Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Í sérkennilegri atburðarás ítengslum við hátíðarfund Al- þingis á Þingvöllum og vægast sagt óviðeigandi framkomu nokk- urra þingmanna hefur hlutur Helgu Völu Helgadóttur komið einna mest á óvart. Ólíkt þing- mönnum Pírata mætti Helga Vala á þingfundinn, en rauk á brott þegar forseti danska þingsins hóf mál sitt.    Hún fékkstekki til að sitja þingfund þrátt fyrir að hafa ríka skyldu til þess. Um kvöldið var svo haldin veisla. Helgu Völu bar engin skylda til að vera þar. Þar hefði hún getað komið mót- mælum á framfæri með fjarveru, líkt og stundum hefur verið gert. Það hefði ekki endilega verið við- eigandi, en þó skárra en sú leið sem þingmaðurinn fór.    En Helga Vala mætti í veisluna.Þar sat hún og braut brauð með danska þingforsetanum, naut matar og drykkjar í þeim fé- lagsskap. Þetta réttlætti hún með því að bregða sér afsíðis augna- blik á meðan gesturinn hélt stutta tölu. Svo hélt hún áfram að njóta matar og drykkjar í sama fé- lagsskap.    Einhverjir halda því fram aðmatseðillinn hafi verið svo ómótstæðilegur að þingmaðurinn hafi ekki fengið sig til að afþakka boðið.    Aðrir telja líklegra að uppá-koman á Þingvöllum hafi ver- ið gerð fyrir fjölmiðlaathygli og liður í undirbúningi að formanns- framboði í flokknum.    Óljóst er hvor skýringin erverri. Helga Vala Helgadóttir Hvað var í matinn? STAKSTEINAR HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o Matsfyrirtækið Moody’s Investors Service breytti í gærkvöld horfum fyrir lánshæfisein- kunnir Ríkissjóðs Íslands í jákvæðar úr stöð- ugum og staðfesti lánshæfiseinkunnina A3 fyrir langtímaskuldbindingar. „Þetta matsfyrirtæki hefur haft okkur skör neðar en hin í lánshæfismati. En nú er það að breytast og sýnir enn og aftur að við erum á réttri leið. Bætt lánshæfismat hjálpaði til við að tryggja hagstæðustu kjör sem ríkið hefur séð í erlendri útgáfu fyrir hálfu ári. Það er jákvætt að sjá þessa þróun halda áfram,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu frá Moody’s segir að aukinn þróttur hagkerfisins í ljósi bættrar erlendrar stöðu þjóðarbúsins, stöðugri hagvöxtur og vax- andi styrkleiki bankakerfisins séu lykilforsendur fyrir breytingu á horfum úr stöðugum í já- kvæðar. Þá er einnig nefnt sem forsenda fyrir breyting- unni að horfur séu á því að skuldastaða ríkisins verði betri en væntingar stóðu til. teitur@mbl.is Horfum breytt í jákvæðar  Matsfyrirtæki hækkar einkunn ríkissjóðs Morgunblaðið/Ómar Lánshæfismat Horfur eru jákvæðar. Gísli Halldór Halldórsson hef- ur verið ráðinn bæjarstjóri í Ár- borg og kemur þangað til starfa í ágústbyrjun. Fimmtán sóttu um starfið og af þeim voru sjö boðaðir í viðtal. Síðastliðin fjögur ár hefur Gísli Halldór verið bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar. Hann var forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar- bæjar frá 2006 til 2014, auk þess að gegna ýmsum trúnaðarstörfum á vegum bæjarins á þeim tíma. Gísli Halldór, sem er kvæntur Gerði Eðvarsdóttur, er að mennt viðskiptafræðingur frá HÍ auk þess að hafa numið haf- og strandsvæða- stjórnun við HA. „Starfið fram undan verður bæði krefjandi og lærdómsríkt. Fá sveitarfélög, ef nokkurt, standa frammi fyrir jafn miklum tækifær- um og áskorunum og Árborg gerir í dag. Ég hlakka til nýrra ævintýra í starfi,“ sagði Gísli Halldór í samtali við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Gísli Hall- dór ráðinn í Árborg  Nýr bæjarstjóri til starfa í ágústbyrjun Gísli Halldór Halldórsson Veður víða um heim 20.7., kl. 18.00 Reykjavík 12 alskýjað Bolungarvík 10 alskýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 5 rigning Þórshöfn 13 alskýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 28 skúrir Helsinki 21 þrumuveður Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 22 skúrir Dublin 18 súld Glasgow 17 súld London 21 rigning París 20 skúrir Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 25 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 23 léttskýjað Algarve 28 heiðskírt Madríd 29 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 30 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 20 skýjað Montreal 22 skýjað New York 26 alskýjað Chicago 23 rigning Orlando 25 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:01 23:09 ÍSAFJÖRÐUR 3:34 23:45 SIGLUFJÖRÐUR 3:16 23:29 DJÚPIVOGUR 3:23 22:46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.