Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 ✝ Ásdís Anna Ás-mundsdóttir fæddist 29. júlí 1931 í Reykjavík. Hún lést á Land- spítalanum 12. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru Ásmundur Guðmundsson bif- reiðastjóri, f. 30. júní 1906 í Reykja- vík, d. 24. nóv- ember 1970, og Þórdís Gísla- dóttir verkakona, f. 7. júní 1903 á Hæðarenda í Grímsnesi, d. 2. júní 1994. Alsystkini Ásdísar Önnu: Jón Ásmundsson, f. 20. september 1929, d. 12. febrúar 2014. Samfeðra: Ása Ragnheið- ur Ásmundsdóttir, f. 18. ágúst 1932, d. 19. febrúar 2009, Ingi- björg Ásmundsdóttir, f. 4. októ- ber 1933, Ragnhildur Ásmunds- dóttir, f. 17. ágúst 1936, Guðmundur Ásmundsson, f. 13. mars 1939, d. 29. júní 1984, og Úlfar Grétar Ásmundsson, f. 25. september 1950. Ásdís Anna giftist Eyþóri F. Árnasyni aðalbókara 5. desem- ber 1953. Eyþór fæddist 16. febrúar 1930 og lést 16. júní 1996. Foreldrar hans voru Árni Þórðarson, f. 4. október 1897 á Rauðnefsstöðum í Rang- árvallasýslu, d. 2. nóvember 1968, og Sigríður Magnúsdóttir, f. 29. ágúst 1896, d. 21. apríl 2008. B) Sunna Sæmundsdóttir, f. 3. nóvember 1987, sambýlis- maður hennar er Viðar Guð- jónsson, f. 14. júlí 1980. Sonur þeirra er Finnur, f. 2016, og dóttir Sunnu er Ingibjörg Fía, f. 2007. 3) Árni Eyþórsson, f. 19. ágúst 1957. 4) Sigríður Eyþórs- dóttir, f. 23. desember 1960. Börn hennar og Tryggva Han- sen eru: A) Hans Ingi, f. 5. des- ember 1981. Eiginkona hans er June Grodatter Råheim, f. 18. mars 1979. Börn þeirra eru: Tove, f. 2011, og Olav, f. 2015. B) Anna Sóley, f. 17. október 1984. Börn hennar eru: Zette Eyþór, f. 2010, og Lo, f. 2017. Börn Sig- ríðar og Róberts Karlssonar sambýlismanns hennar, f. 23. október 1953, eru: Rósanna Ró- bertsdóttir, f. 1991, og Eyþór Róbertsson, f. 1994. 5) Ásdís Ey- þórsdóttir, f. 23. nóvember 1966. Dóttir hennar og Hannesar Jó- hannssonar er Anna Kolbrún, f. 6. september 1990. Fyrrverandi eiginmaður Ásdísar er Smári Magnús Smárason, f. 17. júní 1954, og sonur þeirra er Óskar Örn, f. 7. september 1993. Ásdís Anna ólst upp hjá föðurömmu og -afa á Grett- isgötu í Reykjavík. Hún gekk í Austurbæjarskóla og þaðan lá leiðin í Hjúkrunarskólann þar sem hún lauk námi 1953. Síðar sérhæfði hún sig í geðhjúkrun og stjórnun við Nýja hjúkr- unarskólann. Hún vann lengst af sem hjúkrunar- framkvæmdastjóri við geðdeild- ir Landspítalans. Úför hennar fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu, 21. júní 2018. 1983. Börn Ásdísar Önnu og Eyþórs eru: 1) Tryggvi Ey- þórsson, f. 27. mars 1952, d. 3. október 2012. Eiginkona hans var Kolbrún Pálína Hannes- dóttir, f. 20. janúar 1956, og eignuðust þau fimm syni: A) Oddur Guðni, f. 5. janúar 1973, kvænt- ur Dagnýju Þóru Bragadóttur, f. 1977. Dætur þeirra eru Sandra Dís, f. 2008, og Telma Sól, f. 2013. B) Eyþór, f. 22. september 1976, kvæntur Sigurbjörgu Jó- hönnu Jónasdóttur, f. 1982. Syn- ir þeirra eru Benjamín Örn, f. 2005, og Hallgrímur Már, f. 2009. C) Hákon Ingi, börn hans með Pálínu Björgu Snorradótt- ur, fyrrverandi eiginkonu, eru: Tryggvi Fannberg, f. 2007, og Kristín Kolbrún, f. 2010. D) Ás- mundur Sveinn, f. 13. septeber 1988, og E) Jóhann Rúnar, f. 30. júní 1993. 