Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 mars 2018 til 11. júlí 2018 og EFLA vann minnisblaðið upp úr gögnunum. Sjálfvirkur mælir Umhverf- isstofnunar á Ak- ureyri er stað- settur við menningarhúsið Hof við Strand- götu, á milli hafnarinnar og miðbæj- ar Akureyrar, þó nær miðbænum. Hann er staðsettur í um tveggja metra hæð frá jörðu og er um að ræða símælingu á svifryki (<PM10), brennisteinsdíoxíði (SO2), niturmó- noxíði (NO) og niturdíoxíði (NO2). Hægt er að sjá niðurstöður mæl- inga í rauntíma á heimasíðu Um- hverfisstofnunar. Fram kemur í minnisblaðinu að frá miðjum febrúar til 11. júlí fór sól- Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mælingar Umhverfisstofnunar við Strandgötu á Akureyri fyrstu rúm- lega sex mánuði ársins 2018 sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmti- ferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. „Af þessum niðurstöðum er þó hægt að draga þá ályktun að útblást- ur svifryks, niturdíoxíðs og brenni- steinsdíoxíðs frá skemmtiferðaskip- um hafi ekki haft heilsufarsleg áhrif á fólk í miðbæ Akureyrar eða allra næsta nágrenni á umræddu mæli- tímabili,“ segir m.a. í minnisblaði verkfræðistofunnar EFLU um nið- urstöðu mælinga Umhverfisstofnun- ar, sem unnið var fyrir Hafnarsam- lag Norðurlands. Umhverfisstofnun tók saman niðurstöður mælinga frá arhringsmeðaltal svifryks (PM10) níu sinnum yfir heilsuverndarmörk. Seinast gerðist það 12. apríl og því ekki hægt að tengja þessa sérstöku háu toppa við útblástur frá skemmti- ferðaskipum, enda kom ekkert skip svo snemma árs. Í minnisblaðinu kemur fram að á tímabilinu hefur styrkur niturdíox- íðs (NO2) aldrei farið yfir heilsu- verndarmörk og er vel undir þeim mörkum allt tímabilið. Þá hefur styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) verið mjög lítill og stöðugur á tíma- bilinu og aldrei verið nálægt því að fara yfir heilsuverndarmörk. Lítill toppur mældist þó 3. júní. Þann dag var í höfn skemmtiferða- skip sem var smíðað árið 1972 og gæti gamall vélbúnaður og hönnun mögulega hafa orsakað þennan topp sem þó var langt undir heilsuvernd- armörkum, segir m.a. í minnis- blaðinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Risaskip í höfn MSC Meraviglia lagðist að bryggju á Akureyri í maí sl. Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem nokkurn tíma hefur komið til Íslands. Áhrifin vart merkjanleg  Mælingar sýna að útblástur frá skemmtiferðaskipum hefur ekki haft heilsufarsleg áhrif á fólk í miðbæ Akureyrar Pétur Ólafsson „Það er ánægjulegt að hafa loks tölur frá fagaðilum sem ná yfir lengri tíma um það hvort um mikla mengun frá skemmti- ferðaskipum sé að ræða,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri og formaður samtak- anna Cruise Iceland. „Mikil þróun er innan iðn- aðarins varðandi þessi mál og eru skip að koma á markaðinn sem m.a. verða knúin LNG, eða náttúrugasi. Eitt slíkt skip mun m.a. sigla við Ísland næsta sumar,“ segir Pétur. Nú eru mörg skip í smíðum víðs vegar um heiminn sem knúin verða náttúrugasi. Mikil þróun er í greininni PÉTUR ÓLAFSSON Ráðstefna um bálkakeðjur, hátækni og nýsköpun verður í Hörpu mánu- daginn 23. júlí frá klukkan 9 til 12.30. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, setur ráðstefnuna. Fyrirles- arar eru bæði erlendir og íslenskir, þeirra á meðal er Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Ís- lands. Ráðstefna um bálkakeðjur Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hannaður árið 1938 af: Bonet, Kurchan & Ferrari Leður stóll verð 149.000,- Leður púði verð 13.900,- Skútustaðahreppur hefur fengið undanþágu frá ákvæðum um grann- svæði vatnsverndarsvæða svo heim- ila megi landeigendum að koma upp salernisaðstöðu og bílastæðum við Grjótagjá. Vegna slæmrar umgengni gesta í hellinum ákváðu landeigendur fyrr í mánuðinum að loka fyrir hinn vin- sæla baðstað Kvennagjá þar til leyfi fengist fyrir salernisaðstöðu ásamt því að færa bílastæði fjær gjánni. Í samtali við mbl.is í gær sagði Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, að sveitarfélagið gæti nú staðfest deiliskipulag og landeigendur hafist handa við að hanna mannvirki og annað. Ekki er ljóst hvort Kvennagjá verður opnuð að nýju í sumar þar sem endanleg samþykkt skipulags- ins fer ekki fram fyrr en í ágúst. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Grjótagjá Baðlauginni var lokað fyrr í júlí vegna slæmrar umgengni. Fá að setja salerni við Grjótagjá  Fengu undanþágu frá ráðuneytinu Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hrókurinn og Kalak, vinafélag Ís- lands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Tilefnið er að 15 ár eru frá því að starf Hróksliða hófst á Græn- landi, en félagið hefur skipulagt hátt í 70 ferðir og hátíðir hjá vin- unum á Grænlandi frá því að Hrók- urinn hélt fyrsta skákmót í sögu Grænlands árið 2003. Hrókurinn hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samfélagsverk- efnum á Grænlandi með kjörorð sitt að leiðarljósi: „Við erum ein fjölskylda.“ Í Pakkhúsinu verður sagt frá há- tíðum á Austur-Grænlandi 2.-7. ágúst og í Kullorsuaq á Vestur- Grænlandi í september. Þá verða til sýnis ljósmyndir og listmunir frá Grænlandi og úr sögu Hróksins. Hátíðarhöldin munu standa yfir frá klukkan tvö til klukkan fjögur í dag. Öllum sem vilja er velkomið að taka þátt og verða veitingar í boði hússins. Ljósmynd/Hrókurinn Meistaramót Frá meistaramóti Hróksins í Nuuk á Grænlandi í júní. Fagna 15 árum  Hrókurinn á Grænlandi frá árinu 2003  Bjóða til hátíðarhalda í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.