Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pronto bolli og undirskál Verð 3.580 kr. „Hugmynd mín var að setja gamla rauða litinn á húsið aftur. Fjöl- skyldan var ekki sammála því og málarinn minn hvatti mig til að setja þennan lit á og ég gaf boltann bara á hann. Síðan svaf ég lítið um nóttina enda erum við fjölskyldan búin að eiga þessi hús í 25 ár. Dag- inn eftir sá ég litinn og fannst hann einstaklega fallegur,“ segir Karl J. Steingrímsson í Pelsinum, eigandi gamla Naustsins við Vesturgötu í Reykjavík. Húsið er til leigu og býður upp á þann möguleika að sögn Karls að þar verði reknir tveir veitinga- staðir, í gamla Naustskjallaranum og Naustinu. Margir hafa gegnum tíðina hringt og lýst yfir áhuga á húsnæðinu. „Við erum opin fyrir öllu en vilj- um sjá þetta gerast rétt, fá réttu leigjendurna. Við fjölskyldan höf- um átt Vesturgötu 6-8, 10 og 10a í 25 ár og við viljum sjá þetta gerast 100% og fá örugga og trausta aðila inn í húsið,“ segir hann. jbe@mbl.is Eigendur skipta um lit á húsunum sögufrægu við Vesturgötu í Reykjavík Gamla Naustið antíkgrænt Morgunblaðið/Valli Naustið Geir Zöega athafnamaður reisti h úsin við Vesturgötu árið 1882. Í þeim var um fimmtíu ára skeið rekinn veitingastaðurinn Naustið. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Bændur hugsa til kollega sinna á Norðurlöndunum. Það hafa verið erfiðleikar í öllum Norðurlandaríkj- unum, í suðurhluta Finnlands, Sví- þjóðar og Noregs og eiginlega í allri Danmörku, svo að bændur fara kannski ekkert að smyrja neitt á verðið með tilliti til þess,“ segir Sig- urður Eyþórsson, framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna, um verð- lagningu á íslensku heyi sem bændur í Noregi og víðar vilja fá að kaupa og flytja til síns heima. Eins og áður hefur verið greint frá hafa miklir þurrkar í Noregi sett svip sinn á landbúnað þarlendis og alvarlegur skortur er á fóðri fyrir búfénað í landinu. Mikið til af fyrningum Sigurður segir heykaupin vera raunhæfan möguleika og að ein- hverjir íslenskir bændur séu aflögu- færir. „Sumir eru það, það var mjög góður heyfengur eiginlega alls stað- ar á landinu í fyrra svo að margir ættu að eiga verulegar fyrningar frá sumrinu í fyrra. Núna er góður hey- skapur á Norður- og Austurlandi. Það hefur náttúrulega rignt mikið á Suður- og Vesturlandi en það hefur lagast síðustu daga þannig að fólk hefur nú verið að ná sér á strik þar. Það ætti að vera til nóg af nýju heyi á Norður- og Austurlandi alla vega og líka annars staðar eftir því hvern- ig tíðin verður.“ Sigurður segir ekki viss um hvort Norðmenn og Svíar hafi hug á að nýta sér fyrningar frá síðasta ári. „Mér er ekki ljóst enn þá hvað Norð- menn og Svíar sem eru að leita eftir heyi gera; hvort þeir geta nýtt sér fyrningar frá fyrra ári eða hvort þeir eru bara á höttunum eftir nýju heyi, en það ætti að vera heilmikið til.“ Hey hefur í áraraðir verið flutt út til Færeyja. „Í Færeyjum eru að- stæður þannig að ekki er nægt land til þess að fóðra búpeninginn. Þess vegna hafa Færeyingar alltaf þurft að kaupa hey og keypt mikið héðan, þannig að við höfum langa reynslu af útflutningi á heyi til Færeyja.“ Ekkert stórmál Að sögn Sigurðar ætti í raun ekki að vera mikið flóknara að flytja hey til annarra Norðurlandaríkja. „Landbúnaðurinn hér er sem betur fer laus við flesta sjúkdóma þannig að það einfaldar málin mikið. Það sem þarf helst að gera er að fá fram hvaða kröfur yfirvöld í hverju landi gera. Svo þarf Matvælastofnun hér- lendis að votta einstaka framleiðend- ur sem vilja selja og þá er hægt að sinna þessu í alvöru.“ Íslenskir bændur aflögufærir Morgunblaðið/Styrmir Kári Landbúnaður Heyskapur hefur verið mjög góður á Norður- og Austurlandi og bændur eiga eflaust nóg af heyi.  Mikill fóðurskortur í Noregi  Bændur finna til með kollegum sínum  Íslendingar hafa reynslu af útflutningi til Færeyja  Ekki ætti að vera mikið flóknara að flytja hey til annarra Norðurlandaríkja Makrílveiði fer afar vel af stað þetta sumarið og hafa fyrstu skipin sem siglt hafa út á miðin landað miklum afla í þessari viku um sunnan- og austanvert landið. Venus NS, skip HB Granda, kom með 750 tonn af makríl til hafnar í fyrradag. Sama dag kom Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, til Neskaupstaðar með 700 tonna afla upp úr sjó og þar af 500 tonn af frystum makríl, segir á vef Síldarvinnslunnar. Kristján Þorvarðarson, skipstjóri Venus NS, segir í samtali við Morgunblaðið að 750 tonna aflinn lofi góðu fyrir framhaldið. Fékkst mesti fiskurinn suður úr Reynisdýpi. „Nú er fiskurinn greinilega kominn,“ segir Kristján, en áður hafði skipið tvisvar komið með 200 kílóa makríl- afla að landi. Aðspurður segir hann makrílinn vera um hálfum mánuði seinna á ferðinni en í fyrra. Makríll- inn sem fengist hefur er stór og fal- legur, um 440 grömm. Auk þess fylgir lítil sem engin síld með honum, sem er gríðarlegur kostur, að sögn Kristjáns. Vel fiskast hjá Eyjamönnum Hjá Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum eru skipin Kap VE og Ísleifur VE komin á makrílveiðar. Landaði Kap VE 250 tonnum af makríl á mið- vikudaginn og 260 tonnum í gær. Ís- leifur VE beið löndunar við bryggju síðdegis í gær með 300 tonna afla af makríl, greindi Óskar Örn Ólafsson löndunarstjóri frá í samtali við Morgunblaðið. axel@mbl.is Upphaf makrílvertíðarinn- ar lofar góðu fyrir sumarið  Veiði hafin á flestum makrílveiðiskipum  Bjartsýni ríkir Morgunblaðið/Árni Sæberg Vertíð Góður makríll hefur fengist og fjölgar skipum ört á miðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.