Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018
Ég fékk nú bara tár
í augun og var hálf
klökkur að loknum úr-
slitaleik Frakklands
og Króatíu á HM í fót-
bolta á dögunum.
Það var virkilega
uppörvandi að sjá
gleðina og samstöðuna
sem fylgdi forsetum
þessara þjóða og voru
þau ófeimin við að
horfast í augu og faðma hvort annað
hvað eftir annað og jafnvel leiðast
inn á völlinn. Það var
svo greinilegt að þau
voru staðráðin í því að
vilja hvort öðru vel og
bera virðingu fyrir
þjóð hvors annars.
Þetta jákvæða and-
rúmsloft og skilaboð
skiluðu sér svo vel að
leik loknum eftir að
þau ásamt öðrum fyr-
irmennum höfðu stillt
sér upp til að taka í
hönd leikmanna beggja
þjóða og óska þeim til
hamingju með þátttökuna og árang-
urinn.
Það sem hreif mig þó mest var að
eimitt á þeirri stundu tók að rigna
þessu líka úrhelli svo leikvangurinn
varð nánast eins og sundlaug og all-
ir viðstaddir voru gjörsamlega eins
og hundar á sundi, eða eins og að
vera stödd í hressandi sturtu í
sparifötunum að loknu góðu partíi.
Í þessum aðstæðum, nánast nið-
urrignd og eins auðmýkt og frekar
mátti vera vegna úrhellisins, tóku
þau bara til við að faðma leikmenn-
ina rennblauta og sveitta að sér
hvern af öðrum og gáfu þau sér
tíma til að horfa í augu hvers og
eins og segja vonandi eitthvað upp-
örvandi og fallegt við hvern og einn
með bros á vör.
Þetta augnablik snerti mig mjög
og fyllti mig von um betri heim þar
sem auðmýkt og þakklæti, faðmlag,
uppörvunar- og hvatningarorð fá að
ráða för á viðburðum jafnt sem og í
lífinu öllu.
Takk fyrir afar skemmtilegt og
gott HM, þið öll sem að því stóðuð
og komuð með einum eða öðrum
hætti.
Mætti fegurðin blómstra úr hjört-
um okkar allra. Það mun gerast ef
við vöndum okkur í samskiptum og
leggjum rækt við hjartalagið og hlú-
um að þeim góðu fræjum sem þang-
að hafa verið sáð.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Lifi lífið!
Hálf klökkur að loknum úrslitaleik Króatíu og Frakklands
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Þetta augnablik
snerti mig mjög og
fyllti mig von um betri
heim þar sem auðmýkt
og þakklæti, faðmlag,
uppörvunar- og hvatn-
ingarorð fá að ráða för.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Sjaldan hefur eitt til-
tekið atvik á Íslandi
vakið jafn mikla al-
þjóðlega athygli og
þegar fréttir bárust af
því að hvalveiðimenn
Kristjáns Loftssonar
hefðu mögulega drepið
steypireyði vestur af
landinu laugardaginn
7. júlí en steypireyður
er alfriðuð tegund.
Kristján og fleiri voru
fljótir að úrskurða að þetta væri ekki
svo slæmt af því að um væri að ræða
blending steypireyðar og langreyðar
en ekki hreina steypireyði. Þessi
mjög svo sjaldgæfi blendingur mun
fyrst hafa veiðst, svo vitað sé, 1983 og
alls fjórir dregnir á land í Hvalfirði
síðan að sögn aðaleiganda Hvals hf.
Margir hvalasérfræðingar hafa
stigið fram á síðustu dögum og lýst
því að þeir telji allar líkur á að hval-
urinn hafi verið steypireyður en ekki
blendingur. Ef svo hefði verið þá væri
Hvalur hf. í miklum vanda. Nið-
urstaða DNA-rannsóknar MATÍS
leiðir í ljós að um er að ræða fyrstu
kynslóðar blending. Móðirin var
steypireyður en faðirinn langreyður.
Veiðar á steypireyði gætu varðað
sektum eða eftir atvikum fangelsi auk
þess sem afli væri gerður upptækur.
