Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporð- inum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sig- urður Trausti Traustason, deild- arstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Morgunblaðið innti hann eftir fréttum af Hafmeyjunni eftir Nínu Sæmundsson, sem hvarf af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðri sem gekk yfir í byrjun nóvember í fyrra og hefur ekki sést síðan. „Það er búið að undirbúa und- irstöðurnar, hún verður fest betur svo hún geti ekki stungið sér til sunds aftur. En það var vetrartími og síðan hefur verið rigning í marga mánuði, þá er ekki hægt að keyra með kranabíl út í Hljómskálagarð- inn, til á hífa hana á stallinn, án þess að eyðileggja grasið. Við erum því bara að bíða eftir að stytti upp. Við vonumst til að það verði ein- hvern tímann á næstunni.“ Vatnsyfirborðið lágt Morgunblaðið fékk að auki ábendingu um að svo virtist sem vatnsyfirborð Tjarnarinnar væri eitthvað lægra en það ætti að vera, þrátt fyrir alla rigninguna, og hafði samband við Þórólf Jónsson, garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborgar. „Vatnsyfirborðið er í lægra lagi en það er mér vitandi engin sérstök ástæða fyrir því. Við fylgjumst vel með þessu með mælingum, m.a. út af framkvæmdum á Hlíðarenda- svæðinu en vatnið í Tjörninni kem- ur úr Öskjuhlíðinni og undan flug- vellinum. Það eru náttúrulegar og árstíðabundnar sveiflur í vatns- yfirborðinu. Við höfum þurft að lækka vatnsyfirborðið ef fram- kvæmdir við bakka Tjarnarinnar hafa staðið yfir en nú er ekki um slíkt að ræða og við förum mjög varlega til að trufla ekki lífríkið, sérstaklega á sumrin,“ segir Þór- ólfur. Hann segir að þótt mikið hafi rignt í sumar sé vatnsmagnið ekki það mikið sem komið hafi með rign- ingunum. Gróður sem vex á botni Tjarnar- innar hefur einnig verið áberandi í yfirborði hennar undanfarið. „Það er jákvætt, mikil rækt hefur verið í gróðri á botni Tjarnarinnar undanfarin þrjú ár en það er hraustleikamerki fyrir lífríkið þar.“ Morgunblaðið/Kristján Johannessen Auður stallur Fuglarnir á Reykjavíkurtjörn nota stall hafmeyjunnar sem áningarstað til að hvíla lúin bein. Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð  Hrakfallasaga styttunnar í Tjörninni heldur áfram Morgunblaðið/Ómar Stytta Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson. Styttan fauk um koll í fyrra. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is „Almennt er rekstur í rækjuvinnslu við Norður-Atlantshaf, bæði á Íslandi og í Noregi, búinn að vera erfiður í nokkur ár. Við fylgjumst með rekstri norsku verksmiðjanna og það er bara eins og hér, hagnaður er lítill og arð- semin alveg í lágmarki. Það sem hefur gert reksturinn erfiðan hér á landi undanfarin ár er m.a. gengisstyrking- in og launahækkanir,“ segir Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Dögunar á Sauðár- króki, spurður um stöðu og rekstur rækjuvinnslu á Íslandi í dag. Lokanir verksmiðja fyrirséðar Morgunblaðið greindi frá því í gær að FISK Seafood ehf. hefði ákveðið að loka rækjuvinnslu sinni í Grundarfirði vegna langvarandi tapreksturs. Ósk- ar segir það hafa verið fyrirséð að ein- hver rækjuvinnsla hér á landi myndi leggja upp laupana. „Sérstaklega eftir að veiðin í Kanada tók dýfu og veiðin breyttist lítið hér við Ísland lá það í augum uppi að verksmiðjum myndi fækka. Viðvarandi hátt hráefnisverð á iðnaðarrækju hefur haft sín áhrif á arðsemi í landvinnslunni,“ segir Óskar. Fimm rækjuverksmiðjur eru enn starfandi á landinu eftir lokun vinnsl- unnar í Grundarfirði. Voru verk- smiðjurnar tugir talsins þegar best lét fyrir um tveimur áratugum. Um 25 manns starfa í verksmiðju Dögunar á Sauðárkróki, en rækju- verksmiðjan tók til starfa árið 1984 og hefur því sterkar rætur í sam- félagi Sauðárkróks. Þá er Dögun þátttakandi í útgerð í Eistlandi og kemur mesti