Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018
Það var ánægjulegt að fylgjast með fréttum af björgunarafreki ívikunni þar sem tólf drengjum og fótboltaþjálfara þeirra varbjargað úr helli á undraverðan hátt. Allir lögðust á eitt, ekkertvar til sparað. Færustu kafarar, hermenn og sérfræðingar
komu til hjálpar. Fjölmiðlar
heimsins fylgdust með. Augu
allra beindust að helli í Taílandi
þar sem börn biðu dauða síns,
nánast í beinni útsendingu. Það
var hægt að hafa samband við
hópinn, fá myndir og skilaboð.
Við horfðum á tággranna, svart-
hærða stráka, lokaða eins og dýr
í búri inni í fjalli. Fólkið þeirra
sat uppi á fjallinu og bað bænir,
það gat ekkert annað gert, varð
að treysta á að ná eyrum guðs og
manna. Og fólkið var bænheyrt
af guði og mönnum. Yfirvöld og
sjálfboðaliðar lögðu til þekkingu
og fjármagn sem til þurfti til að
bjarga drengjunum og þjálf-
aranum.
Fjölmiðlar fengu gífurlegt áhorf á fréttatíma þar sem sagðar voru
fréttir af drengjunum í hellinum. Myndbönd birtust á öllum samfélags-
miðlum. Virkjaðir voru þeir sem mögulega gætu hjálpað til við björg-
unina og hvergi talað um kostnað, trú eða þjóðerni. Verkefnið var von-
laust í byrjun en þegar allir lögðust á eitt fundust lausnir. Flest gekk
eftir en þetta var stór-
hættulegt fyrir þá sem tóku
þátt og einn kafari lést. Þrátt
fyrir það slys héldu menn
áfram. Hræðilegur atburður
sem gerðist í fjalli í Taílandi
varð að ævintýri sem endaði
vel.
Heimurinn er orðinn þannig að við getum fylgst með atburðum á þeim
tíma sem þeir gerast. Við getum valið að hafa samúð með fólki eða að
hafa ekki samúð með fólki. Vald fréttamanna er mikið þar sem þeir velja
hvaða fréttir á að segja og hvernig á að segja þær.
Það vekur enga samúð að heyra að enn eitt flóttamannaskipið hafi
fundist á Miðjarðarhafi eða 40 fallið í Sýrlandi. Vandi Mexíkóa var sýni-
legur örstutta stund þegar við heyrðum að börn eru skilin frá foreldrum
sínum og sett í búr við komu til Bandaríkjanna. Myndirnar vöktu tilfinn-
ingar í brjósti flestra. Það sem var sláandi í þessum fréttum var að það
var ekki talað við neinn af flóttafólkinu. Þetta var nafnlaust fólk án sögu,
fjöldi fólks sem flæðir ólöglega inn í annað land. Ofgnóttin og síbyljan
getur þreytt samúðina. Það eru svo margir í þessum sporum og þetta er
búið að vera svona í mörg ár. Orð eins og flóttamannavandi, ólöglegir
innflytjendur og hælisleitendur eyða allri samúð.
Hver stýrir því hvert við beinum athygli okkar, hverjir geta komið í
veg fyrir að sagðar séu sögur fólks sem þarf aðstoð? Hvaða fréttir vekja
samúð og hvernig er því stýrt hvaða tilfinningar vakna?
Drengirnir tólf og þjálfarinn hugrakki áttu hug okkar og hjarta í
nokkra daga. Það fundust lausnir með því að taka höndum saman og
nýta hæfileika sem flestra. Gætum við leyst fleiri vandamál á þennan
hátt? Björgunin sýndi okkur að samúð og góðar hugsanir geta gert
heiminn betri.
Samúðin gerði
kraftaverk
Tungutak
Lilja Magnúsdóttir
Heimsfréttir Augu allra beindust að helli
í Taílandi þar sem börn biðu dauða síns.
AFP
Sl. þriðjudag var haldin ráðstefna fyrir fullu húsi íNorræna húsinu um þá spurningu hvort viðþyrftum að endurskapa samfélagið. Vegna er-lendra fyrirlesara fór ráðstefnan fram á ensku og
á þeirri tungu var spurningin sem leitað var svara við
þessi: „Do we have to reinvent society?“
Það var Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður og
ráðherra Vinstri grænna, sem efndi til þessa málþings í til-
efni af sjötugs afmæli sínu þann dag. Hann sagði mér að
þetta yrði „mjög rauð ráðstefna“, sem vakti áhuga minn á
að hlýða á það sem fram mundi fara.
Hvað skyldi vera að gerast á meðal vinstri manna um
þessar mundir?
Nú á tímum, þegar lítið er um umræður og skoðanaskipti
um meginmál í þjóðfélagsmálum, er slíkt framtak einstak-
lings til mikillar fyrirmyndar. Á starfsvettvangi stjórn-
málaflokkanna er orðið ótrúlega lítið um slíkar umræður.
