Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Breski auðmaðurinn James Arthur Ratcliffe og íslenskir viðskiptafélagar hans eiga nú hlut í minnst 39 jörðum á Íslandi. Þar af eru 36 á Norðausturlandi. Þá eiga þeir á þriðja tug félaga að hluta eða öllu leyti. Þetta má lesa úr gögnum fasteignaskrár Þjóðskrár Íslands og fyrirtækjaskrár Credit- info. Kannað var eignarhald nokkurra tuga jarða á Austurlandi. Niðurstaðan var síðan bor- in saman við eldri upplýsingar úr fréttum af jarðakaupunum. Var þar meðal annars stuðst við úttekt Austurgluggans í árslok 2016. James Ratcliffe er skráður eigandi breska fé- lagsins Halicilla Limited Company. Þá eru sam- starfsmenn hans tengdir íslenskum dótturfélög- um Dylan Holding S.A. í Lúxemborg (sjá næstu opnu). Halicilla og Dylan Holding eru skráðir eigendur fjölda íslenskra félaga sem eiga jarðir. Skal tekið fram að eignarhald Dylan Holding virðist ekki tilgreint í skrám í Lúxemborg. Viðskiptafélagar Ratcliffe eru hér skilgreind- ir sem hluthafar í Veiðiklúbbnum Streng og meðfjárfestar í öðrum verkefnum. Jóhannes Kristinsson, athafnamaður á Vopnafirði, Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs, og Steingrímur E. Eiríksson eru í stjórnum margra þessara félaga. Jóhannes er meðal ann- ars stærsti hluthafinn í félögunum Vesturfarar ehf. og Austurfarar ehf. sem eiga jarðir. Hefur ekki verið undir einum hatti Sem áður segir bendir athugun Morgunblaðs- ins til að minnst 39 jarðir séu tengdar Ratcliffe og viðskiptafélögum hans. Þá voru tvær jarðir úrskurðaðar þjóðlendur í Hæstarétti. Spurður hvort rétt sé talið kveðst Gísli Ás- geirsson ekki hafa umfangið á takteinum. Þá sé hluti þessara félaga honum ótengdur. „Þetta hefur ekki verið undir einum hatti. Ég hef ekki tekið þetta saman sjálfur. Það ber að horfa til þess að þessar jarðir hafa komið inn í fé- lögin síðustu áratugi. Þetta er ekki einfalt. Jó- hannes og Ratcliffe eiga þetta í gegnum félög sem þeir eiga með öðrum og í gegnum Veiði- klúbbinn Streng. Öll þessi kaup hafa miðað að því í gegnum tíðina að tryggja réttindi í kringum laxveiði. Það er gert af áhuga á að byggja hana upp. Það hófst í Vesturdalsá. Svo hófst sú vinna í Selá, Hofsá og Hafralónsá. Markmiðið er að reyna að efla laxagengd í ánum. Því ef við kom- um þeim í þær tölur sem við viljum sjá – við höf- um sett okkur markmið í þeim efnum – verður þetta paradís á jörð. En til þess að byggja upp þarf að vera einhver akkur í því fyrir hlutaðeig- endur. Þá ekki aðeins arðsvon heldur þarf við- komandi einhvern veginn að njóta ávaxtanna. Hingað til hefur þessu lítið verið sinnt af veiði- félögum eða heimamönnum,“ segir Gísli. Fyrst og fremst í Vopnafirði - Hvaða ár leggið þið áherslu á? „Okkar ár eru fyrst og fremst í Vopnafirði; Selá, Hofsá, Vesturdalsá og Sunnudalsá, sem er hliðará við Hofsá. Svo erum við leigutakar að Miðfjarðará í Bakkafirði og vorum leigutakar að Hafralónsá [í Þistilfirði]. Við höfðum fyrirhugað mikla uppbyggingu við Hafralónsá en urðum undir í útboði. Það er eins og gengur. Við vorum ekki tilbúnir að greiða svo hátt verð fyrir leigu.