Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ SvanhildurHelgadóttir fæddist á Fæðing- arheimili Reykja- víkur 15. apríl 1967. Hún lést eftir erfið veikindi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 11. júlí 2018. Foreldrar Svan- hildar eru Sigríður Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Kleifum í Seyð- isfirði, fædd 20. desember 1945, og Helgi Gústafsson leigubíls- stjóri, látinn. Bróðir Svanhildar, sam- mæðra, er Eggert Stefán Stef- ánsson, fæddur 3. ágúst 1972. Svanhildur giftist hinn 9. júlí 1994 Ágústi Østerby, f. 21. júlí 1965. Þau slitu samvistum. Svanhildur og Ágúst eign- uðust tvo börn. Þau eru Dag- bjartur Sebastian Østerby há- skólanemi, f. 28. júlí 1996, og Álfheiður Østerby framhalds- skólanemi, f. 25. febrúar 2000. Svanhildur ólst upp fyrstu fjögur árin í Þorlákshöfn og síð- an í Reykjavík til 11 ára aldurs, störf á lífsleiðinni og vílaði fátt fyrir sér þegar kom að því að draga björg í bú. Eftir að hún flutti aftur til Íslands og var búin að koma sér fyrir í samfélaginu á nýjan leik starfaði hún á að- alskrifstofu Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands þar til veik- indin leyfðu ekki meir. Svanhildur elskaði tónlist og lærði á hljóðfæri frá barnsaldri, fyrst flautu og seinna píanó. Hún var söngelsk mjög og söng m.a. með skólakór FSu, Íslendinga- kórnum í Kaupmannahöfn og Kirkjukór Þorlákshafnar. Hún var einn af stofnendum Lúðra- sveitar Þorlákshafnar árið 1984, sat þar í stjórn og spilaði með sveitinni í fjöldamörg ár þá og síðan af fullum krafti sl. áratug og vantaði aldrei á æfingar sama hvað gekk á heilsufarslega séð. Svanhildur var einnig virk- ur meðlimur í Norræna félaginu í Ölfusi. Svanhildur var mikið náttúru- barn og sótti styrk í útiveru hverskonar, hvort sem voru al- mennar gönguferðir eða dútl í garðinum. Hún bar sterkar til- finningar til Seyðisfjarðar í Ísa- fjarðardjúpi og fór gjarnan þangað ef hún gat til að sækja sér orku. Útför hennar verður gerð frá Þorlákskirkju í dag, 21. júlí 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. en flutti þá til Þor- lákshafnar aftur þar sem hún lauk hefðbundnu grunn- skólanámi. Hún fór í Fjölbrautaskóla Suðurlands þaðan sem hún útskrif- aðist sem stúdent vorið 1987. Sum- arvinnan þessi árin var í Esso hjá Þórði Sveinssyni. Eftir stúdentspróf var hún eitt ár á skrifstofu Kaupfélagi Árnes- inga. Þá lá leið hennar í bak- pokaferðalag um Suður- Ameríku. Eftir þá ferð vann hún hjá Ísal í Straumsvík og fór síð- an í Háskóla Íslands þaðan sem hún lauk viðskiptafræðinámi. Að því loknu flutti hún til Danmerk- ur þar sem hún vann og stundaði einnig nám við Copenhagen Bus- iness School og bjó ásamt fjöl- skyldu sinni í áratug. Eftir nám kom hún aftur til Íslands ásamt börnum sínum í upphafi árs 2008 og flutti þá til Þorláks- hafnar þar sem hún bjó til dauðadags. Svanhildur vann fjölmörg Í Lúðrasveit Þorlákshafnar er nú búið að höggva stórt skarð. Hún Svanhildur okkar er fallin frá og þar fór ekki aðeins góður félagi heldur líka einn af stofn- endum lúðrasveitarinnar og ötull talsmaður og stuðningskona við þetta 34 ára gamla menningar- starf sem LÞ er. Svanhildur spilaði á þverflautu og stundaði æfingar samvisku- samlega í öll þau ár sem hún bjó í Þorlákshöfn, meira að segja þeg- ar hún stóð í sínum erfiðustu bar- áttum í veikindunum þá mætti hún samt, brosandi og glöð. Hún lék með