Á afmælisráðstefnu Ögmundar
voru nokkrir erlendir fyrirlesarar
og þótt þeir hafi komið víða að má
segja að meginþráður í gagnrýni
þeirra á það sem liðið er hafi ekki
bara snúið að því sem hér er kallað
nýfrjálshyggja, heldur líka á þá
jafnaðarmenn sem undir merkjum
„New Labour“ og Tony Blair, þáverandi leiðtoga brezka
Verkamannaflokksins, hafi nánast gengið til liðs við þá
sem aðhylltust þá hugmyndafræði.
Allyson Pollock læknir var í hópi fyrirlesara, en hún hef-
ur gengist fyrir lögsókn á hendur brezkum stjórnvöldum
vegna einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar. Einn af
samstarfsmönnum hennar í því verkefni var hinn heims-
þekkti Steven Hawking, sem nú er látinn. Brendan Martin
veitir forstöðu hugveitu sem nefnist Public World. Þá var
þarna þýzkur járniðnaðarmaður, Jurgen Buxbaum, sem
síðar öðlaðist háskólamenntun, og John Holloway, sem er
prófessor við háskóla í Mexikó. Kúrdar áttu sinn fulltrúa á
ráðstefnu Ögmundar, sem var Havin Guenser, sem kynnti
nýjar þjóðfélagshugmyndir í þeirra röðum. Loks var í
þessum hópi Vicente Paolo Yu, sem kemur að alþjóðastarfi
verkalýðsfélaga.
Eins og sjá má var hér vandað mjög til verka. Í upphafi
spilaði Vladimir Stoupel á flygil og jafnframt léku tvær
ungar stúlkur, Danielle Angelique og Gabrielle Victoria, á
fiðlur.
Á margan hátt má segja að Ögmundur sjálfur hafi flutt
athyglisverðustu ræðuna í upphafi. Hann lýsti þeirri skoðun
að stjórnmálaheimurinn væri að fjarlægjast grasrótina og
jafnvel verkalýðshreyfingin líka. Hann vísaði með skemmti-
legum hætti í Sölku Völku og átök hennar við Bogesen, sem
átti allt í þorpinu en hann hefði þó vitað hvað þar var að ger-
ast. Bogesenar okkar tíma hafa yfirgefið þorpið, sagði Ög-
mundur, og vita ekki lengur hvað þar er á ferð.
Getur verið að þetta séu líka örlög stjórnmálamanna
okkar tíma, að þeir sjái „þorpið“ ekki lengur og viti þess
vegna ekki hvað þar er að gerast?
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var í hópi
fyrirlesara og setti fram athyglisverða gagnrýni á við-
brögð verkalýðshreyfingarinnar við Hruninu. Hún lýsti
þeirri skoðun að í stað þess að nota tækifærið og beita sér
fyrir breytingum hefði verkalýðshreyfingin tekið þátt í því
eftir Hrun að endurreisa það samfélag sem var. Það var
ljóst af viðbrögðum fundarmanna að þetta sjónarmið náði
sterklega til þeirra.
Ekki er ólíklegt að þarna hafi talað einn af framtíðar-
leiðtogum vinstri manna á Íslandi.
Það er alveg ljóst að stjórnmálahreyfingar vinstri
manna hafa verið í djúpri tilvistarkreppu síðustu áratugi
og alveg sérstaklega frá fjár-
málakreppunni 2008. Það á við bæði
hér og annars staðar. En það er at-
hyglisvert að sú tilvistarkreppa hef-
ur lítið sem ekkert verið til umræðu
meðal vinstri manna hér.
Það er ekki fráleitt að halda því
fram að þessi ráðstefna Ögmundar
Jónassonar hafi verið eins konar byrjun á því að vinstri
menn snúi blaðinu við og reyni að finna sér fótfestu á ný.
Fyrsta skrefið í þá átt er að sjálfsögðu að skilgreina rétt
hver vandinn er.
Auðvitað eru vinstri menn ekki þeir einu sem þurfa að
finna sér nýjan farveg. Það þurfa hægri menn líka að gera,
eins og ég leitast við að fjalla um í bók minni Uppreisn-
armenn frjálshyggjunnar – Byltingin, sem aldrei varð,
sem út kom fyrir síðustu jól, þar sem m.a. er fjallað um
pólitíska vegferð þeirrar nýju kynslóðar sem kom til skjal-
anna í Sjálfstæðisflokknum fyrir um fjórum áratugum og
brunaði fram undir fánum frjálshyggjunnar. Sjálfstæð-
isflokkurinn þarf ekki síður en vinstri menn að endur-
hugsa og endurnýja sína stefnu.
Og þá má velta því fyrir sér hvort raunverulega beri
mikið á milli þessara fylkinga í mati á því hvernig eigi að
endurskapa samfélagið.
