Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 49
AF ÍSJÖKUM Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Þann 7. júlí síðastliðinn komþað mér spánskt fyrir sjón-ir þegar ég las frétt um að frumkvöðullinn Nick Sloane hygðist leysa úr vatnsskortinum í Höfðaborg í Suður-Afríku með því að draga heilan ísjaka frá suðurskautinu þangað og afla þannig fersks vatns fyrir borg- arbúa. Gríðarlegur þurrkur hefur næstum neytt yfirvöld Höfðaborg- ar til þess að loka á vatns- veitukerfið. Vatnsskömmtun fór fram þar til haustrigningin bjarg- aði málunum. Hvar hafði ég séð þetta áður? Jú, einmitt þetta var söguþráð- urinn í bók sem ég las þegar ég var lítill, nefnilega mynda- sögubókinni Hin fjögur fræknu og ísjakinn (Les 4 As et l’Iceberg) eftir François Craenhals og Georges Chaulet. Í bók þeirri hjálpa þau Lastík, Dína, Doksi og Búffi vini sínum, prófessor Gaukalín, að koma emírdæminu Gazol til bjargar með því að draga þangað heilan ísjaka. Ekki er óþekkt að hugmyndir úr skáldskap, jafnvel barnaefni, verði að raunveruleika. Má þar til dæmis nefna aðferð til þess að lyfta skipsflökum af hafsbotni með borðtenniskúlum sem Andrés Önd fann upp árið 1949. Hug- mynd Sloane er hins vegar ekki ný af nálinni og varð ekki til hjá hinum fjórum fræknu. Frá 19. öld hefur fólk látið sig dreyma um að draga ísjaka út á miðbaug til þess að jafna hitastigið í sjónum. Hug- myndinni hefur verið varpað fram aftur og aftur í gegnum ár- in á mismetnaðarfullan hátt en aldrei hefur hún verið fram- kvæmd nema í smækkuðu sniði, til dæmis í Kanada og Rússlandi. Þar eru ísjakar gjarnan dregnir stuttar vegalengdir til þess að forða þeim frá árekstri við olíu- borpalla. Einnig er frægt að við Íslendingar fluttum árið 2004 22 tonna ísjaka úr Jökulsárlóni til Parísar, að vísu ekki til þess að sjá þyrstum Parísarbúum fyrir ferskvatni, heldur til að „efla ímynd Íslands og íslensku þjóð- arinnar“. Ís til Arabíu? Sloane er ekki sá eini sem hefur viðrað ísjakahugmyndir sem þessar á síðustu árum: Fyr- irtæki í Abú Dabí sagði í fyrra að áætlanir væru fyrir hendi um að draga ísjaka um 12.600 km til Sameinuðu arabísku furstadæm- anna og sjá íbúunum þannig fyrir fimm ára vatnsforða. Væri þetta nær atburðarásinni sem lýst er í myndasögunni þar sem emírdæm- ið Gazol virðist vera staðsett á korti einhvers staðar í austur- hluta Jemen. Í kynningarmynd- bandi fyrir áætlunina sjást mör- gæsir og ísbirnir á ísjakanum og er því slegið upp að þetta muni verða ferðaþjónustunni til góðs. Í Hinum fjórum fræknu og ísjak- anum fylgir vissulega vingjarnleg mörgæs að nafni Nestor hetj- unum okkar til Gazol, en höf- undar myndasögunnar virðast þó ólíkt myndbandshönnuðinum hafa gert sér grein fyrir að hvítabirni er ekki að finna á Suðurskauts- landinu. Samkvæmt grein The Gu- ardian eru ýmsir agnúar á þeirri hugmynd að draga ísjaka yfir Indlandshafið. Ísjakinn gæti auð- veldlega brotnað eða bráðnað á leiðinni og erfitt gæti reynst að finna skip sem væri fært um að draga ísflikkið alla þessa leið. Vert er að nefna að jafnvel í bók- inni um hin fjögur fræknu heppn- ast ísjakaáætlunin ekki. Glappa- skot og skemmdarverk leiða til þess að þegar til Gazol er komið er ekkert eftir af ísjakanum nema klaki í vatnsglas emírsins. Það er einmitt vel tímasett úrhellisrign- ing sem bjargar málunum. Að draga ísjaka í skáldskap og í raun » „Í bókinni hjálpaþau Lastík, Dína, Doksi og Búffi vini sín- um, prófessor Gaukalín, að koma emírdæminu Gazol til bjargar“ Ís Hin fjögur fræknu og Gaukalín hefja áætlunina ÍsGaz („Ís til Gazol“) í Hinum fjórum fræknu og ísjakanum. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Sænsk-breska leikkonan Rebecca Ferguson leikur ofurhugann og njósnarann Ilsu Faust í Mission: Impossible - Fallout sem frumsýnd verður á Íslandi 1. ágúst. Ferguson hafði vakið athygli fyrir leik sinn í mörgum áhugaverðum myndum, en frammistaða hennar í Mission: Imp- ossible - Rogue Nation, gerði hana að stórstjörnu. Sumir vilja meina að hún sé svo eitursvöl að Tom Cruise þurfi að vara sig. Reyndar bjargar hún lífi Ethans, sem Cruise leikur, í báðum Mission: Impossible-kvik- myndunum. Ferguson sagði The Guardian að Cruise og leikstjóranum Chris McQuarrie hefði verið umhugað um að hver innkoma Ilsu væri mjög þýð- ingarmikil. Tom vildi endilega búa til persónu sem væri jafningi Eth- ans. Þau séu bæði svöl og sterk en líka berskjölduð. Samband þeirra sé dramatískt og drifið áfram af gagn- kvæmri hrifningu og virðingu, frek- ar en rómantík. „Tom segist gera myndirnar fyrir áhorfendur, en ekki ég. Auðvitað vona ég að þeir njóti þeirra, en ég geri myndinar fyrir sjálfa mig og það sem ég fæ út úr því. Líka til að búa til bíó sem ég vil sjálf sjá,“ segir hún. AFP Leikur Ilsu fyrir sjálfa sig, ekki áhorfendur Glæsileg Ferguson á frumsýningu Mission: Impossible - Fallout í London. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.