lúðrasveitinni á sínum síðustu tónleikum sumardaginn fyrsta, 23. apríl síðastliðinn. Lúðrasveitin í Þorlákshöfn er ekki bara hópur sem hittist og spilar saman heldur er hún eins og fjölskylda og Svanhildur átti stóran þátt í því. Hún passaði upp á fjármál hljómsveitarinnar og þar var sko ekkert „sirkabát“ og hérumbil, hún var með allt á hreinu! Lúðrasveitin fékk ekki aðeins að njóta krafta hennar heldur bjó hún líka til tvö yndisleg börn sem auðvitað fengu tónlistaruppeldi og eru þau Dagbjartur og Álf- heiður öflugir meðlimir í hljóm- sveitinni. Viljum við nota tæki- færið og votta þeim sem og öðrum aðstandendum Svanhildar okkar dýpstu samúð. Svanhildur lifir áfram í hjört- um okkar, í lögunum sem við spil- uðum saman og í gegnum börnin sín sem hún ól svo fallega upp. Fyrir hönd Lúðrasveitar Þor- lákshafnar, Ása Berglind Hjálmarsdóttir. Kæra vinkona mín, elsku þrjóskubelgurinn minn. Það sem þig langaði að geta farið út í rign- inguna nú í sumar og njóta þess að hoppa í pollunum. Og anda að þér fersku sumarlofti. Ég hélt í vonina þar til þú dróst ekki and- ann lengur. Hefði eflaust afskrif- að þig fyrr ef þú hefðir ekki verið einmitt þú. Hvílík þrautseigja, endalaus seigla – þú ætlaðir að vinna þetta. Og veistu á vissan hátt gerðir þú það, elsku Svan- hildur mín – einmitt með því hvernig þú valdir að nálgast meinið og baráttuna í kringum það. Lítil og fíngerð, dökkhærð, há kinnbein, uppbrett prakkaralegt nef, ótrúlega fallegt bros og fá- ránlega fullkomnar tennur. Ljós- eygð og örlítið nærsýn. Svaka- lega nákvæm, á stundum smámunasöm! Þú varst t.d. ekki rúmlega einn og sextíu á hæð, þú varst 161,5 cm á hæð! Og þannig nálgaðist þú margt, ekkert sirk- abát og hérumbil – hlutirnir urðu að vera á hreinu. Aldrei hvatvís ákvörðun, allt vel ígrundað – sem gat alveg tekið á fljóthuga vin- konu sem finnst allt í lagi að taka stundum bara stökkið og hlaupa af stað! Trygg og traust sem persónu- legur vinur, þú hlustaðir og gafst ráð – ég er ekki enn búin að gera upp við mig hvort ég sæki þetta mál þarna frá 2011 til þrautar – kemst líklega upp með það að gera það ekki úr þessu þegar enginn þrjóskubelgur er á kant- inum til þess að minna mig á það reglulega! Trygg og traust þeim félagsskap sem stóð næst þínu hjarta, þ.e. Lúðrasveit Þorláks- hafnar. Aldrei vantaði þig á æf- ingu eða nokkra einustu tónleika – fyrr en núna í maí – og þá fyrst léstu örlítið ergelsi í ljós. Trygg og traust Dagbjarti og Álfheiði sem voru þín verðlaun í lífinu. Þú varst garðálfur, hafðir mikla unun af því að vinna í garð- inum, sleist aldrei upp neitt nema skoða það vel, allar fjólur fengu að lifa, hvert sjálfsáð tré fór í pott eða sérstakan reit til seinni tíma brúks mögulega. Þú hafði mikla unun af tónlist hverskonar, lærð- ir bæði á flautu og píanó sem barn og unglingur. Varst virk í tónlistarflutningi, bæði með kór- um og lúðrasveit. Og það sem þú varst dásamlegur og stoltur lúð- ralúði og það var einmitt á því sviði sem maður sá best fallegu, lífsglöðu, hamingjusömu, hæfi- leikaríku, tilfinningaríku Svan- hildi. Í þér bjuggu miklar andstæð- ur: svo ferlega forn á margan máta en um leið dásamlega nú- tímaleg hvað annað varðaði, á hraða snigilsins í sumu en á spretti hérans í öðru, brjálæðis- lega sjálfstæð en þó ofur dugleg að leita þér aðstoðar með margt. Kaldhæðinn húmoristi sem tók lífið oft fullalvarlega. Lifðir miklu