Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 „Tréð var fyrir á athafnasvæðinu á Landsímareitnum, það var frekar sársaukalaust að fella það því þetta er alaskaösp og hún hefði hvort sem er ekki fengið að standa þarna til framtíðar,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er ekki tré sem við teljum að hefði hentað þarna og þetta var ekki eitt af gömlu trjánum, ég giska á að hún gæti hafa verið um það bil þrjátíu ára. Það er lítið orðið eftir af gömlu trjánum, það er bara silfur- reynirinn, svo eru hlynir sem standa þarna og sóma sér vel sem og reyni- tré en þau verða öll áfram,“ segir Þórólfur. Alaskaösp henti illa á þessum stað, í henni sé mjög kraftmikill vöxtur og ræturnar geti orðið mjög fljótt til vandræða í miklu þéttbýli og innan um gömul hús, stéttir og gamlar lagnir. Þórólfur giskar á að hún hafi verið orðin um sex til sjö metrar að hæð. „Hún var orðin úr takti við lágreist hús, við erum hætt að planta alaskaöspum í þröngri og lágri byggð. Aspir eru alveg frábær- ar við erfið skilyrði því þetta er svo dugleg trjátegund og veðurþolin, en hún hentar ekki alls staðar. Það þarf að gæta sín á henni út af vextinum og rótunum, það þarf réttar að- stæður og réttan frágang í kringum hana.“ ernayr@mbl.is Tré víkur fyrir fram- kvæmdum í Víkurgarði Morgunblaðið/Hari Felld Alaskaöspin í Fógetagarðinum, eða gamla Víkurgarði, þar sem framkvæmdir eru við hótelbyggingu.  Reykjavíkurborg lét fella sex til sjö metra Alaskaösp Rifið Niðurrif á Landssímareitnum í miðborginni er langt komið. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég er áhugasamur um að næsti forseti Alþýðusambands Íslands komi úr grasrót launþegahreyfing- arinnar. Sá eða sú þarf að eiga bak- land sitt meðal almenns launafólks, þess fólks sem við þurfum helst að berjast fyrir,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar – stéttarfélags á Húsavík. Framundan eru kosningar um nýja forystu í ASÍ, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins til tíu ára, gefur ekki kost á sér til endurkjörs á ársfundi í haust. Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls – starfs- greinafélags á Austurlandi, hefur þegar tilkynnt framboð en reikna má með að fleiri stígi fram á næstu vikum. Meiri þungi í baráttunni „Það hafa lengi verið væringar í verkalýðshreyfingunni og lengi vor- um við Vilhjálmur Birgisson á Akra- nesi helstu talsmenn breytinga. Við viljum að verkalýðshreyfingin sé gagnrýnni en nú í baráttu sinni og leggi þunga sinn í að berjast fyrir hækkun lægstu launa. Margnefnd 300 þúsund króna lágmarkslaun koma aldrei fyrr en eftir sex mánaða starf,“ sagði Aðalsteinn þegar Morgunblaðið hitti hann nyrðra á dögunum. Aðalsteinn segir meiri þunga vera kominn í verkalýðsbaráttuna nú með nýju fólki í forystu VR og Efl- ingar. Samanlagt vægi þessara fé- laga svo og Verkalýðsfélags Akra- ness og Framsýnar innan ASÍ sé alls 53%. Félögin séu því í færum til að gera stóra hluti á ársfundi sam- bandsins í haust. Draumur sinn sé að forseti ASÍ verði í framtíðinni kjörinn í almennum rafrænum kosn- ingum sem allir félagsmenn aðild- arfélaga ASÍ gætu tekið þátt í. Tím- inn til að koma þessu í framkvæmd fyrir ársfundinn í haust sé of skammur en svona verði þetta von- andi í framtíðinni. „Við þurfum að vera grimm í bar- áttunni. Launamunur er orðinn allt- of mikill; það er milli æðstu embætt- ismanna og forstjóra og svo almenns launafólks. Ef við náum sanngjörn- um kröfum okkar um hækkun lægstu launa ekki í gegn förum við í skærur,“ segir Aðalsteinn og heldur áfram: Lítið mál að lama landið „Ferðaþjónustan á að bjarga öllu á Íslandi, en í þeirri grein eru oft greidd mjög lág laun. Þar verðum við að beita okkur af hörku og þar kæmi til greina að loka aðgengi til og frá flugstöðinni á Keflavíkurflug- velli. Það er lítið mál að lama land- ið,“ segir Aðalsteinn sem aftekur að gefa kost á sér til embættis forseta ASÍ, þrátt fyrir að vera oft nefndur í því sambandi. „Það hafa margir skorað á mig og þá einkum alþýðan; fólk sem t.d. vinnur í fiski og almennum iðnaðar- og þjónustustörfum. Þar er líka bak- grunnur minn; ég vann við fisk- vinnslu frá því fyrir fermingu og þar til ég tók við formennsku í verka- lýðsfélaginu hér á Húsavík 1994, þá 33 ára. Á þeim 24 árum sem síðan eru liðin hefur Framsýn eflst og er í dag öflugt, áhrifamikið og vel rekið stéttarfélag. Ég ætla því að halda áfram hér á Húsavík, þó að forystu- störf á landsvísu hafi óneitanlega freistað á tímabili,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson að síðustu. Við þurfum grimma baráttu  Aftekur framboð til forseta ASÍ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Húsavík Aðalsteinn Árni hefur lengi unnið að verkalýðsmálum. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að er- lendur maður, sem framvísaði föls- uðu vegabréfi við komuna til lands- ins, sæti gæsluvarðhaldi til 24. júlí. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögreglu hefur ekki tekist að upplýsa með fullri vissu hver mað- urinn er. Eftir að maðurinn var handtekinn gaf hann upp nafn og þjóðerni. Hann sagðist hafa sótt um hæli í Bretlandi í fyrrahaust en þar hefði enginn vilj- að hjálpa honum. Í frekari yfirheyrslu neitaði mað- urinn að tjá sig um sakarefnið eða vegabréfið sem hann framvísaði. Þá kemur fram í úrskurði héraðsdóms að ógjörningur virðist að taka af manninum fingraför í þágu rann- sóknar málsins. Segir í úrskurðinum að rannsókn málsins sé í fullum gangi. Til standi að taka ítarlegri skýrslu af mann- inum auk þess sem rannsaka þurfi nánar ferðaleið hans hingað til lands og aðdraganda ferðar hans, sögu hans hjá erlendum ríkjum og lög- gæslustofnunum og önnur atriði. Morgunblaðið/RAX Landsréttur Húsnæði Landsréttar við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla veit ekki hver maðurinn er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.