Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 ✝ Helga Svanafæddist í Tjaldtanga í Hest- firði 3. ágúst 1926. Hún lést 11. júlí 2018. Foreldrar henn- ar voru María Rögnvaldsdóttir, f. 13. janúar 1891, d. 19. september 1989, og Ólafur Hálfdánsson, f. 4. ágúst 1891, d. 26. mars 1973. Helga átti 14 systkini og voru tvíburapörin sex og einburarnir þrír: Ósk, f. 1916, d. 2010, Guð- rún, f. 1917, d. 2009, Karítas, f. 1919, d. 1919, Einar, f. 1919, d. 2010, Kristín, f. 1920, d. 2009, Rögnvaldur, f. 1920, d. 1964, Fjóla, f. 1922, d. 2018, Lilja, f. 1922, d. 2009, Jónatan, f. 1925, Hálfdán, tvíburabróðir Helgu Svönu, f. 1926, d. 1999, Hall- dóra, f. 1928, d. 2013, Haukur, f. 1928, d. 2014, Ólafur Daði, f. 1932, d. 1992, María, f. 1932, d. 2018, fósturbróðir þeirra var Ármann Leifsson, f. 1937, d. 2006. Helga Svana fór í fóstur þriggja vikna gömul til Ólafar Svanhildar Einarsdóttur og Helga Einarssonar að Skarði í Skötufirði og ólst hún þar upp til eiga tvö börn og fjögur barna- börn, 5) Ólafur Helgi, f. 16. júní 1959, giftur Sólveigu Guðjóns- dóttur, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn, 6) Guðrún, f. 4. júlí 1960, gift Erni Ólafssyni, þau eiga fjögur börn og tvö barna- börn, 7) Rögnvaldur, f. 23. ágúst 1963, giftur Sigríði Guðmars- dóttur, þau eiga þrjá syni. Helga Svana lauk kenn- araprófi 1947 og gerðist kennari í Bolungarvík og kenndi þar alla sína starfsævi. Hún naut sín mjög í kennarastarfinu og náði að fræða fjórar kynslóðir um lengri eða skemmri tíma. Helgu Svönu var mjög annt um nem- endur sína og lagði mikið á sig til að hver og einn þroskaðist og næði framförum, bæði félags- og námslega. Kennsla Helgu Svönu er mörgum fullorðnum Bolvík- ingum enn í fersku minni. Hún vann mikið að félagsstörfum, var einn af stofnendum skátafé- lagsins, virk í starfi Sjálfs- bjargar og kvennadeildar Slysa- varnarfélagsins, söng í kirkjukór Hólskirkju og tók þátt í stofnun félags eldri borgara. Heimili Helgu Svönu og Hraunbergs var að Vitastíg 12 í yfir 50 ár, eftir það bjuggu þau í „Hvíta húsinu“. Síðustu árin dvaldi Helga Svana á hjúkr- unarheimilinu Bergi og naut þar afbragðsþjónustu, þar lést hún að morgni 11. júlí 2018. Helga Svana verður jarð- sungin frá Hólskirkju í Bolung- arvík í dag, 21. júlí 2018, klukk- an 14. 12 ára aldurs. Flutti þá til Bolung- arvíkur með fóstru sinni, þá fór Helga Svana fyrst að kynnast foreldrum sínum og systk- inahópnum sem voru búsett í Bol- ungarvík. Þann 9. desem- ber árið 1950 gengu Helga Svana og Guðmundur Hraunberg Eg- ilsson í hjónaband. Hraunberg var fæddur 9. desember 1927 í Bolungarvík og lést hann 2. september 2016. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn S. Júlíus- dóttir, f. 25. apríl 1905, d. 14. febrúar 1972, og Egill Guð- mundsson, f. 6. nóvember 1884, d. 20. mars 1953. Helga Svana og Hraunberg bjuggu allan sinn búskap í Bol- ungarvík. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Svanhildur, f. 14. febrúar 1950, gift Per Inge Laberg (skildu), þau eiga tvö börn, 2) Steinunn, f. 4. janúar 1952, gift Pálma Á. Karvelssyni, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn, 3) Egill, f. 20. febrúar 1953, giftur Kristinu Andersson, þau eiga þrjú börn, 4) María, f. 12. júlí 1955, gift Karli Baldurssyni, þau Helga Svana tengdamóðir mín er látin. