Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 alfarið aflögð en fyrr voru þau með fjölda starfsmanna á sínum vegum, ásamt því að kaupa þjónustu af end- urskoðendum, lögfræðingum og fleirum,“ segir Gylfi. Af þessum sök- um telur hann að samdráttinn sem lesa megi úr tölunum sé ekki að rekja nema e.t.v. að litlu leyti til minni umsvifa þeirra fjármálafyrir- tækja sem nú eru starfandi, ekki síst viðskiptabankanna og trygginga- félaganna. Spurður út í stærð fjármálastarf- seminnar í dag í samanburði við aðr- ar greinar segir Gylfi að hún komi ekki á óvart. „Ef við lítum til nágrannaland- anna myndi ég halda að fjármála- starfsemin væri svipuð að umfangi hér og þar en þá er ég að vísa til BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hlutur ferðaþjónustunnar í lands- framleiðslu Íslands á síðasta ári var 8,6% samkvæmt nýjum bráða- birgðaútreikningum Hagstofunnar. Það sýnir að hlutdeild ferðaþjónust- unnar í hagkerfinu heldur áfram að aukast. Hlutdeildin var 8,1% árið 2016 og 6,2% árið 2015. Engin at- vinnugrein hefur vaxið með viðlíka hætti á síðustu árum. Gylfi Magn- ússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar tölur komi ekki sérstaklega á óvart. „Greinin hefur vaxið gríðarlega eins og allir hafa orðið varir við og hún skapar nú fjölda starfa og mikl- ar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Þetta er þróun sem hefur reynst mjög kærkomin enda skipt sköpum við að koma hagkerfinu aftur á lapp- irnar eftir hremmingarnar fyrir um áratug.“ Fjármálastarfsemin dregist verulega saman á síðustu árum Morgunblaðið óskaði eftir tölum frá Hagstofunni yfir hlutdeild nokk- urra atvinnugreina í landsfram- leiðslu Íslands frá árinu 2009 og er sú þróun rakin í töflu hér til hliðar. Aðspurður segir Gylfi að forvitnilegt sé að sjá þróun þess hluta hagkerf- isins sem skilgreindur er sem fjár- mála- og vátryggingastarfsemi. Þar vísar hann til þess að hlutdeild fjár- mála- og vátryggingastarfsemi hef- ur dregist saman ár frá ári. Árið 2009 var hlutdeild þess geira 11,1% til landsframleiðslunnar. Var komin niður í 6,5% árið 2015 og mældist 5,6% í fyrra líkt og árið 2016. „Þessi þróun virðist komin til af því að um- svif þrotabúa föllnu bankanna, sem töldust áfram fjármálafyrirtæki, voru mjög umsvifamikil á árunum eftir hrun. Nú er sú starfsemi nær landa þar sem þessi starfsemi þjón- ar fyrst og fremst heimamönnum. Hins vegar eru til undantekningar og það er í löndum þar sem sér- staklega er gert út á fjármálastarf- semi, t.d. í Lúxemborg og Sviss. Þar er hlutdeildin mun meiri.“ Sjávarútvegurinn minni en fyrr Nokkra athygli vekur að hlutdeild fiskveiða og fiskvinnslu í landsfram- leiðslunni hefur minnkað talsvert frá árinu 2009. Þannig er hlutdeildin metin 6,8% í fyrra, samanborið við 9,3% árið 2009. Hæst fór hún í 10,4% árið 2011 en hefur minnkað nær samfellt frá þeim tíma. Gylfi segir varhugavert að horfa yfir stutt tímabil þegar hlutdeild sjávarútvegsins er skoðuð vegna þess hve sveiflukennd greinin er en að fyrrnefnd þróun sé í takti við langtímaþróun greinarinnar. „Sjávarútvegurinn náði nokkurn veginn hámarksstærð fyrir um ald- arfjórðungi en líffræðilegar ástæður valda því að hann getur ekki vaxið mikið meira. Þannig minnkar hlut- deild hans af heildarkökunni þegar aðrar greinar vaxa til muna en hann heldur sjó og raunar aðeins betur en það. Í raun má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram nema til komi stóraukin framleiðsla á grund- velli fiskeldis. Bætt nýting skilar þó alltaf einhverjum vexti.“ Í tölum Hagstofunnar kemur fram að hlutdeild heilbrigðis- og félagsþjónustu hefur haldist nær óbreytt frá árinu 2009 og þá hefur hlutdeild fræðslustarfsemi aðeins gefið lítillega eftir. Gylfi segir nokk- uð vandasamt að mæla framlag þessara greina til landsframleiðsl- unnar. „Fæst af því sem unnið er á þess- um vettvangi gengur kaupum og söl- um á markaði og því erfitt að verð- leggja það. Af þeim sökum er fyrst og fremst miðað við útgjöld til þess- ara málaflokka þegar framlag þeirra til landsframleiðslunnar er metið.“ Gylfi segir að útgjöld til mennta- mála og heilbrigðiskerfisins byggist að stórum hluta á launakostnaði. „Þessar tölur segja okkur því að launakjör eða a.m.k. heildarlauna- greiðslur á þessum sviðum hafa í heild haldið í við hagskerfið í heild sinni.“ Ferðamenn eyddu 377 milljörðum Hlutur valinna atvinnugreina í landsframleiðslu 2009-2017 12% 11% 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% Tölur fyrir 2016 og 2017 eru til bráðabirgða Heimild: Hagstofan 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016* 2017* Fiskveiðar og fiskvinnsla Framleiðsla, önnur en fiskvinnsla Heild- og smásöluverslun Upplýsingar og fjarskipti Fjármála- og vátryggingastarfsemi Fræðslustarfsemi Heilbrigðis- og félagsþjónusta Ferðaþjónusta  Hlutdeild ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu aldrei verið meiri en í fyrra  Fjármála- og vátrygginga- starfsemi hefur dregist mikið saman frá 2009  Heild- og smásöluverslun leggur 10% til framleiðslunnar Mikil umsvif » Heildarútgjöld erlendra ferðamanna voru 376,6 millj- arðar í fyrra. » Tæpur fjórðungur kom til vegna kaupa á gistiþjónustu eða 85,6 milljarðar. » Ferðamenn greiddu 71,4 milljarða til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda. » Innlend flugfélög fengu 65 milljarða í sinn hlut. » Í fyrra stóðu erlendir ferða- menn undir 46% af starfsemi veitingahúsa. » Hlutur þeirra af afþreyingar- og tómstundastarfsemi nam 29%. » Þeir stóðu undir 13,6% af menningarstarfsemi. » Verslunin byggði 4,6% af starfsemi sinni á erlendum ferðamönnum. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf //////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.