Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 18.7 - 16.12.2018 Sýningin Lífsblómið fjallar um Ísland sem fullvalda ríki. Hún fjallar um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er. Að sýningunni standa Listasafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar og Þjóðskjalasafn Íslands. Handrit, skjöl og myndlistaverk frá þessum stofnunum mynda kjarnann í sýningunni, og eru verk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar til sýnis. ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019 BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu 18.5 - 31.12 2018 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 SUMARTÓNLEIKAR Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR 24.7.2018 - kl. 20:30 - 21:30 Björg Brjánsdóttir flautuleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari. Sónata fyrir flautu og píanó eftir Franc Poulenc; Air Vaudois og Andante et Allegro eftir Mel Bonis og Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Claude Debussy, útsett fyrir flautu og píanó. Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 15.5. - 15.9.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Það sem að baki býr er ótrú-leg saga ungrar stúlku semelst upp í fátækri, barn-margri fjölskyldu í Dan- mörku á tímum síðari heimsstyrjald- arinnar. Á heimilinu, sem lýst er á ljóslifandi hátt, ala ástlausir foreldr- ar upp barnaskarann og halda uppi aga með bar- smíðum. Þar að auki leggja börn- in hendur hvort á annað og bræður beita systur sínar kynferðislegu of- beldi. Allt setur þetta svip á líf Marie sem er að- alpersóna sög- unnar og fylgst er með fram á full- orðinsárin. Persóna hennar og hugsunarháttur einkennist af því ástleysi sem hún er alin upp við. Ást- leysið hefur varanleg áhrif á per- sónu hennar og sem fullorðin kona sem á mann og börn er hún ófær um að elska, og það eina sem hún hefur áhuga á er að hún og hennar fjöl- skylda líti betur út og hafi það betra en fólkið í kringum þau. Þrátt fyrir að hafa alist upp við það að eiga ekki neitt og eignast allt sem hana girnist er hún aldrei fullkomlega hamingjusöm, en sagan er byggð á raunverulegu lífi móður höfundarins, Merete Pryds Helle, og gefur einstaka innsýn í lífið á dönsku eyjunni Langeland á stríðsárunum, og flóttann til höfuðborgarinnar á eftirstríðsárunum í burtu frá fátækt og ofbeldi. Sögumaður virðist segja söguna frá sjónarhorni Marie en samt er eins og hann standi henni fjær, sem gefur sögunni einstakt yfirbragð, næstum eins og sá sem les standi ut- an við söguna og það sem gerist komi honum ekki við. Það er einmitt þannig sem Marie lifir lífinu, en til þess að verjast öllu því sem lífið læt- ur dynja á henni virðist hún hafa byggt glervegg á milli sín og um- hverfis síns. Eymd á eftirstríðsárunum Skáldsaga Það sem að baki býr bbbbn Eftir Merete Pryds Helle. Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir. Mál og menning gefur út. Kilja. 413 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Höfundurinn Merete Pryds Helle byggði bókina á lífi móður sinnar. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Að baki ljósmyndunum er tilraun með leik og spuna, sem felst í að taka myndirnar í niðamyrkri. Fyrir listamann skiptir máli að vera alltaf að prófa eitthvað nýtt og helst að fara út fyrir þægindarammann,“ segir Bjargey Ólafsdóttir um ljós- myndasýningu sína Vasaspegill - Double Mirror, sem opnuð verður kl. 17 í dag, laugardag, í galleríinu RAMskram við Njálsgötu. Auk myrkursins voru aðstæður á vettvangi stundum erfiðar, til dæm- is þegar listakonan lá í hörkufrosti um hávetur í þjóðgarði í Litháen til að mynda skóginn og stjörnur him- insins. „Ég var í góðri prjónabrók. Maður leggur nú ýmislegt á sig fyrir listina,“ segir hún kankvís á svip. Gamaldags ljósmyndari Dulúðug og draumkennd ljós- myndaserían, sem samanstendur af sex verkum; fjórum í stærðinni 90 x 50 cm og tveimur 60 x 40 cm, minnir svolítið á gömul málverk eða stillur úr kvikmynd. „Áhrifin af að