Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018
TWIN LIGHT GARDÍNUM
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Tungusel er ein þeirra jarða sem hin
eftirsótta Hafralónsá rennur um.
Eigendur jarðarinnar eru feðgarnir
Marinó Jóhannsson og Ævar Örn
Marinósson. Að sögn þeirra hefur
lögfræðingur ítrekað haft samband
og beðið þá að íhuga sölu á jörðinni.
„Þeir hafa mikið hamast í okkur.
Þetta teljast nánast ofsóknir. Afstaða
okkar feðga er sú að við erum ekki
síður að verja veiðifélagið og halda
því heima. Ef við missum meirihlut-
ann er allt farið,“ segir Marinó. Félög
í eigu Bretans James Ratcliffe og við-
skiptafélaga hafa keypt jarðir sem
liggja við land Marinós.
„Þetta eru fjögur lögbýli hérna hin-
um megin við ána, nokkurs konar
bresk nýlenda. Maður er lengi að
venjast þessu,“ segir Marinó.
Óskiljanleg krafa um girðingu
Nýverið barst þeim feðgum bréf
þar sem þess er krafist að þeir setji
upp girðingu milli jarðar sinnar og
Hallgilsstaða, sem er aðliggjandi
jörð. „Tilgangurinn með þessari girð-
ingu er með öllu óskiljanlegur og það
hefur alltaf verið fínt samkomulag
milli bæjanna um að kindur gangi
hvorum megin sem er í landi Hallgils-
staða og Tungusels. Það hefur aldrei
verið sett út á það áður. Því kemur
þetta okkur rosalega á óvart,“ segir
Marinó.
Bréfið sendi ábúandi á Hallgils-
stöðum 2 og undir það skrifar lög-
fræðingur á Egilsstöðum.
„Þessi ábúandi á Hallgilsstöðum 2
er leiguliði og ég held að þetta komi til
með öðrum hætti. Það er sami lög-
fræðingur sem setur fram þessa
kröfu og hefur verið að hundelta mig
vegna jarðakaupa, nú síðast í vetur.
Þetta eru samsæriskenningar enn
sem komið er en maður ímyndar sér
að aðilarnir sem standi að baki þessu
viti að almennur sauðfjárbóndi geti
ekki staðið straum af slíkri fram-
kvæmd,“ segir Marinó.
Í bréfinu er þess óskað að 10 kíló-
metra land verði girt af. Ævar Rafn
telur það aðeins fyrsta áfangann.
„Ef við erum að tala um girðingu
sem nær að landamerkjum Hallgils-
staða og Tungusels eru það 40-50
kílómetrar. Girðingakílómetrinn
kostar í kringum 1,5 milljónir. Þá yrði
ég einfaldlega að borga helminginn af
því, samkvæmt girðingarlögum,“
segir Ævar Rafn. Hafa þeir feðgar
ráðið lögfræðing til að fara yfir málið
fyrir þá og svara bréfinu. Ævar Rafn
segir þá feðga vonsvikna með vinnu-
brögðin „Ef menn vilja samstarf með
einhverjum hætti er ekki byrjað á því
að láta lögfræðinga senda bréf. Menn
byrja á því að tala saman.“
Liggur fyrir að þeir vilji meira
Bændur sem eiga land sem liggur
að títtnefndum laxveiðiám, s.s. Selá
og Hafralónsá, eru sumir uggandi
yfir þróun jarðakaupa.
Jóhannes Sigfússon á Gunnars-
stöðum í Þistilfirði er í þeim hópi.
„Það eru 15 eigendur að Hafra-
lónsá. Ratcliffe bar víurnar í meiri-
hlutann. Ég vona að menn standi sig í
því að selja ekki. Það liggur fyrir að
hann vill meira,“ segir Jóhannes.