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið hjá henni og haldið í höndina á henni þegar hún kvaddi þessa jarðvist. Núna er hún búin að hitta Hraunberg sinn. Margar minningar á ég með þessari yndislegu konu. Fyrstu áramótin mín með þeim hjónum voru skemmtileg á allan hátt, nema að ég borðaði ekki svið sem voru alltaf á borðum hjá þeim á gamlárskvöld. Helga Svana hætti að vera með svið á þessum degi af því ég borða þau ekki og er ég búin að fá að heyra það í góðlátlegu gríni frá þeim systkinum síðan, eða í 40 ár. Helga Svana var börnum mínum mjög kær og þau undu sér vel hjá ömmu og afa í vík- inni. Það var heilt ævintýri að fara í kjallarann á Vitastígnum og leika með alla kjólana og dót- ið sem þar var. Kæra fjölskylda. Það er mikill söknuður hjá okkur öllum núna og gott að leita huggunar hjá ykkur. Það verður öðruvísi að fara vestur hér eftir. Sólveig Guðjónsdóttir. Eitt sinn sagði Helga Svana mér frá sinni fyrstu minningu. Hún var um frænku hennar Guðrúnu Einarsdóttur sem var öldruð kona á Skarði. Helga minntist þess að Svana fóstra hennar sinnti gömlu konunni í rúminu og svo einn daginn var Guðrún dáin. Sjötíu ár skildu að þessar frændkonur tvær í aldri sem heilsuðust og kvöddust árið 1930. Seinna átti Helga eftir að sinna Svönu rúmfastri á sjúkra- skýlinu í Bolungarvík. Þegar ég sat við dánarbeð hennar í síð- ustu viku varð mér hugsað til þessarar gömlu minningar um það þegar Helga kynntist dauð- anum í fyrsta sinn. Í söknuði mínum langar mig að stöðva tif klukkunnar og láta tímann standa í stað í hliðarver- öld þar sem ung kona biður aðra miðaldra um að segja sér sög- urnar frá Skarði. En söknuður- inn er ljúfsár, það er eitthvað fagurt og sterkt við það þegar öldungur kveður og forréttindi að fá að kveðja við þær aðstæð- ur. Tengdamóðir mín, Helga Svana Ólafsdóttir, ólst upp á Skarði í Skötufirði í hópi sex fóstursystkina. Hún var alin upp af tveimur afabræðrum sínum, Helga Guðjóni og Hjalta, og einni afasystur, Ólöfu Svanhildi. Þau voru komin á fimmtugsald- ur þegar Helga var að alast upp. Sveitamenning Inndjúpsins, þjóðlegar hefðir og gildi fóstur- foreldranna mótuðu lífsviðhorf hennar. Hún flutti til Bolung- arvíkur tólf ára gömul með fóstru sinni, fór í Kennaraskól- ann í Reykjavík, menntaði þrjár kynslóðir Bolvíkinga á hálfrar aldar starfsævi. Hún stóð föst- um fótum í fyrri tíðar menningu sveitasamfélagsins. Hún var líka menntuð nútímakona sem sinnti starfi sínu meðfram því sem hún og eiginmaður hennar Guð- mundur Hraunberg Egilsson ólu upp sjö börn. Og samt gafst tími til félagsstarfa fyrir kirkj- una, slysavarnafélagið, skátana og fleiri félög í Bolungarvíkinni. Helga var djúpvitur kona og hagmælt. Hún var umhyggju- söm og gestrisin og gerði öllum jafn hátt undir höfði. Þegar ég var nýorðin móðir var ég ein- hvern tímann að barma mér við hana að ég festi ekki lengur hugann við skáldsagnalestur. Hún ráðlagði mér þá að lesa ljóð og sagði að ljóðin hefðu verið það eina sem hún hafði tíma til að lesa þegar börnin voru smá og þurftu alla