mála með ljósinu,“ útskýrir Bjarg- ey, en fer hvorki nánar út í tæknina sem hún beitir né sög- urnar í verkunum. Hún vill ekki vera oftúlkandi, eins og hún orðar það, heldur láta áhorfendum eftir að ráða í myndirnar. „Kannski má segja að ljósmynd- irnar dansi á línunni milli raun- veruleika og skáldskapar. Ég er svona gamaldags ljósmyndari og photosjoppa ekki myndirnar, þær koma bara inn í vélina eins og þær eru,“ segir hún. Uppstilltar að vísu, svolítið súrealískar og allar af fólki. „Myndirnar tók ég á flakki mínu um Evrópu í samstarfi við fólk sem ég þekki og treysti og var tilbúið að sitja fyrir og spinna verkefnið með mér – búa til stemninguna.“ Spurð um titil sýningarinnar, Vasaspegill - Double Mirror, segir Bjargey hann einfaldlega hafa kom- ið til sín og viljað vera með. „Ljós- myndun er ákveðin speglun. Ég átti einu sinni tvöfaldan, rauðan vasaspegil sem ég notaði oft við ljósmyndatökur áður en hann brotnaði í París,“ segir hún með eftirsjá. Tilfinning og innsæi Þótt Bjargeyju finnist gaman að skrifa og tala, kveðst hún helst vilja búa verkin sín til án allra kvaða um að þurfa að útskýra þau í þaula í ræðu og riti. „Sköpunarferlið er flókið apparat, svipað eins og að elda án uppskriftar og fara bara eftir tilfinningu og innsæi,“ segir hún. Og innt nánar um kveikjuna að hugmyndinni, svarar hún: „Sumt er handan orða, eiginlega óútskýranlegt og þess vegna er myndlistin kannski svona áhuga- verð. Hugur og hönd. Eitthvað ger- ist í huganum sem fer yfir í hend- urnar. Listamaðurinn er eins og vísindamaðurinn því á bak við verk- in eru ótal skissur og tilraunir, sem yfirleitt eru ekki til sýnis. Ég vann ljósmyndaseríuna hægt og rólega á tveimur árum. Við gerð hennar vöknuðu hjá mér spurningar á borð við hversu dökkar ljósmyndir gætu orðið áður en þær umhverfðust í myrkur og hvernig best væri að mála með ljósi. Einnig velti ég fyrir mér hvað gerðist í dansi ljósmynd- arans og viðfangsins og hvernig best væri að fanga andrúmsloft með myndavél. Mig langaði að setja upp ljósmyndasýningu sem væri al- gjör andstæða Tíru, bjartrar og lit- skrúðugrar ljósmyndasýningar sem ég hélt fyrir níu árum í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, en und- irtitill hennar var Horfðu í ljósið heillin mín/en ekki í skuggann þarna.“ Litríkur listferill Bjargey var tilnefnd til tvennra verðlauna fyrir ljósmyndaseríuna Tíru, þýsku Börse-ljósmyndaverð- launanna og Godowski-litljós- myndaverðlaunanna. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar í ár- anna rás og ekki bara fyrir ljós- myndir heldur líka stuttmyndir. Konan er ekki einhöm. Hún hefur fengist jöfnum höndum við listform eins og tónlist, hljóðverk, stutt- myndir, teikningar, innsetningar, gjörninga og fleira, enda menntuð í ýmsum greinum listarinnar; mynd- list, ljósmyndun, kvikmyndagerð og -leikstjórn sem og handritagerð. Hún kom víða við í listnámi sínu, nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlist- arakademíuna í Helsinki, ljós- myndun við Aalto-háskólann í Hels- inki og kvikmyndagerð við Binger Filmlab í Amsterdam svo nokkuð sé nefnt. Frá árinu 1998 hefur Bjargey haldið rúmlega tuttugu einkasýn- ingar á alls konar listaverkum, flestar á Íslandi en líka í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Spáni, Japan, Chile og Bandaríkj- unum. Á sama tíma hefur hún tekið þátt í hátt í níutíu samsýningum, bæði austan hafs og vestan, og eru verk hennar þar víða á listasöfnum. Til dæmis er ein af ljósmyndunum úr ljósmyndaseríunni Vasaspegill í eigu Þjóðarlistasafns Danmerkur [Statens Museum for Kunst]. Leikur og spuni í niðamyrkri  Bjargey Ólafsdóttir opnar ljósmyndasýningu sína Vasaspegill - Double Mirror í RAMskram í dag Morgunblaðið/Valli Listakonan Bjargey Ólafsdóttir hefur haldið meira en 20 einkasýningar hér heima og erlendis og sýnt listaverk sín á fjölda samsýninga um allan heim síðustu 20 árin. Ljósmyndaýningin í RAMskram er hennar 24. einkasýning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.