Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Vísitala byggingarkostnaðar, mæld
um miðjan júlí og gildir fyrir ágúst,
hækkar um 0,5% miðað við mán-
uðinn á undan. Vísitalan stendur í
139,9 stigum.
Á síðastliðnum tólf mánuðum hef-
ur byggingarvísitalan hækkað um
5,5%. Sé hins vegar litið til síðastlið-
inna þriggja mánaða nemur um-
reiknuð árshækkun vísitölu bygging-
arkostnaðar 7,5%. Undanfarið hálft
ár nemur umreiknuð árshækkun
4,3%.
Mest áhrif höfðu vinnuliðir bygg-
ingarvísitölunnar í mælingum í júlí og
hækkuðu þeir um 1,2%. Þetta hefur
áhrif á vísitöluna sem nemur 0,4%
til hækkunar.
Byggingarvísitala upp
um 5,5% síðasta árið
21. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.4 106.9 106.65
Sterlingspund 138.7 139.38 139.04
Kanadadalur 80.25 80.73 80.49
Dönsk króna 16.617 16.715 16.666
Norsk króna 12.915 12.991 12.953
Sænsk króna 11.931 12.001 11.966
Svissn. franki 106.5 107.1 106.8
Japanskt jen 0.9461 0.9517 0.9489
SDR 148.93 149.81 149.37
Evra 123.85 124.55 124.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.9401
Hrávöruverð
Gull 1217.4 ($/únsa)
Ál 2038.0 ($/tonn) LME
Hráolía 73.06 ($/fatið) Brent
● Donald Trump
Bandaríkjaforseti
gagnrýnir banda-
ríska seðlabankann
fyrir að hækka
vexti og sakar
bankann um að
grafa undan efnahagsframförum. For-
setinn lét þetta í ljósi í viðtali á CNBC-
sjónvarpsstöðinni á fimmtudagskvöld
og í tveimur tístum í gær. Samkvæmt
fréttastofu AFP hefur Bandaríkjaforseti
ekki haft afskipti af stefnu og ákvörð-
unum seðlabankans með viðlíka hætti
síðan Richard Nixon setti þrýsting á að
stýrivöxtum yrði haldið lágum fram yfir
kosningar 1972. Olli það, ásamt olíu-
kreppunni, mikilli aukningu verðbólgu
árin á eftir.
Seðlabankinn hefur hækkað stýri-
vexti sína tvisvar sinnum á þessu ári og
hækkaði þá þrisvar á síðasta ári. Þess
er vænst að bankinn muni hækka vexti
tvisvar í viðbót á þessu ári, til þess að
stemma stigu við þenslu og halda verð-
bólgu í skefjum.
Trump sakaði einnig í tísti í gær Kína
og Evrópusambandið um að hafa hag-
rætt gengi gjaldmiðla sinna og haldið
vöxtum niðri. Bandaríkin ættu rétt á að
endurheimta það sem tapast hefði
vegna „ólögmætrar gengishagræðingar
og óhagstæðra viðskiptasamninga“.
Trump gagnrýnir vaxta-
stefnu seðlabankans
STUTT
Þróun á leiðandi hagvísi sem
Analytica, félag sem sérhæfir sig í
áhættu- og fjárfestingaráðgjöf,
reiknar út ber vott um óvissu sem
ríkir um efnahagshorfur í haust.
Leiðandi hagvísir Analytica (e.
Composite Leading Indicator)
lækkaði í júní samkvæmt nýrri
mælingu. Fimm af sex undirliðum
lækkuðu frá því í maí, en eini und-
irliðurinn sem hækkaði voru erlend
hlutabréf. Aðrir undirliðir eru de-
betkortavelta, væntingavísitala,
aflamagn, innlutningur og ferða-
mannafjöldi.
Langtímauppleitni mikilvægra
undirþátta er samt sem áður enn
sterk. Áfram eru þó áhættuþættir í
ytra umhverfi sem ógnað gætu hag-
vexti, einkum tengdir stöðunni í
alþjóðastjórnmálum.
„Ekki er endilega útlit fyrir að
við séum að detta inn í einhverja
meiriháttar kreppu á næstu árum
og misserum,“ segir Yngvi Harð-
arson, framkvæmdastjóri Analy-
tica, er hann er spurður um hvað
átt sé við með að langtímauppleitni
sé enn sterk. „Það er alltaf ákveðið
áhyggjuefni þegar hagvísirinn
lækkar. Þetta er þó að mörgu leyti
eðlilegt, það hefur verið svo mikill
vöxtur undanfarið. Þetta kemur því
ekkert stórkostlega á óvart, það
var frekar spurning um hvenær við
fengjum afturkipp eftir þennan
mikla vöxt.“
Tekið mið af OECD
Hagvísirinn er vísitala sem gefur
vísbendingu um efnahagsumsvif að
sex mánuðum liðnum. Hlutverk
vísitölunnar er að veita sýn á efna-
hagshorfur og vara tímanlega við
viðsnúningi í efnahagsumsvifum.
Tekið er sérstaklega mið af verk-
lagi OECD en vísitölur leiðandi
hagvísa hafa verið reiknaðar fyrir
flest helstu iðnríki um áratuga-
skeið. Vísitalan er reiknuð á gund-
velli sömu aðferðafræða og annars
staðar þar sem sambærilegar vísi-
tölur eru reiknaðar.
steingrimur@mbl.is
Afturkippur í efnahagslíf-
inu líklegur með haustinu
Að mörgu leyti eðlilegt, segir framkvæmdastjóri Analytica
Morgunblaðið/Ómar
Hagvöxtur Allir innlendu undirliðir hagvísisins lækkuðu milli maí og júní.
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.