hófsemdar- og meinlætalífi en gladdist með bruðlaranum vin- konu þinni þegar hún fór á flakk eða djamm eða fékk sér nýja úlpu. Elsku Svanhildur mín, leiðir okkar hafa fléttast saman á einn eða annan máta allt frá barn- æsku. Við eignuðumst síðan báð- ar fjölskyldu sem bundust hvor annarri sterkum böndum. Lífið heldur áfram, einum fjölskyldu- meðlimi fátækari en reynslunni ríkari. Ég lofa að hoppa í pollun- um fyrir okkur báðar og anda að mér gróðurilminum og rækta eft- ir bestu getu það sem við báðar elskuðum. Ágústa Ragnars. Tilefni þess þessara minning- arbrota er að kveðja í hinsta sinn Svanhildi Helgadóttur vinkonu og stjórnarmann í Norræna fé- laginu í Ölfusi. Fyrir þó nokkrum árum greindist Svanhildur með krabba- mein en hún var sterk kona sem hélt ótrauð áfram. Hún sýndi hvað í henni bjó með því að takast á við veikindin af æðruleysi. Hún kaus að lifa, tók þátt í öllu því sem hún gat og var vongóð um bata til síðustu stundar. Henni var lagið að ræða ekki veikindi sín sem vandamál heldur sem verkefni sem hún varð að vinna úr. Að loknu meistaranámi í Dan- mörku flutti hún með börnin sín tvö aftur heim til Þorlákshafnar. Hún gerðist þá félagi í Norræna félaginu í Ölfusi, kom fljótlega inn í stjórn félagsins og var alla tíð virk í stjórnarstörfum sem og í fé- lagsstarfinu. Hún tók þátt í og hafði einstaklega gaman af menn- ingarferðunum og vinabæjarmót- um og fór með félaginu á mót til Vimmerby í Svíþjóð. Hún vildi ekki bara vera þiggjandi og hýsti sjálf gesti á heimili sínu fyrir ári síðan. Henni tókst vel upp og sló hún öllum við þegar kom að degi gestgjafans og að kynna landið. Það dugði ekkert minna en bíltúr austur í Reynisfjöru meðan flestir létu nægja að rúnta um næsta ná- grenni. Hún gerði sannarlega gott betra í Norræna félaginu. Það duldist engum að hún var vel gef- in og greind kona sem gott var að vinna með. Það er sorglegt að þurfa að kveðja kæra vinkonu í blóma lífsins en við erum þakklát fyrir ómetanlega samveru. Börnum Svanhildar, Dagbjarti Sebastian og Álfheiði, fjölskyldu og vinum sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag Enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Fyrir hönd Norræna félagsins í Ölfusi, G. Ásgerður Eiríksdóttir, formaður. Nú, þegar ég kveð vinkonu mína Svanhildi Helgadóttur, er hugur minn hjá börnum hennar, Dagbjarti og Álfheiði. Mér finnst hart að móðir falli frá á viðkvæmu tímaskeiði ungs fólks. Maðurinn með ljáinn Hann kemur mér í opna skjöldu þar sem hann blasir við á gamalli ljósmynd Blikandi ljárinn kemur ekki upp um hann heldur hnausþykk gleraugun Það hlaut að vera að hann sæi illa eins ómannglöggur og hann getur verið (Gerður Kristný – Strandir) Þórarinn F. Gylfason. Svanhildur Helgadóttir ✝ Reynir Sig-ursteinsson fæddist þann 30. september 1950 að Syðribakka í Arn- arneshreppi í Eyja- firði. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjól- garði á Höfn í Hornafirði 6. júlí 2018. Foreldrar Reynis voru Sigursteinn Kristjánsson, f. 28. apríl 1917, d. 3. janúar 2001, bifreiðastjóri, og Elín Guðrún Friðriksdóttir, f. 26. október 1931, d. 6. febrúar 2005, hús- móðir og matráðskona. Bræður Reynis eru: Svavar, f. 10. júní 1937, d. 20. febrúar 2017, Gunnar Friðrik, f. 18. desember 1952, Steindór, f. 3. ágúst 1964, og Konráð Vilhelm, f. 10. ágúst 1971. Hinn 10. júní 1973 giftist Reynir Katrínu Lilju Haralds- dóttur, f. 