Morgunblaðið - 21.07.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.07.2018, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Fyrir 40 árum, nánar til-tekið þann 18. júlí 1978,hófst í borginni Baguioá Filippseyjum heims- meistaraeinvígi Anatolí Karpovs og Viktors Kortsnoj. Sá fyrr- nefndi var handhafi krúnunnar en andstæðingurinn sem var 20 árum eldri maður hafði við lok IBM- skákmótsins í Hollandi gengið inn á lögreglustöð í Amsterdam og beðist hælis sem pólitískur flótta- maður. Heimsmeistaraeinvígið í skák hafði ekki verið haldið síðan Spasskí og Fischer tefldu í Reykjavík sumarið 1972 og mikil eftirvænting lá í loftinu. Anatolí Karpov hafði orðið heimsmeistari án keppni árið 1975 en Kortsnoj sem alltaf hafði staðið í skugganum við Spasskí, Petrosjan Tal vann gömlu fé- lagana næsta auðveldlega í áskorendaeinvígjunum 1977. Einvígið á Filippseyjum stóð í þrjá mánuði. Þeir mættu til Fil- ippseyja með fríðan flokk aðstoð- armanna. Í hópi alls þess fólks vakti langmesta athygli rúss- neski dulsálfræðingurinn Vla- dimir Zoukhar sem var fenginn til að sitja framarlega við sviðið og stara á hnakkadrambið á Kortsnoj. Kortsnoj, sem var greinilega viðbúinn harðvítugu taugastríði, mætti til leiks „vopn- aður“ spegilgleraugum, en Kar- pov átti það til að horfa rannsak- andi í augu mótstöðumanna sinna. Þá lét Kortsnoj flytja með flugvél sérstakan stól sem minnti mjög á þann sem Fischer hafði beðið um að yrði á sviðinu í Laugardalshöll ’72. Fyrst í stað var það baráttan á borðinu sem hélt athygli manna fanginni þó það ætti eftir að breytast þegar fram í sótti, eink- um eftir að Karpov neitaði að taka í hönd Kortsnojs við upphaf áttundu skákar einvígisins. Fyrstu sjö skákunum lauk með jafntefli en teflt var upp á sex sigra. Biðstaðan í sjöundu skák- inni var ein sú eftirminnilegasta í öllu einvíginu: Kortsnoj – Karpov Skákskýrendum um allan heim bar flestum saman um að staða Kortsnojs væri vonlaus en þegar biðleikur Kortsnojs var tekinn upp úr umslaginu kom … 42. Dh8+ … og keppendur sömdu um jafntefli! Upp varð fótur og fit og enginn gat útskýrt hvers vegna en þá kom á daginn að eftir margra klukkustunda rannsóknir hafði Ísraelsmaðurinn Jacob Murey fundið magnaða björgun í stöðunni sem kemur upp eftir 42. ... Kf7 43. Dh7+ Ke8 44. Dg8+ Kd7 45. Hxd3+ Kc8 46. Hxd8+ Bxd8 47. Kg1!! Rannsóknir sem studdar hafa verið af tölvuútreikningum leiða í ljós að svartur getur ekki unnið þessa stöðu. Þegar fram í sótti virt- ist Karpov ætla að síga fram úr. Jafnt var eftir 12 skákir en þá vann Karpov tvær skákir í röð. Kortsnoj gaf sig hvergi og í 17. skák virtist hann sigurbraut en í tímahrakinu gerðist þetta: Kortsnoj – Karpov Hvítur hótar máti á c1 og Kortsnoj gáði ekki að sér. 39. Ha1?? Rf3+! - og mát blasir við eftir 40. gxf3 Hg6+ og 41. ... Rf2 mát. Þegar Karpov vann 27. skákina var staðan 5:2 og hann þurfti að- eins einn sigur til viðbótar. Kortsnoj sýndi fádæma keppnis- hörku og vann þrisvar í löngum endatöflum og jafnaði metin. Staðan var 5:5. Nú er þetta bara lotterí, sagði Kortsnoj við að- stoðarmenn sína. Hann tefldi byrjun skákar nr. 32 ónákvæmt og lenti í krappri vörn og tíma- hraki. Skákin fór í bið en þann 18. október gafst Kortsnoj upp án þess að tefla og Karpov vann 6:5 með 25 jafnteflum og hélt heimsmeistaratitlinum næstu þrjú árin. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Einvígi Kortsnoj og Karpov við taflið á Filippseyjum. 