“ - Hverjir fengu leyfið í Hafralónsá? „Það var félagið Hreggnasi. Jóhannes Sigfús- son er formaður veiðifélagsins. Hann hefur ekki verið hrifinn af jarðakaupum, eins og komið hef- ur fram.“ - Hafið þið verið í fleiri ám? „Já. Við vorum aðeins í Svalbarðsá á sínum tíma,“ segir Gísli sem telur Jóhannes Kristins- son hafa lyft grettistaki í þágu verndunar Norð- ur-Atlantshafslaxins. Hafa verið óheppnir með veðurfarið „Þegar við komum inn í Selá byggði Jóhannes laxastiga, sem var í fyrsta skipti hamraður/ fleygaður. Það var engin steypa, stál eða slíkt notað til að opna fyrir göngu laxins upp úr efri fossi Selár, sem svo er nefndur. Stiginn var fleygaður í berg og heppnaðist ákaflega vel. Hann var opnaður 2011. Við vorum þá mjög heppnir að fá upp mikið af laxi. Við höfum hins vegar ekki verið heppnir með veðurfarið. Árin 2012 til 2014 voru til dæmis gríðarleg flóðaár og mjög kalt. Þetta er hátt inni á heiði. Þannig að við höfum ekki notið þess. Við sjáum hins vegar teikn á lofti um að landnám laxins er að byrja á þessum svæðum. Það mun örugglega hafa áhrif á laxagengd í framtíðinni.“ - Hvers vegna er mikilvægt að eiga jörð við á? „Það er fyrst og fremst vegna þess að aðgerð- ir til að rækta lax eru gríðarlega kostnaðarsam- ar. Það kostar að búa þetta til og tekjurnar sem skapast geta engan veginn staðið undir fjárfest- ingunum. Hvort sem fjárfest er í veiðihúsi, laxa- stiga, vegagerð eða þess háttar duga tekjurnar sem af ánum koma engan veginn og það þótt mönnum þyki veiðileyfin há. Tímabilið er svo stutt, og tekjurnar á svo stuttum tíma, að tekjur landeigenda geta ekki fjármagnað þess háttar aðgerðir. Og landeigendur sem lifa af þessu, eins og bændur sem hafa sífellt minni tekjur, myndu aldrei vera tilbúnir að leggja þá fjármuni í slíkar framkvæmdir.“ Áhuginn rekur menn áfram - Er þetta þá hugsjón að vernda Norður- Atlantshafslaxinn? „Þetta er sambland af hugsjón og áhuga. Oft er þetta einskær áhugi. Við Jóhannes Kristins- son höfum lagt ómælda vinnu á okkur, og þá sér- staklega Jóhannes, hér við árnar. Það er vinna sem við höfum aldrei rukkað fyrir. Þetta er okkar áhugamál og gríðarleg ástríða. Fyrir þá sem hafa þennan áhuga er mikil ánægja fólgin í því að sjá eitthvað takast vel. Að búa eitthvað til sem vex. Þetta er svipað og ef við myndum kaupa jarðir til að gróðursetja tré, eða eitthvað í þeim dúr.“ - Hvaða þýðingu hafði tengslanet Orra heitins Vigfússonar, og síðan Ratcliffe? Skiptir það máli í þeirri viðleitni að fá hingað fólk sem er tilbúið að greiða fyrir þessi gæði? „Já. Þeir sem eru tilbúnir að greiða háar upp- hæðir fyrir að veiða hér í friði kaupa ekki veiði- leyfi í gegnum netið eða auglýsingar í blöðum. Sú markaðssetning á sér stað frá manni til manns. Og ég og margir hér fyrir austan hafa hvorki þekkingu né tengslanet til að komast í samband við þann kúnnahóp.“ - Bush eldri og Karl Bretaprins hafa veitt hjá ykkur. Fáið þið marga heimsþekkta kúnna? „Nei, kannski ekki marga heimsþekkta. En við fáum mjög efnað fólk sem jafnvel á eyjur í Miðjarðarhafi svo dæmi sé tekið.