28. mars 1953, dóttur Haraldar Björnssonar, f. 3. júlí 1912 í Brautarholti í Dalasýslu, d. 27. nóvember 1973, og Sigrún- 11. mars 1983, maki Trausti Magnússon, f. 6. maí 1981. Þau eiga þrjú börn: Sigurstein Ingv- ar, f. 3. júlí 2007, Svavar Breka, f. 15. febrúar 2013, og Sólrúnu Freyju, f. 15. febrúar 2013. Reynir útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Bændaskólanum að Hólum árið 1968 og sem búfræðikandídat frá Hvanneyri árið 1973. Hann starfaði um tíma sem ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Borgarfjarðar og síðar hjá Búnaðarsambandi Austur-Skaftafellssýslu. Reynir hóf búskap ásamt konu sinni að Hlíðarbergi í Austur-Skaftafells- sýslu árið 1983. Þar bjuggu þau lengst af. Síðustu starfsár sín starfaði Reynir sem bústjóri hjá Lífsvali. Meðfram bústörfum sinnti Reynir ýmsum nefndar- störfum um ævina og var meðal annars formaður Sambands ís- lenskra loðdýrabænda um tíma. Hann var einnig formaður Búnaðarsambands Austur- Skaftafellssýslu til nokkurra ára. Lengi sinnti hann starfi með- hjálpara og var einnig sóknar- nefndarformaður við Brunnhóls- kirkju í Bjarnanesprestakalli. Síðustu árin bjó Reynir á Höfn í Hornafirði. Útför Reynis fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna, í Hafn- arkirkju 14. júlí 2018, og jarðsett var í Hafnarkirkjugarði. ar Jónsdóttur, f. 10. september 1915 að Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum, d. 26. mars 2011. Reynir og Katrín eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Friðrik Hrafn, f. 26. ágúst 1971, maki Snæbjörg Guð- mundsdóttir, f. 17. maí 1976. Þau eiga tvo syni: Guðmund Reyni, f. 10. febrúar 2006, og Friðrik Snæ, f. 28. desember 2007. Úr fyrri sam- böndum eiga þau Kristján Júníus Friðriksson, f. 4. júlí 1998, og Selmu Björt Stefánsdóttur, f. 24. júlí 1998. 2) Haraldur Örn, f. 31. janúar 1977, maki Stefanía Nin- del, f. 3. febrúar 1976. Þau eiga tvo syni: Aron Mána Nindel, f. 9. maí 2000, og Marvin Loga Nin- del, f. 21. nóvember 2002. 3) Sig- ursteinn Haukur, f. 14. apríl 1980, maki Sigrún Inga Sig- urgeirsdóttir, f. 8. júlí 1983. Þau eiga tvo syni: Elías Ara, f. 19. jan- úar 2011, og Markús Heimi, f. 3. mars 2016, 4) Hugrún Harpa, f. Þegar ég minnist vinar og bar- áttufélaga, sé ég hann fyrir mér á aðalfundi Félags hrossabænda fyrir tæpum 40 árum, glaðan, hlát- urmildan, rökfastan í málflutningi og kjarkaðan um hvert viðfangs- efni, sem þurfti að sigrast á, sem hann virtist ætíð sjá hvernig ætti að höndla. Í lífi og starfi var hann þessi baráttumaður, alltaf bjartsýnn og stórhuga með sína skörpu eðlis- greind og náttúruhæfileika bú- fjárræktarmanns sem náði alltaf hámarksárangri. Fyrst sem leið- beinandi og ráðunautur í Borgar- firði í sjö ár og síðar í Austur- Skaftafellssýslu í þrjú ár, þar til hann vildi takast á við að vera sjálfstæður bóndi á Hlíðarbergi og víðar með Katrínu eiginkonu sinni, sem stóð alltaf í baráttunni og búskapnum við hlið hans ásamt með börnunum. Hvernig bóndi? Þar sem reyndi á hann í nýjum búgreinum með nýstofnuðum búgreinafélögum, þar sem hver búgrein háði baráttu fyrir lífsafkomu með nýjum hætti markaðssetningar. Það var eins og hver búgrein af annarri kallaði á hann með nýjum tækifærum og nýjum úrræðum, sem hann vildi hrinda í framkvæmd. Fyrst í hrossaræktinni, þar sem hann náði frábærum ræktun- arárangri með Friðriki tamninga- snillingi, syni sínum, með