En er þetta þá bara allt í lagi? Er
Hvalur hf. sloppinn fyrir horn? Ekki
aldeilis. Fyrst ber að líta til þess að
blendingar þessara tveggja tegunda
eru mun sjaldgæfari en steypireyður
sem þó telst í útrýmingarhættu og
nýtur alþjóðlegrar verndar. Kristján
Loftsson hefur sagt í viðtölum við
innlenda og erlenda fjölmiðla að úti-
lokað sé að greina á milli slíkra blend-
inga og langreyðar við veiðar. Þar
með er það staðfest að mikil óná-
kvæmni einkennir þessar veiðar sem
birtist t.d. í því að engin leið er að
tryggja að þessi risadýr í hafinu séu
deydd samstundis eða á skjótan og
kvalalítinn hátt. Til að tryggja að þau
drepist samstundis þarf sprengisku-
tullinn að hitta annaðhvort höfuð
nærri heila eða hjarta dýrsins. Hvor-
ugt skotmarkið er sýnilegt veiði-
mönnum.
Setjum þetta í samhengi við veiðar
á landdýrum. Hvað segði fólk ef slátr-
un kúa eða veiðar á hreindýrum færu
fram þannig að menn þeystu um á
vagni sem hestur drægi og dýrin
væru elt upp um holt og hæðir, þau
látin hlaupa þar til þau væru ör-
magna og þá skotin á færi með
sprengiskutli. Í sumum tilvikum tæki
það rúmlega hálfa klukkustund fyrir
þau að gefa upp öndina frá þeirri
stundu að skutullinn styngist djúpt
inn í hold þeirra, sprengjan spryngi
og tætti í sundur vöðva, bein og inn-
yfli. Stundum mundi þeim einfaldlega
blæða út. Við þessar ómannúðlegu
aðfarir bættist svo að veiðimenn
teldu ógerning að segja
til um með nokkurri
vissu hvaða tegund þeir
væru í raun að veiða.
Mundu Íslendíngar
samþykkja svona veiði-
skap á landi? Nei, varla.
Af hverju þá á sjó?
Ísland er eina ríkið í
öllum heiminum sem er
með fyrirvara gagnvart
fyrstu grein í CITES-
samningnum um vernd
dýra og plantna í útrým-
ingarhættu hvað varðar
friðun steypireyða. En Ísland er líka
eina ríkið í heiminum sem stendur
fyrir veiðum á langreyðum. Engum
manni í víðri veröld dettur í hug að
veiða þau dýr öðrum en Kristjáni
Loftssyni. Afurðir af langreyðar-
veiðum Kristjáns hafa nær allar verið
fluttar út til Japans. Nú bregður svo
við að Japanir hafa engan fyrirvara
varðandi friðun steypireyðar og því
er ekki aðeins harðbannað að flytja
þangað inn afurðir af steypireyðum
heldur einnig af blendingum steypi-
reyðar og langreyðar samkvæmt við-
auka 10.17 við fyrstu grein CITES.
Af þessum ástæðum er nauðsyn-
legt að stöðva þegar í stað veiðar
Hvals hf. á langreyðum og öðrum
þeim tegundum sem þeir kunna að
slysast til að skjóta. Það er eðlileg
krafa að fram fari opinber rannsókn á
því hve oft blendingar og mögulega
steypireyðar hafi veiðst við landið á
undanförnum árum, hvernig afurð-
irnar voru meðhöndlaðar, atvikin til-
kynnt og ekki síst hvort lög og reglur
hafi verið brotin í Japan með inn-
flutningi á þessum afurðum hingað
til.
Trúverðugleiki Íslands hefur beðið
hnekki vegna hvalveiðibröltsins.
Engin leið er að segja til um með
vissu hverjar afleiðingarnar eru en
ljóst að miklu varðar að héðan í frá
ráði alvöru hagsmunamat, gagnsæ og
fagleg stjórnsýsla sem og dýra-
velferðarsjónarmið för en ekki
þröngir, persónulegir hagsmunir og
áhugamál eins milljarðamærings.
Það baktjaldamakk sem einkennt
hefur hvalveiðistefnu Íslands á þess-
ari öld, þröngsýni og heimóttar-
skapur verður að taka enda.
Eftir Sigurstein
Róbert Másson
Sigursteinn Róbert
Másson
» Af þessum ástæðum
er nauðsynlegt
að stöðva þegar í stað
veiðar Hvals hf. á
langreyðum og öðrum
þeim tegundum sem
þeir kunna að slysast
til að skjóta.
Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýra-
velferðarsjóðsins.
sigursteinnmasson@gmail.com
Er þetta í lagi?
www.gilbert.is
GÆÐA ARMBANDSÚR
FYRIR DÖMUR OG HERRA
KLASSÍSK ÍSLENSK
Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Allt um sjávarútveg