40 ár frá einvígi Karpovs og Kortsnojs í Baguio Íslendingar elska einokun, hata hana og elska að hata hana um leið og þeir biðja um hana. Þannig vilja Íslend- ingar að ljósmæður séu ríkisstarfsmenn en bara á meðan þær sætta sig við kjör sín og halda áfram að taka á móti börnum. Hins vegar hefur enginn beðið um ríkisvæðingu smiða, rafvirkja og pípara því allir vita að það er ávísun á biðraðakerfi og verkföll meðal þeirra. Þannig vilja Íslendingar að ríkið eitt megi selja áfengi þótt það þýði dauða hverfiskaupmannanna á kostnað stórmarkaða með bílastæði nálægt næstu áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins. Um leið sakna margir hverfiskaupmannanna og kvarta yfir löngum bílferðum í næstu verslun. Þannig vilja Íslendingar að ríkið eitt eigi vegina og haldi áfram að vanrækja þá en að flugsamgöngur í umsjón einkaaðila haldi áfram að kosta minna og þægindin í fluginu að aukast. Þannig vilja Íslendingar að bankakerfið fái að starfa undir verndarvæng ríkisstofnunar sem hefur beinlínis það markmið að rýra kaupmátt peninga okkar og láta innistæður liggja undir skemmdum á bankareikningum. Fatahreinsanir, sem taka líka við verðmætum okkar, eiga hins vegar að passa óaðfinn- anlega vel upp á flíkurnar sem þær fá inn og helst að skila þeim af sér í betra ástandi en áður. Þannig sætta Íslendingar sig við rándýrar sjúkratryggingar sem bjóða upp á biðraðir, sumarlokanir, vinnutap, lélegan húsakost og stressað starfsfólk á tvöfaldri vakt. Um leið verða þeir brjálaðir ef bíla- tryggingin hækkar örlítið í verði og skipta hiklaust um tryggingafélag til að spara þúsundkall á mánuði. Þessi geðklofi er að sumu leyti skiljanlegur. Stanslaus áróður um ágæti hins opinbera dynur á okkur frá stjórnmálamönnum, ríkisfjölmiðlum og klappstýrum ríkisein- okunar. Um leið er geð- klofinn óskiljanlegur því einkaframtakið er svo áberandi miklu betra að mæta kröfum okkar um þjónustu, gæði og verðlag. Starfsmenn gler- augnaverslana, far- símafyrirtækja, bifreiðaverkstæða og stórmarkaða fara ekki í verkföll. Samt sækir fólk um vinnu hjá þess- um fyrirtækjum og þiggur fyrir hana laun, og viðskiptavinir streyma að til að kaupa og gera verðsam- anburð og kvarta hiklaust ef þeir rekast á útrunna skyrdós í kælinum. Það er engin ástæða fyrir ríkið til að vasast í rekstri af neinu tagi. Það er hægt að tryggja aðstoð við fatl- aða, umönnun sjúklinga og kennslu á krökkum með öðrum hætti en rekstri fjárfreks, miðstýrðs, þumba- legs og ósveigjanlegs opinbers kerf- is. Öll fyrirtæki þurfa ræstinga- þjónustu en flest bjóða þá þjónustu út til sérhæfðra aðila. Öll þurfum við lækna og kennara á lífsleiðinni og eigum að fá að kaupa þjónustu þess- ara fagstétta og annarra á frjálsum markaði. Geðklofi veldur þeim sem þjást af honum miklum og alvarlegum óþægindum og það er erfitt að lifa eðlilegu lífi með þann geðsjúkdóm. Í samhengi stjórnmálanna er geðklofi hins vegar áunnið ástand sem má losa sig við með einfaldri hugarfars- breytingu. Eigum við ekki að leyfa okkur þann lúxus? Einokunar- geðklofinn Eftir Geir Ágústsson Geir Ágústsson » Íslendingar bæði elska og hata ein- okun. Þetta er geðklofi sem má losa sig við. Höfundur er verkfræðingur. geirag@gmail.com Mér finnst hegðun Helgu Völu þing- manns, þar sem hún gekk í burtu þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, ávarpaði gesti á hátíðarþingfundinum á Þingvöllum um daginn, vera til háborinnar skammar. Mest þó fyrir hana sjálfa. Helga Vala hefði betur sparað sér ferðina til Þingvalla og hlíft þjóðinni við þessari skömm. Ekki virtist það vefjast fyrir Helgu Völu að setjast til borðs með Piu Kjærsgaard um kvöld- ið og snæða kvöldverð, en síðan „brá hún sér frá“ þegar Pia hóf ræðu sína. Þvílíkur tvískinnungur! Hið sama finnst mér um þá ákvörð- un Pírata að sniðganga fundinn á síð- ustu stundu, en ákvörðun um hann hafði legið fyrir síðan 20. apríl sl. Þeg- ar Bogi Ágústsson, fréttmaður Sjón- varps, innti Helga Pírata eftir því hví þessi ákvörðun þeirra kæmi svona seint varð Helgi hálfóðamála enda vandræðalegt að þurfa að viðurkenna að flokkurinn hefði ekki vitað af dag- skrá sem hafði legið fyrir frá því í apríl. Um þessi mál er fjallað í leiðara Morgunblaðsins sl. föstudag og er ég sammála hverju orði. Margrét. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hneyklsanleg framkoma Morgunblaðið/Hari Fullveldisfögnuður Frá hátíðar- fundi Alþingis á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.