Hann segir marga í sveitinni dapra
yfir stöðunni. „Það er auðvitað mis-
jafnt hvað mönnum finnst en það er
öllum ljóst að þetta er nokkuð sem
ekki er tekið til baka,“ segir Jóhann-
es, sem kveðst vilja setja takmark-
anir á hversu margar eignir einstak-
lingur geti eignast. „Það verður að
setja takmörk á landstærð og fjölda
eigna sem verið er að kaupa. Það er
allt í lagi að útlendingar eða einstak-
lingar kaupi hér og eigi einhvern
landskika en það er annað mál að þeir
séu að kaupa heilu firðina.“
Þrýst á bændur að greiða
tugmilljóna framkvæmdir
Nágrannar Tungusels vilja að þeir reisi 10 km girðingu
Morgunblaðið/Einar Falur
Auðlind Veiðimaður rennir eftir fiski við hina eftirsóttu Hafralónsá.
Félagið Dylan Holding S.A. er skráð
í Lúxemborg. Það er móðurfélag
fjölda íslenskra félaga sem tengjast
umsvifum James Ratcliffe á Íslandi
og viðskiptafélaga (sjá fyrri opnu).
Hægt er að sækja 34 skjöl um fé-
lagið í fyrirtækjaskrá Lúxemborgar.
Það elsta varðar fyrsta fjárhags-
árið sem lauk 31.12. 2001. Sendandi
tilkynningar til hluthafa er félagið
Rothley Company Limited á Tor-
tóla. Björn Jónsson, starfsmaður
Rothley, ritar undir ársreikning. Fé-
lagið var í viðskiptum við Kaupþing
banka í Lúxemborg og hafði sama
heimilisfang og bankinn. Ársreikn-
ingurinn er í íslenskum krónum.
Þrjú félög á Tortóla, Waverton
Group, Starbrook International og
Birefield Holding, áttu sæti í stjórn.
Þetta fyrirkomulag var ekki óal-
gengt hjá Kaupþingi í Lúxemborg.
Eignirnar yfir 600 milljónir
Samkvæmt ársreikningi 2002 voru
eignir félagsins þá 621 milljón króna.
Getið er um tengsl við félagið Matt-
hews Holding SA. Fram kom í
Morgunblaðinu 2011 að þrotabú
Fons hefði höfðað riftunarmál vegna
greiðslna frá Fons til Eignarhalds-
félagsins Fengs, Jóhannesar Krist-
inssonar, Matthews Holding og Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar.
Árið 2010 er Dylan Holding skráð
hjá bankanum Banque Havilland,
sem var stofnaður úr þrotabúi Kaup-
þings. Tortólafélögin eru svo afskráð
úr stjórn í ársbyrjun 2011. Þeirra í
stað er Karim Van den Ende skráð-
ur í stjórn í ársbyrjun 2012. Hann
hefur verið athafnakonunni Ingi-
björgu Stefaníu Pálmadóttur innan
handar við rekstur félaga í Lúx-
emborg. Við þessi tímamót kemur
inn nýr skoðunarmaður reikninga;
European Marketing & Research
Services.
Samkvæmt ársreikningum sveifl-
uðust eignir félagsins nokkuð á ár-
unum fyrir og eftir kreppuna 2008.
Þær voru 1,65 milljarðar íslenskra
króna 2006, 3,27 milljarðar 2008 og
2,6 milljarðar 2010. Samkvæmt síð-
asta ársreikningi fyrir 2016 voru þær
þá 1,5 milljarðar. Það er fyrst í árs-
reikningi 2015 sem getið er um eign-
arhald á íslenskum félögum. Hann
var birtur í lok nóvember 2017. Ekki
virðist getið um hluthafa Dylan
Holding S.A. í þessum skjölum.
Morgunblaðið/Ómar
Fjármál Móðurfélagið Dylan
Holding er skráð í Lúxemborg.
Dylan Holding á
rætur í Kaupþingi
Ekki virðist getið um hluthafana
Jarðakaup á Norðausturlandi
Dótturfélög Dylan Holding hafa margs konar starfsemi. Til dæmis er
félagið IFOAM í framleiðslu á plasthráefnum og rekstri fasteigna. Annað
dæmi er að félagið Hámundarstaðir er í sauðfjár- og geitarækt.