hennar athygli. Helga elskaði ljóð, bæði í bundnu og óbundnu máli. Ég sé hana fyrir mér unga húsmóður sem stelst til að lesa Jónas og Davíð meðan suðupotturinn sýð- ur síðasta farminn af bleyjum dagsins og meðan börnin festa svefninn. Ég sé þau fyrir mér hjónin þegar þau stökkva upp frá matarborðinu til að fletta upp í bókum einhverju sem þau þurfa að vita. Ég sé hana hlaup- andi út í sumarsólina með heimagerða rabarbaraíspinna handa barnabörnunum. Og ég sé hana fyrir mér í skólanum þar sem ég var svo lánsöm að kenna með henni einn vetur. Betri tengdamóður hefði ég ekki getað hugsað mér. Einu sinni lék hún við fætur Svönu þegar Guðrún frænka hennar átti sína síðustu ævi- daga. Í síðustu viku var hún Guðrúnin og ég var Svanan. Einn dag verð ég Guðrúnin og þannig á það að vera. Góðir englar Guðs sátu yfir sænginni hennar eins og á Skarði forðum og taka á móti henni hinum megin. Sigríður Guðmarsdóttir. Helga Svana Ólafsdóttir, amma mín, var einstök kona. Hjartahlý og harðdugleg mamma, amma og langamma. Hún var mín fyrirmynd á svo margan hátt. Amma og afi buðu alla velkomna á heimili sitt á Vitastíg og síðar Aðalstræti. Harðfiskur og smjör og heitt á könnunni undir tónum Rásar 1. Með ömmu var gott að vera og hún kenndi mér margt. Elska þig, amma mín, eins og við vorum sammála um að væri aldrei of oft sagt. Þín Magnea. Líklega hefur enginn mótað jafn margar kynslóðir Bolvík- inga og hún Helga Svana Ólafs- dóttir. Hún var farsæll, virtur og vinsæll kennari í Bolungarvík um áratugaskeið, frá því að hún lauk kennaranámi sínu og þar til starfsferli hennar lauk. Kennsla ungra barna er ábyrgðarmikið vandaverk. Kennarinn gegnir uppeldishlut- verki og er trúnaðarmaður barnanna. Barnssálin er oft við- kvæm og því skiptir svo miklu á mótunarskeiðinu hvernig til tekst. Helga Svana stóð undir allri þeirri ábyrgð og vel það. Það var eins og kennslan væri henni eðlislæg og áreynslulaus og varla að hún þyrfti nokkurn tíma að byrsta sig. Við, börnin sem hún kenndi, nutum þess að fylgjast með því sem hún var að segja okkur og virtum hana tak- markalaust. Kennslan hennar opnaði okkur nýjar víddir og skilning á námsefni sem hafði verið okkur fram að því sem lok- uð bók. Frá þessum fyrstu árum skólagöngu minnar er mér minnisstæðast hvernig hún glæddi skilninginn á okkar nán- asta umhverfi og tengdi það síð- an námsefninu með sínu ein- staka lagi. Sagan af Þuríði sundafylli landnámskonu okkar Bolvíkinga og syni hennar, Völu-Steini, varð hluti af Ís- landssögunni, örnefnin, fjöllin og hafið urðu þáttur í landa- fræðinni, ljóð, kvæði og íslensk sönglög, óf hún saman við ís- lenskukennsluna og þannig mátti áfram telja. Löngu síðar heyrði ég sagt af afrekum lands- þekktra uppfræðara sem hlotið höfðu verðskuldað lof og viður- kenningu samfélagsins fyrir kennsluhætti sína. Þá gerði ég mér ljóst að þetta voru kennslu- aðferðir Helgu Svönu; aðferðir sem hún hafði hins vegar sjálf mótað og gert sér ljóst að dugðu vel við að koma öllum til nokk- urs þroska, eins og það var orð- að svo viturlega fyrir mörgum öldum. Það er því ekki að undra að það voru ekki bara við nem- endur hennar sem dáðum hana og litum upp til hennar. Það