Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Það dimmdi enn yfir sólarlausu sumrinu þegar okk- ur systrum barst óvænt sú harma- fregn að Elín Ísleifsdóttir væri fallin frá. Halldóra Einarsdóttir, móðir okkar, og Halldóra Pálína Hall- dórsdóttir, móðir Elínar, ólust upp saman um árabil í Einarshúsi í Bolungarvík. Þangað fluttist Halldóra Pálína þegar hún var aðeins sjö ára. Hún féll vel inn í krakkaskarann sem fyrir var á heimilinu og undi vel sínum hag. Á milli þeirra fóstursystra ríkti traust og mikill kærleikur, og þær lögðu hvor annarri lið eftir föngum. Öll þeirra sameiginlegu verkefni voru leyst af hendi af ör- yggi og verkþekkingu, og sam- vinna þeirra var ævinlega gleði- rík. Í minningunni var alltaf gaman hjá okkur stelpunum, sem skottuðumst í kringum mæður okkar í önnum þeirra. Halldóra Pálína var hlý, sam- viskusöm og greind. Þessa góðu eiginleika hlutu líka dætur henn- ar báðar í vöggugjöf. Við dæturnar fjórar, Elsa og Ragna, Elín og Kristín, drógum dám af vináttu mæðra okkar. Við lékum okkur börn um allan Vest- urbæinn og vorum heimagangar hjá hver annarri. Á þessum árum var tilvist okkar samofin og við bjuggum alla ævi að væntum- þykju og trausti sem þá varð til, þótt samskipti minnkuðu með ár- unum. Okkur systrum finnst sem El- ín hafi þegar í barnæsku sýnt þá góðu eiginleika sem einkenndu hana alla ævi. Hún var skarp- skyggn og vel að sér um margt en hafði sig lítt í frammi. Hún bjó yf- ir jafnaðargeði og var einlæg, góðviljuð og aldrei dómhörð. Hún var samviskusöm, trygg og traust. Elín var snemma bókhneigð og góður námsmaður. Sérstaklega var íslenskan henni í blóð borin og hún lagði rækt við málfar sitt. Ritgerðasmíð var henni ætíð leik- ur einn og okkur er minnisstætt hve áhugasöm hún var um bóka- skápinn á heimili okkar. Elín lagði stund á kennaranám í Kennaraskólanum sem lagði Elín Halldóra Ísleifsdóttir ✝ Elín HalldóraÍsleifsdóttir fæddist 15. janúar 1952. Hún lést 7. júlí 2018. Útför Elínar fór fram 16. júlí 2018. grunn að góðri al- mennri þekkingu. Hún kenndi stutt, en hóf fljótlega störf á Landspítalanum og starfaði þar til æviloka. Elín helg- aði sig starfi sínu, henni þótti vænt um spítalann og var æv- inlega reiðubúin að leggja mikið af mörkum til verk- efna hans. Elín varð fyrst okkar móðir og við dáðumst að því hve vel hún leysti það verkefni af hendi. Dótt- irin Gunnhildur var sannarlega gæfa hennar og gleðigjafi. Þær mæðgurnar voru mjög nánar og þegar Gunnhildur eignaðist fjöl- skyldu og Elín tengdason og barnabörn urðu þau öll henni mjög hjartfólgin og hún þeim. Engum sem til þekkti gat held- ur dulist hve sterkur strengur var milli þeirra systra Elínar og Kristínar. Þær voru hvor annarri stoð og stytta í blíðu og stríðu og við nefndum þær nær alltaf í sömu andrá. Gunnhildur dóttir Elínar og fjölskylda hennar og Kristín syst- ir hennar og fjölskylda hennar glíma nú við óvænta sorg og sáran missi. Við systur vottum þeim dýpstu samúð okkar. Einhvern tímann léttir dimm- unni og þá er unnt að njóta þeirra fjölmörgu fallegu minninga sem við öll eigum um Elínu. Þær minningar munu veita þeim sem nú syrgja nýja birtu. Elísabet Haraldsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir. Á dimmum vetrarmorgnum beið ég við stofugluggann á Dun- hagablokkinni og fylgdist með þeim sem fóru um göngustíginn. Elín birtist við hornið og nálgað- ist. Ég stökk niður stigann og hitti hana fyrir utan. Við urðum samferða í skólann á hverjum morgni og samferða heim aftur að skóla loknum. Sátum saman öll barna- og gagnfræðaskólaárin í Meló og Hagó og þegar skólaleið- ir skildi hittumst við utan skóla og skemmtum okkur saman. Við kynntumst í sjö ára bekk í Melaskóla. Sátum saman og vor- um óaðskiljanlegar. Allar mínar minningar frá þessum árum tengjast Elínu. Á unglingsárun- um vorum við í sumarvinnu á barnaheimili í Laugarási í Bisk- upstungum og gengum þá um all- ar sveitir kannski aðeins til að komast í sjoppu að kaupa nammi eða skreppa á sveitaböllin. Veðrið beit ekki á okkur og myrkrið ekki heldur því við vorum saman og það gaf okkur styrkinn. Ég þakka henni fyrir að vera samferða mér og varðveiti minn- ingarnar í hjartanu. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Kristínu, Gunnhildi og barnabörnunum. Gyða Gunnarsdóttir. Náinn samstarfsmaður minn til margra ára, Elín Ísleifsdóttir læknaritari, lést á gjörgæsludeild Landspítala 7. júlí sl. Samstarf okkar Elínar hófst á Borgarspít- alanum þegar ég kom heim frá framhaldsnámi og störfum er- lendis á níunda áratugnum. Elín fór þá fyrir hópi læknaritara sem höfðu sína starfsstöð á skurð- stofugangi spítalans. Starf læknaritara krefst mikillar ná- kvæmni, sérþekkingar og góðrar málakunnáttu. Smekkvísi Elínar og þekking á máli og stíl var óbrigðul og samskiptahæfni í besta lagi. Þegar efnt var til starfs lækningaforstjóra í að- draganda sameiningar spítalanna í Reykjavík varð það gæfa mín að hún fylgdi mér í þeim langdregna stormi sem því ferli öllu fylgdi. Þá var oft gott að eiga stund til spjalls með góðum vinum eins og Elínu, leita ráða um viðfangsefn- in eða bara til þess eins að létta lund. Svo traustur og hæfur starfsmaður sem Elín var er vandfundinn. Missir stofnunar- innar er mikill, en þó er langtum mestur missir einkadóttur Elín- ar, Gunnhildar, og ömmu- barnanna þriggja sem hún unni mest allra. Þessari litlu fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð vegna skyndilegs og ótímabærs fráfalls Elínar. Jóhannes M. Gunnarsson. Fréttin um andlát Elínar okk- ar kom eins og þruma úr heið- skíru lofti. Hún, sem alltaf var hress og létt á sér, hélt mörgum boltum á lofti og varð aldrei mis- dægurt. Hún var klettur hér á skrifstofunni, alltaf til staðar og tók þátt í að leysa bæði stærri og smærri mál af einstakri vand- virkni og samviskusemi. Hún þekkti starfsemina afar vel, enda starfað á Landspítala í 18 ár, og þar áður á Borgarspítala í 24 ár. Hún naut mikils trausts sem rit- ari lækningaforstjóra, og síðar sem skrifstofustjóri fram- kvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar. Íslenskukunnátta hennar var framúrskarandi og al- gengt að textasmíð okkar fengi rækilega yfirhalningu í hennar höndum. „Haldið þið ekki að þetta gæti kannski verið betra svona“, var viðkvæðið, þegar hún var búin að koma skikki á hrafna- sparkið, sem hefði átt skilið að fá mun harðari viðtökur. En harka var ekki hennar stíll. Hún var einstaklega lipur og alúðleg, bæði hér innanhúss og við þá sem hringdu utan spítalans. Símtölin voru bæði mörg og misjöfn. Hún gætti þess í hádeginu að sitja þannig í eldhúskróknum að hún gæti komist sem greiðast í sím- ann, spratt gjarnan upp og skokkaði létt yfir gólfið. Alúð og þolinmæði einkenndu þessi sam- töl, sem oftar en ekki snerust um tilfinningaþrungin mál. Við feng- um oft að heyra frá skjólstæðing- um okkar, hversu fallega hún hefði tekið á móti þeim, bæði í síma og í eigin persónu. Virði slíkrar vinnu verður ekki metið til fjár. Undir fáguðu og mjúku yfir- borði var Elín hinn mesti skör- ungur og lét í ljós skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Við feng- um okkar skerf af skarplegum at- hugasemdum þegar það átti við. Með langa reynslu að vopni, gat hún gert góðlátlegt grín að sum- um þeim nýjungum sem við vinnum að. „Mér finnst eins og ég hafi séð þetta áður, fer þetta ekki bara allt í hringi krakkar?“ og nefndi síðan skýr dæmi úr fyrri sögu spítalans máli sínu til stuðn- ings, sem gerðu okkur kjaft- stopp. Henni líkaði ekki óþarfa flækjur í skipulagi og gagnrýndi hiklaust þegar henni fannst slíkt vera á ferðinni, gjarnan til mikils gagns. En í þeim samtölum var líka stutt í hláturinn hjá henni, glaðværan mildan hlátur sem ylj- aði öllum. Á löngum og farsælum starfs- tíma Elínar urðu margvíslegar breytingar á skipulagi spítalans. Nú síðast aukið samstarf fram- kvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar og stofnun nýrra deilda, sem leiddi m.a. til þess að starf hennar breyttist talsvert. Hún tók þessum breytingum vel og hélt sínu striki af fagmennsku og umhyggju fyrir samstarfsfólk- inu. „Eruð þið búin að borða krakkar?“ heyrðist oft í henni þegar henni fannst nóg um hlaup og tæting á fólkinu í erli dagsins. En umhyggja fyrir dóttur og barnabörnum, litlu fjölskyldunni, var okkur mjög sýnileg í hennar orðum og gjörðum, missir þeirra er mikill. Einstök manneskja og frábær samstarfskona er fallin frá. Hennar er sárt saknað. Við sendum Gunnhildi og fjöl- skyldu hennar, og öllum vinum og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur, fyrir hönd samstarfsfólks á skrifstofu Landspítala, Ólafur Baldursson, Sigríður Gunnarsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgi- stund kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir flytur hugvekju. Félagar úr kór Árbæj- arkirkju leiða sönginn og Benjamín Gísli Einarsson leikur á flygilinn. Kaffisopi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Áskirkja verður lokuð til júlíloka vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks kirkjunnar. Ekkert helgi- hald verður í kirkjunni fyrr en eftir versl- unarmannahelgi. BÚSTAÐAKIRKJA | Göngumessa, sunnudaginn kl. 11. Við ætlum að finna sumarið saman og ganga í fallega Elliðaárdalinn okkar. Við leggjum af stað kl. 11. frá kirkjunni, Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir hópinn. Helgi- stund í dalnum og hressing í safn- aðarsal á eftir. Við klæðum okkur bara eftir aðstæðum. Dómkirkja Krists konungs, Landa- koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og mán., mið. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Kári Þor- mar organisti. Minnum á bílastæðin við Alþingi. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Garðasóknar og Bessa- staðasóknar kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjart- ar prédikar og þjónar ásamt Ásvaldi Traustasyni organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi- húsamessa kl. 11. Séra Sigurður Grét- ar Helgason þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og forsöngvari leiðir söng. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Organisti er Douglas Brotchie. Prestur er Þórhildur Ólafs. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Alþjóðlegt orgels- umar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sun- nud. kl. 17. Thierry Escaich, organisti Saint-Etienne-du-Mont kirkjunnar í Par- ís, leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10:30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8 og hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Tómas Sveinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Steinar Logi Helgason. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sumar- helgistund verður í Hjallakirkju sunnu- daginn 22. júlí kl. 11. Prestur er Dís Gylfadóttir. LAUGARDÆLAKIRKJA í Flóa | Fimm ára afmæli Fischersetursins á Selfossi hefst með samveru í Laug- ardælakirkju kl. 15:30. Davíð Odds- son, fyrrverandi forsætisráðherra, flyt- ur ávarp. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinnsson. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng við gítarund- irleik. Prestur sr. Steinunn A. Björns- dóttir. Blöð og litir fyrir yngstu kynslóð- ina. Hressing og samfélag á kirkjutorginu eftir messu. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik- ar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti: Tóm- as Guðni Eggertsson. ÚTSKÁLAKIRKJA | Kvöldstund kl. 20. Sr. Sigurður Grétar þjónar. Morgunblaðið/ÓmarStrandarkirkja. Orð dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7) Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK DANÍEL STEFÁNSSON, viðskiptafræðingur, Kjalarlandi 17, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 15. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 24. júlí klukkan 13. Ólafía Sveinsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma, systir, mágkona og amma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, sérkennari, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 15. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Vilberg Alexandersson Þórunn Vilbergsdóttir og fjölskylda Sigurbjörg Gróa Vilbergsd. og fjölskylda Jónína Guðmundsdóttir Sveinbjörn Matthíasson Jón Oddgeir Guðmundsson Guðbjörg Tómasdóttir Ástkær eiginmaður og faðir, ÞÓR HARÐARSON, bifreiðasmiður, Funafold 50, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu mánudaginn 16. júlí. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 24. júlí klukkan 15. Guðrún Hrönn Smáradóttir Andri Þórsson Sigrún Sif Þórsdóttir Ívar Þórsson Nanna Sveinsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LÁRA SÓLVEIG HARALDSDÓTTIR, sjúkraliði, lést mánudaginn 16. júlí. Útför fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 25. júlí klukkan 13. Stefán Eiríksson Unnur Björg Stefánsdóttir Elvar Örn Þórisson Rúnar Karl Stefánsson Lina Marcela Giraldo Zuluaga barnabörn Ástkær eiginmaður minn faðir, tengdafaðir og afi, VAGN P. BOYSEN, rakarameistari, sem lést laugardaginn 7. júlí, verður jarðsunginn í Langholtskirkju þriðjudaginn 24. júlí klukkan 15. Ása Hildur Baldvinsdóttir Andreas Boysen Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir Pétur Þór Benediktsson Anna Kristín Guðmundsdóttir Astrid Boysen Birgir Gunnarsson og barnabörn Okkar ástkæri SIGMAR BJÖRNSSON, útgerðarmaður, andaðist sunnudaginn 15. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 25. júlí klukkan 14. Bjarný Sigmarsdóttir Arnar Ólafsson Bjarki Sigmarsson Anna Magnúsdóttir Þórkatla Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.