2) Ingibjörg Eyþórs- dóttir, f. 30. september 1955. Eiginmaður hennar er Sæmund- ur Sigurðsson, f. 11. nóvember 1055. Dætur þeirra eru: A) Anna Sæmundsdóttir, f. 21. ágúst 1982, sambýlismaður hennar er Jörgen Krabbe, f. 15. október 1970. Sonur þeirra er Viggó, f. 2016, og stjúpdætur Önnu eru Alina, f. 2006, og Johanna, f. Þann 12. júlí síðastliðinn and- aðist Ásdís Anna Ásmundsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri hjúkrunar við Geðdeild Land- spítalans. Kynslóðir koma og fara, tímarnir breytast. Það sem þykir sjálfsagt í dag var draum- ur í fjarlægð. Anna lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands í október 1953, starfaði við Kleppsspítalann frá 1962-1966 og kom aftur til starfa þar nokkrum árum seinna. Þegar lit- ið er yfir farinn veg rifjast upp minningarnar um fimm barna móður og hjúkrunarfræðing sem var gott að starfa með, sem var jákvæð og sagði sína skoðun á hlutunum, var ekki margorð en ákveðin. Í tæpa þrjá áratugi störfuðum við saman að bættri þjónustu og aðbúnaði vistmanna og starfsmanna. Upphaflega hóf hún störf í Kleppsspítala vegna þess að Eyþór og hún voru að byggja hús í Kópavogi og vant- aði tímabundið húsnæði en Kleppsspítalinn gaf hjúkrunar- fræðingum sem voru í fullu starfi kost á að leigja 38 fer- metra íbúð á Skaftinu. Húsin voru byggð af vanefnum en nauðsynleg til að fá fagfólk til starfa því strætisvagnar komu aðeins þrisvar á dag að spítalan- um. Vinnutíminn var tvískiptar vaktir 7.30 til 13.00 og frá kl. 16.00 til 19.30 nema daginn fyrir frídaga. Rafmagnshitun var tek- in af tvisvar á dag, fyrir hádegi í rúma klukkustund og um kvöld- matarleytið. Þetta var gert svo nægur straumur væri í eldhúsi spítalans til að elda mat fyrir vistmenn. Við þessar aðstæður bjuggu hjónin frá 1962 til 1966 með fjögur börn, það yngsta var ekki fætt. Þá var flutt í Kópavog í eigið húsnæði sem var langt frá því fullgert eins og var mjög al- gengt að fólk gerði á þessum ár- um en markmiðinu var náð sem hafðist með dugnaði og þraut- seigju þeirra hjóna. Seinna fluttu þau að Laugateig 5 í Reykjavik þar sem hún bjó þangað til hún flutti í þjónustu- húsnæði við Dalbraut. Lífshlaup þeirrar kynslóðar sem nú er að kveðja var að hlúa að og bæta lífsgæði komandi kynslóðar. Ég samhryggist innilega börnum hennar, mökum þeirra og barnabörnum. Blessuð sé minning hennar. Þórunn S. Pálsdóttir. Ásdís Anna Ásmundsdóttir ✝ Rúnar ÞorkellJóhannsson fæddist 25.8. 1947 á Blönduósi. Hann lést 18.7. 2018 á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Freyja Krist- ín Kristófersdóttir, f. 21.9. 1924, og Jóhann Frímann Hannesson, f. 18.5. 1924, d. 19.12. 1997. Systkini Rúnars: Anna, f. 1946, gift Ragnari Þór Baldvinssyni, börn þeirra eru Jóhann Freyr, Hlíf, Þórunn og Ragna. Hlyn- ur, f. 1968, giftur Karen Ingi- marsdóttur, börn þeirra eru Aron Ingi, Ólöf Marín og Nana Rut. Rúnar giftist Björgu Guð- mundsdóttur 11.9. 