“ Borga mikið fyrir einveruna - Myndi þetta teljast fágætisferðaþjónusta? „Það er einmitt það sem við erum að gera. Þetta fólk borgar þessar upphæðir fyrir að vera eitt og í friði, oft með sinni fjölskyldu. Það borg- ar fyrir einveruna.“ Spurður um jarðakaupin á Grímsstöðum á Fjöllum og í Grímstungu segir Gísli að landeig- endur hafi endurmetið landkosti eftir að fallið var frá kaupum fyrir nokkrum árum. „Eftir að við opnuðum laxastigann 2011 kom í ljós að Grímsstaðir snerta Hrútá, hliðará Selár, inni á heiði,“ segir Gísli til skýringar. Eiga nú hátt í 40 jarðir á Íslandi  Breski auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hans hafa safnað jörðum við laxveiðiár  Framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs segir kaupin gerð til að vernda og byggja upp laxinn Feðgar Gísli Ásgeirsson og Óskar Hængur. Ho fsá Bakkafjörður Egilsstaðir Vopnafjörður Breiðamýri Áslaugarstaðir Leifsstaðir Hámundarstaðir Ljótsstaðir Skógar Rjúpnafell Deildarfell Hvammsgerði Sunnudalur Hraunfell Borgir Háteigur Guðmundarstaðir Síreksstaðir Gnýsstaðir Hamar Hauksstaðir Krossavík Lýtingsstaðir Fagurhóll Þorvaldsstaðir Einarsstaðir Ytri-Hlíð ● Selsárvellir ● Mælifell Vopnafjörður SE LÁ RD AL UR HO FS ÁR DA LU R VE ST UR ÁR - DA LU R Se lá Se lá Ve st ur á Fremri-Nýpur Dæmi um bæi og jarðir í eigu Ratcliffe og viðskiptafélaga Samkvæmt núverandi skráningu í fasteignaskrá Fasteignir og jarðir í Vopnafirði (Selárdal, Vesturárdal, Hofsárdal og Sunnudal) Helstu viðskipti Ratcliffe og tengdra aðila með fasteignir og jarðir Ár Dags. viðskipta með eign 1980 1. júlí Breiðamýri 1. júlí Fagurhóll 1991 13. nóv. Hvammsgerði 13. nóv. Lýtingsstaðir I 1995 20. okt. Áslaugarstaðir 1996 30. nóv. Breiðamýri 1999 19. apríl Veðramót I 2004 10. apríl Hámundar- staðir I og III 15. des. Gunnarsstaðir 2005 26. maí Rjúpnafell 5. sept. Skógar II 30. nóv. Skálanesbjarg 2007 30. mars Hamar 22. ágúst Fremri-Nýpur 2008 1. feb. Áslaugarstaðir 1. feb. Breiðamýri 1. feb. Fagurhóll 10. júní Leifsstaðir I 21. júní Leifsstaðir I 10. ágúst Leifsstaðir I 2009 8. júní Ljótsstaðir IV 9. des. Krossavík I 9. des. Sunnudalur 2010 15. apríl Ljótsstaðir I 2013 19. des. Einarsstaðir 19. des. Deildarfell 19. des. Hauksstaðir 19. des. Hallgilsstaðir II 19. des. Gnýsstaðir 2014 10. júlí Hámundarst. V 5. ágúst Svalbarðssel 2015 13. apríl Ytri-Hlíð I 17. maí Miðfjarnessel 2016 10. okt. Háteigur 10. okt. Guðmundarst. 28. okt. Síreksstaðir 12. des. Grímsstaðir I 2017 17. jan. Hvammur III 19. jan. Hvammur I 19. jan. Hvammur IV Heimildir: Fasteignaskrá, Creditinfo, fasteignaskrár Lúxemborgar og Bretlands. ■ Fasteignamat 2019 ■ Eignaskipting samkv. fasteignaskrá ■ Stærð lands samkv. skráningu Nytjalands* **Skv. úrskurði Óbyggðanefndar sem staðfestur hefur verið af Hæsta- rétti eru jarðirnar Mælifell og Selsárvellir þjóðlenda í eigu ríkissjóðs Íslands. Veiðiklúbburinn Strengur á afréttareign í jörðunum skv. sama úrskurði og fer því með veiði- og