Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 STANGVEIÐI Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Hollin sem eru hjá okkur núna eru að veiða svipað og á sama tíma í fyrra, þó heldur minna; þeir sem eru nýfarnir voru með 20 laxa en 25 á síðasta ári og hollið sem er hér núna er með 20 laxa á tveimur dögum en fékk 28 í fyrra,“ segir Jóhann Hafn- fjörð Rafnsson, staðarhaldari við Víðidalsá í Vestur-Húnavatnssýslu. Veiði var afar lítil framan af sumri í Húnavatnssýslunum og heildar- veiðin í Víðidalsá er miklu minni en á sama tíma í fyrra, eins og á við um aðrar ár svæðinu, að sögn Jóhanns. „Júní var mjög rólegur. Það er lítið af tveggja ára fiski en veiðin hefur skánað; það veiddust til dæmis 10 laxar í morgun.“ Mikið hefur rignt í sumar, eins og öllum ætti að vera ljóst, og því hefur mjög mikið verið í ánum. „Vatnið hefur aldrei verið það sem við getum kallað eðlilegt og mjög oft hefur ver- ið um það bil tvöfalt magn miðað við meðalrennsli. Það hefur aftrað veið- inni en það hefur líka vantað fisk, smálaxinn er að byrja að koma núna svo við höldum í þá von að veiðin verði góð.“ Ágætt hljóð er í Haraldi Eiríks- syni hjá Hreggnasa sem sér m.a. um Grímsá, Laxá í Kjós og Laxá í Döl- um. „Við höfum verið mjög heppin að því leyti að okkar ár þola vatns- veður betur en ýmsar aðrar, Laxá í Dölum þarf til dæmis helst rigningu. Það er helst að Grímsá hafi verið erfið en það sem hefur aðallega truflað okkur í sumar er lofthitinn. Hann hefur verið mjög lágur en það hlýnaði reyndar í vikunni og þá fengum við snjóbráð í Kjós vegna þess hve mikill snjór var í norð- anverðri Esjunni!“ Haraldur segir slíkar aðstæður stundum verða í upphafi veiðitímans en segist aldrei muna til að þetta hafi gerst svo seint. „Þetta hefur reyndar engin áhrif á veiðina, það vantar aðallega sól- skin til að hita vatnið og er gegn- umgangandi vandmál á suðvest- anverðu landinu. Laxinn gengur mjög hægt og stoppar við fyrstu hindrun; hann fer ekki fossana þeg- ar vatnshiti er svona lágur. Á meðan árnar hafa verið undir tíu gráðum hefur laxinn safnast saman neðst í þeim en það lagaðist í vikunni og dreifingin er núna orðin miklu betri en hún var.“ Mjög góð veiði í Kjósinni Haraldur segir meira hafa veiðst í Laxá í Kjós en í fjöldamörg ár en þar er veitt á átta stangir. „Við feng- um 54 laxa í fyrradag. Næstsíðasta vika gaf 165 laxa, í síðustu viku veiddust 133 og ég er viss um að þessi verður ekki síðri, fyrst við fengum þennan stóra dag í fyrra- dag. Laxá er í hörkuformi.“ Í Laxá í Dölum er veitt á fjórar stangir og í síðustu viku veiddust 100 laxar sem er framúrskarandi, eins og Haraldur orðar það. „Síðasta holl í Dölunum var með 61 lax á þremur dögum sem er um það bil tvöföld veiði á við sama tíma í fyrra. Í augnablikinu er áin á pari við 2015, sem fór í 1.500 til 1.600 laxa um sumarið. Ef göngurnar halda áfram lítur þetta rosalega vel út.“ Ástandið í Grímsá hefur verið erf- iðara, eins og áður kom fram en veiðin hefur þó verið góð að sögn Haraldar. „Það er einna helst að dreifingin hafi verið verri, neðstu tvö svæðin eru langsamlega best en við urðum varir við það í gær að mikill fiskur hljóp upp úr þannig að ég geri mér vonir um að hollið sem nú er við ána veiði vel.“ Haraldur segir nokkra óvissu varðandi norðausturhornið þar sem Hreggnasi er með Svalbarðsá og Hafralónsá. „Það hefur ekki verið mikið um smálaxagöngur en í sögu- legu samhengi skipta næstu straum- ar sköpum; síðasti straumur í júlí og sá fyrsti í ágúst, og því er erfitt að spá í spilin fyrr en eftir mánaðamót. Mér sýnist Svalbarðsá reyndar vera í 90 löxum, sem er svipað og með- altal síðustu ár og meira hefur veiðst í Hafralónsá en síðustu ár. Við krossum fingur um að smálaxinn gangi fyrir norðaustan, hann hefur ekki komið síðustu ár og það hefur komið niður á veiðitölum á norðaust- urhorninu,“ segir Haraldur Eiríks- son hjá Hreggnasa. Fer ekki fossana í svo lágum hita  Lax safnast saman neðst í ánum þeg- ar vatnið er kalt en ástandið er að lagast Ljósmynd/Haraldur Gleði í Kjósinni Hamingjusamur veiðimaður með fallegan lax sem hann veiddi í Laxá í Kjós í vikunni. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is * Tölur liggja ekki fyrir 0 250 500 750 1.000 1.250 1.500 Staðan 18. júlí 2018 Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 19. 7. 2017 20. 7. 2016 Þverá / Kjarrá 14 1.526 1.238 1.153 Norðurá 15 1.125 966 880 Urriðafoss í Þjórsá 4 824 583 * Miðfjarðará 10 759 1.202 1.459 Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár 18 748 902 2.549 Haffjarðará 6 722 547 704 Langá 12 608 731 623 Eystri-Rangá 18 555 532 471 Blanda 14 515 745 1492 Elliðaárnar 6 458 475 394 Grímsá og Tunguá 8 439 503 251 Laxá í Kjós 8 403 345 227 Laxá í Aðaldal 17 278 317 517 Hítará 6 275 174 383 Laxá í Leirársveit 6 266 207 163 „Það stendur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í sam- tali við mbl.is um kjöt af blendings- hval sem skip Hvals hf. veiddi 8. júlí. Hvalurinn sem um ræðir er af- kvæmi langreyðar og steypireyðar, en steypireyðar eru á lista yfir hvali í útrýmingarhættu. Af þeim sökum er óljóst hvort það væri í raun heim- ilt að flytja kjötið úr landi vegna að- ildar Íslands að CITES-samningn- um, sem snýr að því að vernda tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri segir það ekki undir Fiskistofu komið að leggja mat á það hvort heimilt sé að flytja hvalkjöt úr landi. Það sé í raun á forræði stjórnvalda í því landi sem kjötið er flutt til að taka ákvarðanir um innflutning. Um tíma var talið að hvalurinn sem veiddist væri steypireyður, en veiðar á steypireyði eru ólöglegar á Íslandi. Erfðarannsókn leiddi í ljós að móðir hvalsins var steypireyður en faðir hans langreyður og hval- urinn því fágætur blendingur, en fimm slíkir blendingar hafa veiðst við Íslandsstrendur. AFP Veiðar Hvalurinn er blendingur langreyðar og steypireyðar. Að sögn Krist- jáns Loftssonar sjást einkenni steypireyðar undir kvið dýrsins. Hvalkjötið verður ekki flutt úr landi  Óljóst hvort útflutningur stæðist lög BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 LOUNGE SÓFI kr. 89.900 1 0 % a f s l á t t u r a f n ý j u m v ö r u m 20 - 60% afsláttur af útsöluvörum S U M A R Ú T S A L A Núkr. 62.930 B:132 D:63 H:76 -30%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.