1971, þau Rúnar ólst upp í Vest- mannaeyjum. Hann lærði bif- vélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og Vegagerð rík- isins. Hann vann hjá Vega- gerðinni til ársins 1977, þegar fjölskyldan flutti til Svíþjóðar. Þar starfaði hann á bílaverk- stæði Volvex þar til þau fluttu til Íslands aftur og þá til Bol- ungarvíkur. Þar hóf hann störf hjá Vélsmiðju Bolungar- víkur hf. Árið 1992, þegar hann og Björg skildu flutti hann til Vestmannaeyja og starfaði þar hjá Skipalyftunni til ársins 2000, þegar hann fluttist til Noregs. Þar bjó hann með norskri konu, Tove að nafni, og vann hjá Norges- buss til ársins 2012. Þá fluttist Rúnar aftur til Vest- mannaeyja, þar sem hann vann hjá Skipalyftunni til 67 ára aldurs, þá hóf hann störf hjá Alþrif og vann þar, þar til hann veiktist af krabbameini í byrjun árs 2017. Rúnar verður jarðsunginn frá Landakirkju í dag, laug- ardaginn 21. júlí 2018, kl. 15. skildu síðar, eign- uðust þau þrjú börn: 1) Fríða, f. 1972, gift Her- manni G. Her- mannssyni og þeirra dætur eru María Rebekka og Dagmar Iða. 2) Freyja Kristín, f. 1978, gift Gunnari Geir Gústafssyni og þeirra synir eru Ágúst Marel, Andri Snær, Gústaf Logi og Rúnar Freyr. 3) Jóhann Frímann, f. 1987, giftur Axel Inga Árnasyni. Fyrir átti Rúnar soninn Pál Þóri, f. 1967, með Elínborgu Steinunni Pálsdóttur. Páll er giftur Mekkín Árnadóttur og þeirra börn eru Árni Jón sem á tvö börn og Elínborg Stein- unn. Í dag kveðjum við félaga okkar úr Veiðifélagi Elliðaeyjar, Rúnar Þorkel Jóhannsson. Rúnar sótti Elliðaey heim á lundatímanum í tugi ára eins og hann átti kyn til. Rúnar var kom- inn af Oddsstaðaættinni sem átti nytjar í Elliðaey. Guðjón Jóns- son, bóndi og líkkistusmiður frá Oddsstöðum, langafi Rúnars, og Kristófer Guðjónsson, afi hans, voru lundaveiðimenn í Elliðaey í tugi ára. Síðustu ár ævi sinnar átti Rún- ar heima í Vestmannaeyjum, en hafði búið meðal annars í Bolung- arvík, Svíþjóð og Noregi. Þegar vora tók og lundinn settist upp í Eyjum kom fiðringur í okkar mann. Síminn hringdi hjá mér og hrjúf rödd var á hinum endanum sem sagði: „Dolston Kaller, er ekki hugur?“ Þá var Rúnar strax farinn að huga að lundatímanum og ferð til Vestmannaeyja. Hvenær lunda- veiðimenn ætluðu út í Elliðaey til lundaveiða. Rúnar var skapgóður maður og hafði góða nærveru. Það var gott að vera með Rúnari yfir lundaveiðitímabilið í Elliðaey, þegar við dvöldumst þar saman. Síðustu ár voru Rúnar erfið, hann hafði glímt við erfið veikindi sem hann er nú laus við. Vonandi er hann kominn út í Elliðaey, sæll og glaður þarna hinum megin, þar sem við víst öll lendum. Rúnari þakka ég fyrir allar góðu samverustundirnar og votta aðstandendum hans mína samúð. Í úteyjarfaðminum vægum í vindi við skulum syngja að bjargmanna sið. Hér lífið er frelsi og unaðaryndi með ómum frá lundans og svölunnar klið. Nú lokið er veiði og sigin er sól saman við skálum og röllum við ból. (Óskar Kárason) Með Elliðaeyjarkveðju, Ívar Atlason. Rúnar Þorkell Jóhannsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Fréttir af and- láti Þórunnar Franz kölluðu fram margar góðar minningar frá ár- unum sem við störfuðum saman á Borgarskjalasafni Reykjavík- ur. Þórunn hóf störf á Borgar- skjalasafni árið 1988 og starfaði einkum við úrklippusafn safns- ins, sem var lengi eitt vinsæl- asta efni safnsins. Hún tók við Sigríður Þórunn Fransdóttir ✝ Sigríður Þór-unn Frans- dóttir fæddist 19. september 1931. Hún lést 30. júní 2018. Útför