hráefnisgrunnur Dög- unar þaðan, segir Óskar, og er ís- lenska veiðin aðeins brot af því sem unnið er úr. Ætla að fjárfesta í tækjabúnaði Stefnan er sett á að fjárfesta í sjálf- virkum tækjabúnaði hjá Dögun undir lok árs. Aðspurður hvort störfum muni fækka vegna þeirra fjárfestinga segir Óskar að miðað við óbreytt magn megi ætla að störfum gæti fækkað. „En það getur vel verið að við náum að auka framleiðslu, sem þýddi óverulega breytingu á starfs- liði,“ segir Óskar til viðbótar. Á Hólmavík er rækjuvinnslan Hólmadrangur sem, líkt og Dögun, á sér langa sögu. Framkvæmdastjóri Hólmadrangs, Sigurbjörn Úlfarsson, segir í samtali við Morgunblaðið að starfsemin skipti gríðarlega miklu máli fyrir Strandabyggð. „Rækju- vinnslan er langstærsti vinnustaður- inn í sveitarfélaginu og starfsemin eftir því mjög mikilvæg,“ segir Sig- urbjörn, en 21 er fastráðinn hjá vinnslunni. „Eins og sést í fréttum frá Grund- arfirði er rækjuiðnaðurinn á Íslandi í mjög þröngri stöðu. Þetta er afar sveiflukenndur bransi og veiði hér við Íslandsstrendur hefur farið mjög nið- ur,“ segir Sigurbjörn. Þá segir hann aðspurður að Hólmadrangur sé í full- um rekstri og unnið sé á hverjum degi með fullum afköstum. Innlendur afli er líkt og hjá Dögun sáralítill hluti af vinnslunni, eða um 10%. Aðspurður hvernig Sigurbjörn líti á komandi ár segir hann að Stranda- menn gefist aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. „Þetta hafa verið erfið ár en það er heilmikið að gerast á erlendum mörkuðum og eftirspurn er mikil. Við erum í fullri vinnslu, þannig að það gengur vel hjá okkur.“ Erfiður rekstur rækjuvinnslunnar Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Veiði Mjög hefur dregið úr rækjustofnum við Íslandsstrendur frá því sem var fyrir nokkrum áratugum. Því eru fáar rækjuvinnslur enn starfandi.  Lítill hagnaður og arðsemi í lágmarki, segir framkvæmdastjóri Dögunar, rækjuvinnslu á Sauðárkróki  Sveiflukenndur bransi  Verksmiðjurnar afar mikilvægar fyrir byggðir  Eftirspurn frá útlöndum Faxafen 10 | 108 Rvk | s. 599 6700 fasteignaland.is | fasteignaland@fasteignaland.is Einstakt tækifæri á vatnalóð við Skorradalsvatn Um er ræða 3.559 fm eignarlóð í landi Dagverðarness. Lóðin er kjarri vaxin með glæsilegu útsýni yfir Skorradalsvatn. Lokað svæði með rafmagshliði. Búið að grafa fyrir púða undir 71,6 fm hús. Verð: Tilboð Upplýsingar veitir: Heimir Eðvarðsson Löggiltur fasteigna-og skipasali s. 8931485 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Mikil fjölgun var á afbrotum í flokki fíkniefna-, umferðarlaga-, aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna og ölvunaraksturs í júní m.v. meðal- fjölda síðustu sex mánaða. Þetta kemur fram bráðabirgða- tölum lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á brotum síðasta mánaðar í umdæmi hennar. Fíkniefnabrotum fjölgað um 50% 762 hegningarlagabrot voru skráð í júní, álíka mörg og í maí. Skráð voru 206 fíkniefnabrot í júní og fjölgaði þeim um 50% m.v. meðaltal síðustu sex mánaða. Það sem af er þessu ári hafa 911 fíkni- efnamál verið skráð hjá lögreglunni, samanborið við 860 mál í fyrra og 690 árið 2016 á sama tímabili. Umferðarbrotum fjölgaði um 41% m.v. meðaltal síðustu sex mánaða og voru 1.241 brot skráð í júní. Skráð brot þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur voru 118 í júní. Skráð brot á það sem af er árinu eru 579 og hefur fjölgað úr 327 árið 2015, fyrir sama tímabil. Skráð brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrif- um ávana- og fíkniefna voru 163 í júní. Á þessu ári er fjöldi skráðra brota 836, en frá árinu 2015 hefur brotum af þessum toga fjölgað úr 430, sé miðað við sama tímabil. Fíkniefnabrotum fjölgað mikið í júní  Akstur undir áhrifum hefur aukist Eftirlit Lögreglumaður kannar ástand ökumanns í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.