Flest félögin eru skráð fyrir kaupum, sölu og eignarhaldi á verðbréfum
og rekstri fasteigna. Töluverðar eignir eru í félögunum. Má nefna að sam-
kvæmt ársreikningi voru eignir Veiðifélagsins Strengs 928 milljónir 2016
og bókfært eigið fé rúmar 400 milljónir. baldura@mbl.is
Félög í plasti og geitarækt
STARFSEMI DÓTTURFÉLAGANNA
Félagið Hreggnasi samdi við
Veiðifélag Hafralónsár um leigu
á ánni. Formaður veiðifélagsins
er Jóhannes Sigfússon á Gunn-
arsstöðum.
Samkvæmt Creditinfo eiga
sex einstaklingar Hreggnasa.
Þeir eru Jón Þór Júlíusson
(50%), Jón Þorsteinn Jónsson
(20%), Júlíus Þór Jónsson
(15%), Rut Jónsdóttir (9%),
Atli Örn Heiðberg (3%) og
Steinunn Árnadóttir (3%).
Samdi við
Hreggnasa
HAFRALÓNSÁ
Samkvæmt lista viðskiptavefjarins
Bloomberg er James Ratcliffe nú 88.
á lista ríkustu manna heims. Eignir
hans voru í gær metnar á 14,5 millj-
arða Bandaríkja-
dala. Það sam-
svarar 1.550
milljörðum ís-
lenskra króna á
núverandi gengi.
Ratcliffe er
sagður stofnandi
og meirihlutaeig-
andi í félaginu
Ineos, sem rekur
m.a. efnaverk-
smiðjur. Segir á vef Bloomberg að
eignir Ratcliffe samsvari meðal-
tekjum um 245.000 heimila í Banda-
ríkjunum.
Með um 19 þúsund starfsmenn
Á vef Ineos segir að félagið sé með
um 19 þúsund starfsmenn í 24 lönd-
um. Veltan sé um 60 milljarðar dala,
sem svarar um 6.400 milljörðum kr.
Samkvæmt ársreikningi INEOS
Group Holding S.A. árið 2016 voru
eignir þess um 4 milljarðar evra. Fé-
lagið er skráð í Lúxemborg. Eitt fé-
lag var skráð í eigu þess, INEOS
Luxembourg I S.A. Þá er getið um
lánasamning við breska fyrirtækið
INEOS Holdings Limited að fjár-
hæð 2,3 milljarðar evra.
Vitna þessar tölur um umsvifin.
Fréttastofu RÚV barst á sínum
tíma yfirlýsing frá upplýsingafull-
trúa Ratcliffe vegna jarðakaupanna.
Þar kom fram að Ratcliffe hefði
veitt í Vopnafirði um nokkurra ára
skeið og hrifist af landinu. Hann
hefði fjárfest í eignum í Vopnafirði til
að vinna með landeigendum og íbú-
um að verndun einstakrar náttúru.
Heiður að taka þátt í verndun
„Hann er stoltur, og það er honum
heiður, að taka þátt í verndun og við-
haldi laxastofna í Atlantshafinu og
að veiða á svæðinu. Hann kemur
auga á náið samband lands og áa og
hyggst vinna með bændum að því að
viðhalda landbúnaði svæðisins og
ástandi þess til lengri tíma,“ sagði
þar í lauslegri þýðingu.
Breska dagblaðið Sunday Times
fjallaði um Ratcliffe í fyrrasumar.
Sagði þar að Ratcliffe væri sá iðn-
rekandi í Bretlandi sem mestum ár-
angri hefði náð eftir síðari heims-
styrjöldina.
Hann er sagður mikill áhugamað-
ur um útivist. Til dæmis ferðist hann
reglulega á vélhjóli um Afríku, þar af
í eitt skiptið fótbrotinn.
Eignirnar metnar
á 1.550 milljarða
Ratcliffe í hópi ríkustu manna heims
James
Ratcliffe