíðarkórnum sem syngur lög ýmissa lagahöfunda við ljóð Laxness. Ljósmynd/Aðsend Hamrahlíðarkór Mörg tónskáld hafa samið lög við ljóð Halldórs Laxness og þau ætlar kórinn að syngja á sunnudag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tónleikahaldari „Það er líka einstaklega góður andi í stofunni hér,“ segir Valdís Þorkelsdóttir sem er úr Mosfellsdanum og man Nóbelsskáldið vel. Tónlist, dans, leiklist, beatbox- kennsla, sirkuskennsla, jóga, fönd- ur, töframaður, skemmtiatriði, nudd, ritlist, ungbarnasvæði og margt fleira verður í boði fyrir fjöl- skylduna í hjarta borgarinnar síð- asta sunnudaginn í júlí. Þetta er barna- og fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra sem nú er efnt til í þriðja sinn. Í fyrra komu um 3.000 manns, börn og fullorðnir, á Klambratún til að taka þátt í hátíðarhöldunum og búist er við því að gestafjöldi aukist verulega í ár. Hugmyndir að hátíðinni eru sótt- ar frá sambærilegum hátíðum sem haldnar hafa verið í Skandinavíu og notið mikilla vinsælda. „Í Osló er á ári hverju haldin svona hátíð og við höfum haft hana að nokkru leyti sem fyrirmynd. Dagskráin stendur allan daginn og svo lýkur þessu með tónleikum síðdegis. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hildur Soffía Vignisdóttir sem er einn af skipuleggjendum þessa viðburðar. Markmiðið er, segir Hildur Soffía, að bjóða börnum og fullorðnum upp á skemmtun og fróðleik á grænu svæði í Reykjavík með fjölbreyttum menningar- og listaviðburðum. Svæðið er einnig hannað út frá þörf- um barna og ungbarna, en boðið verður upp á skiptiaðstöðu, svæði til brjóstagjafar í næði, ungbarnanudd og svo má lengi telja. Meðal við- burða verður sirkuskennsla, beat- boxkennsla, Emmsjé Gauti, graffiti- kennsla, Vera og Vatnið, Jói Pé og Króli, ævintýri í Sparilandi, skák- kennsla, sögukeppni, töframaður, Spaðabani, dans af ýmsu tagi, jóga, föndur, tattú, Ronja Ræningjadóttir, Þorri og Þura, ritlistarsmiðja, and- litsmálning, ljóðalestur og margt fleira. Öll afþreying er innifalin í miða- verðinu og kostar miðinn litlar 1.500 krónur og séu fjórir miðar keyptir gerir það 5.000 krónur. Frítt er fyrir 3ja ára og yngri. Barna- og fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra verður 29. júlí Góð hátíð á grænu svæði Trúðurinn Sá leikur listir sínar. Klambratún Eftirvænting og gleði í augum barnanna sem mættu í fyrra. 22. júlí Hamrahlíðarkórinn und- ir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur flytur lög við ljóð Hall- dórs Laxness. 29. júlí Diddú heiðrar minningu Auðar Laxness, húsfreyjunnar á Gljúfrasteini, í tilefni af 100 ára afmæli hennar. Undirleikur Helga Bryndísar Magnúsdóttur. 5. ágúst Vísur og skvísur flytja íslensk og skandinavísk vísna- lög þar sem texti og tilfinning mæta hljómþýðum laglínum. 12. ágúst Strákarnir í Polla- pönki með barnaskemmtun. 19. ágúst Bryndís Halla leikur sellósvítur J.S. Bach. 26. ágúst Bjarni Frímann Bjarnason blaðar í nótnasafni Halldórs Laxness og flytur úrval verka á flygil skáldsins. Tónleikarnir hefjast alltaf kl. 16 á sunnudögum. Fjölbreytt dagskrá SUNNUDAGSTÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.