atkvæðisrétt með sama hætti og verið hefur og á skráð fasteignamat veiðihlunninda. *Stærð jarða er fundin með því að bera saman núverandi jarðanúmer í fasteignaskrá og skráningu Nytjalands (RALA) frá 2006. Þar sem engin stærð er tilgetin er annaðhvort um að ræða lóðir, ósamræmi í gögnum eða að upplýsingar vantar. Í tilfelli jarða sem eiga afréttareignir eða hlut í óskiptu landi kann það að vera talið með í heildarstærð. Su nn u- da lsá SUNNUDALUR ■ 14.105.000 kr. ■ Sunnudalur ehf. 87,5%. Guðrún Ólafía Jónsdóttir 8,75%. Páll Jakob Líndal 3,75%. ■ 641 ha. BORGIR ■ 2.674.000 kr. ■ Hegra- þing ehf. 100%. ■ 585 ha. YTRI-HLÍÐ I ■ 35.819.000 kr. ■ Lóma- þing ehf. 100%. ■ 1.327 ha. HAUKSSTAÐIR ■ 72.103.000 kr. ■ Friðbjörn H. Guðmundsson 41,67%. Baldur Guðmundsson 21,66%. Grænaþing ehf. 20%. Grænaþing ehf. 20%. Jón Þ. Guðmundsson 8,33%. Sigurbjörg Kr. Guðmundsdóttir 8,33%. ■ 8.940 ha. GNÝSSTAÐIR ■ 119.000 kr. ■ Hegraþing ehf. 88,09%. GUÐMUNDARSTAÐIR ■ 4.043.000 kr. ■ Sólar- salir ehf. 100%. ■ 304 ha. KROSSAVÍK I ■ 11.708.000 kr. ■ Selárdalur ehf. 50%. Garðar Björnsson 50%. ■ 2.511 ha. HRAUNFELL ■ 88.000 kr. ■ Hegraþing ehf. 48,76%. ■ 2.459 ha. HÁTEIGUR ■ 42.247.000 kr. ■ Sólarsalir ehf. 100%. DEILDARFELL ■ 27.146.000 kr. ■ Hegra- þing ehf. 100%. ■ 136 ha. EINARSSTAÐIR ■ 49.851.000 kr. ■ Hegraþing ehf. 100%. ■ 4.469 ha. SÍREKSSTAÐIR ■ 45.760.000 kr. ■ Sólar- salir ehf. 100%. ■ 131 ha. BREIÐAMÝRI ■ 62.485.000 kr. ■ Veiðiklúbburinn Strengur 50%. Ketill Oddsson 25%. Þengill Oddsson 25%. ■ 712 ha. LÝTINGSSTAÐIR I ■ 44.490.000 kr. ■ Veiðiklúbb- urinn Strengur 100%. ■ 613 ha. SKÓGAR II ■ 3.332.000 kr. ■ Sunnudalur ehf. 100%. HAMAR ■ 30.969.000 kr. ■ Veiðiklúbbur- inn Strengur 100%. ■ 3.944 ha. FREMRI-NÝPUR ■ 39.099.000 kr. ■ Fremri- Nýpur ehf. 100%. HVAMMSGERÐI ■ 31.827.000 kr. ■ Veiðiklúbbur- inn Strengur 100%. ■ 3.045 ha. ÁSLAUGARSTAÐIR ■ 52.311.000 kr. ■ Veiðiklúbburinn Strengur 66,67%. Þengill Oddsson 25%. Katrín Gústafsdóttir 8,33%. ■ 4.762 ha. FAGURHÓLL ■ 37.260.000 kr. ■ Veiðiklúbburinn Strengur 50%. Vífill Oddsson 25%. Jóhannes V. Oddsson 25%. ■ 447 ha. RJÚPNAFELL ■ 25.707.000 kr. ■ Sólar- salir ehf. 100%. ■ 1.671 ha. ÞORVALDSSTAÐIR ■ 69.400.000 kr. ■ Grænaþing ehf. 42,86%. Katrín Gústafsdóttir 32,14%. Guð- ríður Steinunn Oddsdóttir 25%. ■ 7.503 ha. MÆLIFELL OG SELSÁRVELLIR Jarðirnar voru í eigu tengdra aðila** LEIFSSTAÐIR I ■ 12.400.000 kr. ■ Katrín Gústafsdóttir 50% Vífill Oddsson 8,33% Guðríður Steinunn Oddsdóttir 8,33% Jóhannes V. Oddsson 8,33% Ketill Oddsson 8,33% Þengill Oddsson 8,33% Ólafur Hergill Oddsson 8,33%. ■ (lóð). LJÓTSSTAÐIR I ■ 19.489.000 kr. ■ Vesturárdalur** 100%. ■ 1.883 ha. LJÓTSSTAÐIR IV ■ 6.580.000 kr. ■ Gísli Stefán Ásgeirsson 33% Lárus Gunnsteinsson 33% Jóhannes Kristinsson 33%. ■ (lóð). HÁMUNDARSTAÐIR I OG III ■ 10.986.000 kr. ■ Hámundar- staðir ehf. 100%. ■ 5.823 ha. HÁMUNDARSTAÐIR V ■ 20.948.000 kr. ■ Jóhannes Kristinsson 100%. ■ (lóð). Jarðakaup á Norðausturlandi Ljósmynd/Úr einkasafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.