útflutn- ingi á reiðhrossum og kyn- bótahrossum. Síðan tókst hann á við refa- og minkarækt með góð- um árangri ræktunar og skinna- verkunar og var formaður loð- dýrabænda um árabil. Gengis- þróun lagði búgreinina niður, eins og því miður virðist stefna aftur í núna. Hann tókst á við sauðfjárrækt og kúabúskap og náði þar fram bestu afurðum á landsvísu. Og síð- ast hóf hann andabúskap, slátraði sjálfur og markaðsetti úr Skafta- fellssýslu til Reykjavíkur með ótrúlegum árangri góðra og eft- irsóttra afurða, sem hrunið lagði í rúst. Hann fékk heilablæðingu, sem hann sigraðist smátt og smátt á, en baráttuþrek hans og bjartsýnin hvarf. Í skjóli kærrar eiginkonu, barna og barnabarna var öll gleði hans að fylgjast með þeim, hreyk- inn yfir árangri þeirra og mjög sáttur með þeirra hlutskipti, sem varð um leið hlutskipti hans og konu hans í hamingju þeirra. Fyrir um hálfu ári síðan greind- ist hann með krabbamein, sem hann barðist við og ætlaði að sigra með Guðs hjálp og fyrirbænum fjölskyldu og vina. Líkn gagnvart þeirri baráttu varð 6. júlí sl. Líkn, sem engin hugsun eða orð geta fullkomlega skýrt, aðeins það sem einstakling- urinn sjálfur reynir í skuggsjá þjáningar. Í 31. Davíðssálmi er líknin orð- uð, sem gat verið hugsun hans í þeirri lokabaráttu, sem hann háði í vöku eða svefni, þegar ný fæðing hans varð til húss Drottins Guðs með herbergjunum mörgu, þar sem englarnir taka á móti og leið- beina: „Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis. Í þína hönd fel ég anda minn, þú munt frelsa mig Drott- inn, þú trúfasti Guð. Ég vil gleðj- ast og fagna yfir miskunn þinni... Líkna mér Drottinn.“ Halldór Gunnarsson. „Hann hefur svo falleg augu, hann Reynir,“ sagði hún Stella, ráðskonan okkar á Hvanneyri, lífsreynd og góð. Ekki var Stella ein um að taka eftir þeim augum og Reynir hlaut fallegustu stúlk- una úr eldhúsinu – hana Kötu – og ekki til einnar nætur því liðin eru síðan 48 ár. Forlögin höfðu safnað okkur saman – átján sveinum – á Hvanneyrarhlað haustið 1969. Eftir umbrot nokkur og öldurót sátu eftir tólf. Þoldu súrt, líka sætt á þeim góða stað í fjögur ár. Kom að því að við kvöddumst á sama hlaði og lífið lokkaði okkur burtu með langvinnu prófin sín, eins og skáldið hefur sagt. Vík varð milli vina, landið er stórt, við hittumst sjaldan eftir það. Undirritaður varð þó þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna margan dag með Reyni að tilraun- um í kornrækt og túnrækt á vett- vangi hans í Hornafirði. Hann brosti og hló þegar ég sá hann fyrst, hann henti gaman að frost- veðrunum hörðu af Fláajökli þeg- ar allt fauk úr höndum okkar nema sleggjan, hann hló þegar ég hitti hann síðast. Alltaf glaður, manna- sættir, lagði hverjum manni gott til, fasið djarfmannlegt og norð- lenskt. Allir eigum við eina höfn vísa að lokum. Reynir hefur nú lagt þar að landi og dregið bát í naust – fyrst- ur úr hópnum okkar. Við söknum þessa mæta manns, þökkum allt það góða sem hann lagði í félagsskap okkar sameigin- legan. Þökkum líka hver og einn fyrir órjúfanlega vináttu sem stað- ið hefur heila mannsævi. Við vott- um Katrínu, börnum þeirra hjóna og barnabörnum, okkar innileg- ustu samúð með þakklæti fyrir ánægjuleg samskipti öll þessi ár. Fyrir hönd útskriftarhóps Framhaldsdeildar Bændaskólans á Hvanneyri 1973, Jónatan Hermannsson. Reynir Sigursteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.