gerðu líka samkennarar hennar, fölskvalaust og takmarkalaust. Sigrún kona mín var í þeim hópi og svo margir aðrir sem höfðu samanburðinn við kennslu í öðr- um skólum og gátu borið vitni um að hún var ekki einasta upp- fræðari af guðs náð, heldur líka af ómeðvitaðri en einbeittri hug- sjón. Árum saman var ég tíður og jafnvel daglegur gestur á heimili þeirra Hraunbergs. Við Egill sonur þeirra vorum æskuvinir og brölluðum ýmislegt. Þá kynntist ég auðvitað Helgu Svönu enn betur; en við allt aðr- ar aðstæður en í kennslustof- unni og þau Hraunberg urðu vinir mínir. Alltaf var jafn nota- legt að hitta þau á förnum vegi í Víkinni og fá frá þeim hlýlegt faðmlagið og innilegar kveðjurn- ar. Nú að leiðarlokum Helgu Svönu Ólafsdóttur verða þátta- Helga Svana Ólafsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra föður, HANNESAR SNÆBJARNAR SIGURJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun og umhyggju. Trausti Hannesson Sigurjón Davíð Hannesson Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýju vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR FLÓVENZ ÓLAFSDÓTTUR, Kópavogsbraut 88. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir hlýju og góða umönnun. Ólafur G. Flóvenz Sigurrós Jónasdóttir Brynhildur G. Flóvenz Daníel Friðriksson Margret G. Flóvenz Tryggvi Stefánsson Gunnar G. Flóvenz Bera Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURVEIGAR G. MÝRDAL. Sigurjón Mýrdal María Sophusdóttir Garðar Mýrdal Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir Jón Agnar Mýrdal Vivian Hansen barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, ÞORSTEINN INGÓLFSSON, fyrrverandi sendiherra, lést þriðjudaginn 19 júlí. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Kofoed-Hansen Okkar ástkæra, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Holtsmúla, til heimilis að Fellstúni 6, Sauðárkróki, lést þann 17. júlí á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 28. júlí klukkan 14. Ragnar Eyfjörð Árnason Sigurður Ingi Ragnarsson Steinunn Valdís Jónsdóttir Árni Eyfjörð Ragnarsson Sigurrós Einarsdóttir Smári Hallmar Ragnarsson Halla Mjöll Stefánsdóttir Gunnur Pálsdóttir og ömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Stóru-Ávík, Árneshreppi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, sunnudaginn 15. júlí. Útför hennar fer fram föstudaginn 27. júlí klukkan 13. Elías Ólafur Magnússon Magnús Guðberg Elíasson Guðmundur Elíasson Unnar Aðalsteinn Elíasson Margrét Þórðardóttir Ingibjörg Anna Elíasdóttir Þröstur Karlsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og afi, EINAR BRAGI SIGURÐSSON, Leynisbraut 1, Grindavík, varð bráðkvaddur sunnudaginn 15. júlí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 1. ágúst klukkan 14. Soffía Aðalbjörg Jóhannsdóttir Guðfinna K. Einarsdóttir Eggert Bergmann Jóhanna S. Einarsdóttir Kristinn Helgason Jóhann F. Einarsson Birgitta Rún Birgisdóttir Þórunn Ósk Einarsdóttir Sigurður Eiríksson Guðfinna Sveinsdóttir Kristín Þóra Sæmundsdóttir systkini og afabörn VIGDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR frá Hofi í Vatnsdal er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.