Þórunnar fór fram 11. júlí 2018. starfinu af Hildi E. Pálsson sem hafði unnið við það í 30 ár. Starfið fólst í að klippa út úr dagblöðum allar umfjallanir um Reykjavíkurborg og annað áhuga- vert um hvað væri að gerast í Reykja- vík. Úrklippurnar voru flokkaðar eft- ir um 30 efnisflokkum og síðan límdar inn í úrklippubækur. Þetta var nákvæmnisverk sem nýtist vel enn í dag þeim sem rannsaka sögu borgarinnar. Þórunn var vel að sér, fylgd- ist vel með, hún var glögg, létt og skemmtileg og lífgaði upp á safnið. Hún var samviskusöm, hélt vel áfram og vann verkefni sín af vandvirkni. Hún var góð- ur sögumaður og hafði frá mörgu að segja frá viðburða- ríkri ævi sinni. Hún raulaði oft við vinnu sína. Við vissum ekki fyrr en hún hafði starfað með okkur um tíma að hún væri þekkt fyrir tónlist sína og að við þekktum mörg lög sem hún hafði samið. Þórunn fór á eftirlaun um sjötugt og var missir að henni úr hópnum. Hún hélt alltaf sambandi við okkur, mætti á sýningaopnanir og við heyrð- umst af og til. Þórunn var ein af þeim sem maður kynnist í lífinu og gleymir ekki. Hugsar til af og til með hlýhug. Fyrir hönd okkar á Borg- arskjalasafni viljum við kveðja Þórunni Franz með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og sendum fjölskyldu hennar og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Svanhildur Bogadóttir og Gunnar Björnsson. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í huga minn er ég sit og hugsa um hana Dúnu frænku mína. Frá því að ég man eftir mér bjuggu Dúna og Sverrir á Kópa- vogsbrautinni og flesta daga vikunnar rölti Dúna niður brekkuna og sat í eldhúsinu heima yfir kaffibolla og ræddi málin. Hún var einhvern veginn alltaf fastur hluti af heimilinu og Guðrún Aðalsteinsdóttir ✝ Guðrún Að-alsteinsdóttir fæddist 5. ágúst 1939. Hún andaðist 7. júlí 2018. Útförin fór fram 16. júlí 2018. í uppvexti mínum vissi ég alltaf að ég gæti leitað til Dúnu frænku ef ég þurfti á að halda. Þegar mamma og pabbi voru ekki heima var alltaf gott að vita af heimilinu á Kópa- vogsbraut og seinna á unglings- árunum eyddi ég ófáum kvöldunum í bílaviðgerðir í skúrnum með Sverri og kvöld- kaffi á eftir hjá Dúnu. Dúna hugsaði alltaf vel um litla frænda sinn og þó að ég seinna hafi flust til Danmerkur og búið þar síðustu 20 árin þá breytti það litlu. Við vorum alltaf í miklu sambandi, töluðumst reglulega við í síma og meðan Dúna hafði heilsu til komu hún og Gulla í heimsóknir til Kaup- mannahafnar. Dúna var mikil handavinnu- kona og margt til listanna lagt hvort sem það var að perla, mála eða prjóna. Á heimili okkar eru margir fallegir munir sem hún frænka mín hefur gert fyrir okkur fjölskylduna í gegnum tíðina og þessa muni þykir mér mjög vænt um. Síðustu mánuði hrakaði heilsu hennar hratt og mig grunaði það þegar ég fylgdi henni út í sjúkrabílinn um páskana að við ættum ekki eftir að hittast aft- ur. Það verður skrýtið að koma heim til Íslands og vita til þess að Dúna frænka verður ekki sú fyrsta sem kemur yfir götuna til að hitta frænda sinn. Ég er þakklátur fyrir allar minningarnar sem ég á um Dúnu frænku. Þær munu lifa með mér um ókomin ár. Bragi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.