Í fyrrnefndri bók segir:
„Það er hægt að færa sterk rök fyrir því að skiptingin í
stjórnmálum á Íslandi sé ekki lengur á milli hægri og
vinstri eða á milli einstakra flokka heldur sé hún á milli
þeirra fámennu samfélagshópa, sem eru inni í valda-
hringnum og samanstanda af stjórnmálamönnum, emb-
ættismönnum, sérfræðingum innan háskólasamfélagsins
og vissum hópum í viðskipta- og atvinnulífi og jafnvel í fjöl-
miðlun. Utan við þann hring stendur þorri þjóðarinnar.
Þeir sem eru inn í valdahringnum notfæra sér aðstöðu
sína út í yztu æsar.“
Það sem er spennandi við samstarf þeirra flokka sem
standa að núverandi ríkisstjórn er einmitt það hvort flokk-
ar til hægri og vinstri geti náð saman um að endurskapa
samfélag okkar í ljósi fenginnar reynslu.
Það á eftir að koma í ljós hvort það tekst.
Eru Bogesenar okkar tíma
búnir að yfirgefa þorpið?
Ráðstefna Ögmundar Jónas-
sonar gæti orðið upphafið að
endurnýjun vinstri hreyfinga
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Árið 2017 birti ég yfirlitsgrein ítveimur hlutum í bandaríska
tímaritinu Econwatch um frjáls-
hyggju á Íslandi. Fyrri hlutinn var
um frjálshyggju á 19. og 20. öld, þar á
meðal verk Jóns Sigurðssonar, Arn-
ljóts Ólafssonar, Jóns Þorlákssonar
og Ólafs Björnssonar. Seinni hlutinn
var um hinar víðtæku umbætur í
frjálsræðisátt árin 1991-2004: Hag-
kerfið hér mældist hið 26. frjálsasta í
heimi árið 1990 en hið 9. frjálsasta ár-
ið 2004. Einnig ræddi ég um ýmsar
skýringar á bankahruninu. Þar eð ég
vék stuttlega að gagnrýni Stefáns
Ólafssonar prófessors á umbæturnar
og skýringum hans á bankahruninu
bauð tímaritið honum að veita and-
svar. Er ritgerð mín og andsvar hans
hvort tveggja aðgengilegt á netinu. Af
andsvarinu er augljóst að Stefán ber
þungan hug til mín. Það er þó ekki að-
alatriði, heldur ýmsar hæpnar fullyrð-
ingar hans.
Stefán andmælir því til dæmis að
stuðningur Moskvumanna við ís-
lenska vinstri sósíalista hafi skipt
máli: „There may possibly have been
some interventions from Moscow dur-
ing the interwar period (that is con-
tested, though), but not at all from the
1960s onwards.“ Ef til vill höfðu
Moskvumenn einhver afskipti af þeim
árin milli stríða (þótt það sé umdeilt),
en alls ekki frá því um 1960 að telja.
Þetta er alrangt. Það er alls ekki
umdeilt meðal fræðimanna að
Moskvumenn studdu fjárhagslega
vinstri andstöðuna í Alþýðuflokknum
og síðar kommúnistaflokkinn árin
milli stríða, 1918-1939. Þetta kemur
fram í bókum þeirra Arnórs Hanni-
balssonar, Moskulínunni, og Jóns
Ólafssonar, Kæru félögum, sem þeir
gáfu út 1999 eftir að hafa kannað skjöl
í rússneskum söfnum.
Aðstoðin að austan hélt áfram eftir
1960. Til dæmis reyndu Kremlverjar
ekki einu sinni að leyna því að þeir
sendu stóra fjárhæð í verkfallssjóð
Dagsbrúnar árið 1961. Sósíalista-
flokkurinn og samtök og ein-
staklingar á hans vegum fengu reglu-
bundinn fjárstuðning allt fram til
ársins 1972, svo að vitað sé. Ég hef
reynt að meta hversu miklu þessi
stuðningur nam samtals að núvirði frá
1940 til 1972 og er niðurstaðan um 3,5
milljónir Bandaríkjadala, eða 350
milljónir íslenskra króna. Voru þetta
meira en 10 milljónir króna á ári, sem
var veruleg fjárhæð í fámennu landi.
Furðu sætir að háskólaprófessor
skuli ekki vita betur.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Söguskýringar
prófessorsVogir sem sýna verð
á vörum eftir þyngd
Löggiltar fyrir Ísland og
tilbúnar til notkunar
ELTAK sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
VERSLUNAR-
VOGIR
benni.is
NOTAÐIR BÍLAR
Reykjavík
Krókháls 9
Sím i: 590 2035
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 10-18
Laugar
*ATH. lokað í júlí
daga 12-16*
Tilboð á bílum í ábyrgð!
Nýlegir notaðir bílar, í ábyrgð
og á frábæru tilboði á nýjum stað!
Þú finnur þá á benni.is
Birtm
eð
fyrirvara
um
m
ynda-og
textabrengl.
Verðdæmi:
SsangYong Korando HLX 4X4
2017 á aðeins 4.390.000 kr.